Dagur


Dagur - 20.08.1982, Qupperneq 7

Dagur - 20.08.1982, Qupperneq 7
Rafn Hjaltalín, knattspyrnudómari, dæmdi um síðustu helgi sinn síðasta leik í 1. deildinni, a.m.k. hér á Akureyri, og afhentu forráðamenn KA honum blómvönd í upphafi leiksins um leið og þeir þökkuðu honum mikil og góð störf í þágu knattspyrnu- íþróttarinnar. - Rafn hefur í áratugi verið í eldlínunni með flaut- una sína í hendinni. Hann dæmdi í fyrsta skipti 1950, þá aðeins 18 ára að aldri, þremur árum síðar tók hann dómarapróf og árið 1956 varð hann landsdómari og hefur verið það síðan. Árið 1961 varð hann milliríkjadómari og var það í 18 ár samfleytt. Rafn hefur dæmt hundruð leikja á ferli sínum, bæði leiki í deildar- keppni, í bikarkeppni, unglingalandsleiki og ótal úrvalsleiki aðra. Þá dæmdi hann eitt sinn í úrslitakcppni Evrópumóts ung- linga sem fram fór í Póllandi. Þar mættu 24 dómarar til Ieiks, en þegar á keppnina leið hafði dómaranefnd Evrópusambandsins valið 6 dómara í úrslitaleikina og var Rafn einn þeirra. Hann náði svo langt að vera línuvörður í úrslitaleiknum, og var þá varadómari. Mun enginn íslenskur knattspyrnudómari hafa náð svona langt á alþjóðavettvangi. - En nú er Rafn hættur að dæma í 1. og 2.deild og af því tilefni spjölluðum við stuttlega við hann. „Ég hef haft afskipti af knatt- spyrnu á margvíslegan hátt síðan ég man fyrst eftir mér. Byrjaði sem leikmaður í yngri flokkum og svo kom í Ijós að sennilega hef ég ekki verið byggður fyrir knatt- spyrnu þótt áhuginn væri ódrep- andi. Ætli það megi ekki segja að ég hafi lent í dómgæslunni af þeim sökum að ég komst ekki í lið, en þó náði ég að spila eitthvað örlítið í 2. flokki með Þór. Eftir það fór ég dálítið í unglingaþjálfun og síðan lá leiðin í dómgæsluna." - Þú hefur þá verið ungur þeg- ar þú fórst fyrst að dænia. „Já, ætli ég hafi ekki verið 18 ára þegar ég byrjaði að dæma. Þá var ekki hægt að taka próf í dóm- gæslunni.en 1953tókégsvodóm- arapróf hér á Akureyri og hef dæmt síðan. Þá var þetta sett þannig upp að prófið var tekið hjá viðkomandi íþróttabandalagi hjá sérstakri prófnefnd. Þeir voru í prófnefndinni Hermann Stefáns- son, Ragnar Steinbergsson og Árni Ingimundarson að mig ntinnir. Mér er það minnisstætt að það stóð lengi vel á úrskurði frá próf- nefndinni um það hvort ég hefði náð prófinu. Menn voru ekki aleg vissir um hvort ég hefði gert rétt, því í prófleiknum dæmdi ég aukaspyrnu fyrir utan vítateig og viðkomandi aðili sendi knöttinn til baka inn í teiginn. Mig minnir að það hafi ekki komið niðurstaða t þetta mál fyrr en úrskurður fékkst um það frá Kaupmanna- höfn að þetta hefði verið leyfilegt. Mér skildist á þeim tíma að ætlun- in hafi verið að fella mig á þessu ef annað hefði komið í ljós. Gamli ungmennafélagsandinn Þetta ár dæmdi ég minn fyrsta leik sem dómari með próf, og fór þá með KA í „boddýbiT til Sauð- árkróks þar sem keppt var við heimamenn. í þessum leik gerðist það að ég dæmdi mína fyrstu eftir- minnilegu vítaspyrnu. Það var sókn á mark heimamanna og mikil þvaga upp við markið. En allt í einu kemur einn leikmanna gangandi út úr þvögunni með knöttinn í hendinni og réttir mér hann og áfram hélt þvagan. En ég gat auðvitað ekki gert neitt annað en að dæma vítaspyrnu á þennan leikmann fyrir að taka boltann með höndunum innan eigin víta- teigs. Þetta er sennilega það atvik sem hefur komið mér mest á óvart á mínum ferli, og það gerðist strax í fyrsta leiknum.