Dagur - 24.08.1982, Blaðsíða 9
KA á enn
möguleika
Bræðurnir
. rifu
skorkortin
Akureyrarmeistarinn í golfi,
Héðinn Gunnarsson og bróðir
hans, Jón Pór Gunnarsson sem er
fyrrverandi Akureyrarmeistari,
vöktu heldur betur athygli er Ingi-
mundarmótinu var að ljúka á
sunnudaginn.
Héðinn sem varð í þriðja sæti í
mótinu og Jón Þór rifu báðir
skorkort sín og hurfu af svæðinu
áður en til verðlaunaafhendingar
kom. Að vonum vakti þetta mikið
umtal og undrun manna, og Siða-
nefnd Golfklúbbsins tók málið
fyrir á fundi í gærkvöldi.
Niðurstöður þess fundar hafa
ekki verið gerðar opinberar, en
stjórn klúbbsins mun taka málið
fyrir á fundi á fimmtudag. Sýnir
það vel hvað málið er litið alvar-
legum augum af stjórnendum
klúbbsins.
Verðlaunahafar í Ingimundarmótinu.
KA lék á laugardaginn í Vest-
mannaeyjum í æsispennandi
keppni fyrstu deildar. „Þú mátt
skrifa það að KA hafi átt allan
leikinn,“ sagði viðmælandi
íþróttasíðunnar, þegar hann
leitaði frétta af leiknum hjá ein-
um áhorfandanum. Þrátt fyrir
það að KA hefði verið meira
með boltann, voru það Vest-
mannaeyingar sem skoruðu
fyrstu mörkin. Sigurlás skoraði
snemma í fyrri hálfleik. KA fékk
möguleika á að jafna metin þeg-
ar þeir fengu dæmda vítaspyrnu
skömmu síðar, en Eyjólfur lét
gömlu kempuna Pál Pálmason
verja frá sér skotið. í byrjun
síðari hálfleiks bættu Vest-
mannaeyingar öðru marki við og
staðan ekki glæsileg fyrir KA.
Eyjólfur bætti síðan fyrir víta-
spyrnumistökin þegar hann
skoraði beint úr hornspyrnu
skömmu síðar, og minnkaði
muninn í eitt gegn tveimur.
Friðfinnur Árnason jafnaði síð-
an fyrir KA með hörkuskoti af
löngu færi. Eins og áður segir
sótti KA mun meira, en tvívegis
björguðu Vestmanneyingar á
línu, og einu sinni skutu þeir í
þverslá. í marki KA í þessum
leik stóð leikmaður úr þriðja
flokki Hermann Haraldsson en
hafði lítið að gera. Hann er jafn
gamall Sigurði Jónssyni sem
leikur með Akurnesingum. í
byrjun leiksins skoruðu KA
menn mark sem dæmt var af
vegna rangstöðu, en þeir voru
óhressir með þann dóm.
Ennþá er möguleiki á að
halda sætinu í deildinni, en ís-
firðingar töpuðu í dag og hafa nú
jafn mörg stig og KA eftir jafn
margaleiki.
Næsti leikur KA verður gegn
Víkingi hér á Akureyri.
Gunnar bestur
að Jaðri
Alls mættu 61 kylfingur til
keppni í Ingimundarmótinu í
golfi sem haldið var hjá Golf-
klúbbi Akureyrar um helgina,
en þetta er eitt af stærstu mót-
um klúbbsins og er haldið til
minningar um Ingimund
Arnason sem var einn af fé-
lögum klúbbsins en hann lést
fyrir nokkrum árum.
Aðstæður á Jaðarsvellinum
um helgina voru mjög góðar.
Veður var gott og vellinum hef-
ur farið mjög fram að undan-
förnu. Þó gekk á ýmsu hjá
mönnum í baráttunni, og átti
það sérstaklega við um síðari
keppnisdaginn.
Eftir fyrri dag keppninnar var
Jón Þór Gunnarsson GA í fyrsta
sæti, hafði leikið á 73 höggum.
Héðinn Gunnarsson var á 74
höggum og þeir Gunnar Sólnes
og Gunnar Þórðarson komu þar
skammt á eftir. Þegar fyrri hring
var lokið síðari daginn var stað-
an hinsvegar orðin þannig að
Héðinn Gunnarsson hafð'i tvö
högg í forskot, en hinir þrír voru
skammt á eftir. Á lokasprettin-
um reyndist Gunnar Þórðarson
hinsvegar sterkastur og tryggði
sér sigurinn, Gunnar Sólnes
varð annar, Héðinn þriðji en
Jóni Þór voru mjög mislagðar
hendur að þessu sinni og náði
ekki verðlaunasæti.
Lokatölurnar urðu þær að
Gunnar Þórðarson var á 159
höggum, Gunnar Sólnes á 160
og Héðinn Gunnarsson á 162.
Eins og fram kemur í frétt hér á
síðunni tók Héðinn hinsvegar
ekki við verðlaununum sínum
og féllu þau í hlut Þórhalls Páls-
sonar sem lék á 163 höggum.
f forgjafarkeppninni sigraði
Ólafur Gylfason örugglega, lék
á 139 höggum. Þar varð Sverrir
Þorvaldsson í öðru sæti á 148
höggum og Jón G. Aðalsteins-
son þriðji á sama höggafjölda.
Sverrir hlaut hinsvegar annað
sætið á betra skori á þremur síð-
ustu holunum.
