Dagur - 24.08.1982, Blaðsíða 6
Haukur Þorsteinsson formaður starfsmannafélags Slippstöðvarinnar:
Stjórnmálamenn og embættismenn hafa
sýnt
Ef maður fer að hugsa um þá að-
stöðu sem íslenskum skipa-
smíðaiðnaði og einnig viðgerð-
um og viðhaldi flotans er búinn
kemur margt upp í hugann.
Mest stingandi er þó sú stað-
reynd hvað ríkisstjórnir allra
tíma, hverju nafni sem þær
nefnast, svo og stjórnmálamenn
og embættismenn hafa sýnt
þessari atvinnugrein lítinn
skilning, þrátt fyrir þá staðreynd
að sjávarútvegur hefur verið
okkar aðalatvinnugrein og þar
af leiðandi útheimt stóran og
fullkominn fiskiskipaflota sem
þurft hefur að endurnýja og
halda við, en þeim þætti hefur
ráðamönnum ekki þótt ástæða
til að sinna hér innanlands,
nema að mjög takmörkuðu
leyti, þó svo að öll skilyrði séu til
þess, ef rétt væri á málum
haldið.
Einnig má það furðu sæta að
ekki skuli vera til og hafi verið til
heildarstefna um endurnýjun
fiskiskipaflotans og þá um leið
að tryggja íslenskum skipa-
smíðastöðvum næg verkefni
fram í tímann, t.d. með rað-
smíðaverkefnum sem m.a.
lækka byggingarkostnað til
muna og þá um leið styrkja sam-
keppnisaðstöðu þeirra. En eins
og málum hefur verið háttað um
árabil og er enn, þá hefur nánast
verið um módelsmíði skipa að
ræða, og allir er til þekkja vita að
er mun dýrara en raðsmíð og
trúlega getur engin skipasmíða-
stöð í heiminum tekið þátt í
slíku ævintýri. Þá hefur þetta
stefnuleysi stjórnvalda orsakað
mikla óvissu með verkefni og þá
um leið ógnað atvinnuöryggi í
þessari grein.
atvinnugrein lítinn áhuga
Forráðamenn Slippstöðvarinn-
ar á Akureyri efndu til blaða-
mannafundar s.l. fimmtudag.
Var sú kynning á starfsemi
stöðvarinnar sem þeir efndu til
í því sambandi mjög umfangs-
mikil, farið var um alla stöðina
og fylgst með framleiðslunni og
að því loknu var efnt til fundar í
fundarsal fyrirtækisins.
Það kom fram á fundinum að
forráðamenn stöðvarinnar eru
mjög uggandi vegna verkefna-
leysis á næstu misserum en eng-
in verkefni við nýsmíðar eru nú
sjáanleg. Nýsmíðar hafa verið
tæplega helmingur af starfsemi
stöðvarinnar.
Gunnar Ragnars forstjóri
Slippstöðvarinnar nefndi sem
dæmi um þá erfiðleika sem skipa-
iðnaðurinn í landinu á við að
stríða að s.l. vor hafi verið unnið í
stöðinni að samningsgerð vegna
raðsmíði á 35 metra fiskiskipum í
samræmi við svokallað raðsmíða-
verkefni sem ríkisstjórnin hefur
fallist á. Gerðir voru samningar
um smíði þriggja skipa og teikn-
ingar voru tilbúnar. En þá gerðist
það að Fiskveiðisjóður stöðvaði
framgang málsins með því að
synja um lánafyrirgreiðslu til
þessara smíða, og lækkaði um leið
lánshlutfall sitt úr 75% í 60%.
í framhaldi af því ákvað ríkis-
stjórnin að tryggja ríkisábyrgð til
smíði fjögurra skipa í þessu rað-
smíðakerfi, og munu tvö þeirra
verða smíðuð hjá Slippstöðinni.
Þessi verkefni munu hinsvegar á
engan hátt fullnægjandi fyrir
Slippstöðina í nýsmíði.
Þá hafa þær kröfur sjómanna-
samtakanna verið háværar að
stöðva beri allar skipasmíðar í
landinu í tvö ár. Þetta telja for-
ráðamenn Slippstöðvarinnar
algjöra fjarstæðu og sagði Gunnar
Ragnars að ef til þess kæmi yrði
það meiri skellur fyrir þjóðfélagið
en menn gerðu sér í hugarlund.
Gunnar benti í því sambandi á
að endurnýjunarþörf íslenska
fiskiskipaflotans næstu fimm árin
er talin um á 38 skip sem eru 26
metra löng og ætluð til línu- neta
borið á innflutningi á skips-
skrokkum og skipshlutum, einn-
ig er óþolandi að á sama tíma
sem ber á verkefnaskorti hér
innanlands skuli viðgerðarverk-
efnum leyft að fara úr landi. Og
heyrst hefur að þeir aðilar sem
fara með skip sín erlendis til við-
gerða fái betri fyrirgreiðslu pen-
ingastofnana en ef verkið væri
unnið hér heima.
