Dagur - 04.11.1982, Page 11
Örlygur Kristfinnsson:
Um „stríðsfréttir“
frá Siglufirði
il dril* er Wumm upp •
nflrAi á milli b«j»rynr»«W*
N«ltúni»en»d»rnefna*r
■rins ve*n« *fnls‘oku U'
lsd»| til fr»mkv*md* »
ind»rvef(i- .
láltúruvcrmlarncfml scgir art
„ cfnistaka si gcrd • «fass' '',ð
,gur ncfmlannnar cn forráða-
„n brjanns vilja halda þvi
m að jvarna sí eini cfmstoku^
Linnscmvftlscáan ^cssað
a cftir þvi alla ieið mnfyrir
•lilás. > bókum Nátturuvcrnd-
nefndar frá U °W«6bcr scg.r
llrtlsdalnum og í-a. vcrði ***''
lckið cfm cl mið cr tck.ð af purr
ákvorðun harjarraðs a Jogunum
að hcimila Vcgagcrð r.k.s ns
uka har mol t.l vcgahota . mot
M,gn v.ð álit nát.uruvcrndar-
-Srtff náttúruvcrndarncfnd
cnnhákomaframmcfttillÖEUOg
lcffgur a hað hul,ga ahcrslu að nu t
ha^st vcrfti ráðinn scrmcnntaður
ur um lagfzringar á „námusvxft
,nu" i Hftlsdal og hvcrmg standa
mcgi að skipulagðri og
lcgn malartckju h-r » nars«u
Sn onnur dc.la hclfti konúft
vcgna"?rand.'vxrnda'við lcngingu
shrstriícss
nu? ! u! u. ur farvcg. sinum
Swí"1” v“' n"*,0"’”n
J' rcnna lil sjávar norftan
vi» n*gvi'»,”n N.il,j,u.v,nJ»'-
ihartt að aðh4r1 '
i-ild uin rcttnvrti K" að ‘a,a “
jx-ssa Iramkvamd. K’.r »cn^
molfallmr h'' '" nJa **
vcgur M’n’'^‘"^.„u'/hcnn...'iðar. -
vxriKainalllarvcgui m-i I
um aldamot Auk 1«» «'■»• um.,.l
nughrautar.nnar w.ro I
v..;, scm mcðmaltir cru yg>. t- K
,c,„J A,' ’í'0"' í.i I
.1 a Nic'utirði fK'-al
í ,,Degi“ 21. okt. s.l. birtist grein
sem bar yfirskriftina „Siglufjörð-
ur: náttúruverndarmenn deila við
yfirvöldin." í grein þessari er frá-
sögnin það villandi og óljós, að
undirritaður, formaður náttúru-
verndarnefndar sér sig knúinn til
að stinga niður penna og reyna að
leiðrétta og skýra þau mál sem þar
erfjallað um.
Mikill skortur er á möl og
„frostfríu efni til hinna ýmsu
framkvæmda á Siglufirði. Öll
steypumöl er sótt langan veg til
Skagafjarðar, en möl til vega-
gerða, í húsgrunna o.þ.h. hefur í
mörg ár verið tekin í Hólsdal í
Siglufirði. Geysi mikið jarðrask
hefur því orðið við farveg Hólsár í
miðju útivistarsvæði kaupstaðar-
ins. Parna hefur náttúruvernd
orðið að víkja fyrir afar grófri
landnýtingu. Náttúruverndar-
nefnd hefur aftur á móti barist
fyrir því, að við malarnámið væri
unnið skipulega og snyrtilega og
af hófsemi.
Þegar vegagerð ríkisins þurfti
möl til framkvæmda á „Strand-
arvegi“ nú í haust og til greina
kom að sækja hana vestur í Fljót
hvatti náttúruverndarnefnd mjög
til að svo yrði gert og mölin í Hóls-
dal spöruð.
Bæjaryfirfvöld tóku þann kost
að leyfa Vegagerðinni malartekju
í Hólsdal (líklega til að halda
atvinnunni í kringum þessar fram-
kvæmdir „alfarið“ á Siglufirði).
Þó fast sé kveðið að orði um þetta
mál í fundargerðum
náttúruverndarnefndar táknar
það ekki „harðar deildur“ eins og
blaðamaður „Dags“ virðist túlka
þa. Hér stangast á sjónarmið en
engar deilur eru uppi svo mér sé
kunnugt um. Nátturuverndar-
nefnd kappkostar að eiga góða
samvinnu við bæjaryfirvöld í
þeirri vissu að það geti leitt til
aukins skilnings og árangurs í
náttúruvernd. Og árangurinn læt-
ur ekki á sér standa, ráðinn hefur
verið landslagsarkitekt til að gera
áætlanir um bætur á landspjöll-
unum í Hólsdal og skynsamlega
nýtingu malar þar.
Frásögn af „öðru deilumáli" er
í einnig í þessari grein. í stað þess
að eltast við öll þau villandi og
jafnvel röngu atriði sem fram
koma hjá „viðmælanda" Dags á
Siglufirði, ætla ég að skýra lesend-
um frá því hvernig þetta flugvall-
armál gekk fyrir sig í raun.
