Dagur - 20.08.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUFIEYRI
RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167
SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Vísitölumismunun
Horfur eru á að ríkisstjórnin nái saman um
efnahagsaðgerðir þegar þetta er skrifað. Á
ýmsu hefur gengið í umræðum um þann mikla
vanda sem takast verður á við. Aðgerðirnar
verða og hljóta að miðast við það að halda uppi
fullri atvinnu í landinu. Ljóst er að ekki verður
hægt að ná fram markmiðum sem sett voru um
verðbólguþróunina á þessu ári. Kemur þar
fyrst og fremst tii að viðskiptakjörin hafa stór-
lega versnað og mikill samdráttur hefur orðið í
sjávarafla. Þá er ekki úr vegi að minnast þess,
að höfuðmarkmið ríkisstj órnarinnar' hefur
ávallt verið það að halda uppi fullri atvinnu og
tryggja kaupmáttinn. Þetta hefur komið niður
á aðgerðum sem stuðlað gætu að niðurtaln-
ingu verðbólgunnar, einkum þar sem utanað-
komandi aðstæður hafa þrengt mjög allt svig-
rúm til aðgerða.
.It.Jlí
Því er svo heldur ekki hægt að neita að það
voru framsóknarmönnum um allt land mikil
vonbrigði að ekki’ gkyldi takast að gera viðlíka
efnahagsráðstafanir um síðustu áramót og
gerðar voru um áramótin 1980-1981. Þær að-
gerðir tókust vel, verðbólgan minnkaði veru-
lega í fyrra, atvinna hélst og kaupmáttur, þrátt
fyrir skerðingu verðbóta á laun. Það er athygl-
isverð staðreynd sem forkólfar Alþýðubanda-
lagsins virðast með engu móti geta áttað sig á,
a.m.k. ef miðað er við fregnir sem borist hafa af
umræðum um vísitölumálin vegna efnahags-
aðgerðanna þessa dagana.
Eitt er það mál sem mörgum veldur áhyggj-
um, einkum þó húsbyggjendum og öðrum
sem þurfa að taka vísitölubundin lán til fram-
kvæmda. Svo sem kunnugt er er vísitölubind-
ing lána orðin nær allsráðandi í öllum meiri-
háttar lánsviðskiptum. Lánskjaravísitalan er
miðuð við framfærsluvísitöluna að hluta og
byggingarvísitöluna að hluta. Þegar hins veg-
ar gerðar eru breytingar á kaupgjaldsvísitöl-
unni, stjórnvöld taka t.d. helminginn af verð-
bótum á laun, hefur það ekki áhrif til lækkunar
á lánskjaravísitölunni. Þannig lengist sífellt
það bil sem verður á milli kaupgjalds og skuld-
bindinga sem fólk hefur tekið á sínar herðar
vegna vísitölubundinna lána.
Augljóst er að þetta getur ekki gengið til
lengdar. Það gengur ekki að breyta sífellt
kaupgjaldsvísitölunni og láta lánskjaravísitöl-
una mæla á fullu. Lántakendur komast fyrr
eða seinna í þrot. Þessu verður að breyta.
Verðtrygging lána og raunvextir geta ekki ein-
ir sér talið niður verðbólguna í landinu. Þessi
stefna veldur miklum vanda í þeirri óðaverð-
bólgu sem nú geisar og fyrirtæki og einstakl-
ingar ráða ekki við þær byrðar sem hún leggur
þeim á herðar.
4 - DAGUR - 20. ágúst 1982
3. hluti I
Komlr þú
a
Grænlandsgrund
Að lokinni þessari glæstu sam-
kundu var gestum boðið í danse-
mik, sem á máli grænlenskra þýð-
ir einfaldlega samkoma þar sem
dansað er. Þangað fóru gestirnir
flestir og varð það hin besta
skemmtan.
Þó fóru sumir í aðrar áttir og
komu sér í kaffemik annarsstaðar
í bænum, en það þýðir að sjálf-
sögðu kaffisamsæti eða þvíum-
líkt.
7. ágúst
Síðasti dagur skipulagðra hátíða-
halda rann upp með svölu dumb-
ungsveðri. Drottningin átti að
fara til Suðurfjarða, þ.e. Non-
ortalik-héraðs, en eitthvað mun
það þó hafa farið úr skorðum eins
og fleira á ferðaáætlun hennar allt
vegna þoku og ísagangs útifyrir.
Vigdís forseti fór hinsvegar til
að starta hinu árlega hringhlaupi
eða göngu kringum „Stórasjó",
sem er fallegt stöðuvatn í dalverpi
bak við bæinn, og þangað fóru
líka flestir gestir aðrir, sem ekki
voru þegar farnir til síns heima.