“ - Hvað vakti fyrir þessum leik- manni? „Það var nú einfaldlega það að gamli ungmennafélagsandinn var við lýði. Knötturinn hafði hrokk- ið í hendina á honum og hann viðurkenndi sitt brot strax og færði mér boltann. Einhverju sinni fór ég aftur á Sauðárkrók með KA. Liðið sigr- •aði 4:3, skoraði þá þrjú mörk úr vítaspyrnum og eitt mark þeirra var sjálfsmark. - Öðru sinni var ég þarna að dæma ein- hvern mikinn leik og liðin voru búin að stilla sér upp. Ég flautaði en ekkert gerðist. Ég flautaði því aftur og enn gerðist ekki neitt, nema það að leikmennirnir litu til mín. Og þá kom í ljós að það vantaði knöttinn. Ég hef gætt þess síðan að hafa knöttinn ávallt með mér inn á völlinn. Það hefur ætíð eitthvað skemmtilegt gerst á þess- um velli sem er einn af mínum uppáhaldsvöllum að dæma á. Eins er með völlinn á Grenivík. það hefur eiginlega verið segin saga í gegnum árin að eftir að ég hef komið heim frá því að dæma þar, hafa beðið mín boð um að dæma leiki erlendis eða einhverja stærri leiki hér heima. Það er eins og það sé einhver fylgni þar á milli. Aðrir vellir hafa ekkert sérstakt við sig þannig séð.“ Las sænskar myndskreyttar reglur - Nú var knattspyrnan allt öðru vísi á þessum árum þegar þú varst að hefja feril þinn sem dómari og dómgæsla þar af leiðandi einnig. Hvað vilt þú segja um þetta? „Fróðleikurinn var í sjálfu sér mjög lítill og reynslan að sama skapi. Þeir sem dæmdu eitthvað að ráði á þessum árum voru í Reykjavík og það voru engin samskipti á milli landsbyggðar- manna og þeirra eins og nú er. Þá voru þar menn eins og Guðjón Einarsson sem stóðu upp úr og svo kom Hannes Þ. Sigurðsson, Haukur Óskarsson og fleiri. Ég kynntist Hannesi og hann hafði mikil áhrif á mig á þann veg að auka áhuga minn sem varð til þess að ég hélt þessu áfram. Ég man að ég fór eitt sinn á Siglufjörð til þess aðhorfa á Hannes dæma en þá vildi ekki betur til en svo að ég fékk hálsbólgu og komst ekki á völlinn. Ég lá heima á hóteli og ingur er fluttist hingað fyrir stríð. Hann hafði verið knattspyrnu- dómari og m.a. dæmt á Olympíu- leikunum í Hollandi 1928. Hann hafði mjög örvandi áhrif á mig og það má segja að hann hafi kennt mér allt það sem ég kann eða gert mig hæfan til að skilja innri rök dómgæslunnar sem eru miklu meiri vísindi en almenningur vill vera láta. Það er svo margt sem kemur þar til, mannleg samskipti og skilningur á afstöðu leikmanna og sálfræðin sem er þessu samfara og nauðsynlegt er að setja sig inn í. Þessi maður opnaði mér nýjan heim og studdi mig í gegn um erfiðasta tímann. Stðan fór knattspyrnan að þró- ast og það var farið að leika heima og að heiman. Þá var ég fyrsti maðurinn utan Reykjavíkursvæð- KA-menn afhenda Rafni blómvönd sl. laugardag. am