Dagur - 17.09.1982, Blaðsíða 7
iLFORD
6 - DAGUR -17. september 1982
inn tveir og ég ekki nema tíu ára
gamall. Hann kenndi mér að setja
hnén undir bátinn og við tókum
hann á milli okkar upp og bárum
upp í fjöruna. Mér fannst ákaf-
lega gaman að vera með þessum
gamla manni. Mér þótti ákaflega
vænt um hann strax og að geta
leiðbeint honum og leitt hann.
Pegar hann kom í land var hann
ekki iðjulaus. Lagði sig eftir veiði-
ferðina, sem lauk venjulega um
hádegi, en verkaði síðan fiskinn,
saltaði, þurrkaði og herti. Hann
vann auk þess ýmis störf önnur,
svo sem að flétta reipi úr hross-
hárum, við tóvinnu og fleiri."
Sport að fá sauðskinnsskó
„Nú er ekki sérlega langt um liðið
síðan þetta var, en samt kynntist
þú ævagömlum vinnuaðferðum.
Varla hefur þú gengið á sauð-
skinnsskóm?“
„Ja, ég átti nú sauðskinnsskó
sem voru búnir til á bænum. Móð-
ir mín bryddaði þá og gerði voða-
lega fína. Petta þótti mjög fínt, en
þeir voru hálir þegar komið var út
á tún. Það var vont að ganga á
þessu þar sem grýtt var, en á tún-
inu var mjúkt og létt að ganga á
þeim. Sauðskinnsskór voru nú
ekki almennt notaðir á þessum
tíma, því annars konar skótau var
komið til sögunnar. Það þótti
svolítið sport, sérstaklega fyrir
svona rollinga, að fá sauðskinns-
skó. En það var nú ekki ríkidæm-
ið á þessum tíma. Það var reynt að
nýta hlutina og fara vel með þá.“
„Hefur þessi vera þín á sveita-
heimilinu haft einhver áhrif á þig
til frambúðar? Ertu nýtinn og
sparsamur?“
Já, ég er það og ég fer vel með
hluti, þó ég segi sjálfur frá. Ég get
átt sömu fötin og sömu skóna svo
árum skiptir, án þess að sjáist á
þeim. Það getur vel átt sér stað að
þetta hafi síast inn í mig í æsku.
Auk þess var enginn peningaauð-
ur hjá foreldrum mínum og manni
var sagt að fara vel með fötin sín,
sérstaklega sunnudagafötin, en
þá bjó maður sig upp á og fannst
sunnudagarnir vera mikið öðru-
vísi en aðrir dagar.“
Rafmagnsstaur á miðjum
fótboltavellinum
„Hvernig léku krakkar sér á þess-
um árum á Svalbarðseyri?“
„Það var mikill knattspyrnu- og
íþróttaáhugi. Yfirleitt komu
íþróttakennarar á hverju ári,
kenndu leikfimi og frjálsar íþrótt-
ir. Haldnar voru leikfimisýningar
og þótti talsverður viðburður,
fullt hús af áhorfendum. íþrótta-
iðkunin var með töluvert öðrum
blæ en nú gerist, því þá var gamli
ungmennafélagsandinn allsráð-
andi. Menn unnu mikið í sjálf-
boðavinnu bæði við mótshald og
fleira. Nú það var farið út í það að
„Það var mikið líf og fjör á
Svalbarðseyri á árum áður,
þegar ég var drengur. Þá var
þar mikil síldarsöltun og á tíma-
bili voru þar sjö bryggjur og
saltað á bryggjunum. Eg man
eftir þessari síldarsöltun frá því
ég var smápolli. Þá vorum við
ævinlcga upp um alla tunnu-
stafla og étandi síld upp úr
tunnunum sem búið var að
verka. Ég var hins vegar það
ungur að ég vann aldrei neitt
við síldina en seinna meir
kynntist ég hins vegar síldinni
nokkuð, því eftir nám í íþrótta-
kennaraskólanum fór ég á síld-
arbáta í þrjú sumur og var þá á
Eldey frá Hrísey og Blakknesi
frá Patreksfirði.“ Það er Hauk-
ur Berg Baldvinsson, sundlaug-
arstjóri á Akureyri, sem er í
helgarviðtalinu að þessu sinni,
fæddur 1929 og uppalinn á
Svalbarðseyri af foreldrum sín-
um Bergvin Jóhannssyni, sem
m.a. var farkennari, og konu
hans Sumarrós Magnúsdóttur.
