Dagur - 09.11.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 09.11.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Kjördæmamálið Framsóknarmenn bæði í Norðurlandskjör- dæmi eystra og vestra hafa lagst gegn fjölgun þingmanna og kom það fram á kjördæmis- þingum framsóknarmanna í báðum kjördæm- um. í ályktun sem samþykkt var á kjördæmis- þingi framsóknarmanna í Norðurlandi vestra sem haldið var á Húnavöllum 24 október sl. var því beint til þingmanna Framsóknar- flokksins og væntanlegs flokkþings að lögð verði rík áhersla á að alþingismönnum verði ekki fjölgað frá því sem nú er. „Þingið telur að ekki komi til greina að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum frá því sem nú er og bendir á að mögulegt er að breyta reglum um úthlutun uppbótarsæta í fjölmennustu kjördæmunum. Þó mega engin tvö samliggjandi kjördæmi hljóta meira en zh hluta þingmanna, “ eins og segir í ályktun frá kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norður- landi vestra. Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra fjölluðu einnig um kjördæmamálið með eftirfarandi hætti: „Þingið leggur áherslu á vandaða og alhliða endurskoðun stjórnar- skrárinnar sem mæli fyrir um mannréttindi og meðferð valds í þjóðfélaginu — höfuðmarkmið grundvallarlaga. Mannréttindi ráðast af mörgum þáttum. Vægi atkvæðisréttar er það eitt af mörgu, en ýmis aðstaða til áhrifa og mótunar lífskjara er afdrifarík. Kjördæmisþing getur stutt breyttar reglur um úthlutun uppbótarþingsæta er jafni tölu- legan atkvæðisrétt, en leggur jafnhliða ríka áherslu á öfluga landsbyggðarstefnu er jafni augljósan aðstöðumun manna á landinu með víðtæku félagslegu og efnahagslegu jafnrétti. Kjördæmisþing styður hugmyndina um eina málstofu á Alþingi. “ Það er eftirtektarvert að eini stjórnmála- flokkurinn í landinu sem nefnt hefur jöfnun annarrar aðstöðu jafnframt jöfnun atkvæðis- réttar er Framsóknarflokkurinn. Það er stað- reynd sem ekki verður hrakin að íbúar lands- bygíjðarinnar búa við allt aðra og lakari að- stöðu til áhrifa í þjóðfélaginu. Aðgangur þeirra að valdastofnunum þjóðfélagsins er miklum mun ógreiðari en þeirra sem búa á höfuðborg- arsvæðinu. Það er mikill misskilningur að ætla að öll mál ráðist á Alþingi og þó að atkvæði íbúa landsbyggðarinnar hafi vegið meira í þingkosningum en þeirra sem búa á suðvest- urhorni landsins hefur það ekki dugað til að rétta hlut hinna fyrrnefndu. Framsóknarflokk- urinn er eina stjórnmálaaflið í þjóðfélaginu sem barist hefur fyrir því að rétta hlut íbúa landsbyggðarinnar. Það sýnir sig enn og aftur að eina raunhæfa landsbyggðarstefnan kem- ur frá Framsóknarflokknum - landsbyggðar- stefna sem miðar að því að rétta hlut þeirra sem verr eru settir í þjóðfélaginu, koma á meiri jöfnuði í þjóðfélaginu. Fjölgun þingmanna á Reykjavíkur- og Reykjanessvæðinu ein sér, án jöfnunar ann- arrar aðstöðu, eykur ójöfnuðinn í þjóðfélaginu. 4 -p DAGUR - 9. növember 1982 Betri vegir fleiri slys Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar til þess betra í vegamálum Þing- eyinga. Sérstaklega á þetta við um árið í ár. Bundið slitlag var lagt á veginn frá Húsavík og allt suður fyrir brúna á Skjálfandafljóti, ef undan er skilinn vegarstubbur við Laxamýri. Það er í sjálfu sér mikið fagn- aðarefni að fá nýja og góða vegi og margt jákvætt um það að segja. Því miður eru neikvæðar hliðar á þessu máli líka. Það er dapurleg staðreynd að eftir því sem vegirnir batna fjölgar þeim sem slasast í umferðinni. Þetta kom meðal annars fram í samtali við Þröst Brynjólfsson yfirlög- regluþjón á Húsavík. Þröstur ságði að ökuhraðinn þokaðist sífellt upp á við undir öllum skilyrðum. Alvarlegum umferðarslysum hefur fjölgað mikið. Fleiri eru fluttir á sjúkra- hús og þeir eru meira slasaðir en áður. Sama er að segja um öku- tækin sem eyðileggjast og skemmast í auknum mæli. Á virkum dögum eru aðeins tveir lögregluþjónar á vakt í Húsavíkurlögreglunni, sem þýðir að annar þeirra verður að sinna störfum á sjálfri lögreglu- stöðinni, því ekki þykir það góð latína að ekki sé hægt að ná til lögreglunnar í síma. Hinn sem er á vaktinni gegnir því störfum úti við. Um helgar eru hinsvegar þrír menn á vakt og geta þá tveir gegnt störfum úti. Til þess að radarmælingar séu löglegar þarf tvo menn, svo radarmælingar á vegum eru fyrst og fremst gerðar um helgar, þegar tími er til. Hinsvegar er það svo að helg- arnar eru mesti annatími lög- reglu vegna dansleikja og ann- arra skemmtana, þannig að lítill tími gefst til þess. Taldi Þröstur æskilegt að verja meiri tíma til mælinga og sagði máli sínu til stuðnings að þrátt fyrir að þess- um málum væri ekki sinnt sem skyldi væru fleiri teknir fyrir of hraðan akstur en áður. