Dagur - 28.10.1982, Qupperneq 1
MiKIÐ
ÚRVAL AF
SKARTGRIPA-
SKRÍNUM
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREVRI
65. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 28. október 1982
119. tölublað
„Þjófnaður“ á heitu vatni:
Enn eru menn
siálfir að endur-
stilla kerfin
„Að sjálfsögðu eru þessi mál
alltaf í athugun. Innanhúss-
deildin er stöðugt í eftirlitsferð-
um, en í þeim er athugað hita-
stig vatnsins og ástand tækja,“
sagði Már Svavarsson, fjár-
málafulltrúi Hitaveitu Akur-
eyrar er hann var inntur eftir
hvort nýlega hefðu komið upg
„þjófnaðir“ á heitu vatni. í
haust hafa komið upp sex mál
af þessu tagi, en í þeim öllum
var um að ræða fólk sem var
nýflutt í húsnæði og hafði beðið
um endurstillingu vegna of
mikils hita. Við athugun kom í
Ijós að fyrri eigendur höfðu
sjálfir endurstíllt tækin, sem er
að sjálfsögðu ólöglegt athæfl.
Már sagði að þegar upp kæmist
um mál af þessu tagi væri það fyrst
tekið fyrir hjá hitaveitunni, en
síðan er það sent suður til Reykja-
víkur þar sem sakadómari fjallar
um það. „Ef menn eru óánægðir
eiga þeir að láta það fréttast hing-
að svo eitthvað sé hægt að gera en
ekki eiga við þetta sjálfir,“ sagði
Már.
Á einstaka stað hefur borið á
lágum vatnshita, en Már sagði að
væri kvartað undan slíku færu
starfsmenn hitaveitunnar á við-
komandi stað þegar vatnshitinn út
úr stöð væri kominn í 80 gráður.
„Þá er farið á þá staði sem eru
sannarlega með undirhita og við
yfirstillum hemilinn. Þetta er gert
eftir ákveðnum formúlum þannig
að viðkomandi hús fái þann
kaloríufjölda út úr vatninu og á að
fást úr því magni sem keypt er.“
Ýmsar ástæður liggja að baki
þess að vatnið er tiltölulega kalt
þegar það kemur inn í hús. Már
nefndi sem dæmi hús sem er síðast
á grein, sem fáir eru tengdir við.
Ef pípan er sver þá rennur vafnið
hægt og kæling vatnsins er mikil.
Aðspurður sagði Már að þær væru
tæpast margir á Akureyri sem
gerðu sér ekki grein fyrir að hægt
væri að fá yfirstillingu. „Petta eru
fá hús,“ sagði Már.
Kópasker:
Saltað í rösklega
300 síldartunnur
Kópaskeri 26. október
Sæblik h.f. á Kópaskeri hefúr í
haust saltað í um 320 tunnur af
síld sem var veidd af tveimur
bátum. Annar þeirra er I eigu
Auðuns Benediktssonar og
hinn er eign Stefáns Þórodds-
sonar. Um annað fískirí má
segja að það hafi verið með af-
brígðum lélegt.
Astand og horfur í atvinnumál-
um á Kópaskeri er mjög tvísýnt,
en verið er að leita leiða svo ekki
komi til verulegs atvinnuleysis í
vetur. P.Þ.
Allir vilja komast
á vetrardekkin
„Þessi törn skellur yfir á
htverju ári þegar fyrsti snjór-
inn kemur og hún stendur yfir
í svona hálfan mánuð“, sagði
Guðjón Ásmundsson hjá
Gúmmíviðgerð KEA er við
spjölluðum við hann.
Starfsmennirnir höfðu svo
sannarlega í nógu að snúast.
Fyrir utan var sægur bifreiða
sem þurfti að skipta um dekk á.
Menn komu í löngum röðum
með dekkin sín og vildu fá um-
felgun eða „umtúttun“ eins og
það heitir á nútímamáli.