„Svo fór ég í sveit og var á
Breiðabóli, sem er rétt sunnan við
Svalbarðseyri. Þar bjó Jóhannes
Bcnediktsson og mér er dvölin
þarna mjög minnisstæð vegna
þess, að pabbi hans var orðinn
aldraður og blindur og mitt aðal-
starf var það að fara með gamla
manninn á sjó allt sumarið. Eg var
þarna 9 og 10 ára gamall. Þetta
var árabátur og veitt á handfæri.
Hann var svo seigur karlinn, fór
ævinlega á fætur klukkan fjögur á
morgnana og út til að gá eftir
fugli. Ef hann sá fugl einhvers
staðar ræsti hann mig í hvelli:
„Það cr fugl, það er áta, það er
fiskur undir.“ Þetta var ég við
meirihlutann af sumrinu, að fara
með honum á sjó.“
„Þú hefur þá róið honunt á
miðin?“
„Hann réri líka og sagði til um
öll mið, þó blindur væri. Hann
sagði bara: Þú lætur þetta hús í
landi bera við þetta hús og þá
finnur þú hvar brúnin er og hvar
ég vil vera. Ef eitthvað skeikaði
fann hann það á færinu hversu
djúpt var undir. Hann spurði mig
þá hvort hlutina bæri alveg
saman. Nei, svo var ekki, og þá
var að færa sig. Hann þekkti þetta
eins og handarbakið á sér."
„Ekkert sjóveikur?“
„Nei, aldrei sjóveikur. Við vor-
um aldrei á sjó nema gott veður
væri og héldum okkur skammt frá
Svalbarðseyri. Hann kom ævin-
lega heim með fisk, þótt aðrir
fengju ekkert. Hann hélt áfram
og skók, þótt enginn fiskur kæmi
á færið, þangað til fiskurinn kom
undir. Svo hélt hann honum undir
en ef það var straumur þá andæfði
ég. Ef það var lítill fiskur nennti
ég ekki alltaf að renna. Ég beið
eftir því að fiskurinn kæmi undir
hjá honum, þá renndi ég. Það
kom fyrir að við kæmum með
hálffullan bát. Nú, við settum bát-
um uppvoxtmn a
Svalbarðseyri, vegavinnu o.fi.
gera knattspyrnuvöll. Við notuð-
um bara eyrina því þá var ekki
búið að byggja á henni. Knatt-
spyrnuvöllurinn var þar sem nú er
búið að malbika, framan við
kaupfélagið. Þetta var fullkominn
völlur og þangað komu meira að
karamellur, en hin kallaði í okkur
og gaf okkur kökur. Alltaf var
þetta nú endurtekið fyrir það.
Vinsælt prakkarastrik var að
festa öngul í gluggakarm sem í var
festur hörtvinni, 50 til 100 metra
langur. Svo var olía sett í tusku og
segja Akureyringar til að spila.
Þetta var malarvöllur en eitt var
svolítið sérstakt við hann, því það
var rafmagnsstaur á miðjum vell-
inum. En það var ekkert fengist
um það. Hann var ýmist með eða
móti mönnum, eftir því hvort
boltinn lenti í hann eða ekki.
Þessi staur var ekki á vellinum til
að byrja með, ekki fyrr en raf-
magnið kom.“
Prakkarastrik
á Svalbarðseyri
„Manstu ekki eftir einhverjum
bernskubrekum og óknyttum frá
þessum árum?“
„Ekki get ég nú sagt beint að ég
hafi staðið í óknyttum, en maður
var til í svona hrekkjabrögð og
prakkarastrik. Það voru nú sér-
staklega tvær frúr á Svalbarðseyri
sem við lögðum okkur sérstaklega
eftir að hrekkja. Þær æstu sig svo-
lítið mikið upp og það æsti okkur,
en svo endaði það venjulega með
því að önnur, sem var kaup-
maður, kallaði á okkur, bað okk-
ur að hætta þessu og gaf okkur
henni strokið eftir þræðinum og
þá hvein og söng í öllu húsinu.
Sérstaklega var gaman að fylgjast
með því þegar fólk var að læðast
fyrir húshornið og ætlaði að góma
okkur, en við vorum hvergi nærri
því hörtvinninn var hafður svo
langur. Það gerði þetta mest
spennandi. Stundum fengum við
nú ákúrur, jafnvel næsta dag, og
fyrir kom að einhver var hýddur.
