Dagur - 22.10.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ASKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Ályktað um
atvinnumál
Á 25. kjördæmisþingi framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra á Húsavík var í
ályktun um atvinnumál lögð áhersla á að
atvinnuöryggi og þróun atvinnumála verði
sem hagstæðust fyrir kjördæmið í heild. Þar
segir að frumskilyrði sé að skapa almennar
forsendur fyrir atvinnurekstur og tryggja
þannig atvinnuöryggi. Því þurfi að búa þannig
að atvinnuvegunum að þeir fái tækifæri til að
byggja sig upp eðlilega, en á það hafi veru-
lega skort. Þingið leggur því sérstaka áherslu
á að stjórnvöld láti nú þegar leita leiða til að
leysa til frambúðar þann vanda sem atvinnu-
vegir landsmanna eiga við að stríða.
Sérstaklega er bent á í því sambandi að
langvarandi óðaverðbólga mun fyrr en síðar
leiða til stöðvunar atvinnulífs landsmanna.
Flest rök benda til að iðnaðurinn verði að taka
við stórum hluta þess vinnuafls sem kemur á
vinnumarkaðinn á komandi árum. Þessari
atvinnugrein þarf að búa þau rekstrarskilyrði
að hún geti aukið arðsemi sína og þar af leið-
andi hafið þróttmikla uppbyggingu.
í ályktun kjördæmisþings framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi eystra segir
síðan um atvinnumálin: „Mikilvægt er að nýta
þau tækifæri til aukinnar atvinnu sem gæði
landsins hafa upp á að bjóða. Því leggur þingið
áherslu á að samhliða því að leitað verði lausn-
ar á núverandi vanda, þá verði lögð áhersla á
uppbyggingu orkuiðnaðar þannig að hann
verði í vaxandi mæli undirstöðuatvinnuvegur
við hlið hefðbundinna atvinnuvega í landinu.
Ljóst er að staðarval orkufreks iðnaðar mun
hafa afgerandi áhrif á byggðaþróun í landinu.
Því telur þingið eðlilegt að athugunum og
rannsóknum til undirbúnings næsta orkufreks
iðnaðar verði hraðað og sérstaklega verði
rannsóknum þessum beint að Eyjafjarðar-
svæðinu, samhliða því sem haldið verði áfram
athugunum á uppbyggingu stærri iðnaðar
sem víðast í kjördæminu og minnir þar sér-
staklega á trjákvoðuverksmiðju á Húsavík.
Könnuð verði vandlega áhrif slíkra fyrirtækja á
náttúru og félagslegt umhverfi. “
„Það er fyrirsjáanlegt að á komandi árum
muni þjónusta ýmisskonar verða aukinn þátt-
ur í atvinnulífi þjóðarinnar og ber Norðurlandi
eystra sanngjarn hlutur í þeirri aukningu.
Þingið telur það réttlætiskröfu að ýmiskonar
opinber þjónusta verði efld í kjördæminu t.d.
með flutningi stofnana, nýjum menntastofn-
unum og aukinni heilbrigðisþjónustu.
Auka þarf fjölbreytni atvinnu til sjávar og
sveita og sporna við hugsanlegri búseturösk-
un, sem leiðir af samdrætti í hefðbundnum
búgreinum. Leggja þarf áherslu á nýjar leiðir í
úrvinnsluiðnaði og eflingu matvælaiðnaðar í
tengslum við landbúnað og sjávarútveg, svo
og lífefnaiðnað. Styðja þarf nýjar búgreinar
s.s. loðdýrarækt, fiskirækt og fleira," sagði
m.a. í ályktun kjördæmisþings framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi eystra um
atvinnumál. “
‘Hákur
~gegn .
^óðté^sleg
Ég sé þá fyrir mér, alla þessa ágætu menn, troða uppi á sviðinu í Sjallanum og syngja Fyrr var oft í koti kátt með
tregablandinni röddu. Og Ingimar Eydal við orgelið.
Jæja, góðir hálsar og aðrir les-
endur. Enn er komið að því að
kryfja þjóðfélagið til mergjar,
spegla innsta eðli þess, gæta að
hverri taug í þjóðarlíkamanum.