B I Hannes lánaði mér sænskar myndskreyttar reglur og ég drakk í mig þann fróðleik, sem þar var að finna. Síðan höfum við Hannes haft mikil og góð sam- skipti og ég lærði mikið af honum og tók hann sem fyrirmynd. Síðan kynntist ég Höskuldi Markússyni sem er þýskur gyð- isins sem kom til greina að dæma í íslandsmóti meistara- flokks. Það þótti ávallt mjög dýrt að taka einn mann til Reykjavík- ur en ekki að sama skapi dýrt að senda þrjá menn til Akureyrar. Mér er það minnisstætt að Ólafur heitinn Erlendsson sem var formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur tjáði mér að þeir hefðu beðið eftir hverri þeirri skyssu sem mér yrði á þegar ég hóf að dæma fyrir sunnan. Hann sagði mér þetta síðar í mesta bróðerni.“ - Hvenær dæmdir þú í fyrsta skipti í meistaraflokki á íslands- móti? „Það var 1956, í leik milli Akra- ness og Hafnarfjarðar á Melavell- inum, en þá fór allt mótið fram í Reykjavík. Þetta er mér minnis- stæður leikur því ég man eftir því að ég dæmdi hornspyrnu á Akra- nesliðið. Þá var Ríkharður Jóns- son fyrirliði þeirra Skagamanna og hann kom hlaupandi eftir þessa hornspyrnu og sagði: „Hún var ekki rétt tekin þessi horti- spyrna. “ - Ég fór sennilega aðeins hjá mér við þetta og svo kom önn- ur hornspyrna og þá kom Rík- harður öllu þyngri á brúnina og í þriðja skipti kom hornspyrna og þá kom hann enn og sagði: „Þetta gengur ekki, hann tekur alltaf hornið öfugu megin við hornfán- ann.“ Mér létti óneitanlega í hálfleik þegar hann kom til mín og baðst afsökunar á þessu, hann hefði ekki áttað sig á því sem hann var að segja. En þetta er dæmi um það hvað leikmenn þekkja regl- urnar takmarkað og þetta getur skapað vandamál.“ - Hefur það ekki breyst? „Það hefur ekki breyst eins mikið og annað. Mér finnst að það skorti mjög á að menn læri reglurnar þegar þeir byrja að læra knattspyrnu. Menn alast upp með það sem þeir halda að sé rétt og þeir hafa á tilfinningunni. T.d. gerðist það í 1. deildarleik á ísa- firði í sumar að rangstaða var dæmd inni í vítateig. Það var landsliðsbakvörður sem tók spyrnuna og hún fór ekki útfyrir teiginn. Ég flautaði og lét endur- taka spyrnuna en aftur gerðist það sama. Þá vissi þessi leikmaður ekki að aukaspyrna innan víta- teigs verður að fara útfyrir víta- teiginn til þess að boltinn sé kom- inn í leik. Svona smáatriði geta skapað leiðindi að óþörfu. Þetta hefur því miður ekki tekið jafn- miklum framförum og annað í knattspyrnunni." Ein fjölskylda - Eru samskipti dómara og leik- manna þá verri en skyldi vegna þessa? „Það er ákaflega þýðingar- mikið að menn líti á þetta allt sem eina fjölskyldu, leikmennirnir, dómarinn, línuverðirnir, þjálfar- inn og leiðtoginn, allir erum við að vinna að því sama. En vanda- málið er það að við ræðumst aldr- ei við. Einu skiptin sem við dóm- ararnir hittum leikmennina er a vellinum. Það væri mjög æskilegt að liðsstjórinn ræddi við dómar- ann eftir leiki um atvik leiksins og skilaði því síðan áfram til liðsins. Einnig væri gott og gagnlegt fyrir þessa aðila að ræðast við á vorin áður en keppnistímabilið