Guðjón tjáði okkur að ný
vetrardekk kostuðu nú 1500 til
2000 krónur en sóluð dekk, sem
ávallt eru vinsæl, kosta 700 til
1000 krónur .„Það er segin saga
að bifreiðaeigendur rjúka upp til
handa og fóta þegar fyrsta snjó-
inn festir á haustin og önnur
„lota“ ríður yfir á vorin þegar
menn skipta yfir á sumardekkin,
en hún gengur yfir á lengri
tíma“, sagði Guðjón og var
rokinn.
Ofsaveður á Norðurlandi
Mikið ofsaveður gekk yfir Norðurland sl. þriðjudag. Veðrið var af
norðaustan og veðurhæð mikU. Talsverðar skemmdir urðu víða en
langmestar á Siglufirði þar sem veðurhæðin var hvað mest. Veðrið
gekk síðan niður um nóttina og enn í gær voru menn að störfum við
Iagfæringar og viðgerðir á Siglufirði. Við slógum á þráðinn til
þriggja fréttaritara. Sveinn Björnsson á Siglufirði varð fyrstur fyrír
svörum:
„Þetta ofsaveður skall á bæinn
um fjögurleytið og stóð alveg
framyfir miðnætti og það er óhætt
að segja að ýmislegt hafi gengið á
hér í bænum eins og búast má við
þegar svona ofsaveður skellur á
öllum á óvart.
Tjón sem hefur orðið hér í bæn-
um er mjög víða, sennilega á ein-
um 20-30 húsum. Aðallega er um
að ræða rúðubrot og fok á þakplöt-
um. Einnig opnuðust bílskúrs-
hurðir hver á eftir annarri og
sumar fuku út í loftið þannig að
menn stóðu bara eftir með hand-
föngin í höndunum. Sumar hafa
ekki fundist enn og menn halda að
þær séu einhversstaðar uppi í
fjöllum. Bátar í höfninni sluppu
nokkuð vel, en þó sökk einn og
nokkrir smábátar sem voru
komnir á land höfnuðu á hliðinni
og skemmdust nokkuð.
Rafmagnið fór út um kvöldið
og á meðan verið var að tengja
varastöð var almyrkvað í bænum
og ekki fýsilegt fyrir þá sem unnu
við björgun. Lögregla, björgun-
arsveitir og margir aðrir hjálpuð-
ust að við að lagfæra skemmdir,
negla fyrir glugga og þess háttar,
og nú eru menn að hamast við að
koma öllu í samt lag aftur.“
Reynir Pálsson, Stóru-Brekku í
Fljótum hafði eftirfarandi að segja
um veðrið í gær:
„Um miðjan dag í gær gerði hér
mikið norðaustanveður með
hvassviðri og rigningu. Veðurhæð
hefur sjálfsagt verið sjö til níu
vindstig og einstaka hryðjur mun
hvassari. Úrkoma við Skeiðfoss
mældist 60 mm á 12tímum, en þar
er úrkomumælir. Klukkan 21.15
fór rafmagnslínan til Ólafsfjarðar
út og 15 mínutum síðar sló út lín-
unni til Siglufjarðar og lá hún
niðri við Heljartröð.
Talið er að einangrar hafi
brotnað, en einnig skemmdist
einangrari við spenni við Skeið-
foss. Skemmdir á húsum munu
ekki vera teljandi nema hvað
gróðurhús við Skeiðfoss skemmd-
ist mikið.
Ármann Þórðarson á Ólafsfiröi tjáði
okkur eftirfarandi:
„Það var snarvitlaust veður hér,
mjög hvasst af norðaustri og mikil
úrkoma. Mér er ekki kunnugt um
neinar teljandi skemmdir þrátt
fyrir þetta veður, eitthvað laus-
legt sem ekki hafðiverið nægilega
vel gengið frá fauk s.s. fiskikassar
og þess háttar.
Það má eiginlega segja að Múl-
inn sé mesta vandamálið þessa
dagana. Hann lokaðist á þriðju-
dagsmorgun vegna snjóskriða
sem féllu þar. Hann var opnaður
aftur um hádegið og var opinn
framundir kvöldið en lokaðist þá
aftur og bílar áttu þar í erfiðleik-
um.“