Við hjónin fórum hinsvegar
ásamt með Kristjáni Eldjárn og
Halldóru í sérstakan leiðangur
inn eftir firði, Einarsfirði, að
heimsækja aftur tilraunastöðina í
jarðrækt, en síðan áfram langt
inneftir, þangað sem til forna var
nefnt Vatnahverfi.
Efling sauðfjárræktar
Það þyrfti helst að skrifa heila rit-
gerð um sauðfjárræktina og þau
áform, sem eru efst á baugi um
eflingu hennar. A.m.k. myndu
einhverjir bændur í lesendahópi
Dags hafa gaman af að heyra,
hvernig viðhorfin eru í þeim
atvinnuvegi hjá grönnum okkar í
vestrinu. En því miður, hér er
hvorki staður né stund til slíks.
Ég læt nægja að segja frá því,
að nefnd sem landsráðið skipaði
fyrir nokkru, hefur skilað áliti
með tillögum, sem síðan mun
verða unnið eftir. Tvennt á að
geraísenn: að auka sauðfjárrækt-
ina um helming eða svo með
stækkun sumra búanna, en eink-
um með stofnun nýbýla og að
breyta búskaparháttum frá beit-
arbúskap (vetrarbeit) til fóðrun-
arbúskapar.
í þessu skyni á m.a. að rækta
400 ha nýrækt, reisa yfir 100 km í
girðingum, ryðja nokkra tugi km
af vegarslóðum og byggja útihús
fyrir ca. 30 þús. fjár sumpart á
eldri býlum en einkum á nýbýl-
um. Svo eru nefndar vatnsveitur á
túnin, því versti óvinur gras-
sprettu þarna er vor- og sumar-
mrrkar.
Þetta virðist skynsamlegt plan
og raunsætt. Dálítið er ég þó ugg-
andi um, að erfitt kunni að reyn-
ast að standa við ræktunarþátt-
inn, einkum þó að halda ræktun-
inni við, því allsstaðar blasa við
hroðaleg merki um kal og tilheyr-
andi illgresisræktun. En ræktunin
og fóðurframleiðslan er nú ein-
mitt grundvöllurinn undir öllu
saman.
í Vatnahverfí
Að lokinni uppfræðslu hjá þeim
Kai Egede og Lasse Bjerge fórum
við í bát hins fyrrnefnda langa leið
inn eftir firði. „Marga stund má ég
sitja í þessu sæti ekki síður en
ráðunautar ykkar á íslandi þurfa
að sitja undir stýri í bílnum
sínum,“ sagði Kai, þar sem hann
sat og stýrði bátnum sínum inn
með grænum hlíðum Einarsfjarð-
ar.
Loks var stigið á land upp á
klappirnar við lendingarstað eina
býlisins í Vatnahverfi þar sem búa
fræg hjón Henning og Sesselia
Lund. Hún er merk kona, sem
komið hefur til íslands í boði
Kvenfélagasambandsins og kom-
ið fram í fjölmiðlum. Til að kom-
ast að þessu afskekkta býli er
gengið yfir stuttan en brattan háls
og von bráðar blasir við stöðuvatn
mjög langt og marggreint. Eitt-
hvert gott, íslenskt nafn hefur
þetta vatn borið til forna, en eng-
inn veit neitt um það né mun
nokkurn tímann vita fremur en
nöfn allra bæjanna stórra og
smárra, sem stóðu í þessu fagra
héraði í ein 4—500 ár.
En nú var stigið í stóran
gúmmíbát með utanborðsvél og
siglt 5-10 km leið inn eftir vatn-
inu. Ferðinni var sem sé heitið á
svæði þar sem eru rústir eins af
gömlu bæjunum. Og mikið rétt,
þarna var gengið fram á tóftarbrot
stórbýlis, eða það sýndist mér það
hlyti að hafa verið. Alveg fannst
mér furðulegt að sjá allar þessar
grjót- og torfrústir á einu eyðibýli
og hugsa til þess, að þarna í þess-
ari einu sveit kváðu vera ein 10-20
önnur slík, heill hreppur, og innar
með firði hinumegin sjálft bisk-
upssetrið í Görðum. Gaman væri
að geta horfið svosem 600 ár aftur
í tímann og horft yfir þessa fögru
byggð eins og ætla má að hún hafi
litið út á ofanverðri 14. öld.