hefst, þannig að menn gætu borið saman bækur sínar." - Ef þú lítur til baka, var þá knattspyrnan hér á árum áður ekki mun nettari, minni harka og prúðari leikur? „Leikurinn í sj álfu sér var prúð- ari, en harkan var meiri. Hérna í grenndinni t.d. var fyrst og fremst leikið af kröftum. Sá sem var lík- amlega sterkastur komst lengst. Þetta hefur breyst. íþróttin virtist vera svona, menn hlupu saman og skullu saman. Sá litli lá og hinn stóð og þar við sat. Annars hefur mér ekki fundist vera of mikil harka í knattspyrnunni hér og ég hef ekki gefið mörg gul spjöld í gegnum árin fyrir grófan leik. Ég hef miklu oftar þurft að sýna spjöld vegna mótmæla leikmanna við dómum.“ . . . síðan kemur brottrekstur - Þií hefur haft orð á þérfyrir það að taka mjög hart á mótmælum leikmanna. „Ég hugsa að það sé rétt. En það eru til mörg ráð áður en gripið er til spjaldanna. í fyrsta lagi hef- ur dómarinn flautuna, í öðru lagi vingjarnlegt tiltal, og í þriðja lagi alvarleg aðvörun. Eftir það kem- ur áminning og síðan brottrekst- ur. Inn á þetta hef ég reynt að spila og okkur hefur verið uppá- lagt að viðhafa þessa aðferð.“ - Ef við víkjum nú að sam- skiptum áhorfenda og dómara. Nú er það staðreynd að dómarar eru sennilega ekki vinsælustu mennirnir á áhorfendapöllunum. „Það er alveg rétt. Mitt sjón- ármið er það að dómarinn gegni oft einhverskonar sálfræðilegu hlutverki, og að sá sem ekki treystir sér til þess að skamma konuna sína heima hann nái sér niðri á dómaranum á knatt- spyrnuvellinum. Þetta er hlutur sem ég var viðkvæmur fyrir til að byrja með, en nú er það þannig að ég heyri þetta ekki, þetta er orð- inn hluti leiksins og hefur ekki áhrif á mig.“ - Hefur þú einhvern tíma orð- ið fyrir aðkasti á knattspyrnuvell- inum? „Ég held ég geti ekki sagt það, nei, ég minnist þess ekki. Auðvit- að hafa komið menn og hellt sér yfir mig eftir leiki og hér áður fyrr var það segin saga að safnast var kring um dómarann og honum lesir.n pistillinn. Þá reyndi hann að verja sig en fór yfirleitt'halloka í þeim viðskiptum. Nei, ég hef ekki lent í neinu verulegu báli ef svo má segja.“ 6 - DAGUR - 20. ágúst 1982 Rafn frá Akureyri - En þá eru fjölmiðlarnir næstir á dagskrá. í samskiptum þínum við þá hefur gengið á ýmsu í gegn um tíðina. „Ég hef aldrei átt inni í fjöl- miðlunum, a.m.k. hefur mér fundist að í þeim væri ég ein- ungis Rafn Hjaltalín frá Akur- eyri. Ég hef hinsvegar aldrei heyrt talað um Magnús Pétursson frá Reykjavík eða Eystein Guð- mundsson frá Kópavogi. Mér finnst að í gegn um árin hafi ég komið þokkalega út í fjölmiðlun- um hvað gagnrýni varðar, en oft hefur mér þótt hún vera óvægin í minn garð. Stundum hef ég gert athugasemdir við það, en annars er þetta hlutur sem verður að taka.