Dagur - 17.09.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 17.09.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 177 september 1982 Okkar vinsæli Salatbar fæst alla daga bæði í hádeginu og á kvöldin á Bautanum. í Smiðjunni eingöngu á kvöldin og um helgar. Strætisvagn á Akureyri 20. júlí. Ákveðið hefur verið að gera tilraun með rekstur strætisvagns hér á Akureyri, í september. Ljóst er þó að einn vagn mun ekki fuyllnægja þeirri þörf sem bærinn hefur. En er þó alltaf byrjunin. Fyrst um sinn verður ekið á þeim tímum þegar bæjarbúar fara úr og í vinnu, ekinn 6 og hálfs kílómetra löng leið um bæinn. Aðstæður allar benda til þess að hægt verði að láta strætisvagnaakstur standa undir sér hér í bæ. Ur sömlum * j ___ m Degt áríð 1955 Akureyringar fá Fálkaorðu 5. janúar. Meðal þeirra sem Forseti íslands sæmdi heið- ursmerkjum fálkaorðunnar á nýjársdag eru Davíð Stef- ánsson skáld frá Fagraskógi, og Ólafur Thorarensen bankastjóri hér í bæ. Engin kol 19. janúar. Birgðir eru nú á þrötum í kolaverslunum bæjarins og eru kol skömmtuð. 60 tonn voru fengin frá Húsavík eftir síðustu helgi og er það dálítil bót þótt skammt nái. Ástæða kolaleysisins er sú að Pólverjar kipptu að sér hendinni um afhendingu kola og var þá keypt frá Rússlandi en þær birgðir eru nú á þrotum. Fiski misþyrmt 9. febrúar. Togarinn Harðbakur fékk um daginn stóran þorsk sem var með teygjuband um hausinn og framan- verðan bolinn, hafði teygjubandið skorist í gegn um roðið og inn í fiskinn á parti. Hefur nú á seinni árum nokkuð verið um það að slíkir fiskar væru dregnir úr sjó. Helst er til getið að unglingar dragi þessa fiska úr sjó við bryggjur, setji á þá teygjubandið og sleppi aftur. Þegar fiskarnir vaxa skerst teygjan inn í hold og drepur fiskinn að lokum. Carlson veiðir mink í Mývatnsasveit 14. apríl. Carlson, hinn kunni minkabani að sunnan kom til Mývatnssveitar fyrir skömmu að ósk bænda þar, en þeir höfðu orðið varir við ummerki eftir vágestinn. Carlson hafði með sér 4 vana hunda, og tókst að veiða einn mink og átti í höggi við annan og skaut á hann en náði ekki. Það er algeng aðferð Carlssons við veiðarnar að sprengja minkaholurnar og koma dýrin þá oftast þjótandi út - beint í ginið á hundunum. Fréttir úr Svarfaðardal 7. maí. Hér er jörð að mestu leyti alauð í byggð, en snjór í fjöllum. Kalt er í veðri og lítill túngróður kominn. Bleyta í túnum seinkar í voryrkjunni. Lítill afli er á þeim miðum sem Dalvíkingar sækja á, enda lélegar gæftir. Flugbraut í Aðaldal 20. júlí. Nú mun ákveðið að efna til flugvallargerðar í Aðaldalshrauni, vestan þjóðvegarins í landi Laxamýrar og Núpa. Er gert ráð fyrir að koma með tíð og tíma upp flugvelli sem hæfur er fyrir miililandaflug, og um 3000 metra langri braut. Knattspyrnulið Akurnesinga í heimsókn 17. ágúst. Hinir kunnu knattspymumenn frá Akranesi heimsóttu Akureyri nú um helgina og léku tvo leiki við úrvalslið Akureyringa. Lauk þeim fyrri með sigri Akurnes- inga 1:0, og þann síðari sigruðu þeir einnig 3:1. Ær bar í siáturhúsinu 12. október. Það var til tíðinda á mánudagsmorguninn að ær bar í sláturhúsi KEA, rétt áður en átti að slátra henni. Átti ærin hrútlamb og voru mæðginin flutt heim á Stórhamar í Eyjafirði. Nú er hún komin aftur nýja kremlínan frá ESTEE Einnig vinsælu herravörurnar. LAUDER. a Keypti fyrsta bflinn þegar ég var 15 ára4í pJ*Si I I iH sg: ■tWii w „Það eru þrjú ár síðan ég byrj- aði að starfa í Bílaklúbbi Akur- eyrar, en áhugann á bílum hef ég haft síðan ég var smápolii, alveg síðan ég man eftir mér. Eg keypti mér minn fyrsta bfl þegar ég var 15 ára, tveimur árum áður en ég mátti keyra hann og því varð ég að Iáta mér nægja að pússa hann og strjúka í tvö ár.“ Sá er þetta mælit heitir Ingvi Ingvason, 19 ára piltur sem er einn félaga í Bílaklúbbi Akureyr- ar. Óhætt er að segja að sá félags- skapur sé í mjög örum vexti, og í sumar hefur félagið séð um fjöldamargar keppnir, bæði sandspyrnu, rally-cross og tor- færukeppni. Um helgina fer fram torfærukeppni í malarnámi Akur- eyrarbæjar á Glerárdal og mæta þar „allir sprækustu jepparnir til leiks“ eins og þeir Bílaklúbbs- menn segja. En við spyrjum Ingva hvaða kostnaður sé á bak við einn slíkan bíl. Hverju þarf ég t.d. að kosta til ef ég kaupi „venjulegan“ jeppa og ætla að gera hann kláran í svona keppni? „Ef þú ætlar einungis að taka þátt í keppninni til þess að vera með getur þú sloppið með 5-10 þúsund krónur, En ef þú ætiar að útbúa bílinn þannig að hann geti keppt til sigurs margfaldast sá kostnaður. Eg get nefnt sem dæmi að eitt skófludekk kostar um 10 þúsund og gangurinn undir bílinn því um 40 þúsund. Þar við bætist ýmislegt og ég myndi segja að bíll sem væri með topp útbúnað í svona keppni hafi kostað eiganda sinn 100-150 þúsund krónur fyrir utan jeppaverðið sjálft." - Þá vitum við það að jeppa- dellan er ekki ódýrasta sport sem hægt er að ánetjast. Það er nefni- lega ekki nóg að útbúa bílinn í eina keppni og láta þar við sitja. í torfærukeppni er keppt við erfið- ar aðstæður, í brekkum, móum, drullu og vatni, og hinir ýmsu hlutar bílsins sem mikið reynir á gefa sig að sjálfsögðu. „ Það er mjög dýrt að kaupa varahluti í þessa bíla,“ segir Ingvi. „Það er líka þannig að þessa varahluti þarf að panta er- lendis frá, oftast frá Bandaríkjun- um og þeir eru dýrir auk þess sem afgreiðslufrestur er afar langur.“ - Hvað eru margir félagar í Bílaklúbbi Akureyrar? „Ég held að skráðir félagar séu um 150 talsins en virkir félagar eru um 60. í félaginu eru nokkrar stelpur og þær eru mjög virkar og gefa okkur strákunum ekkert eftir,. Þær hafa t.d. keppt í sand- spyrnu og staðið sig mjög vel.“ - Hvar hafið þið ykkar að- stöðu? „Bærinn hefur gefið okkur vel- yrði fyrir aðstöðu á Glerárdal, og þar er ætlun okkar að útbúa öll þau keppnis og æfingasvæði sem við þurfum á að halda í framtíð- inni og það verður gaman þegar öll aðstaða okkar verður komin þangað á einn stað,“ sagði Ingvi. Ingvi Ingvason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.