Þetta var nú lítið pláss og nokk
vitað hverjir voru að verki.
Hins vegar gerðist það iðulega
á gamlárskvöld, reyndar fyrir
mína tíð, að bæirnir voru bundnir
aftur svo fólk komst ekki út.“
„Skólaganga á þessum árum?“
„Ég fór fyrst í unglingaskóla á
Svalbarðseyri en síðan í gagn-
fræðaskóla til Norðfjarðar, en
systir mín var þá búsett þar. Þar
var ég í tvo vetur og seinna sumar-
ið vann ég við að mála fyrstu
verkamannabústaðina sem þar
voru reistir. Við vorum þarna
tveir strákar, ég og Hreinn Stef-
ánsson, sem síðar lagði fyrir sig
iðnina, en sá sem réð okkur hét
Magnús. Hann kenndi okkur
meira að segja að eikarmála og
hvaðeina, með kömbum og
druslum, sem kallað var oðra. Svo
má segja að Stefán Þorleifsson,
sem nú er forstöðumaður sjúkra-
hússins í Neskaupstað, hafi orðið
nokkur örlagavaldur, því hann
kenndi þarna íþróttir og hvatti
mig til að fara í íþróttakennara-
skólann, enda hafði ég mjög gam-
an af leikfimi og íþróttum.
Akureyrarveikin
stöðvaði kennsluna
Ég var svo ráðinn til íþróttakenn-
arastarfa hjá UMSE en lítið varð
úr því starfi, því þetta var á þeim
árum þegar Akureyrarveikin
svokallaða herjaði, lömunarveik-
in margumtalaða. Þá lagðist eig-
inlega allt niður, allt skemmtana-
hald og allar samkomur voru
bannaðar vegna smithættu. Ekk-
ert varð því úr kennslu en ég fór
vestur á ísafjörð á skíðaskóla.
Þetta var 1949 og þarna voru ýms-
ir sem síðar gerðu garðinn
frægan, eins og Karólína Guð-
mundsdóttir, Oddur Pétursson og
Gunnar Pétursson. Meiningin var
að ná sér í réttindi sem skíða-
kennari, en það fór miklu verr en
á horfðist, því ég lenti á hliði í
keppni og sleit allt sem slitnað gat
í ökklanum. Fæturnir voru festir
við skíðin með ól og ekkert gat
gefið eftir nema fóturinn. Ég átti í
þessu í mörg ár.
Út úr þessu keypti ég mér vöru-
bíl og komst í vegavinnu, fastur
maður allt sumarið, og við það
starfaði ég stanslaust í 12 ár. Á
veturna gerði ég mest lítið, því ég
hafði það svo gott yfir sumartím-
ann í vegavinnunni. Ég fór jú á
vertíð í Vestmannaeyjum, mest
til að gera eitthvað."
Keypti mér „rúturass“
„Lentirðu aldrei í neinum óhöpp-
um í vegavinnunni?“
„Ég velti aldrei bíl, en ég var
eitt sinn nærri búinn að drepa alla
sem með mér voru í bílnum og ég
hef reyndar aldrei sagt neinum frá
því. Það var þannig að ég hafði
„boddý“ sem kallað var á bílpall-
inum og keyrði menn úr og í
vinnuna um helgar. Það voru einir
12 í bílnum og ég var að koma að
gömlu Fnjóskárbrúnni í Dals-
mynni. Lenti í lausamöl og engu
mátti muna að bíliinn færi ofan í
gljúfrið. Ég nötraði allur og skalf
á eftir: En ég hélt áfram fólks-
flutningum með þessum hætti og
keypti mér síðar „rúturass", eins
og það var kallað manna á meðal,
en það var afturendi á rútu með
fjórum sætaröðum, bólstruðum
sætum og fínt. Þetta hafði ég á
vörubílspallinum og flutti þannig
starfsfélagana."
„Skemmtanir á þessum árum?“
„Það var mikið um böll,
skemmtanir og leiksýningar og ég
tók þátt í nokkrum slíkum. A
Svalbarðseyri voru oft sýnd stór
verk og fólk kom jafnvel á bátum
frá Akureyri til að sjá leiksýning-
arnar. Stundum var meira að
segja svo að það þurfti að sýna
tvisvar sama kvöldið, því svo.
margir komu innan að á bátum.
