Dagur - 28.09.1982, Síða 8

Dagur - 28.09.1982, Síða 8
tBrynjólfur Sveinsson yfirkennari IN MEMORIAM „Úlfur hét maður, sonurBjálfaog Mörgum árum seinna endur- brekku í Skagafirði. Foreldrar Hallberu, dóttur Olfs hins óarga. Hún var systir Hallbjarnar hálf- trölls í Hrafnistu, föður Ketils hængs.“ Þetta voru ein fyrstu orðin, sem ég heyrði Brynjólf Sveinsson segja. Það var í októberbyrjun 1954. Hann kenndi þá nemendum í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri íslensku og las Eglu. Hægt gekk, því að Brynjólfur varð víða fanginn af efninu og gleymdi sér við að skýra einstök orð og lýsa skapgerð manna og at- höfnum. „Úlfur var búsýslumaður mikill. Var það siður hans að rísa upp árdegis og ganga þá um sýslur manna, eða þar er smiðir voru, og sjá yfir fénað sinn og akra, en stundum var hann á tali við menn, þá er ráða hans þurftu. Kunni hann til alls góð ráð að leggja, því hann var forvitri.“ Þannig segir enn í Eglu, og verkið gekk hægt. En nemendur fengu að vita að forvitri var stórvitur maður. „Þau Kveld-Úlfur áttu tvo sonu. Hét hinn eldri Þórólfur, en hinn yngri Grímur. [. . .] Grímur var svartur maður og ljótur, líkur föður sínum, bæði yfirlits og að skaplyndi. Gerðist hann umsýslu- maður mikill.“ Þergar hér var komið sögu, fléttaði Brynjólfur inn sögnum frá síðari tímum: hann væri sjálfur kominn af Mýramönnum. Að vísu væri hann ekki líkur þeim Grími að yfirliti, heldur hefði hann að sögn móður sinnar verið einkar frítt barn, með hrafnsvart hár og tinnudökk augu. Um leið skaut hann auganu til bekkjarins og brosti torræðu brosi sínu og glettnisglampa brá fyrir. Þetta þótti okkur sérkennilegur maður og skemmtilegur, og af honum mátti búast við ýmsu. Eftir nær þrjátíu ár standa mér ýmis tilsvör Brynjólfs og athugasemdir ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Hann var skemmtilegur kennari og elskulegur maður, og það lagði af honum stórhöfðinglegan vindla- ilm, þar sem hann gekk inn gang- inn með hatt sinn og staf. nýjuðust kynni okkar Brynjólfs. Septemberdagana fyrir réttum 10 árum kom hann í skrifstofu mína hér í Menntaskólanum á Akur- eyri til að árna mér heilla í starfi, eins og hann orðaði það. Þá eins og oft endranær minntist ég orða hans, þegar hann var að kenna okkur Eglu. Fagurt mál væri að segja að árna heilla. Þá sögn hefðu Mýrarmenn notað. Liggja ýgs í eggju, á eg sveigar kör deiga, fox er illt í öxi, undvargs flösur margar. Arghyrnu lát árna aftur með roknu skafti, þörfgi vœri þeirrar, það var inga gjöf hingað. Gott var mér að fá heimsókn Brynjólfs þessa septemberdaga fyrir 10 árum. Hann gekk með mér um sýslur manna og þar sem smiðir voru. Kunni hann til alls góð ráð að leggja, því hann var forvitri. Eftir skólasetningu á Sal 1. október 1972 kom hann til mín og sagði með sérkennilegum mál- hreim sínum og föstu orðavali: „Þú kannt vel að setja skóla.