Dagur - 17.09.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 17.09.1982, Blaðsíða 11
Vetrarstarf Lelk- félags Akureyrar Vetrarstarf Leikfélags Akureyr- ar er nú komið í fullan gang, en það hófst hálfum mánuði fyrr í ár en vanalega. Frá 16. ágúst hafa staðið yfir æfingar á Atóm- stöðinni eftir Halldór Laxness, sem leikstjórinn Bríet Héðins- dóttir hefur gert nýja leikgerð af. Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd og búninga og Ingvar Björnsson lýsinguna. Alls taka 19 leikarar þátt í sýningunni, þar af 2 börn. Aðal- hlutverkið, norðanstúlkuna Uglu, leikur Guðbjörg Thor- oddsen. Árlandshjónin leika þau Theodór Júlíusson og Sunna Borg, börn þeirra leika Ragnheiður Tryggvadóttir, Bjarni Ingvarsson og Gunnar Ingi Gunnsteinsson, organistinn er í höndum Marinós Þorsteins- sonar. í öðrum veigamiklum hlutverkum eru Kjartan Bjarg- mundsson, Þráinn Karlsson, Arnór Benónýsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Gestur E. Jónsson og Halldór Björnsson. Atómstöðin verður frumsýnd í októberbyrjun. í byrjun desember verður frumsýnt barnaleikrit eftir Sig- nýju Pálsdóttir leikhússtjóra L.A., sem jafnframt leikstýrir verkinu. Það heitir Siggi var úti og greinir frá ævintýrum, sem gerast úti í hrauni á íslandi, þar sem verið er að rannsaka ís- lenska refinn. Þráinn Karlsson gerir leikmyndina að því verki, Viðar Garðarsson sér um lýsing- una og Freygerður Magnúsdótt- ir búningana. Sýningin verður öll unnin af fastráðnu starfsfólki leikhússins. Þá taka við æfingar á hinu vin- sæla leikriti Ernst Bruun Olsen Bréfberinn frá Arles, sem farið hefur sigurför um Norðurlönd á undanförnum árum. Leikritið er í gamansömum dúr og gerist á síðustu æviárum listmálarans Van Gogh. Frá Noregi koma sérstaklega til þessa verks leik- stjórinn Haukur Gunnarsson og leikmyndahönnuðurinn Svein Lund Roland. Leikfélag Akureyrar hefur í hyggju að ráða rithöfund á 3ja mánaða laun til að skrifa loka- verkefni félagsins. Nokkrar um- sóknir hafa borist um þetta starf, en umsóknafrestur er til 15. september. Leikfélag Akureyr- ar mun halda helgarnámskeið fyrir starfsmenn áhugaleikfélaga á Norðurlandi 15.-17. október í grímugerð, leiktjaldasmíði, ljósatækni, framsögn og leik- túlkun. Kennarar verða úr hópi fastráðins starfsfólks leikhúss- ins. í september kemur út kynn- ingarit um starfsemi Leikfélags Akureyrar í vetur. Því verður dreift um Norðurlönd. Karl Friðriksson, markaðsfulltrúi hjá Iðnaðardeild SÍS, á sýningunni á Kjarvalsstöðum. V efnaður MGefjun Nú stendur yfir á Kjarvals- Norðurlöndum á sviði áklæða og stöðum í Reykjavík vefnað- gluggatjalda. Á sýningunni er arsýning, þar sem sýnd eru fjölbreyttúrvalafáðurgreindum gluggatjöld, áklæði og værð- vefnaði og geta menn þar séð arvoðir, allt framleitt í gluggatjöld, húsgagnaáklæði og Gefjun. værðarvoðir í samræmdum lita- Sýningin er í samvinnu við samsetningum. Einnig er þar verslunina Epal í Reykjavík og eins konar sögusýning, því sýnd danska fyrirtækið Kvadrat, sem er framleiðsla fyrri ára. Sýningin er meðal þekktustu fyrirtækja á stendur til 26. september. Blóma- sýning Blómamiðstöðin hf. sem hef- ur aðsetur í Reykjavík gengst fyrir blómasýningu á Akur- eyri um helgina til kynningar á framleiðslu blómabænda. Blómamiðstöðin er í eigu blómabænda en fyrirtækið dreif- ir og selur blóm til verslana um allt land. Hefur verið lögð rík áhersla á að þjóna landsbyggð- inni hvað þetta snertir. Fram- leiðsla blómabænda Blómamið- stöðvarinnar er fjölbreytileg, bæði hvað varðar afskorin blóm og pottaplöntur. Til sýningarhaldsins hafa bæjaryfirvöld Akureyrar góð- fúslega veitt Blómamiðstöðinni afnot af húsnæði í salarkynnum innan anddyris hinnar nýju og glæsilegu Svæðisíþróttahallar við Þórunnarstræti. Sömuleiðis mun garðyrkjustjóri Akureyrar og hans stafslið veita aðstoð við undirbúning sýningainnar. Vakin skal athygli á að hér verður um að ræða fyrstu sýn- ingu á inniblómaframleiðslu garðyrkjubæna sem haldin er á Norðurlandi. Þótti Akureyrar- bær sjálfkjörinn í þessu skyni, enda hefur ræktunarmenning verið hvað lengst þar við lýði og til fyrirmyndar. Blómamiðstöð- in væntir þess að bæði Akureyr- ingar og íbúar nágrannabyggð- anna kunni að meta þetta fram- tak blómabænda og fjölmenni á sýninguna. Blómasýningin í íþróttahöll- inni verður opin almenningi frá kl. 15-22 í dag og frá kl. 10-22 á morgun og sunnudag. Grísk veisla Þessa dagana standa yfir grísk innlent hráefni við matseldina. hátíðahöld í Sjallanum á Ak- Meðan snætt er leikur Grikk- ureyri. Grísku kvöldin hófust inn Jannis á bouzuki grísk lög í gærkvöld og verður fram- eftir Theodorakis og aðra gríska haldið í kvöld og annað kvöld. snillinga með hjálp hljóðfæra- leikara af heimaslóðum. Þá eru Boðið er upp á gríska veislu- góðar vonir með að matreiðslu- rétti sem matreiðslumeistarinn meistarinn Doukakis bregði sér A. Doukakis hefur galdrað fram í sparifötin að lokinni matseld í eldhúsinu með aðstoð mat- og taki nokkra gríska dansa og sveina Sjallans, og notar sá kenni gestum sporið.-Matur er gríski m.a. lambakjöt og annað framreiddur frá kl. 20. Torfæru- keppni á Glerárdal Bflaklúbbur Akureyrar gengst á sunnudag fyrír tor- færukeppni í malarnámi Ak- ureyrarbæjar á Glerárdal, og hefst keppnin kl. 14. Vitað er að í keppnina munu mæta allir helstu ökuþórar landsins sem gert hafa garðinn frægan í þessari íþrótt, og er sjálfur íslandsmeistarinn í farar- broddi. Hefur aldrei í torfæru- keppni norðanlands verið boðið upp á annað eins úrval þekktra ökumanna og ökutækja. Torfærukeppnir eins og þessi njóta vaxandi vinsælda hérlend- is enda skemmtilegt fyrir áhorf- endur að fylgjast með ökuþór- um hleypa bílum sínum á fulla ferð í drullupytti, upp og niður brekkur og í fleiri torfærur sem lagðar verðafyrirþá. i Er ekki að efa að margt mun veröa um manninn á þessari miklu keppni Bílaklúbbs Akureyrar. Skákþraut Lausn Septemt>er'1i9B2'- DAGUR-13:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.