Dagur - 24.09.1982, Qupperneq 2
LESENDAHORNIÐ
RrImr
Efi:
J.'S.
Íl
Heilsuhæli NLFA
I Kjamaskógi
í morgunblaöinu 3. júlí s.l. er
grein cftir Gísla Jónsson
menntaskólakennara á Akur-
eyri. Grein þessi ber yfirskrift-
ina „Styöjum framtak þeirra".
Greinin ber vott um áhuga og
velvild til Náttúrulækninga-
félags Akureyrar, sem nú stend-
ur í stórræðum viö að rcisa
heilsuhæli Norölcndinga, hlið-
stætt því sem Náttúrulækninga-
félag Islands hefir reist og rekiö í
Hverageröi síðast liðin 26 ár.
meö góðum árangri og svo
mikilli aðsókn, aö hvergi nægir
þaö húsnæöi sem fyrir hendi er.
Akureyrarbær hefur tekiö
ákvörðun NLFA af skilningi og
úthlutað því lóð fyrir bygging-
una í Kjarnalandi, á friösælum
og fögrum staö í garði Kjarna-
skógar, en þar er fyrirhugað úti-
vistasvæði bæjarbúa með upp-
lýstum gangstígum um skóginn.
Þarna er friðsæld og fagurt út-
sýni um byggðir Eyjafjarðar.
Byggingaframkvæmdir eru
komnar það á veg, að 600 fm
kjallari hefur veriö steyptur.
Ofan á hann er ráðgert að rísi
þrjár hæðir og er nú vcrið að
reisa þá fyrstu og samiö hefur
verið um, að byggingu hcnnar
verði lokið á þessu sumri.
Fé til byggingaframkvæmda
hefir verið aflað þannig, að ýmis
félög og einstaklingar hafa gefið
stærri eða smærri upphæðir,
ágóði af árlegu happadrætti
NLFÍ hefur runnið í bygginga-
sjóð NLFA, ríkissjóður hefir
lagt til framkvæmda nokkra tugi
þúsunda árlega, auk þess sem
stjórn féiagsins hefur sýnt
mikinn áhuga og útsjónarsemi
við öflun fjár eftir ýmsum leið-
um. Nýlega birtu blöðingreinar-
góða skýrslu stjórnar NLFA,
þar sem þess er getið, að eftir
framkvæmdir þessa sumars, þ.e.
lokið hefur verið uppsteypu
fyrstu hæðar, er fjárhagurinn
þannig, að allt er greitt, sem
byggt hefur verið.
Allir bíða fullir áhuga og eftir-
væntingar eftir því, að þessi hluti
hælisins komist upp og taki til
starfa og þykir ýmsum seint til
ganga. Pví er þar til að svara, að
hraði byggingaframkvæmda
ræðst af því hversu vel gengur að
afla fjár. Ekki er hyggilegt að
stofna til skulda svo lengi sem
bygging þessa fyrsta áfanga er
ekki lengra á veg komin en að
þar sé hægt að hefja rekstur.
Þegar heilsuhælið í Hvera-
gerði tók til starfa, var unnt að
SCOUT EIGENDUR
Viðurkennd
varahlutaþjónusta
Eigum mikið úrval ,,boddy“ hluta
í Scout II.
Mikið magn varahluta á lager
einnig standstuðarar,
(kúlustuðarar), toppgrindur og fl.
Komið eöa hringið
Þjónujtusími 38900
BÚVÉLAVARAHLUTIR
Véladeild
Sambandsins
Armula 3 Reykjavik
veita móttöku 40 sjúklingum, en
nú tekur það við 160. Vonir
standa til, að norðlenska hælið í
Kjarnaskógi taki við ámóta hóp
sjúklinga þegar það er fullbyggt.
Norðlendingar hafa fyrr lagt
fram fé og starfrækt og reist
heilsuhæli með góðum árangri.
Fyrir um það bil 60 árum var
unnið að byggingu Kristnes-
hælis. Þá voru það berklarnir,
sem herjuðu á unga fólkið, ekki
síst í Eyjafirði og til að vinna
gegn þeim banvæna sjúkdómi
var Kristneshælið reist. Þá voru
það konurnar og félög þeirra,
kvenfélögin sem fóru í fylking-
arbrjóst. Þá var haft eftir konu í
fram - Eyjafirði, að hún hefði
lýst því yfir að fá heimili væru
það fátæk, að þau gætu ekki lagt
fram sem svaraði einu dilks
verði til hælisbyggingarinnar og
voru þá efni íslensku þjóðarinn-
ar önnur en nú. Þetta sjónarmið
ættu Norðlendingar og aðrir
landsmenn að hafa til eftir-
breytni nú. Leggjum öll fram
krafta okkar, eftir efnum og
ástæðum, næstu 5-6 árin og þá
mun heilsuhælið í Kjarnaskógi
verða tekið til starfa, mörgum til
heilsubótar og gleði, ekki síst
þeim sem lagt hafa af mörkum
sitt framlag til byggingarinnar.
Stjórn NLFA skráir samvisku-
samlega allar gjafir, stórar og
smáar, á nöfn gefenda, þannig
að á seinni tímum sjáist framlag
hvers og eins.
Reynsla heilsuhælisins í
Hveragerði sýnir, að 2/3 þeirra
sjúklinga, sem þar hafa dvalið,
eru konur og 1/3 karlar. Ég vil
því einkum beina orðum mínum
til kvenfélaga og kvenfélags
sambanda, að þau láti þetta mál
. til sín taka, kynni það á fundum
sínum og formenn og stjórnir
þessarra samtaka gangi hér á
undan með góðu eftirdæmi.
