Dagur - 23.09.1982, Síða 2

Dagur - 23.09.1982, Síða 2
Fiskverkendur - Útgerðarmenn Gerum föst verðtilboð í smíði á, stálgrindahúsum, skreiðarpressum, skúffum fyrir skreiðarpressur, saltskúffum fyrir lyftara, Ijósaskoðunarborðum fyrir saltfisk, netadrekum. Önnumst niðursetningu bátavéla og veitum alhliða viðgerðar- og varahluta- þjónustu. Ðílaverkstæði Dalvíkur sími 96-61122-96-61123 'Ý' kveðjuorð Haukur P. Ólafsson Fæddur 29. október 1905 — Dáinn 17. september 1982 Til sölu Mitsubishi Colt árgerð 1982, ekinn 3.400 km. Mjög fallegur bíll. Upplýsingar í síma 25770 eftir kl. 18. í dag, fimmtudaginn 23. septem- ber 1982, er til moldar borinn frá Akureyrarkirkju Haukur P. Ólafsson, fyrrverandi sláturhús- stjóri KEA, en hann andaðist hér í bæ á föstudaginn í síðustu viku. Hann fæddist 29. október 1905, sonur hjónanna Maríu ísaksdótt- ur Amesen verslunarstjóra á Austfjörðum og Péturs A. Ólafs- sonar útgerðarmanns ög ræðis- manns á Patreksfirði. Haukur var því tæplega 77 ára, þegar hann lést. Heimili þeirra Maríu Amesen og Péturs A. Ólafssonar var annálað myndarheimili og Pétur var þjóðkunnur athafnamaður. Fer ekki á milli mála, að Haukur mótaðist strax í bernsku af mynd- arskap æskuheimilisins og at- hafnasemi föðurins. Haukur var alla tíð höfðingi í sjón og raun og framkvæmdasamur í besta lagi. Hann fór ungur til verslunarnáms í Englandi og bjó alla tíð að því námi. Hann stundaði síðan um nokkurt árabil verslunarstörf í Danmörku, en af Danmerkur- dvölinni lærði hann einnig mikið. Hann vann síðan nokkur ár við fyrirtæki föður síns en hvarf svo til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga þann 1. maí 1941. Hann varð síðar sláturhússtjóri KEA á Akureyri um áratugaskeið og gegndi því starfi af mikilli trúmennsku. Undir starfssvið hans féll ekki eingöngu sauð- fjársláturhús, heldur einnig stór- gripaslátmn, reykhús, frystihús, umsjón jarðepla og saltsala ásamt fleiru á ýmsum tímum. Starf hans var því mjög fjölþætt og umsvifa- mikið. Mikil og vandasöm verð- mæti vom í umsjón hans. Fjöldi starfsmanna var undir beinni stjórn hans. Haukur var glaðvær, einarður og hreinskiptinn og átti því létt með að stjórna fólki. Mjög traust samstarf tókst með honum og starfsmönnum fyrir- tækjanna, jafnt stjórnendum sem almennum starfsmönnum. Hann hafði mikil samskipti við bændur héraðsins og ávann sér hylli þeirra, enda fundu þeir að þar fór maður, sem bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Það má því með sanni segja, að Haukur hafi verið farsæll stjórnandi, sem naut trausts og almennra vinsælda. Eftirlifandi eiginkonu sinni, frú Gerðu Halldórsdóttur Ólafsson, kvæntist Haukur þann 14. maí 1936. Frú Gerða var eiginmanni sínum samstiga í glaðværum traustleika og myndarskap. Þau voru samstiga í alúðinni og gest- risninni. Heimsóknir til þeirra eru því góðum vinum ógleymanlegar. Sérstaklega ánægjulegt var að finna ástúðina og hlýjuna milli þeirra hjóna. Þeim varð ekki barna auðið, en voru hvort öðru allt. Söknuður frú Gerðu við missi eiginmannsins er því sárari en með orðum verði lýst, en góðir vinir styrkja hana með hlýjum hugsunum og djúpri samúð, þar á meðal ég og eiginkona mín, sem áttum því láni að fagna að eignast vináttu þeirra Gerðu og Hauks. Við kveðjum Hauk vin okkar með miklum söknuði. Samvinnu- menn í Eyjafirði minnast hans með virðingu og þakka honum störfin í þágu héraðsins. Við biðj- um honum Guðs blessunar og far- arheilla á ókunnum brautum aust- ursins eilífa. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. AKUREYRARBÆR Frá heilbrigðisfulltrúa Eigendum þeirra bíla og bílhræja sem heilbrigöis- nefnd Akureyrar hefur látiö fjarlægja af götum og opnum svæöum á Akureyri í sumar, er hér með veittur lokafrestur til 15. október 1982 til að sækja bíla sína, gegn greiðslu áfallins kostnaöar og að þeir sanni umráðarétt sinn á bílunum. Að liðnum þesum fresti má reikna með að bílunum verði hent. Heilbrigðisfulltrúinn Akureyri. Frá Vinnuskóla Akureyrar Orlofsgreiðslur til starfsfólks Vinnuskóla Akureyr- ar sl. sumar eru hafnar á Bæjarskrifstofunni. Forstöðumaður. Skrifstofa Framsóknarflokksins Akureyri er flutt í Strandgötu 31. Skrifstofan verður opin kl. 14.00-16.00 mánudaga til föstudaga. Síminn er 21180. Fimmtudagur: Túnamót í skemmtanalífinu Hinn heimsfrægi dávaldur Frísenette sýnir kl. 21.00. VUltdiskótakl.01. Föstudagur og laugardagur: Ian Charles, breski töfra- maðurinn frábærí, skemmtir ásamt hljómsveitinni Jamaica. Veislumatur framreiddur til kl. 22.00. Sunnudagur: Diskótek. Allar heitustu skífumar frá versluninni Cesar á fóninum. Ian Charles töfrar fram ótrúlegustu hiuti. Hittumst hress. SIMI 25566 Nýttá söluskrá: Núpasíða: 3ja herb. raðhús ca. 90 fm ófull- gert en ibúðarhæft. Laust fljót- lega. Seljahlíð: 4ra herb. raðhús ca. 85 fm. Laust (október. Helgamagrastræti: 3ja herb. hæð í tvíbýlishúsi ca. 80 fm endurnýjuð að mestu. Mikið áhvílandi. Einholt: 5 herb. raðhús ca. 140 fm. Ástand gott. Laust (nóvember. Skipti: Vantar 6 herb. raðhús á Brekk- unni i skiptum fyrir Iftið einbýl- ishús í Mýrarhverfi. Skipti: Meðalstórt ejdra einbýlishús á Brekkunni óskast i skiptum fyrir mjög gott 4ra herb. raðhús á góðum stað á Brekkunni. FASTEIGNA&ÍJ SKIWVSALA3fc NORÐURLANDS O Amaro-húsinu II. hæð. Síminn er 25566. Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri Pétur Jósefsson. Er við á skrifsfofunni alla virka daga kl. 16,30-18,30. Kvöld- og helgarsími: 24485. 2 - PAQUP - 23.septembejr.1982

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.