“ Og Brynjólfur minntist þess, að hann hefði verið við skólasetningu hjá Stefáni skóla- meistara haustið 1919. Að af- loknu prófi það haust settist í Gagnfræðaskólann á Akureyri „Brynjólfur Borgfjörð Sveinsson, fæddur 29. ágúst 1898 að Ásgeirs- hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Sveinn Benediktsson bóndi í Brekkukoti í Blönduhlíð,“ síðará Ríp í Rípusveit. Brynjólfur lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1922 og stúdentsprófi utan skóla í Reykjavík 1927, ásamt fjórum öðrum norðanmönnum. Haustið 1924 hófst kennsla við Gagnfræðaskólann á Akureyri í námsgreinum fjórða bekkjar hins almenna menntaskóla. Sagnir herma, að þá um sumarið hafi Sig- urður skólameistari Guðmunds- son sent Brynjólfi Sveinssyni bréf vestur í Skagafjörð og skipað honum að koma í skólann að nýju og lesa undir stúdentspróf. í bréfi skólameistara voru ekki tilmæli, heldur skipun til Brynjólfs að koma og duga hinum norðlenska skóla, svo að skólinn mætti öðlast rétt til að brautskrá stúdenta. Hafi skólameistari talið það öllu varða að fá til dugandi námsmenn, sem ekki bognuðu í vandanum, því að gamla Reykja- víkurvaldinu varð að sýna, að unnt væri að kenna til stúdents- prófs á Akureyri. Hinn 29. októ- ber 1927 færði Jónas frá Hriflu Gagnfræðaskólanum á Akureyri ráðherrabréf, þar sem heimilað var að halda uppi lærdómsdeild við skólann og brautskrá stúd- enta. Það haust hafði Brynjólfur Sveinsson hafið kennslu við skólann, þar sem hann kenndi síðan allt til vorsins 1969, eða 42 ár, og um tíma sem settur skóla- meistari. Brynjólfur Sveinsson dugði því Menntaskólanum á Ak- ureyri vel, og hann brást ekki í anda og lagði mörgum góð ráð, því hann var forvitri. Þegar leiðir skiljast nú, vil ég leyfa mér að þakka Brynjólfi Sveinssyni störf hans í þágu Menntaskólans á Akureyri, þakka bonum vináttu hans og tryggð. Gott er að hafa kynnst mönnum eins og Brynjólfi Sveins- syni og mega minnast góðra starfa hans. Þórdísi konu hans og dætr- um þeirra votta ég samúð mína og virðingu. Tryggvi Gíslason Ragnheiður Davíðsdóttir Minning Fædd 13. október 1920 — Dáin 14. september 1982 Aldrei kemur skýrar fram en þeg- ar dauðann ber að garði hversu mikilvægar minningarnar eru í lífi okkar. Einungis með hjálp þeirra getum við áttað okkur á nútíðinni og gert okkur í hugarlund hvað framtíðin beri í skauti sér. Minn- ingar okkar eru bornar uppi af fólki sem við höfum átt kost á að kynnast og deila lífinu með um lengri eða skemmri tíma. Og séu minningar okkar góðar er það vegna þess að fólkið, sem við minnumst, var gott. Ég veit að margir munu nú minnast með söknuði og þakklæti Ragnheiðar Davíðsdóttur frá Skriðu sem andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 14. þ.m. og jarðsett á Möðruvöllum í Hörgárdal laug- ardaginn 25. þ.m. Ragnheiður fæddist 13. októ- ber árið 1920, dóttir hjónanna Davíðs Eggertssonar og Sigríðar Valgerðar Sigurðardóttur, en þau bjuggu myndarbúi á Möðruvöll- um í Hörgárdal. Þar ólst Ragn- heiður upp ásamt systkinum sínum, Eggert sem var þeirra elst- ur og þremur yngri systrum, Gunnhildi, Jónínu og Valgerði og fósturbróður þeirra, Davíð Sig- urði Kristjánssyni. Árið 1944 giftist Ragnheiður Fmni Magnússyni og bjuggu þau í Skriðu í Hörgárdal fram til ársins 1965 að þau fluttu til Akureyrar. Þau Finnur og Ragnheiður eign- uðust tvær dætur, Friðbjörgu og Sigríði, en Ragnheiður