Dagur - 20.08.1982, Síða 12

Dagur - 20.08.1982, Síða 12
wmm Akureyri, föstudagur 20. ágúst 1982 Hafið þið prófað salat- og brauðbarinn á Bautanum? Efekkiþá ættuð þið að reyna hann sem fyrst. Bæði seldur sem sérréttur og með öðrum réttum. Um helgar á kvöldin verðum við einnig með salat- og brauðbar í Smiðjunni. Fylgirhann öllum réttum, ________en er ekki seldur sem sérréttur bar.__ .. Kiíu'” 1960 Mesta byggingaár 20. janúar. Á síðasta ári var meira byggt af íbúðarhúsum á Akureyri en nokkru sinni fyrr og hefur þó mikið verið byggt á síðari árum og bærinn þanist út. Bátar í smíðum á Akureyri 6. febrúar. Á síðustu árum hefur báta- og skipaflotinn stórlega aukist. Núæ eru yfir 60 bátar og skip i smíðum er- lendis fyrir íslenska aðila. En innlendar skipasmíðar hafa ekki aukist að sama skapi og þróunin er sú að stáhð er hæstráðandi í skipasmíðum. Fyrsta síld sumarsins 22. júní. Útlit er fyrir góða síldveiði og er áta mikil. Veður er orðið gott á miðunum. Um 100 skip eru farin til veiða. Stórbruni á Eiðum 2. júlli. Á miðvikudaginn varð stórbruni á Eiðum. Skóla- húsið brann. Þar var, auk kennslustofu, íbúð skólastjór- ans Þórarins Þórarinssonar. Engu varð bjargað. Þrjú sjúkraflug sömu nóttina 4. ágúst. Tryggvi Helgason flugmaður var rétt lentur um miðnætti, þegar flytja þurfti slasaðan dreng fía Hvamms- tanga í sjúkrahús. Flugmaðurinn var rétt kominn úr þeim leiðangri þegar kallað var frá Grímsey. Þar var sjúk kona sem strax þurfti að komast í sjúkrahús. Eftir þá ferð náði flugmaðurinn að festa blund í fáeinar mínútur áður en aftur var kallað - frá Vopnafirði, þaðan sém flutt var veik stúlka í sjúkrahús á Akureyri. Halda Akureyringar sæti sínu? 24. ágúst. Mjög eru nú Akureyringar á tæpu vaði í fyrstu deildinni í knattspyrnu. Þeir eru lægstir að stigatölu en eiga eftir tvo leiki á heimavelli. Akurnesingar eru efstir í deildinni, með 12 stig. Akureyringar aðeins með fjögur stig - en ekki vonlausir. Strand við Hrísey 17. september. Á tólfta tímanum á þriðjudagskvöldið strandaði mótorbáturinn Þórunn EA 565 frá Akureyri, við Hrísey. Aðeins einn maður var um borð, Gunnar Ólafsson sem er eigandi bátsins. Hann svam í land og slapp með skrámur, en varð annars ekki meint af volkinu. Komu sjálfar 7. desember. Á föstudaginn komu þrjár kindur heim á tún á Björk í Öngulsstaðahreppi og höfðu þær ekki komið fyrir í göngum í haust. Þetta voru fullorðin ær, veturgömul ær og lamb. Blaðarígur 17. desember. „íslendingur" telur „Dag" ekkivandaðan að heimildum fyrir fregnum af atvinnuleysi á Akureyri. En honum skal á það bent að heimildirnar eru frá vinnumiðl- unarskrifstofu bæjarins og ef hann nennti að hafa fyrir því að afla sér heimilda sjálfur hlyti hann að komast að sömu niðurstöðu. AUiir tíml stj ómarnianna defldarínnar fer í betlið44 — segir Gunnar Kárason formaður Knattspyrnudeildar KA „Nei, ég er ekki svo svartsýnn að ætla að KA sé fallið í 2. deild í knattspyrnunni. Ég held að það sem vantar hjá okkur sé að ná upp almenni- legri baráttu í liðinu. Við sáum það best í leiknum gegn Isfirðingum að það vantar baráttu í Iiðið. Það er Ijóst að við eigum erfiða leiki eftir og þurfum að taka inn eitthvað af stigum til að bjarga okkur og ég vona að það takist. Ef KA- liðið spilar vel og liðið berst þá held ég að við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni. Við erum því ekkert búnir að afskrifa það að KA-Iiðinu tak- ist að halda sæti sínu.“ Þetta sagði Gunnar Kárason formaður Knattspyrnudeildar KA er við ræddum við hann um slæma stöðu félagsins í fyrstu deild íslandsmótsins. Gunnar hefur setið í stjórn knattspyrnu- deildar KA í fjögur ár, þar af tvö ár sem formaður. Við spurð- um Gunnar hvernig gengi að reka knattspyrnudeildina í dag. „Það er ægileg brekka sem við erum sífellt að glíma við, og á ég þar við fjármálin. Ef við berum okkur saman við félögin í Reykjavík þá þurfum við að fljúga með meistaraflokksliðið og 2. flokks liðið um 15 ferðir á sumri á sama tíma og félögin í Reykjavík þurfa ekki að fara nema 3-4 ferðir. Það má segja að hver ferð kosti um 15 þúsund krónur, og þannig er bara mun- urinn á ferðakostnaði okkar og félaganna í Reykjavík orðinn um 150 þúsund krónur í sumar.“ - Nú hefur aðsóknin hrað- minnkað, er þá ekki erfitt að fjármagna reksturinn? Gunnar Kárason. „Aðsóknin hefur dottið niður um helming frá í fyrra. Ég held að ástæðan sé aðaliega tvíþætt, liðið hefur ekki sýnt eins skemmtilegan fótbolta og í fyrra og ekki náð eins góðum árangri, og einnig er miðaverð orðið of hátt að mínu mati. Miðaverð hefur hækkað um 80% frá í fyrra og þrefaldast frá árinu 1980. Ég reikna með að sá peningur sem kemur inn sem aðgangseyr- ir nægi til að borga þjálfara- laun. Það sem uppá vantar er síðan aflað með „betli“ og það má segja að það fari nær allur tími stjórnarmanna deildarinnar íþað„betl“. - Gefast menn þá ekki fljót- lega upp á því að standa í þessu brölti? „Jú það held ég og það er ekki af neinu öðru en því hvað erfitt er að reka þetta fjárhagslega. Það er sífellt auglýsingabetl og vangaveltur um hvernig hægt er að láta enda ná saman. Við erum sífellt að reyna að láta okkur detta eitthvað í hug og nú erum við búnir að ákveða að fara af stað með blaðabingó." - En unglingastarfið, hvernig hefur það gengið? „Það hefur verið býsna gott f sumar. Við höfum haft góða þjálfara fyrir unglingana og þótt árangurinn hafi ekki orðið eins góður og við vonuðumst eftir þá held ég að hægt sé að fullyrða að unglingastarfið hafi gengið mjög vel.“ - Menn gefast fljótlega upp á þessu starfi sem einkennist öðru fremur af peningabetli. Hyggst þú þá fara að draga þig í hlé? „Ég gef sjálfsagt kost á mér til að starfa fyrir knattspyrnudeild- ina, en ég sækist ekki eftir því að gegna formannsstarfinu áfram. En það er erfitt að slíta sig alveg frá þessu og ég á von á að ég verði eitthvað með áfram.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.