Kaupfélag Eyfirðinga gaf
geysilega góð verðlaun til
keppninnar, en Ingimundur
heitinn Árnason var starfsmað-
ur KEA. Voru það vöruúttektir
í Vöruhúsi KEA, samtals að
upphæð 8 þúsund krónur. Fyrir-
tækið Vangur í Reykjavík gaf
öllum keppendum smágjöf til
minja um þátttökuna og einnig
glæsileg aukaverðlaun til sig-
urvegarans, ferð á Johnny
Walker golfmótið í Reykjavík
að ári. Þá gaf Tak hf. á Akureyri
aukaverðlaun þeim sem voru
næstir holu á 18. braut báða
keppnisdagana og féllu þau í
hlut Gunnars Þórðarsonar og
Arnórs Þorgeirssonar.
Illútskýranlegur darraðardans í vítateig Einherja. Þórsarar höfðu þó ekkert upp úr krafsinu - eins og sjá ntá hefur
markmaður Einherja öruggar hendur á knettinum. Ljósmynd: KGA.
Fóru seint ígang
en sigmðu samt
Þórsarar tryggðu sér tvö stig
til viðbótar á laugardaginn þegar
þeir sigruðu Einherja frá
Vopnafirði. Þeir nálgast nú
óðum fyrstu deildina, en eiga
ennþá eftir að leika við Fylki,
Þrótt R. og Skallagrím, en sá
leikur er hér á heimavelli Þórs.
Þórsarar fóru vægast sagt
seint í gang í þessum leik, en
loksins þegar mörkin komu urðu
þau þrjú, en áður hafði Einherji
skorað tvö, og það urðu lyktir
leiksins.
Þrátt fyrir það að leika á móti
golunni náðu Þórsarar strax
nokkurri pressu á mark Ein-
herja. Á 4.mín. átti Guðjón
hörkuskot sem var varið, og
aftur mín. síðar en þá var varið í
horn. Þórsarar fengu horn-
spyrnu á 12 mín. en þá átti Sigur-
björn Viðarsson hörkuskot en
það var varið af ágætum mark-
manni Einherja.
Á 16 mín. kom fyrsta afger-
andi sóknin hjá Einherja, og
Eiríkur mátti hafa sig allan við
að verja. Einherjar áttu síðan
skot í þverslá á 22. mín. en síðan
kom fyrsta markið. Þá lék Helgi
Ásgeirsson á bakvörð Þórs og
komst inn í vítateiginn hægra
megin og ætlaði að senda boltan
fyrir markið, og vel yfir Eirík í
markinu.
Sendingin var það nálægt
markinu að norðán golan feykti
boltanum efst í hornið fjær, og
varnarmenn og markmaður
Þórs stóðu furðulostnir. Á 25
mín. kom annað markið. Þá
urðu öftustu varnarmönnum
Þórs á mistök er þeir ætluðu að
senda boltan á milli sín og Gísli
Davíðsson komst inn í sending-
una og innfyrir vörnina einn og
óvaldaður. Hann tók lífinu með
ró, lék laglega á Eirík mark-
mann og sendi síðan boltan í
autt markið. Þetta voru hroða-
leg varnarmistök hjá Þór, en
mjög vel að markinu staðið hjá
Gísla. í hálfleik var því staðan
tvö mörk gegn engu Einherja í
vil, og hörðustu Þórsarar að
verða vonlausir.
Strax á annarri mín. síðari
hálfleiks áttu Þórsarar dauða-
færi, en þá skallaði Óskar beint í
fangið á markmanni Einherja.
Á 13 mín. komst Halldór
Áskellsson í gegn um varnarmúr
Einherja og brunaði að mark-
inu. Rétt áður en hann komst
inn í vítarteiginn náði varnar-
maður hjá Einherja að krækja í
fætur Halldórs og fella hann.
Þetta var nokkuð gróft brot og
dómarinn flautar og hefur efl-
aust ætlað að gefa varnarmann-
inum gula spjaldið en í millitíð-
inni fór Hafþór að kljást við einn
Einherjann, og það dró athygli
dómarans frá fyrra brotinu,
þannig að Hafþór fékk gult
spjald en varnarmaðurinn hjá
Einherja slapp með skrekkinn.
Á18 mín. kom fyrsta markið hjá
Þór. Þá tóku Þórsarar sína ell-
eftu hornspyrnu og gefinn var
sakleysislegur bolti inn í teiginn,
en Hafþór náði að krækja í bolt-
an og vippaði honum laglega
aftur fyrir sig, yfir markmanninn
og í markið.
Jöfnunarmarkið kom á 28.
mín. Þá kom enn ein hornspyrn-
an vel fyrir markið og Guðjón
skallar í þverslá og inn. Nú var
orðið jafnt og allt gat gerst í
þessum leik, því þrátt fyrir nær
stöðuga sókn Þórsara átti Ein-
herji eina og eina skyndisókn
sem oft á tíðum voru hættulegar.
Það var síðan Nói sem tryggði
Þór bæði stigin í þessum leik
með hörkuskoti á 34 mín. Hann
skaut af löngu færi í gegn um
vörnina og þandi út net-
möskvana hjá Einherja án þess
að markmaður þeirra ætti mögu-
leika á að verja. Eftir þetta var
sigur Þórs aldrei í hættu, en þeir
voru nær því að skora fleiri mörk
en Einherji að jafna. Til marks
um sóknarþunga Þórs má geta
þess að þeir fengu 15 hornspyrn-
ur í leiknum en Einherji aðeins
þrjár. Þórsliðið barðist vel í
síðari hálfleik og uppskar sigur,
en bestir hjá Einherja voru
markmaðurinn og Helgi Ágústs-
son.
c•->u; iv«í *\v 'Fji '* ;
Ú: águst 1982-DÁGUR - 9