Dagur - 04.11.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 04.11.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 4. nóvember 1982 122. tölublað Olafsfjörður: Tveir togarar frá veioum - Ollum sagt upi Ólafsfjarðar. Stopul húsi Magnúsar Alvarlegt ástand hefur skapast í atvinnumálum Ólafsfirðinga og ekki útlit fyrir að úr rætist fyrr en eftir nokkrar vikur. Allt starfsfólk Hraðfrystihúss Ól- afsfjarðar hefur fengið upp- sagnarbréf, en nú er unnið að viðgerð í vinnslusal fyrirtækis- ins og togarinn Ólafur-Bekkur er í klössun. Togarinn Sólberg er bilaður og kemst tæpast á veiðar fyrr en eftir tvær eða þrjár vikur. Sigurbjörg er á veiðum og er væntanleg inn n.k. mánudag. Starfsfólk Hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar verður án atvinnu af og til eða þar til Sól- bergið kemst aftur á veiðar. Alls er hér um að ræða um 150 manns hjá báðum fyrirtækjun- um. i í Hraðfrystihúsi atvinna í Hraðfrysti- Gamalíelssonar Ólafur Bekkur verður hálfan mánuð eða þrjár vikur í klössun og skömmu eftir að hann fór bil- aði vélin í Sólberginu. Þar með voru tveir af þremur togurum Ól- afsfirðinga frá veiðum. Þegar klössunin á Ólafi var ákveðin var einnig ákveðið að gera við vinnslusal Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar. Því var öllu starfsfólkinu sagt upp Starfsfólk Hraðfrystihúss Magnúsar var í vinnu s.l. mánu- dag, þriðjudagog miðvikudag, en verður að sitja heima fram að helgi. Eins og fyrr sagði kemur Sigurbjörgin að landi á mánu- daginn og gera má ráð fyrir atvinnu hjá fyrirtækinu fram eftir næstu viku. Vilja breiða yfir sundlaugina Nú er í athugun að kaupa yfir- breiðslu á útisundlaugina á Ak- ureyri. Að sögn Hauks Bergs, sundlaugarstjóra, er talið að yfirbreiðslan geti minnkað verulega orkunotkun. Yfirbreiðslan kostar hátt í eina milljón, en Haukur sagði að út- reikningar sýndu að hún gæti borgað sig upp á tveimur til þrem- ur árum. Yfirbreiðsla eins og sú sem um er rætt er á stóru kefli, sem er jafnbreitt og sundlaugin. Hún er sett á og tekin af lauginni með vélarafli. Á grænu Ijósi. Mynd: áþ. Norðurland: Víða óvissa í atvinnumálum Fjórðungssamband Norðlend- inga boðaði í síðustu viku til fundar með fulltrúum atvinnu- málanefnda á Norðurlandi og fulltrúum sveitarstjóra þar sem ekki eru starfandi atvinnumála- nefndir. Fundurinn var haldinn á Akureyri, og á honum greindu fulltrúarnir frá atvinnuástandi og horfum í sín- um sveitarfélögum, stöðu ein- stakra atvinnugreina, fyrir- tækja og líkum á atvinnuleysi. Að sögn Guðmundar Sigvalda- sonar starfsmanns Fjórðungssam- bandsins kom fram á fundinum að atvinnuástandið í fjórðungnum er nokkuð gott í dag þegar á heildina er litið, en óhætt mun að segja að nokkur óvissa sé framundan víða. Fulltrúi Hvammstanga sagði að þar væru blikur á lofti. Fulltrúi Blönduóss sagði að ástandið þar væri gott, fulltrúi Skagastrandar að atvinnuleysi væri þar hverfandi en vaxandi hætta. Á Sauðárkróki er ástandið gott, mjög slæmt á Siglufirði, mjög gott á Dalvík en útlitið fremur dökkt. Atvinnu- ástandið á Árskógsströnd er fremur erfitt um þessar mundir. Fulltrúi Akureyrar upplýsti að ástandið væri ekki slæmt og raun- ar viðunandi næstu mánuði ef sér- stök áföll koma ekki til. Hann upplýsti ennfremur að útlitið væri mjög óvisst ef litið væri til næstu missera, og í sumum greinum mjög slæmt. Á Grenivík vantar frekar fólk til vinnu fremur en hitt en undir- staðan er ótrygg vegna þess að flest atvinnutækin s.s. bátarnir eru í einkaeign. í Mývatnssveit er ástandið nokkuð gott, á Húsavík telst ástandið gott en ér byggt á veikum grunni og atvinnuleysi frekar á uppleið. Á Kópaskeri er atvinnuástand viðunandi. Fulltrúi Raufarhafnar sagði að sú stað- reynd að íbúum hafi sífellt fækk- að þar síðan 1978 væri besta lýs- ingin á stöðunni sem er ekki góð. Stöðvun loðnuveiðanna ræður mestu um ástandið á Raufarhöfn enda kostaði hún 35 manns atvinnuna. Fulltrúi Þórshafnar sagði hinsvegar að þar væru horf- ur nokkuð góðar og hefur tilkoma nýja togarans þar ekki minnst að segja. Fullyrða má að ástandið sé verst á Siglufirði, enda er talið að atvinnuleysi þar sé Jkdag 8-10% og slæmt útlit. Ástandið virðist hinsvegar vera einna best á Blönduósi og á Sauðárkróki og ekki fyrirsjáanleg nein vandamál á þessum stöðum. Góðar gæftir en tregur afli Hrísey 2. nóvember. Gæftir hafa veríð góðar það sem af er mánuðinum. Einn bátur rær á línu en afli hefur verið tregur og vart fengist fyrir tryggingu. Heldur skárri af- koma er hjá bát sem er á snurvoð. Hríseyjartogarinn er undirstaða atvinnunnar hér í Hrísey ásamt með bátunum. Frystihúsið hefur skilað hagn- aði undanfarin ár. Þessum hagn- aði hefur verið beint í nýbyggingu Útgerðarfélags KEA í Hrísey og nýjan vélakost fyrir frystihúsið. Miklar vonir eru bundnar við þessar breytingar, sem áætlað er að ljúka fyrir áramót. Öll vinnu- aðstaða mun stórlega batna, en er þó nokkuð góð fyrir. Mest munar um nýja kaffistofu og búningsher- bergi ásamt baðaðstöðu, en segja má að vinnuaðstaða verði orðin til fyrirmyndar þegar þessar breyt- ingar verða komnar í fram- kvæmd. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti og vöruvöndun í frystihúsinu í Hrísey, enda er það í hæsta gæða- flokki meðal Sambandsfrystihús- anna hvað vöruvöndun viðvíkur. S.A. Smyglá Dalvík A þriðjudag kom vélbáturinn Bliki E.A. til Dalvíkur úr sölu- túr til Englands. Reykvískir tollverðir komu gagngert til Dalvíkur og leituðu í Blika og höfðu svo sannarlega erindi sem erfiði. Þeir fundu um 150 kassa af bjór, tvö myndsegul- bandstæki, kjöt og fleira. Að sögn heimamanns er Dagur ræddi við fyllti góssið heilan sendiferðabíl. Bókadeild opnuð í Hrísey Hrísey 2. nóvember. Verslunarútibú KEA í Hrísey mun á næstunni opna bóka- deild. Þar verða á boðstólum veraldlegar og andlegar bækur ásamt blöðum og tímaritum. Mikill menningarauki er af þessu framtaki fyrir Hríseyinga og á stjórn kaupfélagsins þakkir skiliðfyrirþettaframtak. S.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.