Dagur - 03.09.1982, Side 8

Dagur - 03.09.1982, Side 8
Ungur 11 ára strákur frá Ak- ureyri hefur vakið verðskuld- aða athygli golfáhugamanna í sumar. Hann heitir Kristján Gylfason og nú síðast vann hann sér það til ágætis að sigra í unglingaflokki á Norður- landsmótinu í golfí sem haldið var á Ólafsfírði um síðustu helgi. Sigraði hann þar tals- vert eldri pilta bæði í keppni með og án forgjafar. Þá varð hann einnig í fyrsta sæti í opna KEA-mótinu á Ólafs- firði fyrr í sumar, bæði með og án forgjafar. Hann tók einnig þátt í opna Húsavíkurmótinu „gekk vel fyrri daginn“ en sprakk svo þann seinni, „spil- aði bara illa“ eins og hann seg- ir sjálfur frá. af kappi á Akureyri og eins eldri bróðir hans, Ólafur, sem einnig hefur staðið sig með ágætum. Enginn í Golfklúbbi Akureyrar hefur lækkað sig meira í forgjöf — seglr Krístján Gylfason sem vakið hefur mikla athygli íyrir frammistöðu sína á golftnótum í sumar Byrjaði 1980 Kristján hefur ekki spilað golf lengi, enda ekki von þar sem aldurinn er ekki hár. „Ég byrj- aði að spila á fullu árið 1980 þeg- ar ég vann á golfvellinum á Nes- inu. Þar vann ég við að slá og ýmislegt annað, en gat stundað golfið talsvert. Ég byrjaði að læra golf í hitteðfyrra og fór þá nokkrum sinnum. Pabbi kenndi Kristján Gylfason með verðlaunagripi sumarsins. mér undirstöðuatriðin,“ segir Kristján. Foreldrar hans, Gylfi á þessu ári en Ólafur, eða úr 23 __________________________________ Kristjánsson og Bima Blöndal, höggum í 13 högg. Golfáhugi er fluttu til Akureyrar sl. sumar en mikill í fjölskyldunni og á mót- „Æfí á hverjuitl degi“ - stráksi ekki fyrr en um haustið, um má sjá báða foreldranafylgj- rétt áður en skólinn byrjaði, því ast með af áhuga og gefa ráð- hann gat ekki með nokkru móti leggingar þegar hægt er. Við „Ég fer yfirleitt á hverjum slepptvinnunniágolfvellinum.í spyrjum Kristján hversu oft degi. Það er misjafnt hversu sumar hefur hann stundað golfið hann æfi: lengi ég er í hvert skipti en yfir- leitt æfi ég minnst fimm tíma á dag. Ég þarf kannski ekki að æfa alveg svona stíft, en svolítið mikið samt ef ég ætla að ná árangri." Það er greinilegt að áhuginn er ódrepandi og líklega ekki margir sem stunda golf yfir 35 tíma á viku, þó margir vildu sjáifsagt geta það. Það virðist vera með golfið eins og laxinn, þetta verður hvort tveggja að óskiljanlegri áráttu í augum þeirra sem ekki hafa ánetjast. Og heyra þessa menn tala um golf. Það er staðan og sveiflan og högglengdin og siðareglurnar og járnin og jafnvel staðsetning litla puttans þegar slegið er. En snúum okkur aftur að Kristjáni. Hvernig hagar hann æfingun- um? „Lengst af spila ég bara, fer svo og æfi mig á „gríninu" (þið vitið, blettinum í kring um hol- una sem allt snýst um) þar sem ég slæ nokkra bolta og spila svo áfram.“ „Hefur þú notið einhverra leiðbeininga annarra en þeirra sem pabbi þinn hefur gefið þér?“ „Ýmsir segja mér til“ „Það eru ýmsir sem segja mér til þegar ég er að spila eins og t.d. Jón Þór Gunnarsson og fleiri. Ef þeir sjá að ég er að gera einhverja vitleysu þá segja þeir mér til.“ En hvernig æfa golfarar sig á veturna? Við spyrjum Kristján hvort hann stundi það þá að brjóta glös mömmu sinnar á stofugólfinu. Hann neitar ekki fyrir það að hafa slegið kúlur í glös í stofunni til að æfa sig en hafi hins vegar fljótt orðið leiður á því. Nú stendur hins vegar til að koma upp æfinganeti í golf- skálanum í vetur svo menn geti haldið sveiflunni við að sögn Kristjáns. En hvar getur hann helst bætt sig í íþróttinni? „Ég er frekar höggstuttur en tekst púttið hins vegar vel. Ég vona að högglengdin aukist hjá mér. Mér finnst stuttu vellirnir yfirleitt skemmtilegri, sennilega af því ég er svo höggstuttur.“ „Að lokum Kristján, er þetta ekki dýrt sport?