Dagur - 24.08.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 24.08.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMHDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 24. ágúst 1982 91. tölublað Lávið að stjórnin spryngi „Það var alveg að því komið að stjórnin spryngi á Iaugardag, því er ekki að leyna,“ sagði Ing- var Gíslason, menntamálaráð- herra, í viðtali við Dag, en eins og kunnugt er náðist samkomu- lag í ríkisstjórninni seint á laug- ardagskvöld um bráðabirgða- lög til bjargar efnahagsvandan- um og jafnframt var samþykkt yfirlýsing vegna aðgerða I efna- hagsmálum. „Ég tel að þessar ráðstafanir séu viðunandi eftir atvikum en hins vegar hefur dregist allt of lengi að komast að niðurstöðu. Með þessum ráðstöfunum verður dregið úr verðbólguþróuninni, sem var orðin háskaleg og hefði riðið atvinnulífinu að fullu ef ekki hefði verið að gert. Ég vænti þess að samstarfið eigi eftir að ganga all vel í framhaldi af þessu þótt mjótt hafi verið á munum að stjórnin spryngi,“ sagði Ingvar. Viðskiptin ganga etlaust munbetur undir bláum himni. Ljósmynd: KGA Kanínurækt í Bárðardal „Ég er nýbúinn að fá hingað 5 angórakanínur og þetta eru 2 karldýr og 3 kvendýr. Ég fékk þessi dýr frá Þýskalandi en þær eru ættaðar frá Tíbet,“ sagði Jón Aðalsteinn Hermannsson I Hlíðskógum í Bárðardal er Dagur ræddi við hann í fyrra- dag. Ullin af þessum dýrum er í mjög háu verði erlendis. Það er enn meiri eftirspurn en framboð og verðið hefur því ekkert lækkað. Ef vel tekst til á að vera hægt að klippa ullina af þeim fjór- um sinnum á ári og hvert dýr ætti þá að geta gefið um 4,5 kg árlega. Hvert kg selst í dag á um 500 krónur þannig að hvert dýr gæti hugsanlega gefið af sér ull fyrir 2.500 kr. á ári. „Ef vel tekst til geta komið allt að 10 ungar frá hverri kanínu í hvert skipti og þær geta átt unga þrisvar á ári. Þær eru því ekki lengi að fjölga sér,“ sagði Jón Aðalsteinn. „Þetta er hinsvegar hálfgerð tilraunastarfsemi ennþá, við kunnum ekki allt of vel á þetta ennþá og verðum að styðjast við bækur á meðan við erum að prófa okkur áfram og öðlast reynslu. Það er ekki hægt að svara því fyrr en eftir um það bil ár hvað ég kem til með að verða með mörg dýr. Það verður að koma í ljós hvernig þetta gengur þegar af stað er komið. Það sem ræður ekki hvað síst er hvort það er hægt að láta þær lifa svo til eingöngu á heyi. Okkur líst vel á þetta allt saman, þær éta hey með góðri lyst og markmiðið er að fá dýr sem geta lifað af heyinu eingöngu eða að langmestu leyti. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði aldrei aðalbúgrein hjá mér, heldur er þetta fremur hugsað sem stuðningur og hliðarbúgrein, en annars er ómögulegt að segja til um það. Okkur líst ákaflega vel á dýrin, þau eru skemmtileg og nú er bara að sjá hvernig til tekst,“ sagði Jón Aðalsteinn. Hagkvæmniathugun vegna álvers: Dysnes og Voga- stapi efst á blaði I framhaldi af frumathugun staöarvalsnefndar á því hvar hugsanlegt er að staðsetja álver hefur veríð ákveðið að gera nákvæma hagkvæmniathugun á hugsanlegum álverum á Vog- astapa og á Dysnesi í Arnarnes- hreppi við Eyjafjörð. Bragi Guðbrandsson, ritari staðarvalsnefndar sagði í samtali við Dag, að þó þessi ákvörðun hefði verið tekin væri ekki búið að loka neinum dyrum varðandi ál- ver á hinum stöðunum sem til greina koma. Frekar mætti segja að Vogastapi og Dysnes væru eins konar fulltrúar svæðanna sem um væri að ræða. Bragi sagði að það væri ljóst að fjárhagslega óhagkvæmara væri að reisa álver við Eyjafjörð held- ur en á Suðvesturlandi. Önnur sjónarmið kæmu hins vegar til at- hugunar þ.