Ég tók reyndar ekki þátt í þeim
sýningum, því ég var svo ungur
þá.
Dansleikir voru nokkuð oft
haldnir og þá lék undir dansi
venjulega einn maður á harmo-
nikku. Kalli í Krossanesi spilaði
oft fyrir dansi og Lýður Sigtryggs-
son. Almennt sást ekki vín á fólki
•og hreint ekki á kvenfólki. Það
voru hins vegar alltaf nokkrir
menn, venjulegast sömu menn-
irnir, sem komu þarna fullir og í
þeim eina tilgangi að stofna til
slagsmála. Ég held að hvert ein-
asta ball hafi endað með slagsmál-
um.“
Kynntist konunni
á öfugum hring
„Þú hefur kannski nælt í konuna
þína á einhverju svona balli?“
„Nei, ég fór til Vestmannaeyja
á vertíð eins og ég gat um áðan og
þá náði ég í hana. Hún heitir Unn-
ur Gísladóttir og það var nú svo-
lítið skrýtin saga hvernig það
atvikaðist. Ég var á vertíð með
systursyni mínum og við vorum
ævinlega á rúntinum eftir róðra,
eins og aðrir. Fólk gekk þarna
hring eftir hring og þar var aðal-
fjörið. Við vorum svolítið seint
fyrir eitt kvöldið og aldrei þessu
vant fáir á rúntinum, virtust allir
farnir heim. Við löbbuðum einn
hring, sáum engan svo ég lagði til
að við löbbuðum öfugan hring,
aftur til baka. Við snerum við og
sáum fljótlega tvær dömur,
renndum okkur upp að þeim og
fórum að spjalla við þær, kaldir
karlar. Við gengum með þeim
nokkra hringi og þetta endaði
með því að við fylgdum þeim
heim sitt í hvoru lagi. Ég eins og
góður og gegn maður tók bara í
hendina á minni og sagðist vonast
til að sjá hana fljótt aftur. Til að
gera langa sögu stutta, þá endaði
þetta með því að ég nældi mér í
konu. Má því kannski segja að ég
hafi hitt konuna mína á öfugum
hring. Við bjuggum svo á Sval-
barðseyri frá 1953 til 1960 er við
fluttum til Akureyrar. Það var svo
1965 sem auglýst var eftir sund-
laugarstjóra. Ég sótti um og fékk
og þar hef ég starfað síðan.
Þar hefur mér líkað vel. Gaman
að umgangast unglingana og
maður kynnist fjölmörgum. Föst-
um gestum kynnist maður náttúr-
lega mest og þeir eru margir mínir
bestu vinir. Þeir eiga hvert bein í
manni og maður hvert bein í
þeim. Þeir eiga sína staði í húsinu,
sínar sturtur og sína klefa. Móðg-
ast ef lyklarnir þeirra eru ekki á
snaganum þegar þeir koma, það
verður að passa upp á það.
Opnunartíminn færðist
sífellt fram
Það hefur oftast verið þröngt í
sundlauginni á morgnana og það
varð til þess að ég fór að mæta
hálftíma fyrir opnun, klukkan
hálf átta. Það leiddi hins vegar til
þess að fastagestirnir fóru líka að
mæta hálf átta og samkomulag var
gert við starfsfólkið um að hleypa
þeim inn. Mér fannst ég þurfa að
mæta nokkru fyrr en gestirnir svo
ég fór að mæta klukkan sjö, en
sama áagan endurtók sig og þann-
ig þróaðist það að sundlaug Akur-
eyrar er opnuð klukkan sjö á
morgnana og stundum bíða menn
fyrir utan eftir að komast inn. Nú
reyni ég að passa mig á að koma
ekki klukkan hálf sjö, en oft er
starfsfólkið lipurt og opnar jafn-
vel fyrir klukkan sjö.“
„Hefur þú tamið þér eða til-
einkað þér einhvern sérstakan
lífsmáta á lífsleiðinni?“
„Ég hef alltaf reynt að taka
nokkurt mið af því sem Tryggvi
Þorsteinsson, skólastjóri, hafði
að eins konar máltæki, en það er
að nauðsynlegt sé að gera að
gamni sínu og prakkarastrik alltaf
annað slagið, en alltaf í góðu.“
Texti:
H.Sv.
Myndir:
KGA
17. september 1982 - DAGUR - 7