í lögum NLFÍ, 3.gr. segir:
„Tilgangi sínum hyggst félagið
ná m.a. með því að vinna að
stofnun heilsuhæla, sem beiti
náttúrulegum heilsu- og lækn-
ingaaðferðum (ljós, loft, vatn,
mataræði, hreyfing, hvtld).“
Hugmynd Jónasar Kristjáns-
sonar læknis var sú, að minnst 4
heilsuhæli á vegum NFLÍ, eitt í
hverjum landsfjórðungi, yrðu
reist á íslandi. Verum minnug
hugsjóna og framtaks norð-
lenska læknahöfðingjans Jónas-
ar Kristjánssonar, sem aldrei lét
deigan síga í baráttunni við sjúk-
dóma, sem hann taldi marga
stafa af röngum lifnaðarháttum.
Hann varði eigum sínutn og
orku í þágu þeirrar hugsjónar.
Bygging heilsuhælis NLFA í
Kjarnaskógi, Eyjafirði er hafin.
Norðlendingar og landsmenn
allir, látum sjá að skilningur
okkar og framtak sé ekki minna
en var fyrir 60 árum, leggjum
fram fjármuni eftir efnúm og
ástæðum málefni þessu til
stuðnings.
Arni Ásbjarnarson.
Halda mætti
að um til-
raunaútsend-
Ingar væri
að ræða
Nú er ekki hægt að orða bindast
lengur vegna ástands á útsend-
ingum „Lunda-vídeós“ svokall-
aðs. Sá sem þetta ritar hefur ver-
ið búsettur í Hrísalundi í um 2
mánuði, og allan tímann hafa út-
sendingar vídeósins verið þann-
ig fyrstu 15 mínúturnar til hálf-
tíma að menn mættu halda að
um tilraunaútsendingu væri að
ræða, og að um algjöra viðvan-
inga væru að ræða og ekki væri
búið að ákveða fyrr en eftir
þennan tíma sem áður er nefnd-
ur hvað sýna á það kvöldið, þar
eð hlaupið er úr einu í annað.
Fyrir þetta er látið borga inn-
tökugjald í upphafi og síðan
mánaðarlega vissa upphæð. Nú
langar mig til að spyrja hvort
þannig eigi að halda áfram í ná-
inni framtíð? Jafnframt legg ég
hér fram nokkrar hugmyndir
sem forráðamenn vídeósins
mættu vel fara eftir.
1. Undirbúa dagskrá kvöldisins
fyrirfram.
2. Yfirfara tæki sín vel, þannig
að til þessara sífelldu truflana
þurfi ekki að koma á hverju
kvöldi. (Þið ættuð að hafa
nægan tíma, þar eð aðeins er
sýnt þrjú kvöld í viku.)
3. Hafa ætíð dagskrá uppi í öll-
um þeim stöðum sem njóta
vídeósins.
4. Láta dagskrána koma á skjá-
inn á kvöldin sé þess kostur.
5. Endursýna mynd kvöldsins
t.d. kl. 14.00 daginn eftir eins
og gert hefur verið stöku
sinnum.
Ef ekki er hægt að verða við
þessu í flestum eða öllum atr-
iðum væri eins gott fyrir fyrir-
tækið að hætta útsendingum, því
það er lítil ánægja fyrir fólk að
horfa á eilífar truflanir og skipt-
ingar á milli spóia (dagskráa).
Þetta er ef til vill ofurlítið dýr-
ara í framkvæmd, en íbúar
blokkanna sjá sjálfsagt ekkert
eftir því að greiða ofurlítið
meira fyrir truflunarlausa
dagskrá, og fá kvöldmyndir
sýndar daginn eftir, t.d. fimmtu-
dagsmynd á föstudegi fyrir RUV
og föstudagsmynd á laugardegi
kl. 14.00 og laugardagsmynd kl.
14.00 á sunnudegi. Svar óskast
frá forráðamönnum vídeósins í
næsta lesendadálki eftir birtingu
þessa.
yirðingarfyllst.
Óánægður Lundaíbúi.
Hvar er nú
gamla kjötíð?
Reiður skrifar:
Það muna sjálfsagt flestir eftir
því að um mitt árið sem nú er
orðið Iiðið á var upplýst að gíf-
urlegar kjötbirgðir væru til í
landinu, og ég man ekki hversu
mörg hundruð eða þúsund tonn
áttu að vera til af kjöti þegar
kæmi að haustslátrun.
Það er því furðulegt, og er
ekki sterkt til orða tekið þegar
það kemur í ljós að ekki er hægt
að fá gamalt kjöt á gömlu verði á
Akureyri. Hvarvetna er sama
svarið, gamla kjötið er búið og
vilji maður kjöt er ekki um neitt
annað að ræða en kaupa það á
uppsprengdu verði.
Ég segi uppsprengdu, því
hvaða vit er í því að láta okkur
íslendinga greiða mörgum
sinnum hærra verð fyrir íslenska
kindakjötið en þá útlendinga
sem við seljum kjöt? Ég sé ekk-
ert siðferði í slíkum viðskipta-
háttum og mér hreinlega blöskr-
ar að almenningur skuli ekki
hafa tekið sig saman um að mót-
mæla þessu. Það ætla ég að gera
á minn hátt, ég ætla ekki að
kaupa kindakjöt í vetur á þessu
uppsprengda verði, læt mér bara
nægja að láta mér eitthvað ann-
að til munns, og fleiri mættu
koma á eftir.
,2 DAQUR - 24* (septeip^er:1982