Dagur - 04.11.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL PÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Mótmælt einhliða
ákvörðun Seðiabankans
Miklar umræður hafa orðið um vaxtahækkun-
ina sem Seðlabankinn ákvað, að því er virðist
án samráðs við ríkisstjórn landsins. Þingflokk-
ur Framsóknarflokksins samþykkti samhljóða
ályktun um málið og þar segir:
„Þingflokkur framsóknarmanna leggur á
það áherslu að úr þeim mikla viðskiptahalla
sem nú er verði án tafar að draga. í því skyni er
nauðsynlegt að framkvæma skilyrðislaust all-
ar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað
til þess að draga úr verðbólgu. Grípa verður til
allra tiltækra ráða til þess að draga úr innflutn-
ingi og áherslu verður að leggja á aukna fram-
leiðslu og útflutning.
Þingflokkurinn telur hins vegar hækkun
lánskjaravísitölu og vaxta í þessum tilgangi
óraunhæfa leið í þeirri stöðu sem nú er. Þótt
verðtrygging sparifjár sé eðlileg þegar til
lengri tíma er litið verður að framkvæma slíkt
með fullu tilliti til greiðslugetu almennings og
atvinnuveganna.
Þingflokkurinn telur að endurskoða verði
útreikninga lánskjaravísitölu þannig að fram
komi áhrif opinberra aðgerða til hjöðnunar
verðbólgu til lengri tíma en nú er gert og jafn-
framt tryggt að vextir og lánskjaravísitala
hækki ekki umfram greiðslugetu almennings
og atvinnuveganna þegar yfir nokkurn tíma er
litið.
Þingflokkurinn varar eindregið við þeirri
miklu hækkun lánskjaravísitölu og vaxta sem
Seðlabankinn hefur nú einhliða ákveðið ásamt
stórhertum útlánareglum sem kunna að leiða
til greiðsluþrots atvinnufyrirtækja og atvinnu-
leysis ef ekki verður gripið í taumana án tafar.
Með tilvísun til 37. gr. laga um efnahagsmál
frá 1979 mótmælir þingflokkurinn sérstaklega
einhliða ákvörðun Seðlabanka íslands um
hækkun vaxta á viðbótar- og afurða- og rekstr-
arlánum atvinnuveganna. Akvörðun um vexti
og lánskjaravísitölu er óaðskiljanlegur þáttur
aðgerða í efnahagsmálum sem ríkisstjórn
verður að hafa á sínu valdi.“ í lok ályktunar
þingflokks framsóknarmanna segir síðan að
tryggja verði ákvörðunarvald ríkisstjórnarinn-
ar á vaxtamálin með lagabreytingu ef nauð-
syn krefur.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem framsókn-
armenn gjalda varhug við raunvaxtastefnunni
svokölluðu og miða þá við það ástand sem ríkir
í þjóðfélaginu. Margir eru þeirrar skoðunar að
þessi stefna sé óframkvæmanleg nema sam-
fara verðbólgulækkun. Ýmsar aðstæður, afla-
brestur, sölutregða á afurðum, stóraukinn
innflutningur og fleira hafa hins vegar örvað
verðbólguþróunina verulega. Það hefur sýnt
sig að einstaklingar og fyrirtæki þola ekki bæði
óðaverðbólgu og háa vexti.
4 - DAGUR - 4. nóvembér 1982
MyndrHSV.
Meiriparturinn
af mér
varð eftir
fyrir austan
segir Runólfur Jónsson sem er áttræður í dag
Runólfur Jónsson, sem var um
langt árabil starfsmaður Dags,
er áttræður í dag. Hann fæddist
að Stóra-Sandfelli í Skriðdal 4.
nóvember 1902 en ólst upp á
Litla-Sandfelli í sömu sveit og
bjó þar síðan búi frá 1926 til
1958, er hann flutti til Akureyr-
ar ásamt eiginkonu sinni, Jón-
ínu Vilborgu Jónsdóttur. Búa
þau nú í Langholti 17 Akureyri.
Eins og áður sagði bjó Runólfur
búi að Litla-Sandfelli í Skriðdal frá
1926, en það sama ár kvæntist
hann konu sinni, sem er frá Vaði í
Skriðdal. Par eystra byggðu þau
stórt íbúðarhús og unnu hörðum
höndum við að yrkja jörðina.
Það var mikil virði að sjá móana
breytast í tún og notalegt að hugsa
til þess,“ sagði Runólfur í stuttu
spjalli við Dag í tilefni áttræðis af-
mælisins. Pau hættu búskap 1978
og fluttust til Akureyrar, en þá
voru tvö barna þeirra orðin búett í
Eyjafirði, en fleiri komu svo á
eftir.
„Fyrst vann ég á verksmiðjun-
um við ýmis störf, eða þangað til
mér var ráðlagt að hætta, þar sem
hitinn og hávðaðinn fóru ekki allt
of vel með mig. Síðan vann ég við
byggingarstörf og ýmislegt þang-
að til ég tók að mér að rukka fyrir
Pétur og Pál. Þannig fór ég smám
saman að vinna fyrir Dag og innan
þriggja ára var ég fastráðinn í
hálft starf. Það var árið 1966 og ég
vann svo ýmis störf á Degi til árs-
ins 1978, þá 76 ára að aldri. Sam-
starfsmenn mínir þennan tíma
voru einkum þeir Erlingur
Davíðsson og Jón Samúelsson.
Þetta var ágætur tími og langar
mig til að koma á framfæri kærum
þökkum til samstarfsmanna
minna á Degi.“
„Hvernig hefur ykkur svo liðið
á Akureyri?"
Það hefur ekki verið fyrir neinu
að kvarta, en þó verð ég að segja
það, að meiri parturinn af mér
varð eftir fyrir austan. Ég verð
víst alltaf Austfirðingur. Fyrst í
stað eftir að við fluttum hingað
norður fórum við árlega í heim-
sókn austur í Skriðdalinn, en eftir
að fjöldinn af okkar bestu sam-
ferðamönnum fór að týna tölunni
hafa ferðirnar strjálast. En yfir-
leitt hefur farið vel um okkur hér,
heilsan yfirleitt verið sæmilega
góð, þótt ellin sé farin að segja
margt við mann núna,“ sagði
Runólfur.
Runólfur og Vilborg eign-
uðust sex börn, Kristbjörgu,
Björgvin, Kjartan, Ingibjörgu,
Sigurð og Árnýju. Barnabörnin
eru orðin 23 og barnabarnabörnin
21 talsins.
Runólfur mun dveljast hjá
dóttur sinni og tengdasyni á af-
mælisdaginn, þ.e. seinnipartinn í
dag og í kvöld.