Dagur


Dagur - 21.09.1982, Qupperneq 9

Dagur - 21.09.1982, Qupperneq 9
Akureyrar- mót í sundi Sunnudaginn 12. september var haldið í sundlauginni á Akureyri Akureyrarmót í sundi. Keppendur voru allir frá Sundfélaginu Óðni hér í bæ. Tvö Akureyrarmet voru sett, og var þar að verki í bæði skiptin Svavar Þ. Guðmunds- son. Hann setti met í 100 m bringusundi sveina þegar hann synti á 1.38.2 m. og í 100 m skriðsundi sveina er hann synti á 1.14.9 m. Annars urðu úrslit þessi: 50 m flugsund drengja: 1. Eiríkur Jóhannsson 36,5 sek. 2. Svavar Þ. Guðmundsson 40,8 sek. 100 m skríðsund telpnu: 1. Ragnheiður Valgarðsdóttir 1:19,1 mín. 2. GuðrúnÝrrTómasdóttir 1:28,2 mín. 3. Rut Valgarðsdóttir 1:34,4 mín. 4. Elísabet Stefánsdóttir 1:35,5 mín. 5. Jónína Jóhannsdóttir 1:39,0 mín. 100 m bringusund karia: 100 m skríðsund drengja: 1. ÓlafurÁmason 1:25,9 mín. 1. Eiríkur Jóhannsson 1:13,7 mín. 2. Ármann H. Guðmundsson 1:33,6 min. 2. Svavar Þ. Guðmundsson l:14,9mín. Ak.met sveina) 50 m baksund drengja: 1. Eiríkur Jóhannsson 40,6 sek. 3. Sveinn Sigtryggsson 1:31,4 mín. 2. Svavar Þ. Guðmundsson 42,0 sek. 100 m bringusund telpna: 3. Sveinn Sigtryggsson 55,4 sek. 1. Ragnheiður Valgarðsdóttir 1:40,5 mín. 2. Rut Valgarðsdóttir 1:49,2 mín. 50 m flugsund telpna: 1. Ragnheiður Valgarðsdóttir 41,7 sek. 3. Elísabet Stefánsdóttir 1:50,8 mín. 2. Rut Valgarðsdóttir 47,3 sek. 100 m baksund karia: 3. GuðrúnÝrrTómasdóttir 48,9 sek. 1. Ármann H. Guðmundsson 1:25,6 min. 2. ÓlafurÁmason 1:25,7 mín. 100 m skriðsund karla: 1. Ármann H. Guðmundsson 1:06,2 min. 2. ÓlafurÁmason 1:08,7 mín. Aukagreinar: 50 m skríðsund sveina: 1. Svavar Þ. Guðmundsson 35,5 sek. 100 m bringusund drengja: 2. Sveinn Sigtryggsson 41,9sek. 1. Svavar Þ. Guðmundsson 1:38,2 mín. 3. Otto K. Tulinius 47,9 sek. (Ak.met sveina) 2. Sveinn Sigtryggsson 1:44,4 mín. 3. Bergur Sigurðsson 1:55,1 mín. Akureyrarmeistarar 1982: 4. Otto K. Tulinius 2:00,8 mín. Karlar: Ármann H. Guðmundsson 75,6 stig. Eiríkur Jóhannsson ógilt Telpur: Ragnheiður Valgarðsdóttir 76,5 stig. Drengir: Eiríkur Jóhannsson 81.5 stig. 50 m baksund telpna: Meyjar: Elísabet Stefánsdóttir 68,3 stig. 1. Ragnheiður Valgarðsdóttir 45,6 sek. Sveinar: Svavar P. Guðmundsson 90,1 stig. 2. Rut Valgarðsdóttir 49,5 sek. Siglfirðingar komust loks upp Knattspyrnulið Siglfirðinga komst í úrslit þriðju deildar í tíunda skiptið í nú í haust. Nú gekk hins vegar dæmið upp hjá þeim og þeir náðu þeim áfanga að komast í aðra deild. Runólfur Birgisson formaður KS var mjög ánægður með sína menn, og sagði að þjálfarinn hefði gert góða hluti, og þegar væri ákveð- ið að reyna að fá hann til að þjálfa þá næsta keppnistímabil. Hann heitir Billy Hodgeseon og er Skoti. Hann er ekki alveg óþekktur í íslenskri knattspyrnu því hann þjálfaði FH fyrir nokkrum árum. Ekki bjóst Run- ólfur við að Siglfírðingar gætu. leikið heimaleiki sína á grasvelli næsta sumar, en hann sagði þá hafa góðan malarvöll og væri hann vel frambærilegur. Þrátt fyrir góðan árangur Sigl- firðinga áttu leikmenn þeirra við þrálát meiðsl að stríða, og var t.d. markakóngur þeirra Óli Agnarsson frá í síðustu leikjum, en Óli hafði skorað alls 20 mörk í þriðju deildinni, en þeir gerðu sér grein fyrir því að það væri ærið nægjanlegt verkefni. Æfingar Þórs í körfubolta Æfingar eru hafnar hjá körfu- knattleiksdeild Þórs, og eru á þessum tímum: 5. fl. Mánudaga kl. 16 í Glerárskóla. Föstudaga kl. 15.10 í Glerár- skóla. 