Fyrir einu og hálfu ári bárust
bæjaryfirvöldum þau boð frá flug-
málastjórn að vegna lengingar á
flugvellinum á Siglufirði væri ætl-
unin að breyta farvegi Skútuár
og beina ánni eftir skurði, sem
grafinn yrði þar sem Skútuá er tal-
in hafa runnið áður. (Skriða
breytti rennsli árinnar fyrir 152
árum). Að vonum urðu margir
hvumsa við er þessi orðsending
kom að sunnan. Tugir Siglfirð-
inga mótmæltu flutningi árinnar
og kröfðust þess að steyptur yrði
stokkur fyrir ána undir flugbraut-
ma. Náttúruverndarnefnd og
skipulagsnefnd studdu fullkom-
lega þessi mótmæli. Vegna þess-
ara viðbragða heimamanna lagði
flugmálastjórn loks fram þrenns-
konar áætlanir um það hvað gera
ætti við ána. Eins og eðlilegt er,
voru það bæjaryfirvöld á Siglu-
firði sem ákváðu endanlega hvað
gera skyldi. Fyrir valinu varð sá
kostur að grafa skurð fyrir ána
meðfram flugvellinum til
norðurs. Þar átti hvort eð er að
rífa í sundur landið og lækka það
stórlega. Þar var fyrir gamall flug-
völlur og tiltölulega lítil spjöll
yrðu unnin á grónu landi. Þeim
kosti að steypa stokk var hafnað,
vegna þess hve dýr hann var
(samkv. áætluninni). Þriðja kost-
inum „gamla farveginum“ var
hafnað af þremur ástæðum: 1.
Jarðraskið af þeim skurði hefði
orðið mjög mikið. (Uppmokstur-
inn átti t.d. að liggja ónýttur á
bökkunum). 2. Á alllöngum kafla
hefði áin verið tekin úr farvegi
sínum þar sem hún rennur á flúð-
um mörgum til augnayndts. 3.
Grafa hefði þurft annan skurð suð-
ur og vestur með flugbrautinni til
að veita þar vatni. Að þessu vali
stóðu skipulagsnefnd, nátúru-
verndarnefnd, bæjarráð og loks
bæjarstjórn. Þá er vert að geta
þess að fulltrúum flugmálastjórn-
ar leist sá kostur vænstur sem val-
inn var.
Nú, eftir að framkvæmdir hóf-
ust á s.l. sumri, líst sumum heldur
illa á skurðinn og spá miklum
hrakföllum í kringum hann. Víst
er, að svo stórfelldar landslags-
breytingar sem þarna eiga sér stað
líta illa út í byrjun, en því verður
að treysta að áætlanir standist og
Skútuá renni þegar fram líða
stundir milli gróinna bakka til
þess óss sem menn ætla að skapa
henni.
„Æsifréttir“ af því tagi, sem
áður er getið, eru ekki til þess
fallnar að auka skilning á málefn-
um og aðstæðum Siglfirðinga. Því
vil ég með vinsemd hvetja rit-
stjóra Dags til að velja þann
„viðmælanda“ sem þekkir til mála
á Siglufirði og fær er um að fjalla
um þau á sanngjarnan og jákvæð-
an hátt.
Örlygur Kristfínnsson.
Ekki er annað að sjá en bömunum á Dalvík líki vel handbragð foreldranna.
__ _ Mynd: Rögnv.
Dalvik:
Lofsvert fram-
tak foreldra
og kennara
Fyrir nokkru komu foreldrar og
kennarar barna í Dalvíkurskóla
saman til að búa til og setja niður
leiktæki á skólalóðinni.
Forsaga þessa máls er sú að
sögn Trausta Þorsteinssonar
skólastjóra að kennarar boðuðu
til foreldrafundar um þetta mál-
efni. Á fundinn mættu 40-50
manns og var áhugi mikill. Á
fundinum voru hönnuð leiktæki
og efni tekið niður. Nokkru síðar
var drifið í verkinu en foreldrar
lögðu til efnið.
Útkoman var mjög skemmtileg
og fjölbreytt leiktæki sem börnin
kunna virkilega vel að meta að
sögn Trausta. Það má svo geta
þess að á síðasta fundi skóla-
nefndar var samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Skólanefnd Dalvíkur lýsir
ánægju sinni yfir því framtaki sem
kennarar, foreldrar og nemendur
sýndu með smíði leiktækjanna við
skólann. Um leið og skólanefnd
þakkar þetta aukna framtak lýsir
hún þeirri von sinni að þetta sé
byrjunin á auknu samstarfi þess-
ara aðila á milli um málefni
skólans.“ A.G.
Lekavandamál
leysirþú
meö Aquaseal
Rétt ráö gegn raka
HbúÖin
— Akureyri. Sími 24345_
Aquaseal 40 Heavy Duty er sér-
staklega hentugt á flöt þök þar sem
pollar myndast gjarnan.
Aquaseal 88 er þykkur kíttismassi
með frábæra þéttieiginleika. Hentar
því vel í samskeyti og sprungur.
Aquaseal Flashing er sjálflímandi
þéttiborði með biklagi og álþynnu til
hlífðar. Sterkt lím sem grípur strax.
Hentarvel t. d. við reykháfa.
Aquaseal Waterproofing Tape.
Vatnsþéttilímband sem hentar víða. Á
bílþök, hjólhýsaþök, glerhús, - nán-
ast hvar sem er. Límbandið er þræl-
sterkt, harðnar ekki og fylgir ójöfnu
undirlagi.
4. nóvember 1982 - DAGUR -11
Í3«i 'U5d,"'í3V-:v; .Þ-RUÖAQ- ót