Dagur - 22.10.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 22.10.1982, Blaðsíða 5
MATUR Margrét Kristinsdóttir Þessi ábætir gefur óvenju fáar hitaeiningar og er upplagður fyrir þá sem þurfa að passa lín- urnar. Ábætisréttir eða spónamatur Ábætiskaka með rifnum eplum 100 g smjörlíki 60 gsykur 2cgg 75 ghveiti 25 g kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft 3-4 epli 2 msk. sykur Hrærið smjörlíki og sykur vel, bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel. Blandið þurrefn- unum saman við, setjið deigið í hringmót. Flysjið eplin, rífið þau á rifjárni og estjið yfir deig- ið. Stráið sykrinum yfir og bakið við 190°C í u.þ.b. 30 mínútur. Kakan er borin fram volg með ísköldum þeyttum rjóma. Hrísgrjónaábætir með appelsínum 1 diskur soðin hrísgrjón (1V2-2 bollar) 3-4 appelsínur 1-2 msk. sykur IV2 dl þeyttur rjómi 1 msk. rifið súkkulaði Takið börkinn af appelsínunum af og skerið þær í bita. Blandið öllu saman. Látið réttinn ekki bíða lengi því að þá kemur beiskt bragð af honum. Súrmj ólkurbúðingur 2% dl súrmjólk 2 msk. sykur 4 blöð matarlím 1/2 dl sjóðandi vatn 2-21/2 dl rjómi e.t.v. ávextir, nýireða niðursoðnir. Leggið matarlímið í kalt vatn. Þeytið rjómann. Þeytið súr- mjólk og sykur, bragðbætið e.t.v. með vanillu. Hellið vatn- inu af matarlíminu, bætið það með sjóðandi vatninu og hrærið saman við súrmjólkina. Blandið rjómanum, þeyttu, sman við og kælið. Skreytið með ávöxtum og súkkulaði. Bananaábætir 3 bananar, skomir að endilöngu 3-4 ananasbringir, skomir í bita 1 msk. sykur 1 msk. brauðmylsna smjör I—1/2 dl ananassafi, ef vill, að hluta hvítvín eða sherry saxaðar möndlur þeyttur rjómi Setjið ávextina í eldfast mót, stráið sykri og brauðmylsnu yfir, dreifið nokkrum smá smjörbit- um yfir. Hellið safanum yfir og bakið í ofni 180°C heitum í 15- 20 mínútur. Stráið söxuðum möndlum yfir og berið rjóma með. Eplaábætir 8 epli 2egg örl. grænn matarlitur efvill 225g grape-aldin - þvegið afhýtt 225gkotasæla 300g jógúrt, hrein Leggið matarlím í kalt vatn í 5 mín. Hellið vatninu af og leysið blöðin upp í sjóðandi vatninu og blandið saman við grape-safann ásamt lit ef hann er notaður. Skiptið í 6 glös. Skerið grape- aldinið í bita og bætið í glösin. Kælið. Þeytið kotasæluna og blandið henni saman við jógúrt- ina. Setjið sósuna efst í glösin og skreytið með vínberjum eða grape. 11/2 dl sykur 40-50 g möndlur, saxaðar 2msk. brauðmylsna 1-2 msk. púðursykur Flysjið eplin og takið kjarnahús- in úr. Blandið saman helmingn- um af sykrinum og möndlurnar og fyllið í holurnar. Raðið epl- unum í eldfastn mót. Þeytið saman egg og sykur, blandið brauðmylsnunni saman við og hellið yfir eplin. Bakið réttinn við 180°C í ofni í u.þ.b. 40 mín- útur, stráið þá púðursykrinum yfir og bakið áfram smástund, Berið síðan þeyttan rjóma með. Ávaxtahlaup 71/2 blað matarlím V/2dl sjóðandi vatn 41/2 dl Tropicana grape safi VÍSNAÞÁTTUR Jón Bjamason . . . undir leiðsögn kvenna Séra Kristján Valur Ingólfsson orti nýorðinn prestur á Raufarhöfn. Allt stóð þetta þó til bóta: Héðan afSléttunni heyra má grát, þvíhöfðinginn flugna er drýldinn. Kirkjan er ónýt og klerkurinn mát og kristnin er týnd eins og síldin. Jón Pálmason alþingism. unni mjög sveit sinni og bújörð. í orðastað hans orti Stefán Jónsson al- þingism.: Ævi mín er eintómt grín ef að ég er rakur. Blessuð sértu sveitin mín. Sérstaklega Akur. Hér kemur svo vísa handa þeim að lesa sem eru heimspekilega sinnaðir, ort af Óla Halldórssyni á Gunnarsstöðum: Sé þín hugsun aðeins ein áfram beinan veginn finnur þú aldrei óskastein í urðinni hinumegin. Friðbjörn Guðnason á Sunnuhvoli við Grenivík lá á sjúkrahúsi. Hjúkrunarkona færði honum að næturlagi dósir tvær og tók skýrt fram að önnur ætti að vera undir þvagprufu. Friðbjörn orti að bragði: Líklega hefur hún verið svipuð að vexti frúin er sat við hlið Aðalsteins Ólafssonar frá Melgerði, því hún talaði um öfugmælavísu, er hann orti: Efmér svanni er við hlið ólgar, hrannast blóðið. Má ég spanna og mynnast við mittisgranna fljóðið? Eins og margur hér fyrr á árum, hugðist maður nokkur græða á lántöku, en peningar lágu ekki lausir fyrir. Aðalsteinn orti: Skáld hafa gaman af því að glettast hvert við annað. Heiðrekur Guðmundsson orti: Pað erlétt að líða skort lífs þá harðnar glíman hjá því sem að hafa ort hól um Guðmund Frímann. í svipuðum dúr mun Steinn Steinar hafa mælt til Tómasar Guðmundssonar: Hér situr Tómas skáld með bros á brá. Bjartur og hreinn, sem fyrsta morgunsárið. Ö, hve mig tekur vinur sárt að sjá að sál þín skuli grána fyrr en hárið. Ég kann ei við að kveikja Ijós. Kannski heyríst renna. Ég á að míga í aðra dós undir leiðsögn kvenna. Mig minnir það væri einnig á sjúkrahúsi, að ærið gildvaxin kona bað Egil Jónasson á Húsavík um vísu og gekk hart eftir: Pú ert býsna konuleg íkjólnum. Kjóllinn geturhulið margt í leynum. En þetta sem að stendur út afstólnum er stærra en svo þú kennir mér það einum. Girntist sess ígróðans reit. Gott var ei til fanga. Enda varð hans lánaleit langvinn píslarganga. Svo virðist sem Aðalsteini Ólafssyni falli ekki hin nýtískulega ljóðagerð ungu skáldanna sumra: Valda sóðar vondrí pest. Víkja góðir siðir. Gullum þjóðar granda mest gerviljóðasmiðir. Jón Bjamason. 22. október 1982 DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.