Dagur - 04.11.1982, Page 9
Blak um helgina:
IS leikur gegn
UMFS og Bjarma
Um helgina verða nokkrir leikir
í blaki hér fyrir norðan. í fyrstu
deild karla leikur ÍS við UMSE
og Bjarma. Leikurinn við
UMSE verður í íþróttahúsi
Glerárskóla á laugardaginn kl.
15.00. en við Bjarma á föstu-
dagskvöldið og fer sá leikur fram
að Laugum í S-Þing. Bjarmi
leikur nú í fyrsta sinn í fyrstu
deild, og er ekki vitað til að þeir
hafi leikið mikið af æfingarleikj-
um nú í haust. Þeir áttu hins veg-
ar góða leiki í fyrra, en lið þeirra
er að mestu skipað sömu leik-
mönnum og þá. Þeir munu því
ekkert gefa eftir á heimavellin-
um og ekki munu sveitungar
þeirra liggja á liði sínu í að
hvetja þá.
Þórsarar sóttu ekki gull í
greipar Stúdenta þegar þeir léku
um síðustu helgi, en eru nú
staðráðnir í að veita þeim
hörkukeppni.
í fyrstu deild kvenna fara fram
tveir leikir.
Á föstudagskvöldið leika
stúdínur við lið KA og fer sá
leikur fram í íþróttaskemmunni.
Stúdínurnar eru fyrirfram taldar
sigurvissar, en KA stúlkurnar
munu reyna að veita þeim verð-
skuldaða keppni. Þessi sömu lið
leika svo aftur saman á laugar-
daginn í íþróttahúsinu í Glerár-
hverfi, strax að loknum leik
UMSE og ÍS.
Áhorfendur ættu að fjöl-
menna á þessa leiki og sjá og
hvetja heimaliðin til sigurs.
Þór til Borgarness
Fyrstu deildar lið Þórs í körf- mun sigurstranglegri í þessum
ubolta fer til Borgarness um leikjum, en þeir urðu nú í öðru
helgina og leikur þar tvo leiki við sæti deildarinnar en hafa þó leik-
UMF Skallagrím. Þórsarar er ið flesta leiki.
Hvorugt Akureyrarliðanna
í knattspyrnu Þór eða KA
hafa ráðið þjálfara fyrir
næsta keppnistímabil. Bæði
félögin eru þó með þessi mál
í athugun, en ákvörðun
hefur ekki verið tekin
ennþá, en úr því skýrist
væntanlega á næstunni.
Ekki er heldur vitað um
félögin í nágrenni Akureyr-
ar, nema þá Siglfirðinga, en
þeir munu hafa endurráðið
sinn breska þjálfara sem hjá
þeim var s.l. sumar, og
undir hans stjórn komus)
þeir loksins upp úr þriðju
deild og leika nú í fyrsta sinn
í annarri deild.
Hverjir
verða
þjálf-
arar?
Iðnaðarmenn - Verktakar
Nýtt-Nýtt
Wl RYOBl
Ryoby rafmagnshandverkfæri á sér-
stöku kynningarverði, að viðbættum
10% staðgreiðsluafslætti.
Einnig bjóðum við 10% staðgreiðsluafslátt af öll-
um okkar rafmagns- og handverkfærum frá Miller
Falls.
■$£ Tilboð þetta gildir til 10. nóvember.
Varahluta- og viðgerðarþjónusta í sérflokki.
©
Óseyri 6, Akureyri . Pósthóli 432 . Sími 24223
Bifreiðaeigendur
Tilboðsverð á
ryðvörn út
nóvembermánuð.
5 m fólksbílar kr. 2.000
6 m fólksbílar og jeppar kr. 2.300.
Pantið tímanlega
Ryðvarnarstöðin
Kaldbaksgötu
Fullkomin endurryðvörn
Leikfélag Akureyrar
Atómstöðin
Sýning föstudag 5. nóv. kl. 20.30
Sýning sunnudag 7. nóv. kl. 20.30
* Fáar sýningar eftir
Aðgöngumiðasala opin alla virka daga frá kl.
17-19, sýningardaga frá kl. 17-20.30. Sími
24073
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Helgamagrastræti 23 e.h., Akureyri, þingl.
eign Magnúsar Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Þórodds-
sonar hdl., Brunabótafélags íslands, Gunnars Sólnes hrl.,
Benedikts Sigurðssonar hrl., Landsbanka (slands veðdeild og
Guðmundar Markússonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 8.
nóvember nk. kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 6., 11. og 14. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á
fasteigninni Hafnarstræti 37, kjallara, Akureyri, þingl. eign
Steinars Marinóssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns
ríkissjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 8. nóvember nk. kl.
14.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
4. nóvember 1982 - DAGUR - 9