Þarna voru þeir í essinu sínu
fornfræðingarnir og Grænlands-
sérfræðingarnir Kristján Eldjárn
og Knud Krogh, sem einnig var
með í þessari skemmtilegu kynn-
isferð. Áður en varði voru þeir
komnir upp á fellið ofan við bæinn
rétt eins og þeir væru að svipast
um eftir „reyk eða öðrum merkj-
um mannabyggðar“ eins og segir
um Naddoð víking, sem fyrstur
kom til íslands. Um síðir tókst þó
að lokka þá aftur til skips, og síð-
an var siglt áleiðis „heim“ í kvöld-
kulinu.
Erindinu lokið
Klukkan var 10 um kvöldið, er
aftur var komið út að Upernavia-
suk, þar sem tilraunastöðin er.
Þar beið okkar, þreyttra ferða-
manna, einhver huggulegasta
kvöldmáltíðin, sem við nutum í
allri ferðinni, og voru þær þó ekk-
ert rusl sumar aðrar.
Karen Egede, kona ráðunaut-
arins stóð fyrir veitingunum, en
meðal gesta var líka Eskild Jere-
miasen, formaður Sauðfjárrækt-
arsambandsins og kona hans.
Þarna var runnin upp stundin til
að afhenda gjafabréf fyrir hestin-
um ásamt með ættartölu hans í 4
ættliði. Menn héldu ræður og
voru mörg falleg orð sögð á báða
bóga um nauðsyn þess og gagn-
semi að treysta samskipti og vina-
bönd granna á milli og læra hvor
af öðrum.
Það er rétt að undirstrika það,
að bæði í máli þessara manna og
annarra, sem við ræddum við,
kom skýrt fram, hve mikils virði
þeir telja fyrir farsæla þróun sauð-
fjárræktarinnar í landinu að mega
njóta áframhaldandi aðstoðar og
leiðbeininga frá íslenskum aðil-
um, Búnaðarfélaginu og Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins.
Þarna getum við látið riokkuð
gott af okkur leiða og það er ekk-
ert umskrafsmál að við eigum að
leggja okkur fram við að aðstoða
þessa granna okkar og reyndar er
það líka opinber stefna Alþingis
með stofnun sjóðs til styrktar
framfaramálum í Grænlandi.
Heim í heiðadalinn
Brottfarardagurinn rann upp
svalur og þokublandinn. Við tók-
um saman pjönkur okkar í skóla-
heimavistinni í Qaqortoq og rog-
uðumst með byrðarnar í gegnum
syfjulegan bæinn, út á klöppina
góðu innan við höfnina, þar sem
þyrlan lendir. Síðan upp í þessa
þyrilvængjuðu „rútu“ og af stað
inn með firði, lágt undir skýjum.
Aftur sáum við ýmsa þá staði,
sem við höfðum áður heimsótt í
Einarsfirði, en von bráðar sveigði
vélin til vinstri yfir Garðaeiðið
yfir í Eiríksfjörð og síðan inn með
honum inn til stóra flugvallarins í
Narssasuak. Ferðalagið tók 25
mínútur.
Hér gæti komið amen eftir efn-
inu, eins og presturinn sagði.
Aftur er flogið yfir jökulinn og
ísköld austurströnd Grænlands
birtist í annað sinn með snjóskafla
niður í flæðarmál.
Og nú höfum við að vísu ekki
drottningu að förunaut. Á hinn
bóginn er forseti vor Vigdís með í
för, og það er svo sem ekkert lak-
ara.
Eftir rösklega einn og hálfan
tíma grillir í Garðskaga eða ein-
hvern annan skanka Reykjanes-
skaga niður í gegnum skýjaslitur.
Það er svo sem ekki alfrjósamasti
blettur fósturjarðarinnar, én
þarna sáust þó a.m.k. nýslegnar
túnskákir. Svo vel settir eru
Grænlendingar ekki.
Þessi frásögn er sett saman í þeim
tvenna tilgangi að festa minning-
arnar á blað til síðari upprifjunar
og til að gefa öðrum lesendum
Dags, sem heima sátu við sínar
daglegu annir, hlutdeild í ævintýr-
inu.
Því ævintýri er það að sjá í
fyrsta sinn þetta stórfenglega land
og þá merkilegu þjóð, sem það
byggir, svo nærri okkur á hnettin-
um en þó svo gjörólíka og fram-
andlega eins og hún tilheyrði ein-
hverjum öðrum hnetti.
Það er óhætt að mæla með því
að þeir sem eru í ferðahugleiðing-
um líti til Grænlands svo sem einu
sinni til tilbreytingar frá Róm og
Rimini.