4. fl. Þriðjudaga kl. 18.30 í Skemm- unni. Föstudaga kl. 16 í Glerárskóla. 3. fl. Fimmtudaga kl. 20 í Glerár- skóla. (Önnur æfing auglýst á næst- unni). M.fl. Mánudaga kl. 21 í Glerárskóla. Þriðjudaga kl. 19.30 í Skemm- unni. Fimmtudaga kl. 21 í Glerár- skóla. Þjálfari er Bandaríkjamaður- inn Robert McField. Ármann H. Guðmundsson var stigahæstur í karlaflokld með 75,6 stig. Þrjú golfmót um helgina Kylfingar á Akureyri höfðu í mörgu að snúast um helgina, en þá fóru fram þrjú mót hjá Golfklúbbi Akureyrar. Reyndar var fjórða mótið í gangi einnig, en það var dá- lítið sérstaks eðlis og verður getið um það síðar. Á laugardag lauk Firma- keppni golfklúbbsins sem staðið hefur yfir í nokkurn tíma. Fyrir- komulag hennar var þannig að spilað var fyrir öll 130 fyrirtækin sem tóku þátt, og á laugardag var síðan keppt fyrir 40 bestu fyrirtækin aftur til úrslita. Leiknar voru 18 holur með forgjöf. Þegar upp var staðið voru tvö fyrirtæki jöfn, Borgar- salan sem Jón Þ. Guðjónsson keppti fyrir og JMJ herradeild sem Pat Jónsson keppti fyrir. Háðu þau aukakeppni og voru einnig jöfn að henni lokinni, en þá tók við bráðabani og þá sigr- aði Borgarsalan. Jón og Pat léku bæði á 68 höggum nettó en í þriðja sæti varð Ýmis hf. sem Haraldur Ringsted keppti fyrir á 70 höggum. Öldungameistaramót Akur- eyrar var haldið um helgina. Voru leiknar 18 holur með for- gjöf og var hart barist. Úrslitin urðu hinsvegar þau að Ragnar Steinbergsson sigraði en hann lék seinni 9 holur vallarins á einu höggi undir pari. Alls var hann á 68 höggum nettó, annar var höggum og þriðji Hörður Stein- bergsson á 74 höggum. Þá er ógetið um unglingamót sem haldið var á sunnudag, en það var 18 holu höggleikur með forgjöf. Alls mættu 15 piltar til leiks, og er ánægjulegur vaxandi áhugi unglinga á Akureyri á þessari íþrótt. Sigurvegari í keppninni varð Björn Axelsson sem lék á 70 höggum nettó. í öðru sæti varð Ólafur Þorbergsson á 74 höggum, og jafnir í þriðja sæti urðu bræðurnir Ólafur og Krist- ján Gylfasynir. Fóru þeir í auka- keppninni um hvor skyldi hafa með sér verðlaunin heim, og varð Kristján þá að láta í minni pokann. Blakdeild KA hefur æfingar Æfingar eru nú að hefjast hjá blakdeild KA, en á þeirra veg- um hefur verið keppt í kvenna- flokki. Nú hefur verið ráðinn nýr þjálfari fyrir meistaraflokk kvenna en það er Sigurður Harðarsson fyrrum leikmaður og þjálfari hjá UMSE. Æfingar eru nú að hefjast en þær verða í vetur í íþróttahúsinu í Glerárhverfi á þriðjudögum frá kl. 21-23 og á fimmtudögum frá kl. 19-20. Þær stúlkur sem ekki hafa verið með áður eru velkomnar á þessar æfingar á fyrrgreindum tímum. Meistaraflokkur kvenna mun taka þátt í íslandsmóti fyrstu deildar í vetur. Úr leik Þórs og KS í Bikarkeppninni í sumar. 21. september 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.