Rannsaka á hlutlægan hátt
kreppuna, verðbólguna, Al-
þýðuflokkinn . . . Við gætum
þess að falla ekki í sömu gryfju
og Sighvatur og Ólafur Ragnar,
við æsum okkur ekki, reiðumst
ekki, fyllumst ekki vandlætingu
út af óhóflegri skuldasöfnun er-
lendis, vitlausri fjárfestingu eða
stórkostlegu ábyrgðarleysi
stjórnarandstöðunnar. Við
fáum ekki þjóðfélagslegt flog
yfir því að verðbólgan skuli vera
60%, en ekki eitthvað allt annað
eins og lofað var í vor. Við sýn-
um ýtrustu stillingu frammi fyrir
aflabresti, sölutregðu og yfirlýs-
ingum Steingrims. Við æmtum
hvorki né skræmtum þótt forseti
vor syngi Fyrr var oft í koti kátt
fyrir félag síungra. Jafnvel ekki
þótt okkur hefði þótt betur við
hæfi að liðið á sviðinu syngi Táp
og fjör og frískir menn og svo
kannski Ungum er það allra best
í lokin til áminningar þeim sem
enn voru ekki komnir á aldur en
svindluðu sér inn á fundinn eins
og krakkar á bíó sem er bannað
innan sextán. Allt þetta skoðum
við með aðferð vísindanna, með
hlutlægnina að leiðarljósi. Það
getur að vísu verið nokkuð erfitt
að beita þessari aðferð á þær
stjórnmáladeilur sem enn eru
sviðsettar frammi fyrir alþjóð,
óbreyttar að efni og innihaldi frá
því 1958 og eini munurinn sá að
þátttakendur í sjónarspilinu eru
ögn betur tenntir en þá og hafa
yfirleitt skafið undan nöglunum
áður en bardaginn hefst. Lík-
lega í þeim tilgangi að geta náð
betra taki á andstæðingnum. En
um þetta er ekki að fást, hlut-
skipti hins þjóðfélagslega vís-
indamanns er að taka öllum mál-
um af sömu alvörunni, hversu
vitlaus sem þau eru.
Eitt er það þó sem hrærir
hjarta okkar og hleypir kappi í
kinn. Það er sú ískyggilega
staðreynd að pólitíkusarnir eru
orðnir sammála. Rifrildin eru
orðin hnitmiðuð og skipulögð,
þeir hafa náð fullu samkomulagi
um hvað eigi að rífast. Þegar
svona er ástatt boðar það aðeins
eitt: pólitíkusarnir eru að kjafta
sig upp í það rifrildi sem er allra
deilna mest og best: Kosninga-
rifrildið. Nú á að ginna kjósand-
ann, tæla hann með lævísum
loddarabrögðum, fjötra hann í
kosningaloforðanet og lokka
hann inn í þá andstyggilegu
skilvindu fulltrúalýðræðisins
sem nefnist alþingiskosningar.
Þegar svo þetta er afstaðið hefur
skilvindan enn einu sinni skipt
þjóðinni í tvennt: Almenning
sem ekkert veit og skilur og er
öllum góðum málum til trafala,
og svo þá sextíu sem lent hafa í
rjómaskálinni, alþingismennina
okkar sem eiga fyrir höndum að
vera ósammála næstu fjögur
árin, sjá til þess að enn haldi
áfram sú sætsúra targedía sem
pólitíkin er. En kosningar eru
ekkert gamanmál. Jafnvel þótt
þær hafi ýmislegt gott í för með
sér, göfgi ýmsa, einkum fram-
bjóðendur, fái menn til þess að
fyllast aðdáun og hrifningu á
landi og þjóð, eru þær líka
hættulegar og grafa undan stöð-
ugleika í þjóðfélaginu. Þá á ég
við hina viðurstyggilegu iðju
sem stunduð er af fjölda fólk
fyrir kosningar, að reyna að fá
menn til þess að kjósa aðra
flokka en þeim er eiginlegt, og
raska þannig stórlega þjóðfé-
lagslegu jafnvægi. Þannig er
reynt að fá komma t.þ.a. kjósa
krata, krata að kjósa framsókn
og jafnvel skynsama menn til
þess að kjósa íhaldið. Hvar
halda menn að þetta endi?
Hvernig væri ástandið hér ef all-
ir kommar myndu kjósa krata?
Yrðu þá kommarnir kratar, eða
kannski kratarnir kommar? Og
hver ætti svo að kjósa komm-
ana? Framsókn kannski?
Hvernig færi þá fyrir Óla Jó og
Steingrími? Hvað yrði um Geir
ef íhaldið kysi framsókn og
framsókn íhaldið? Hafa menn
hugleitt þessi mál? Hvernig ættu
menn að geta rifist á skynsam-
legan hátt ef þetta færi allt í einn
hrærigraut?
Ég sé þá fyrir mér, alla þessa
ágætu menn, troða uppi á svið-
inu í Sjallanum og syngja Fyrr
var oft í koti kátt með trega-
blandinni röddu. Og Ingimar
Eydal við orgelið.
4 - DAGUR-22. október 1982