“ - Finnst þér gagnrýnin ekki vera rökstudd? „Mér finnst almennt að um- fjöllunin um knattspyrnuna í fjölmiðlunum hafi oft verið í höndum drengja sem hafa verið að stíga sín fyrstu spor í blaða- mennsku og manna sem hafa haft það að sumarstarfi að skrifa um íþróttir án þess að hafa til þess nægilega þekkingu að fjalla um leikinn og dómgæsluna. Það er ákaflega lítið sem maður sér um það að leikurinn sé brotinn til mergjar, hvernig þjálfarinn stillir upp og hvernig útfærsla leiksins tekst frá hans hálfu. Mér finnst oft fjallað um hvað gerðist á tiltek- inni mínútu leiksins og svo kemur umsögn um dómarann aftast, og oftast á þá leið að NN hafi dæmt vel, þokkalega, illa o.s.frv. Oft á tíðum fékk ég hinsvegar lengri skammta en aðrir dómarar. Ég held að það hafi verið horft gagnrýnni augum á mína dóm- gæslu en annarra. Ég held að ég hafi oft verið með mestu þekking- una, þó ég sé ekki að segja að ég hafi alltaf verið besti dómarinn. Strákarnir hafa fylgst með mér og spurt sjálfa sig: „Hvað gerir hann núna?“ - Ég hef verið feng- inn til að fræða og verið með þess- ar ráðstefnur okkar undanfarin ár. Ég held að þetta hafi haft ein- hver áhrif. Líka hitt, að endur fyrir löngu, þegar Albert Guð- mundsson varð formaður Knatt- spyrnusambandsins, þá veitti hann mér þá viðurkenningu og uppörvun sem mér fannst ég eiga, því þá varð ég milliríkjadómari. Hann hafði áður komið hér og skrifað í Dag og það gladdi mig mjög mikið hvað þessi frægi maður fór hlýlegum orðum um frammistöðu mína. Þetta varð e.t.v. til þess að menn fóru að veita mér eftirtekt. Ég held að það hafi verið tekið harðar á mér í blöðunum vegna þessa.“ - Finnst þér að dómarar úti á landsbyggðinni fái næg tækifæri til að spreyta sig? „Það vantar mikið á að dóm- aramálunum sé sinnt sem skyldi. Þetta hefur þó verulega lagast varðandi okkur sem höfum dæmt í 1. deildinni, þar eru mál í nokk- uð góðu lagi, en hinn almenni dómari úti á landi og í Reykjavík líka, nýtur ekki þeirrar uppörvun- ar sem hann þarf.“ Góö regla - Nú hættir þú að dæma í 1. deild vegna þess að þú ert orðinn fimmtugur. Finnst þérþessi regla sanngjörn?“ „Mér finnst þetta góð regla. Að sjálfsögðu finnst mér að ég gæti dæmt miklu lengur, en ég held það sé miklu betra að vita það fyrirfram að maður eigi að hætta þegar maður verður fimmtugur heldur en að bíða og bíða og eng- inn treystir sér til þess að víkja manni úr vegi.“ - En ætlar þú ekki að dæma áfram? „Jú, ég er ákveðinn í því að gera það og reyna að sinna öðrum málefnum. Ég hef sérstakan áhuga á fræðslumálunum og hef boðið fram mína krafta í þeim efnum og veit ekki annað en menn séu ánægðir með það. Síð- an hyggst ég reyna í eitt eða tvö ár að dæma í 3. og 4. deild og yngri flokkunum eitthvað." - Ef þú ættir völina í dag, myndir þú þá vilja fara þessa leið aftur, gerast knattspyrnudómari? „Já, ég held það. Ég sé ekki eftir því að hafa ánetjast þessari ágætu íþrótt sem hefur veitt mér ákaflega margar ánægjustundir og fært mér fjöldann allan af ágæt- um kunningjum. Ég er auðvitað ákaflega þakklátur eiginkonu minni og fjölskyldu fyrir að hafa liðið mér þetta því þáttur eigin- kvennanna vill oft gleymast í þessu sambandi. Þær þurfa hugs- anlega oft að Ieggja meira á sig en við sem erum í þessu. Það fer í þetta hver helgin á fætur annarri og þótt sólin sktni er ekki spurt um það.“ G.K. 20. ágúst 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.