Oft hefur verið sagt að við vær-
um ekki samkeppnisfærir hvað
verð áhrærir, hvorki í nýsmíðum
eða viðgerðum, í þeirri umræðu
skulu menn hafa það hugfast að
ekki er jafnræði í því máli, þar
sem í mörgum tilfellum er um
stórfellda niðurgreiðslu þeirra
þjóða að ræða sem við skiptum
við.
í þeirri umfjöllun síðustu
mánuði um að flotinn sé orðinn
allt of stór og að stöðva beri all-,
an innflutning skipa, og einnig
alla smíði hér innanlands í 2 ár, ;
ber margt að athuga, að sjálf- .
sögðu skal stoppa allan innflutn-
ing, þótt fyrr hefði verið, en þeir, .:
sem mæla með því að stöðva.;
beri skipasmíðar hér innan- ’
lands, eins og því miður sjó-
mannasamtökin voru að mælast
til, (vonandi í fljótfærni sagt) því
þau eru um leið að mælast til
þess að mörg hundruð manns
verði atvinnulausir, og t.d. ef
Slippstöðin hf. hætti nýsmíðum
hefði sá stóri hópur er þar vinnur
ekki í nein hús að venda, alla-
vega ekki hér á Akureyri eins og
atvinnuhorfur eru núna.
Allir sem til þekkja vita einnig
að þó svo ekki væri stoppuð ný-
smíði nema í 2 ár, færi starfsemi
sem þessi ekki aftur af stað með
því að ýta á takka, t.d. væri lík-
legt að reyndustu starfsmenn
stöðvarinnar væru komnir í önn-
ur störf, trúlega vítt og breitt um
landið og kæmu ekki aftur, og
það tekur mörg ár að þjálfa
menn upp í því starfi sem skipa-
smfðar eru.
Einnig ber að líta á þá stað-
reynd að þó svo allar íslenskar
skipasmíðastöðvar störfuðu á
fullum afköstum eru þær ekki
það afkastamiklar að þær full-
nægja ekki nema að litlu leyti
endurnýjunarþörf flotans.
Því vil ég skora á ríkisstjórn
og alla þá aðila sem með málefni
skipasmíðaiðnaðarins fara hér á
landi að láta ekki það slys henda
að stöðva skipasmíðar um
óákveðinn tíma.
og togveiða, 47 skip 35 metra löng
til sömu veiða og 8 skuttogarar.
Þessi endurnýjun gerir þó ráð
fyrir að fiskiskipaflotinn minnki
um 25%. Gunnar upplýsti einnig
að afköst innlendra skipasmíða-
stöðva miðað við meðaltal s.l.
fimm ára er 9 skip af 26 metra
lengd, 14 skip af 35 metra lengd
og 6 skuttogarar. Innlenda af-
kastagetan er því 35% af endur-
nýjunarþörfinni.
í þessu sambandi benti Gunnar
á meðalaldur og meðallíftíma
skipa fiskveiðiflotans og lítur sú
tafla sem hann setti fram í því
sambandi þannig út:
Þau eru mörg handtökin áður en
skip er fullsmíðað og vissara að
vanda sig.
Slippstöðin á Akureyri. Eins og sjá má á myndinni er hér um geysistórt fyrirtæki að ræða, enda er Slippstöðin 10. stærsta fyrirtæki landsins hvað snertir
mannafla og unnar vinnustundir.
Við sem í þessari iðn störfum
hljótum að gagnrýna þann
skefjalausa innflutning skipa
bæði nýjum og nú upp á síðkast-
ið gömlu rusli. Þá hefur einnig
Haukur Þorsteinsson.
stærð tegund líftími fjöldi meðalaldur
50-99 brl. tréskip 25 ár 76 27 ár
50-99 brl. stálskip 25 ár 29 21 ár
100-149 brl. tréskip 20 ár 14 22 ár
100-149 brl. stálskip 20 ár 74 14 ár
150-199 brl. stálskip 20 ár 39 19 ár
200-299 brl. stálskip 20 ár 30 18 ár
300-499 brl. stálskip 20 ár 1 21 ár
loðnuveiðiskip stálskip 25 ár 52 15 ár
skuttogarar stálskip 16 ár 90 8ár
Viðgerðir hafa verið um helmingur af starfsemi Slippstöðvarinnar. Frumfor-
sendan fyrir því að hægt sé að.halda þeim áfram er að verkefni fyrir nýsmíðar
séu fyrir hendi.
Unnið við teiknivinnu í tæknideild Slippstöðvarinnar.