á.m. byggða-og atvinnusj ónarmið. Hann sagði að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að reisa álver við Eyja- fjörð yrði það með fullkomnasta hreinsibúnaði sem völ væri á. Því mætti segja að um mengunarfrían iðnað yrði að ræða og allt annars konar iðjuver en álverið í Straumsvík. Gert ráð fyrir að hagkvæmni- rannsóknum vegna álvera á Vogastapa og Dysnesi Ijúki um áramót. Hagkvæmari lán til skipasmíða - En engin verkefni framundan Sú breyting hefur nú verið gerð á lánakerfi til skipasmíða innanlands að skipasmíöaiðn- aðurinn mun njóta sömu lána- fyrirgreiðslu og ullar- og skinnaiðnaðurinn fengu á sl. ári vegna rekstarerfiðleika. A blaðamannafundi með forráðamönnum Slippstöðvarinn- ar á Akureyri sl. fimmtudag sagði Gunnar Ragnars forstjóri stöðv- arinnar að þessi breyting ylli því að hægt væri að smíða skip á um 20% lægra verði en áður. Það kom hinsvegar einnig fram á fundinum að Fiskveiðasjóður hefur synjað um lánafyrirgreiðslu til nýsmíða á fiskiskipum innan- lands, þannig að eins og málið lít- ur út í dag kemur hin nýja lánafyr- irgreiðsla til skipasmíðastöðva innanlands að engu gagni. Sjá nánar á bls. 6 og 7 Bílasalar á Akureyri: „Peningaleysi er áberandi“ „Jú, það er mun meira lánað núna í bflaviðskiptum en verið hefur, útborgun er þá í flestum tilfellum lægrí og mánaðar- greiðslurnar heldur hærri,“ sagði Hjörleifur Gíslason sem rekur bflasöluna Stórholt á Ak- ureyri er við spjölluðum við hann um ástandið í bflasölu- málunum í dag. „Það er mikið framboð á not- uðum bílum en þótt mikið sé skoðað og greinilegt að fólk vill vera að hreyfa sig og skipta um bíla, þá er erfiðara en oft áður að koma saman sölum vegna þess að peningaleysi er áberandi," sagði Hjörleifur. - Hvernig líst þér á næstu mán- uði og næstu ár í þessum efnum? „Mér líst ekki vel á þá mánuði sem eftir eru af þessu ári en ég er hræddur um að á næsta ári verði mikil sala. Það er búið að flytja svo mikið af bílum inn í landið og sá innflutningur hlýtur að minnka. Þetta er árviss þróun og við getum tekið árið 1974 sem dæmi. Þá var flutt inn óhemju- mikið magn af bílum og síðan lítið 1975 og 1976. Þessi mikli innflutn- ingur hlýtur að stöðvast,“ sagði Hjörleifur. „Við höfum greinilega orðið varir við það að fólk hefur minni pening á milli handanna en áður. Sala á notuðum bílum var lang- mest í mars, apríl og maí, greini- legt að fólk vildi kaupa áður en það fengi yfir sig gengisfellingu. Sumarmánuðirnir júní og júlí, sem oft hafa verið bestu mánuðir ársins í bílasölu, voru ansi daufir og í dag er ákaflega lítil sala bæði í nýjum og notuðum bílum,“ sagði Eyjólfur Ágústsson hjá Höldi sf. er við ræddum við hann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.