“ „Ætli nýtt heilt sett fyrir mig kosti ekki svona 8 þúsund krón- ur í dag. Ég er búinn að eiga eitt sett áður en nota núna unglinga- sett. Jú þetta er dýrt, en það er alltaf hægt að selja gömlu settin þegar maður þarf að endur- nýja,“ segir Kristján. Hann má ekki vera að þessu lengur því hann þarf að fara með þessa tvo farandbikara sem hann vann á Norðurlandsmótinu til gull- smiðs að láta grafa nafnið sitt á þá og mamma einkabílstjóri bíður úti í bíl. H.Sv. Óli litli fékk leyfi til að fara í kirkju með afa sínum, en þar sem dreng- urinn átti erfitt með að þegja lengi í einu, var afinn órólegur yfir tilhugs- uninni um hvernig sá stutti mundi haga sér í messunni. Hann gaf Óla þess vegna pening til að setja í samskotabaukinn eftir messuna. Hræðsla afans virtist óþörf til að byrja með, en þegar presturinn var búinn að tala í 20 mínútur, gat Óli ekki meir og sagði með hárri röddu: „Nei, afi, nú borgum við bara og för- um heim ...!“ 'b'k'k Emil kom til prestsins og sagði hon- um að nú ætti hann von á enn einu barni. Presturinn sá á bókum sínum að þetta yrði 11. barn Emils og fór eitthvað að ræða um það. En Emil sagði honum þá að hann hefði ekki tærnar þar sem bróðir sinn hefði hælana-hannætti 16börn. Prestur varð heldur en ekki undrandi og spurði: - Með sömu konunni? Emil svaraði með feimnislegu brosi: - Ja, nei prestur minn, við höfum hvor okkar sína konuna... Ungi presturinn átti að skíra barn og var það fyrsta skírnarathöfnin hans. Foreldrarnir voru hjá honum í viðtali. Hann reyndi að sýnast áhugasamur um barnið og spurði hversu gamalt þaðværi. „10 vikna," sagði móðirin stolt. Þá sagði presturinn og virtist fullur áhuga: „Og er þetta þitt yngsta barn?“ Presturinn spurði söfnuð sinn, í kirkj- unni, hvort þau gætu ekki gefið pen- inga til nýrrar kirkjubyggingar. Þá stóð gleðikona bæjarins upp og sagði: „Ég vildi gjarna gefa 50.000 krónur." „Ég get því miður ekki tekið pening- um þínum, - kirkjan getur ekki tekið við peningum, sem græðast á þenn- an hátt.“ Þá heyrðist mannsrödd segja aftan úr kirkjunni: „O, taktu bara við þessu, prestur minn. Þeir koma frá okkur öllum.“ ☆ ☆☆ Prestur nokkur var kærður fyrir það að ferðast um á reiðhjólinu sínu, án þess að hafa hendur við stýri við akst- urinn. „Sektin verður þúsund krónur,“ sagði dómarinn valdsmannslega. „Já, en góði dómari, hjá mér er drott- inn við stýrið," sagði prestur sér til varnar. „Ahha! Tveir á sama hjóli! Þá verður sektin tvö þúsund!“ ☆ -& ☆ Kirkjur eru yfirleitt mjög traustar bygg- ingar, að minnsta kosti erlendis. Þess vegna eru þær líka hugsaðar sem griðastaður í stríði og náttúruhamför- um. Öryggisvörður var að kanna slíka staði og spurði prestinn: „Hvað margir geta sofið hér í einu?“ „Ég veit það nú ekki fyrir víst,“ svar- aði prestur, „þegar gera má ráð fyrir að allir kjósi að liggja. En á hverjum sunnudegi sitja að minnsta kosti 400 manns hér inni og sofa.“ ☆ ☆☆ Gamla konan situr við hliðina á bisk- upi í almenningsvagninum. Húnspyr: „Ert þú kennari?" „Nei, en ég var það nú einu sinni." Hún hugsar sig um andartak og segir svo: „Ertu kannski prestur?" „Nei, en ég var það einu sinni.“ „Prófastur þá?“ „Nei, en það hef ég líka verið.“ „Já, já,“ andvarparkonan, „þettavín, þetta ólukkans vín.“ ☆ ☆ ☆ Hinn hæverski sálnahirðir hafði aldrei vogað sér neitt slíkt áður, en í þetta skipti hafði hann ekki stjórn á sér. Hann hætti í miðri predikun, steig niður af stólnum, gekk beinustu leið að manni á þriðja bekk og hristi hann til. - Þér verðið að reyna að hætta þess- um hrotum, Ólafur, annars vekið þér allan söfnuðinn ... Gamli sveitapresturinn var orðinn ósköp seinmæltur og ræður hans vildu dragast mjög á langinn. Einn sunnudag var hann óvenjulega lang- orður. Þegar prestur gerði smáhlé á ræðu sinni til að súpa af vatnsglasi heyrðist hvíslað í miðri kirkju: - Mamma. Er ennþá sunnudagur? ☆ ☆☆ Símon hafði fengið samviskubit og fór til prestsins til að skrifta fyrir, að hann hefði haft mök við gifta konu í hreppnum. Presturinn tók honum vel en þegar Símon hafði sagt hon- um frá hrösun sinni, vildi presturvita hver konan væri, sem Símon hafði verið í þingum við. Presturinn reyndi að koma honum til og spurði: - Er það hún Marta í Fitjakoti? - Nei. - Er það hún María á Hvoli? - Nei. Loks varð prestur gramur og sagði Símoni að fara út. Og Símon fór. Félagi hans sem hafði fylgt honum til prestsins beið eftir honum og spurði hvernig erindið hefði gengið: - Fékkstu syndafyrirgefningu? - Nei, ekki fékk ég nú það, svaraði S ímon, - en ég fékk nokkur ný nöfn, sem ég ætla að reyna við... I =Brandarar= '6 - ÐAGÚR - 3- septémtýén 1 ©852

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.