Dagur - 03.09.1982, Page 12

Dagur - 03.09.1982, Page 12
-------BAUTINN - SMIÐJAN auglýsa----- Bautinn er opinn alla daga til kl. 22.00. Smiðjan eropin alla daga íhádeginu ogfrá kl. 18.30. Sigfús Halldórsson, listamaður, skemmtir í Smiðju 9.-12. september. tJr sömhun Degi 1956 Héraðshæli A-Húnvetninga 18. janúar. Héraðshæli Austur-Húnvetninga á Blöndu ósi var tekið í notkun milli jóla og nýjárs. Þar er rúm fyrir 31. sjúkling og 26 vistmenn. Kostnaðaráætlunin er 5,4 milljónir króna. Stórfellt tjón af völdum fárviðris 4. febrúar. Á miðvikudagskvöldið varð eitt stórkostleg- asta fárviðri um allt land sem um getur. Samkvæmt frótt- um viðsvegar að af landinu hefur ofsaveður þetta valdið stórfelldu tjóni um iand allt. Húsþök hafa fokið, bátar sokkið og heyskaðar orðið miklir. Illhveli á Akureyrarpolli 29. febrúar. Fyrir nokkrum dögum varð vart við tvo há- hyrninga skammt úti á Eyjafirði og mun þar hafa verið skotið á annan þeirra úr haglabyssu. Síðan komu háhyrn- ingamir inn á Akureyrarpoll og svömluðu fram og aftur. Páll A. Pálsson, hvalaskytta, brá sér á flot en komst ekki i færi. íslenskt 16730 lesta skip 16. maí. Samband íslenskra samvinnufélaga og Olíufé- lagið hf. hafa í sameiningu fest kaup á 16730 lesta olíu- skipi, og er það fengið frá Noregi. Skipið heitir Mostank og hefur að undanförnu verið í siglingum á Miðjarðarhafi. Það sem þó er merkilegast við þessi kaup, er að hvorki er um banka- eða ríkisábyrgð að ræða. Bensín hækkar 25. maí. Bensínlítrinn hefur nú hækkað um 8 aura og kostar því 2.16 krónur. Kaupfélag Eyfirðinga 70 ára 21. júni. Aukin hagsæld og menning eyfirskra byggða á rætur sinar að rekja til samvinnustefnunnar. Kaupfélag Eyfirðinga er nú stærsta og öflugasta samvinnufélag á ís- landi. Það telur yfir 24 félagsdeildir um Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur (ein er vestan Öxnadalsheiðar). Félags- menn em nú um 5000 og feræ fjölgandi. Tvö timburhús brunnu 4. júlí. Nýlega kviknaði í tveim gömlum timburhúsum hér á Akureyri. Ókunnugt er af hvaða orsökum eldur kom upp í París, gömlu og stóru timburhúsi. Slökkviliðið kom skjótt á vettvang og tókst að ráða við eldinn. Nokkrar skemmdir urðu. Þá kom einnig upp eldur í Hafnarstræti 41, sem er timburhús. íbúar sluppu út nema einn, sem slökkviliðsmenn sóttu inn í húsið og hresstist hann fljótt. Nokkuð greiðlega gekk að ráða við eldinn. Ný sundlaug 11. júlí. Þann 7. þessa mánaðar var ný sundlaug tekin i gagnið á Akureyri. Kostar hún um 3 millj. króna en full- nægir ströngustu kröfum um slíkar byggingar. Of mikiö brennivín í einu 18. júlí. Maður nokkur í Danmörku veðjaði um það um daginn, hvort hann gæti drukkið hálfflösku af brennivíni i einum teig. Jú, þambið tókst og þar með var veðmálið unnið, en maðurinn féll niður meðvitundarlaus og komst aldrei aftur til meðvitundar. Hann var 56 ára. Kaldbakur með tundurdufl 21. nóvember. í rökkurbyrjun á laugardaginn kom Kald- bakur skyndilega af veiðum. Hafði togarinn fengið tund- urdufl í vörpuna og var það komið inn á dekk fyrr en varði. Lagðist togarinn skammt frá bryggju, en landhelgisgæsl- an sendi sérfræðing hingað norður og var hann fluttur út í skipið. Tókst að gera tundurduflið óvirkt. LANCOME Snyrtivörur __ | .--.—ÍL—nýsending Snertur af gap uxahætti hjá Snnnlendingum* ‘ * — segir Outtormur Oskarsson á Sauðárkróki um steinullarverksmiðju í Porlákshöfn „Það var mjög góð heyskapar- tíð í júlí. Þá heyjuðu menn á 2- 3 vikum. Nokkrir voru búnir og flestir langt komnir þegar tíð spilltist í ágúst. Heyin eru mjög góð en ekki mikil að vöxtum.“ Það er Guttormur Óskarsson, fréttaritari Dags á Sauðárkróki til langs tíma, sem hefur orðið eftir að hafa verið inntur al- mennra frétta frá Króknum. Guttormur sagði að mikið hefði verið unnið við undirbúning gatna undir bundið slitlag í sumar og ætlunin væri að leggja slitlagið í haust. Þá hefði verið lagt svokall- að Otta-dekk á götuna upp í Hlíðahverfi, sem er nýtt og glæsi- legt íbúðahverfi. Var það gert utan áætlunar. Guttormur sagði ennfremur að nú væri unnið af fullum krafti við að steypa upp nýbyggingu kaup- félagsins við Artorg, en þar verða aðalstöðvar félagsins, með versl- anir og skrifstofur. Skrifstofur fé- lagsins eru nú til húsa að Aðal- götu 21 og þar hefur kaupfélagið haft aðsetur síðan 1918 en húsin eru frá því um aldamót. Áætlað er að flytja í hina nýju byggingu fyrir áramótin 1983-84 og verða það mikil viðbrigði, að sögn Gutt- orms. Hann sagði að mikið væri byggt á Sauðárkróki og mikið væri af lóðaumsóknum. Steinullarmálið væri í fullum gangi og hlutafjár- söfnun hæfist um næstu mánaða- mót. Hann tók þannig til orða að það sem Sunnlendingar væru að gera í sínum steinullarmálum væri „snertur af gapuxahætti hjá þeim blessuðum.“ Togararnir hafa aflað sæmilega en afli smærri báta hefur verið tregur á grunnslóð. Fiskiðjan á Sauðárkróki er að stækka fisk- vinnsluhús sitt verulega. Sauðfjárslátrun hefst á Krókn- um um miðjan september. í ágúst var slátrað 45 hrossum á Frakk- landsmarkað og sagði Guttormur að fyrir kjötið fengist 90% af grundvallarverði, en það er flutt ófrosið með flugvélum. Guttormur Oskarsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.