Dagur


Dagur - 24.09.1982, Qupperneq 4

Dagur - 24.09.1982, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON, BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Dökk þjóðhagsspá í nýrri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar er lýst mjög dökku útliti í efnahagsmálum og mun verri horfum en voru á síðastliðnu sumri. Gert er ráð fyrir að þjóðartekjur dragist saman um 5% á þessu ári. Þjóðarframleiðslan dregst saman um 3,5 % á þessu ári og er meginástæð- an 16—17% samdráttur í framleiðslu sjávaraf- urða. Þá er gert ráð fyrir að viðskiptakjörin verði um 2% lakari en í fyrra og talið er að við- skiptajöfnuðurinn við útlönd verði óhagstæð- ur um 10,5% af þjóðarframleiðslu. í þjóðhags- spánni er gert ráð fyrir að kaupmáttur kaup- taxta verði að meðaltali svipaður og á síðasta ári. Nú er gert ráð fyrir að vísitöluhækkun frá upphafi til loka ársins verði 60%. Eitt af því sem gera verður er að draga úr þeim gengdarlausa innflutningi sem verið hefur til landsins, á sama tíma og heildarút- flutningur okkar dregst stórlega saman eykst innflutningur gífurlega. Heildarútflutningur landsmanna dróst saman um 11% fyrstu sjö mánuði ársins. Á hinn bóginn hefur innflutn- ingur á t.d. bílum sjaldan eða aldrei verið meiri og allar bílasölur eru fullar af nýjum eða nýleg- um bílum sem engin þörf var á að endumýja. Innflutningur á húsgögnum, innréttingum og einingahúsum jókst um liðlega 100% fyrstu sex mánuði þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Þar af jókst innflutningur einingahúsa um 412% og innréttinga um 210%. Allir sjá að eitthvað er brogað við þessa þróun. Lands- menn hafa brugðist þveröfugt við þeim vandamálum sem við er að glíma í íslensku efnahagslífi. Órétllæti í þjónustugreinum Á fjórðungsþingi Norðlendinga var m.a. rætt um endurskoðun sveitarstjórnarlaga. í fram- söguræðu sem Sturla Böðvarsson, sveitar- stjóri á Stykkishólmi flutti, sagði hann m.a. á þessa leið: „Nú er í undirbúningi breyting á stjórnar- skránni. Ekki þarf að efa að breytingar á stjórnarskránni munu hafa meiri og minni áhrif á sveitarfélögin. Hin veigamesta breyt- ing sem þar er rædd er tilfærsla þingmanna milli kjördæma eða fjölgun þeirra í kjördæmum höfuðborgarsvæðisins. Ekki dreg ég í efa rétt- mæti leiðréttingar á svokölluðu vægi atkvæða. Hins vegar hefur þáð vakið athygli mína hve þingmenn landsbyggðarinnar hafa virst ró- legir undir þessari umræðu, vitandi manna best hvert óréttlæti ríkir í mörgum þjónustu- málum landsbyggðarinnar og þá ekki síst í málum sem varða sveitarfélögin beint, t.d. í atvinnumálum. Hversu mikils virði er það t.d. Reykjavík, Sel- tjarnarnesi og Kópavogi að fá mest af tekjum sínum frá skattgreiðendum sem eru æviráðnir hjá opinberum stofnunum eða stórfyrirtækj- um? Ekki hef ég orðið þess var að vandi út- gerðar og fiskvinnslu hafi haft áhrif á greiðslu- getu eða tekjur Kópavogsbæjar eða Seltjarn- arness svo dæmi sé nefnt. Það væri fróðlegt að láta mæla áhrif hinna breytilegu afkomu í sjáv- arútvegi á afkomu sveitarfélaganna. “ 4 - DAGlJB.~ 24. septémber 1982,-. Sá bandarísld vildi ekki sitfurverðlaun! — spjallað við Jóhannes Hjáhnarsson nýbakaðan heimsmeistara í lyftingum öldunga Það er engin spurning með það að ég hef yngst mikið lík- amlega síðan ég fór að stunda þetta, og andlega finn ég einnig mun. Ég get því tvímælalaust mælt með því við menn á mín- um aldri að þeir fari að stunda lyftingar sér til ánægju og hressingar,“ sagði Jóhannes Hjálmarsson kraftlyftinga- maður, en hann er nýkominn af Heimsmeistaramóti öldunga sem fram fór í Bandaríkjunum. „Þarna voru yfir 200 keppendur frá fjölmörgum löndum, m.a. Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Austurríki, Þýska- landi, Bretlandi, Kína, Japan og fleiri löndum. Keppt var í 10 jyngdarflokkum og ég var í 100 kg flokki 50-ó0 ára. Það var strax ljóst eftir fyrstu lyfturnar að keppnin um heims- meistaratitilinn í þessum flokki myndi standa á milli mín og Bandaríkjamanns nokkurs. Hann hefur verið ósigrandi undanfarin 7 ár, hefur keppt í flokki 55-60 ára en ég í flokki 50-55 ára. Nú var hinsvegar önnur aldursflokka- skipan þannig að flokkurinn var fyrir 50-60 ára. Ég byrjaði á því að lyfta 215 kg í hnébeygjunni en hann fór upp með 210 kg. Síðan hækkaði hann í 222,5 kg sem hann lyfti, og ég bað 3á um 227,5 kg sem var jafnt heimsmetinu og það fór upp í 2. tilraun. Hann reyndi síðan við 232 kg en það gekk ekki. Ég átti þá 5 kg á hann þegar kom að bekk- pressunni. í þeirri grein gekk ekkert hjá mér en mér tókst þá að fara upp með 127,5 kg í þriðju tilraun. Sá Bandaríski lyfti hinsvegar 150 kg og því hafði hann 17.5 kg í forskot þegar kom að síðustu greininni sem var réttstöðulyfta. f þeirri grein komst hann aldrei nálægt mér og lyfti 245 kg. Ég byrjaði hinsvegar á nýju heims- meti, 270 kg og bætti eldra metið sem ég átti sjálfur um 2.5 kg. Síð- an lét ég setja 290 kg á stöngina. Ég fór létt upp með þá þyngd, en þá sortnaði mér fyrir augum og ég gerði þau mistök að setja lóðin niður of snemma. Það var mikill hávaði í salnum meðan ég var með þetta á stönginni og ég gerði þessi mistök í hita leiksins. Ég reyndi svo aftur við þetta en tókst ekki.“ - Úrslitin í keppninni urðu því þau að Jóhannes lyfti samtals 625 kg og sigraði þann Bandaríska með 7.5 kg mun. Sá tók ósigrinum ekki mjög mannlega, hann neit- aði að taka við silfurverðlaunum sínum, vildi bara gull eins og hann hefur ávallt hlotið s.l. 7 ár. Hann vildi hinsvagar taka við gullverð- launum sínum sem Bandaríkja- meistari en mótið var um leið meistaramót Bandaríkjanna. En þá lét fólkið í salnum hann skilja að hann hafi komið óíþrótta- mannslega fram er hann neitaði að taka við silfrinu og það var mikið púað á hann. - Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar? „Það var í desember 1979 en þá var ég 49 ára. Það hefur oft komið fram að kveikjan var sú að ég var aí aðstoða son minn við við æf- ingar, en svo fékk ég „bakter- íuna“ óvart sjálfur. Ég hefi ekki verið mikið í íþróttum áður, að- eins í knattspyrnu og hástökki sem unglingur, en 15 ára fór ég til sjós og var á sjó í 21 ár samfleytt." - Hvernig var þessu uppátæki 49 ára manns tekið af fjölskyldu þinni, að fara að æfa lyftingar? „Því var vel tekið af minni fjöl- skyldu, en flestir aðrir sögðu að ég væri orðinn vitlaus og myndi drepa mig á þessu. Það sjónarmið átti hinsvegar eftir að breytast. Ég breytti ekkert mínum lifnaðar- háttum við þetta nema að því leyti að frístundunurn var varið á annan hátt, annað breyttist ekki. Ég segi ekki að matarlystin hafi ekki aukist eitthvað, en ekkert í líkingu við þær sögur sem aðrir lyftingamenn hafa látið hafa eftir sér um mataræði sitt.“ - Þess má að lokum geta til gamans að besti árangur Jóhann- esar er nú 640 kg í samstöðu.i- Hinsvegar er hann tók þátt í sínu fyrsta móti í mars 1980 lyfti hann 450 kg. Framfarir eru því upp á hvorki meira né minna en 190 kg á rúmlega tveimur árum og geri aðrir betur. gk--

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.