átti fyrir hjónaband sitt Sverri Haraldsson sem ólst upp hjá þeim Finni. Sverrir stundaði síðan búskapinn með þeim í Skriðu og tók við bú- inu, er þau fluttu til Akureyrar. Sumu fólki er erfitt að lýsa einu sér vegna þess að skaplyndi þess og framkoma miðar öll að því að lífga umhverfi sitt. Þannig mann- eskja finnst mér að Ragnheiður hafi verið. Ég á erfitt með að minnast hennar öðruvísi en með allt iðandi af lífi í kringum sig og með standandi veisluborð handa hverjum gesti sem að garði bar. Þannig var hún öll sín ár sem hús- freyja í Skriðu og þannig var hún í sumar sem leið. Til að halda heimili sitt eins og hún gerði alla tíð af fádæma rausn og snyrtimennsku þarf tvo mikil- væga mannkosti: örlæti og um- hyggjusemi. Þeim kostum var Ragnheiður gædd í ríkum mæli. Hún var örlát og ung í anda og vildi drífa hlutina áfram. En hún gat ekki síður verið íhugul, gætin og umhyggjusöm. Þessara kosta hennar nutu eiginmaður hennar og börn fyrst og síðast. En ótal margir aðrir nutu einnig um- hyggju hennar og örlætis. Við erum mörg krakkarnir, sem vor- um heimagangar í Skriðu öll okk- ar bernskuár og sem þau Finnur og Rænka hugsuðu um af alúð og ástríki. Við urðum öll ríkari af þeim kynnum og eignuðums góð- ar minningar sem eru dýrmætasta veganestið á leiðinni gegnum lífið. Finni, föðurbróður mínum, Sverri í Skriðu og fjölskyldu hans, Friðbjörgu og Sigríði og fjöl- skyldum þeirra, systrum, ættingj- um og vinum Ragnheiðar votta ég dýpstu samúð. Megi minningin um lífsgleði og hlýju Ragnheiðar styrkja þau nú á kveðjustund og ylja þeim um ókomin ár. Páll Skúlason. 8 - DAGUR ^28.september 1 $2 Brynjólfur Sveinsson, fyrrverandi yfirkennari við Menntaskólann á Akureyri, en hann andaðist þann 14. september sl. Hann fæddist 29. ágúst 1898 að Ásgeirsbrekku í Við- víkursveit í Skagafirði og voru foreldrar hans þau hjónin Sveinn Benediktsson, bóndi á Ríp í Skaga- firði og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Brynjólfur stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1922. Hann nam til stúdentsprófs við Gagnfræðaskólann á Ákureyri, sem þá hafði ekki fengið réttindi menntaskóla og varð Brynjólfur því að taka stúdentspróf utan skóla við Menntaskólann í Reykja- vík 1927. AÐ því búnu hófst ára- tuga starfsferill hans á Akureyri við kennslustörf og margvísleg viðfangsefni í félagsmálum. Hann var kennari við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri 1927—30. Hann var síðan kennari við Menntaskól- ann á Akureyri frá 1930 og yfir- kennari skólans um áratuga skeið, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Átti hann mik- inn þátt í að móta störf og stefnu Menntaskólans enda var Brynjólf- ur jafnan hægri hönd skólameist- aranna. Hann var í skólanefnd Gagnfræðaskóla Akureyrar 1930—34, í skólanefnd Barnaskóla Akureyrar frá 1939 og formaður skólanefndarinnar 1942—46. Formaður Fræðsluráðs Akureyrar varð hann 1947 og gegndi því emb- ætti áratugum saman. Hann var bæjarfulltrúi 1942—46 og endur- skoðandi bæjarreikninga um ára- tuga skeið. Hann var formaður sjúkrahúsnefndar á Akureyri 1950—53 og framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins um langt skeið. Hann var endurskoðandi Sparisjóðs Akureyrar og í stjórn hans um árabil. Hann var formað- ur Byggingasamvinnufélags Akur- eyrar langa hríð, í yfirkjörstjórn á Akureyri og síðar í Norður- landskjördæmi eystra. Er þá enn ógetið einna hinna þýðingarmestu félagsmálastarfa, sem hann gegndi í Eyjafirði, en hann var stjórnarmaður í kaupfélagi Ey- firðinga frá 1951 og formaður stjórnar KEA frá 1958 til 1972. Kaupfélag Eyfirðinga er tvímæla- laust þýðingarmestu félags- og atvinnurekstrarsamtök eyfirskra byggða og veltur á miklu, að þar veljist hæfir menn til stjórnarfor- ystu, enda hefur það jafnan verið svo. Þar höfðu gegnt stjórnarfor- mennsku á undan Brynjólfi menn eins og t.d. Einar á Eyrarlandi og Þórarinn á Tjörn í Svarfaðardal. Brynjólfi var vissulega vandi á höndum að taka við stjórnarfor- ystu eftir slíka höfðingja, en í því efni brást honum ekki bogalistin fremur en á öðrum sviðum félags- mála. Hann leiddi stjórn Kaupfé- lags Eyfirðinga af öryggi og festu þar til hann dró sig í hlé fyrir aldurs sakir 1972. Ég, sem þetta rita, kynntist Brynjólfi náið á þessu sviði eftir að ég kom til starfa há KEA í árslok 1965. Ég hafði mikil samskipti við Brynjólf sem fulltrúi kaupfélagsstjóra og síðar sem kaupfélagsstjóri og var fljótur að læra að treysta á af- burða dómgreind og skarpskyggni Brynjólfs Sveinssonar. Hann var einstakur gáfumaður og rökfast- ur vel. Hann var víðsýnn og öðrum hæfari til að móta framtíðar- stefnu. Hann var vel máli farinn og höfðingi í ríki íslenskrar tungu. Hann var glettinn og skemmtileg- ur jafnframt því að vera góðhjart- aður mannvinur. Það varö því ein- stakt að mega starfa með Brynj- ólfi Sveinssyni. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórdísi Haraldsdóttur, kvæntist Brynjólfur þann 11. september 1928. Þórdís er einstaklega traust og greind kona og heimili þeirra hjóna var mikið menningarheim- ili. Það var einstakt að eiga sam- ræður við Þórdísi vegna þess stálminnis, sem hún hafði til að bera. Þessum heiðurshjónum varð þriggja dætra auðið, en þær eru Bryndís, Helga og Ragnheiður, en sú síðast nefnda er gift Jóni Níels- syni, lækni. Börn þeirra eru Brynjólfur, Þorbjörn og Helga Bryndís. Alll hefur þetta góða fólk myndað eina sterka fjölskyldu- heild, sem veitt hefur hinum öldnu hjónum, Brynjólfi og Þórdísi, skjól og hlýju. Við hjónin vottum frú Þórdisi og fjölskyldunni allri dýpstu sam- úð og eyfirskir samvinnumenn færa Brynjólfi að leiðarlokum innilegustu þakkir fyrir störfin öll. Við biðjum honum Guðs bless- unar og velfarnaðar handan móð- unnar miklu. Valur Arnþórsson Rjúpnavertíðin nálgast. Haglabyssur í fjölbreyttu úrvali. HaglaskotH gerðir. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 sími 25222 Útboð Tilboð óskast í jarðvegsskipti í grunn fyrir væntan- lega viðbyggingu við vörugeymslu Olíufélagsins hf. á Oddeyri. Utboðsgagna má vitja á skrifstofu Olíufélagsins hf. á Akureyri. Skilafrestur er til þriðjudagsins 5.október kl. 14. Rúsínur Rússneskar í lausu. Amerískar í lausu og pökkum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.