Dagur - 22.10.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 22.10.1982, Blaðsíða 12
í Smiðju um helgina: Föstudagskvöld: Einkasamkvæmi. Laugardagskvöld: Enn tii borð í fyrri tímanum. Sunnudagur í hádeginu: Endurtökum okkar vinsæla danska hádegisverðarborð, sem er úrval kaldra rétta ásamt einum heitum rétti. Verð kr. 180, 'k verð fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Þorvaldur Hallgrímsson lelkur fyrlr matargestl (hádeginu á sunnudag og á kvöldln. Háskólinn fær raf eindaheila 4. janúar. Bankaráð Framkvæmdabankans sem um þessar mundir á 10 ára afmæli, afhenti Háskólanum að gjöf 2.8 millj. króna til kaupa á rafeindaheila. Rafeinda heilinn kemur til landsins næsta haust. Tahð er að margar stofnanir muni í framtíðinni njóta góðs af þessu mikilvirka tæki, auk Háskólans sjálfs. Hegðun unglinga ábótavant 12. febrúar. í fyrrakvöld fóru stórir hópar unglinga á aldrinum 12 til 15 ára um bæinn, sumir piltanna vopnaðir spýtum, og var hegðun þeirra ábótavant. Þeir trufluðu umferð, voru hávaðasamir og skemmdu eitthvað lóða- girðingar. Sennilegt er að fyrirmyndir þessa só að finna í kvikmyndahúsunum og góða verðið á einnig sinn þátt í fjölmennri útivist. Hinsvegar afsakar það ekki skripalæti unglinganna. Hættu að reykja á Snæfellinu 7. mars. Blaðinu hefur borist frétt af því að allir skipverj- ar á hinu gamalkunna fiskiskipi, Snæfelli á Akureyri, hafi hætt að reykja eftir áramótin síðustu. Ber að fagna því og taka til fyrirmyndar fyrir þá sem treysta sér til. Baldur kom óskotinn til baka 8. apríl. Baldurbóndi Baldvinssoná ÓfeigsstöðumiKinn er nýlega kominn heim úr nokkurra vikna boðsferð til Þýskalands. Hann sagðist hafa farið með Gullfoss báðar leiðir og þótti harla gott. Sex borgir heimsótti hann í Vestur-Þýskalandi og ferðaðist nokkuð um landið. Auk þess skrapp hann austur fyrir „tjald" og kom þaðan óskot- inn. Þar eru minnismerki um marga þeirra sem reyndu að komast yfir en komust ekki og voru skotnir á staðnum. Skaut aligæs 9. maí. Sl. laugardagskvöld kærði Snorri bóndi Péturs- son á Lóni til lögreglunnar á Akureyri tvo menn sem kom- ið höfðu heim undir bæ sinn, skotið þar aligæs og ekið síð- an burt. Lýsti Snorri bílnum og sat lögreglan fyrir „veiði- mönnunum" þegar þeir komu í bæinn með feng sinn. Viðurkenndi annar þeirra að hafa skotið gæsina. Það er engu likara en að sumir bæjarbúar líti svo á að þeim só leyfilegt að nota skotvopn leyfislaust í löndum bænda og að friðunarlögin þurfi ekki að taka hátíðlega. Keisaraskurður sem heppnaðist vel 13. júní. Á Laufási í Kelduhverfi varð sá atburður í vor að „keisaraskurður" var af heimafólki gerður á gamalli á sem ekki gat borið lambi sínu og var ánni bjargað. Það var Kári Þórarinsson sem aðgerðina framkvæmdi og notaði hann lyf til svæfingar og sótthreinsunar. Var lambið dautt fyrir mörgum dögum og snúið upp á legið. Þegar Bleikja gamla, en svo heitir ærin sem er niu vetra, „vaknaði'* hafði hún lyst á góðri tuggu og nú er hún fyrir nokkru komin á fja.ll vel gróin sára sinna og hin sprækasta. Ætlaði að aka á konur 11. júlí. Aðfaranótt sl. föstudags gengu tvær konur eftir gangstóttinni norðan Strandgötu. í þeim svifum bar þar að bifreið sem tvivegis ók upp á gangstóttina að konunum og í seinna skiptið króaðist önnur konan af upp við húsvegg. Ekki hlutust meiðsli af þessu ógætilega tiltæki ökumanns og má það kallast sérstakt lán. Sjónarvottar kærðu atburðinn til lögreglunnar en stuttu síðar gaf öku- maðurinn sig fram. Var hann í mjög æstu skapi en ekki ölv- aður. Málið er i rannsókn. „Mtm meiri áhersla er nu lögð á frjálsa tjánlngu — segir Ingvar Ingvarsson handmennta- kennari við Lundarskóla 66 Þegar þeir sem nú eru á miðj- um aldri voru í skóla á sínum tíma sóttu þeir tíma í teikningu og handavinnu eins og þessar kennslugreinar voru kallaðar. Ekki er hægt að segja að mikill- ar fjölbreytni hafi gætt í þessari kennslu, handavinnan fór þannig fram að stúlkurnar fengu að prjóna eða hekla og strákarnir smíðuðu sér einfalda hluti eins og báta, blómagrind- ur og fleira þess háttar. Teikni- kennslan var nær eingöngu í því fólgin að teikna með blýanti og lita síðan með vaxlitum. En þessi kennsla hefur tekið stökkbreytingum á síðari árum, og reyndar heita þessar greinar ekki lengur handavinna og teikn- ing, heldur mynd- og handmennt og þeir sem kenna hana mynd- og handmenntakennarar. Mikillar fjölbreytni gætir nú við kennslu í handmennt og við spurðum Ingvar Ingvarsson sem starfar sem handmenntakennari við Lundarskóla á Akureyri í hverju þessi breyting sem á hefur orðið væri aðallega fólgin. „Það er lögð mun meiri áhersla á frjálsa tjáningu en áður var, og leitast við að láta nemendur vinna með hin ólíkustu efni. Það má segja að stökkbreyting hafi orðið á þessari kennslu er umræðan um grunnskólalögin stóð sem hæst. Eftir það færðist kennslan niður í yngstu bekkina og farið var að halda námskeið fyrir kennara sem leiddi af sér að fleiri kennarar sem höfðu góða menntun komu til starfa. Krakkarnir hafa tekið þessari breytingu mjög vel, enda eru þeir mjög opnir fyrir nýjungum og óhræddir við að reyna þær. Krakkarnir eru einnig mjög frjáls- legir í allri framkomu og ófeimnir við að takast á við nýja hluti.“ Ingvar Ingvarsson er Húnvetn- ingur að ætt en ólst upp á Akra- nesi. Eftir að hann lauk kennara- prófi 1968 starfaði hann í tvö ár sem æskulýðs- og íþróttafulltrúa á Akranesi, síðan var hann sveit- arstjóri í Hrísey í tvö ár en hefur kennt við Lundarskóla frá því hann tók til starfa og kennir nú handmennt og eðlisfræði. „Mér finnst mjög gaman að vinna með krökkunum sem eru eins og ég sagði áðan bæði frjáls- leg og ófeimin. Því er hinsvegar ekki að neita að stundum verð ég þreyttur, enda fylgir því hversu frjáls og ófeimin krakkarnir eru að það getur verið erfitt að stjóma þeim. En þegar allt kemur til alls er ekki hægt að segja en að þetta sé mjög skemmtilegt starf og það er alltaf verið að fást við nýja og nýja hluti.“ Ingvar Ingvarsson. ! i Schiesser® collection Sporting Merkið sem tryggir 7æðin f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.