Dagur - 03.09.1982, Side 3
UREINUIANNAÐ
Snjólaug Bragadóttir
Er næsiusemi
úrelt clvgSO?
Af viðtölum útvarpsmanna við
vegfarendur nýlega, um efna-
hagsráðstafanirnar, mátti helst
ráða, að hinn almenni borgari
væri ekki reiðubúinn að leggja
neitt á sig. Allir segja „ekki ég“,
það eru einhverjir aðrir, sem
eiga að bjarga málunum.
En er ekki ástandið að miklu
leyti sök almennings? Heimtum
við ekki og heimtum, fleygjum
og sóum gegndarlaust? Rándýr
tískufatnaður fer í tunnuna,
skóviðgerðir er eitthvað, sem
hlegið er að og enginn þykir
maður með mönnum, nema
endurnýja bílinn á tveggja ára
fresti, að minnsta kosti. Hús-
gögn fara á haugana í tonnum og
gluggatjöld í kílómetrum.
Hvernig á að vera hægt að kenna
börnum sparnað og nægjusemi,
þegar foreldrarnir kunna það
ekki sjálfir?
Á hverju heimili, þar sem
börn eru, leggst til heilmikið af
fötum og skófatnaði vegna þess
að börnin vaxa upp úr því.
Margir vildu gjarnan gefa þetta,
en lenda í vandræðum, því
margir aðrir geta ekki verið
þekktir fyrir að nota föt af
öðrum. Er ekki mál til komið,
að varpa slíkri stórmennsku
fyrir róða, nú höfum við bara
ekki efni á henni lengur.
í Noregi er algengt að hús-
mæður við eina götu, í einu
hverfi eða heilum smábæjum,
komi saman tvisvar á ári með
kökur og kaffi handa sjálfum sér
og öll þau föt, sem heimilisfólk
getur ekki lengur notað. Allt er
lagt í einn stóran pott og svo er
gramsað, í leit að stærri flíkum,
eða minni, eftir atvikum. Þetta
er kallaður Skiptimarkaður og
þarna eru engir peningar í spil-
inu. Allir hafa bæði gagn og
skemmtun af, koma saman,
spjalla, kynnast betur, losna við
ónothæft og fá nothæft í staðinn.
Hvað skyldi miklu af fyllilega
nýtum gluggatjöldum vera
fleygt hér á landi árlega? Æ, lit-
urinn var farinn að fara svo í
taugarnar á mér . . . Eða: Hún
Sigga í næsta húsi fékk sér ný,
svo ég gat ekki sýnst minni
manneskja. Þau voru agalega
dýr, en . . .
Vissulega er lengi hægt að lita
gluggatjöld, eða hafa endaskipti
á þeim, sem farin eru að upplit-
ast að ofan. Það má líka klippa
af og setja fyrir minni glugga.
En . . . æ, þaðersvomiklu auð-
veldara að fleygja þeim bara og
kaupa ný.
Til skamms tíma var önnur
hver manneskja í hvítum
buxum. En einn góðan veður-
dag segja sölumennirnir, sem
stjórna okkur kjánunum, að nú
sé sveitó og púkó að vera í hvít-
um buxum. Við þrælarnir kær-
um okkur ekki um slíkan stimpil
og fleygjum þeim hvítu til að
kaupa rauðar eða grænar. í
svona tilfellum þarf eina dós af
lit og um það bil klukkutíma til
að eignast nýjar tískubuxur. En
hver nennir því, hitt er svo miklu
aðveldara . . .
Nú orðið hugsar fólk örlítið
um að spara símann, að minnsta
kosti þeir, sem ekki geta hringt á
annarra kostnað. En hversu
margir hugsa um rafmagns-
sparnað? Nennir til dæmis nokk-
ur að reikna út, hvað mikið spar-
ast á einu ári við að minnka allar
ljósaperur um eitt númer? Mun-
urinn finnst ekki nema rétt fyrst,
en hann sést vel á reikningnum,
þegar til lengdar lætur.
Ef endarnir skyldu hætta að
ná saman á heimilinu, væri ráð
að setjast niður, skoða heimilis-
bókhaldið og sjá, hvað margar
krónur hafa síðasta mánuðinn
farið í eitthvað, sem hvergi sést,
eða eitthvað annað, sem ósköp
vel hefði mátt sleppa að kaupa.
En til þess að geta komið sjálf-
um sér á óvart með ótrúlega
háum tölum, er skilyrði að halda
nákvæmt heimilisbókhald.
Það mætti fylla heilt blað með
ýmsum sparnaðarráðum, en
þegar til lengdar lætur er besti
sparnaðurinn að fara vel með
alla hluti, svo þeir endist sem
lengst og ekki að kaupa nýtt,
fyrr en ekki er lengur hægt að
gera við það gamla. Það er
nefnilega furðulengi hægt að
gera við, til dæmis föt, skó og
leikföng.
m
Spjallað við hressa krakka á
leikvellinum í Hlíðarhverfi
á Sauðárkróki
„Er gaman að eiga heima á
Sauðárkróki,“ spyrjum við
hóp krakka sem eru að leik á
leikskóla í hinu nýja Hlíða-
hverfi á Króknum. „Meira
gaman en á Akureyri,“ svarar
einn guttinn kotroskinn. Það
kemur í Ijós að hann er eins
konar talsmaður hópsins.
Hann segist heita Þigurður
Gunnarþon kallaður Þiggi og
vera fjögurra ára. Hann lætur
ekki smávegis smámæli aftra
sér frá því að taka þátt í sam-
ræðum, enda vísast að hann
yfirvinni það fljótlega.
Já það er meira gaman að eiga
heima á Sauðárkróki en á Akur-
eyri. Enginn hafði minnst á að
við kæmum frá Akureyri en
krakkarnir eru glöggir, sjá
númerið á bílnum. Við spyrjum
þau að því hvort þeim sé eitt-
hvað illa við aðkomumenn. Þau
flissa og kveða nei, nei, hvert í
kapp við annað. „Ég hef oft far-
ið til Akureyrar," segir Siggi litli
á sinn sérkennilega hátt.
En af hverju er skemmtilegra
að eiga heima á Sauðérkróki en
á Akureýri?
„Bara,“ er svarið en síðan
nánari útlistun: „Af því að
rennikofinn er.“ Rennikofinn er
lítið skrítið hús á nokkuð háum
stöplum. Þangað klifra börnin
upp og renna sér síðan niður í
rennibraut. Sniðugur kofi þessi
renniko'fi. „Við rennum okkur
og stökkvum," segja krakkarn-
þau meiði sig aldrei og þau gefa
lítið fyrir svoleiðis spurningu.
„Við erum hörð,“ segir strák-
hnokki litlu eldri en hann Siggi.
En hvað gera þau á veturna?
Þá eru þau að sjálfsögðu í
skólanum, þau sem hafa aldur
til. „Svo erum við í snjókasti og
svo renni ég mér líka á veturna,“
segir talsmaðurinn litli.
Við kveðjum þessa hressu
krakka sem heldur vilja vera
Krókarar en Akureyringar
vegna þess að það er rennikofi á
Sauðárkróki.
Siggi litli kveður okkur með
því að snúa hlutverkinu við.
Hann spyr okkur: „Vitiði hvað
pabbi og mamma sáu í Reykja-
vík?“ Nennir ekki bíða eftir
svarinu sem lætur á sér standa og
svarar því sjálfur: „Kóka-
kólavél.“
Við spyrjum fávíslega hvort
Krakkarnir á Sauðárkróki. Siggi litii er lengst til hægri.
Mynd: gk.-
3: september 1982 - DAGUR - 3