Eins og þessi tafla ber með sér
er þörfin á endurnýjun mikil þótt
hún sé talsvert mismunandi á milli
hinna einstöku stærðarflokka.
Þannig er ljóst að loðnuskip verða
ekki smíðið í neinum mæli hér-
lendis á næstu árum.
Nú hefur verið gerð breyting á
lánakerfi skipasmíðaiðnaðarins í
samræmi við þær breytingar á
afurðalánum sem ullar og skinna-
iðnaðurinn fengu vegna rekstrar-
erfiðleika á s.l. ári. Að sögn
Gunnars Ragnars veldur þessi
breyting því að hægt á að vera að
smíða ný skip á 20% lægra verði
en áður. Það er því hlálegt að ein-
mitt á þeim tíma skuli ýmislegt
benda til þess að um verkefna-
skort verði að ræða í nýsmíði á
næstu misserum ef ekki kemur
eitthvað óvænt til. Til skýringar
því hvað hið nýja lánakerfi þýðir í
reynd lagði Gunnar Ragnars fram
á fundinum eftirfarandi dæmi um
samanburð á fjármagnskostnaði á
smíðatíma Örvars HU 21 sem
Slippstöðin afhenti í sumar:
1. Skipið var fjármagnað á
smíðatíma með erlendu bráða-
birgðaláni sem tekið var í dollur-
um. Vextir voru gangvextir á
hverjum tíma og voru á bilinu 12-
22,5%. Lán þettavar jafnvirði um
71% af verðmætamati skipsins á
hverjum tíma. Við lokauppgjör
smíðaverðsins reynist gengismun-
ur vegna bráðabirgðalánsins kr.
16.121.675 kr. og vextir 7.757.531
kr. Allsgerirþetta kr. 23.879.531.
2. Fiskverkendur og fleiri
atvinnurekendur fá afurða og við-
bótarlán til þess að fjármagna
framleiðslu sína. Afurðalánin eru
um 50% af verðmæti framleiðsl-
unar og bera 28,311% vexti. Við-
bótarlánin eru 44% af afurðarlán-
unum og bera þau 33% vexti.
Heildarlánafyrirgreiðslan er því
um 72% af framleiðsluverðmæt-
inu.
Ef byggingarkostnaður Örvars
HU 21 hefðu verið fjármagnaður
með þannig lánakjörum hefði
vaxtakostnaður á byggingartíma
orðið 10.219.518 kr. Fjármagns-
kostnaður á byggingartíma ofan-
greinds skips var því 13.660.013
kr. hærri en verið hefði ef skipa-
smíðastöðin hefði notið sömu
lánafyrirgreiðslu og fiskverk-
endur.
Gunnar var spurður að því á
fundinum hvort Slippstöðin væri
samkeppnisfær hvað verðlag
snerti við erlendar skipasmíða-
stöðvar. Hann sagði að eftir að
ríkisstjórnin hefði samþykkt í síð-
ustu viku að skipasmíðaiðnaður-
inn nyti sömu lánafyrirgreiðslu og
ullar- og skinnaiðnaðurinn, ætti
Slippstöðin að vera vel sam-
keppnisfær hvað verðlag snertir.
I Slippstöðinni starfa nú um 300
manns og var fjöldi vinnuvikna
þar á s.l. ári 15660. Þar voru á s.l.
ári tekin upp 121 skip í slipp og
voru viðgerðir á þeim um 52% af
verkefnum stöðvarinnar. Vinnu-
stundir við nýsmíðar á síðasta ári
voru um 190 þúsund. Þar sem
ljóst er að framleiðniaukning hef-
ur átt sér stað við nýsmíðarnar
í kjölfar afkastahvetjandi launa-
kerfis má þó gera ráð fyrir að ný-
smíðarnar hafi verið að magni til
10-12% meiri en árið áður.
„Premíukerfið“ eins og þeir
Slippstöðvarmenn kölluðu hið af-
kastahvetjandi launakerfi sem
notað er í stöðinni nær orðið til
um 95% starfsmanna þar. Síðan
kerfið var tekið í notkun lætur
nærri að meðaltalshækkun launa
hafi verið um 20% miðað við
taxta. Afköstin hafa aukist um
26% í nýsmíði og um 20% í við-
gerðavinnu.
Það eru engin smásmíði sum stykkin
sem unnið er að í Slippstöðinni.
Gunnar Ragnars forstjóri, Gunnar Skarphéðinsson starfsmannastjóri og Stefán Reykjalín stjórnarformaður Slipp-
stöðvarinnar ræða við blaðamann sem snýr baki í myndavélina.
Vélin sem mennirnir standa við sker stálið sem notað er í skipin.
Forráðamenn Slippstöðvarinnar
uggandi vegna verkefnaleysis
6 — DAGUR - 24. ágúst 1982
24. ágúst 1982 - DAGUR - 7