Dagur - 17.09.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 17.09.1982, Blaðsíða 5
IÞROTTIR Gylfi Kristjánsson Snjall leikmaður Þorsara Mark Christensen fyrrum leik- maður Þórs „treður“ boltanum í körfuna. Eins og allir vita sem fylgjast með. knattspyrnu tókst Þór að endurheimta sæti sitt í 1. deild að ári, eftir ársveru í 2. deild- inni. Voru Þórsarar vel að því komnir þrátt fyrir að liðið væri lengi í gang framan af mótinu. En liðinu fór mikið fram er leið á mótið, og var orðið besta liðið í 2. deild undir lokin. Um leið og Þórsurum eru færðar hamingjuóskir með ár- angurinn er ástæða til að hvetja KA-menn sem féllu í 2. deild eftir mikla baráttu að láta ekki hugfallast. Litlu mátti muna að liðið héldi sæti sínu, en það sem endanlega gerði út um vonir liðsins var vægast sagt umdeild- ur vítaspyrnudómur dómarans í leiknum gegn Breiðablik um síðustu helgi. Hefði dómarinn farið eftir línuverði sínum og dæmt rangstöðu nokkrum «ek- úndum áður en vítaspyrnan á KA var dæmd og KA náð marki í lokin hefði Breiðablik fallið en ekki KA. En það er þetta „EF“. Það þýðir víst lítið að nota það sífellt, heldur verða KA-menn nú að sætta sig við það að hafa hlutverkaskipti við Þórsara. Ég þykist jafnviss um það að á sama tíma og Þórsarar eiga að geta spjarað sig í 1. deildinni að ári eiga KA-menn eftir að „rusla til“ í 2. deildinni og koma þaðan tvíefldir. Takmarkið hlýtur að vera aö eiga tvö lið í 1. deild sumarið 1984. Robert McField til Þórs Körfuknattleiksmenn Þórs unnu ‘Sér á síðasta vori rétt til að leika í 1. deild í vetur, og hafa þegar hafið æfingar. Nú um helgina berst þeim góður liðsauki, en það er bandaríski blökkumaður- inn Robert McField sem kemur þá norður og tekur til við æfing- ar með liðinu. McField er fjórði bandariski leikmaðurinn sem hér dvelur í körfuknattleiknum, hinir voru Mark Christensen, Gary Zchwarts og Roger Berends sem lék hér tvo mánuði á síðasta keppnistíabili. Hefur þessum leikmönnum öllum verið vel tekið í bænum, enda koma þeir hingað til þess að vinna upp- byggingarstarf. En nú ber svo við að menn láta í ljós áhyggju- raddir um að þeim sem væntan- legur er kunni að vera tekið eitt- hvað verr. „Hann er svartur og það pass- ar ekki,“ segja menn kinnroða- laust. Um leið neita þeir að þeir séu kynþáttahatarar eða eitt- hvað í þeim dúr. „Þetta er bara hugsunarhátturinn,“ segja þeir. Eg trúi því ekki að svo verði, og Akureyringar eru minni menn en ég hefði haldið ef Ro- bert McField verður verr tekið en fyrirrennurum hans vegna þess að hann ber ekki sama hör- undslit og þeir. Staðreyndin er nefnilega einföld, það eru Þórs- arar sem leita eftir kröftum þessa manns sem er bæði mjög snjall leikmaður og hefur geysi- lega góð meðmæli íslendinga sem til hans þekkja, bæði sem persónuleiki, þjálfari og leik- maður. Hvað þarf meira? Vonandi eru þessar vanga- veltur óþarfar, en þær hafa óneitanlega sett í menn ugg samt sem áður. Það er jú vitað að það hefur komið fyrir í Reykjavík að hörundsdökkir körfuknattleiks- menn sem þar hafa dvalið hafa sætt aðkasti, t.d. á skemmtistöð- um, vegna hörundslitar síns en þeir sem koma þannig fram eru væntanlega eitthvað brenglaðir og er þeim vorkunn. Robert McField hefur leikið með háskólaliði Indiana State, og í haust var hann sterklega orðaður við Harlem Globetrott- ers þótt ekkert yrði af því að hann undirritaði þar samning eins og honum stóð til boða, en það var af persónulegum ástæð- um. Hins vegar varð það til þess að hann gat orðið við óskum Þórsara um að koma hingað og hafa Þórsarar fyrir satt að hér fari snjall leikmaður og þjálfari. Baráttan hjá Þór í 1. deildinni í vetur kann að verða erfið, en þar leika einnig lið UMFG, Hauka, ÍS, og UMFA. Vitað er að Haukar tefla fram geysi- sterku liði sem hefur æft grimmt undir handleiðslu Einars Bolla- sonar, og lið ÍS með bandaríska risann Pat Bock í fararbroddi verður ekki auðsigrað. En Þórs- liðið með menn eins og Eirík Sig- urðsson, Jón Héðinsson og Ro- bert McField, svo einungis þeir eldri og reyndari séu nefndir, getur svo sannarlega bitið frá sér og ætti að hafa jafna möguleika á við hin liðin að vinna sæti í Úrvaldsdeild að ári. DAGDVELJA Bragi V. Bergmann Krossgáta Skákþraut Hí.WST/1 3Er/i/5 'A(t£T/jk KoRM DuRtuA anEnui- Leaun Afá ÞtR't rrrru. fýRsta MAMS rríníjítu koA/A DRoPA (BttiJAir £Kki ÖLL STRMbt- iýiLA StCYW- RA UtJ- HrtF+e FÉiAG- ME£> TÖLU S OSl HETju■ D'AÞ H'Ad xmÞi VEIKI QrÚA ÞóFJC selja sÍFnmj. Fa/gz FoAííTfl. stjír a NOTHJLF Só&Al So MEIAJ- SEMD klFR- TLDI O-fr.f.) Staðsettu 5 skákdrottningar á borðinu þannig að engin ógni annarri. (Það eru tveir mögu- leikar á réttri lausn). Lausn bls. 11. Völundarhús Brand- arar Presturinn var aö semja ræðu og litla dóttir hans var aö horfa á hann. „Pabbi,“ sagði hún, „segir Guð þér hvað þú átt að skrifa?" „Já, auðvitað, barnið mitt,“ ansaði prestur. „Hvers vegna spyrðu?“ „Af hverju strikarðu þá sumt út af því aftur?" spurði dóttirin. ☆ ☆☆ - Fyrstfærmaðursérsígarettu, og úr því byrjar maður að drekka öl og vín, og áður en maður áttar sig, er maður farinn að eltast við kvenfólk - og svo fáum við það hræðilegasta af öllu: — Syndaflóðið. - Herra prestur. - Já, Lárus. - Hvaða sígarettutegund er þetta...?“ ☆ ☆☆ - Hvers vegna sé ég þig aldrei í kirkjunni Matthías, sagði prestur- inn. - Það eru of margir hræsnarar þar, prestur minn. - Hafðu engar áhyggjur af því, það er alltaf pláss fyrir einn enn ... ☆ ☆ ☆ Hannes var nýorðinn faðir að þrí- burum. Presturinn hitti hann úti á götu og óskaði honum til hamingju: „Kæri Hannes minn,“ sagði hann hjartanlega, „ég heyrði að storkur- inn hafi brosaðtil þín.“ ,Höh, brosað!" þusaði Hannes, „hann skellihló að mér.“ 17- septpmber 198? - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.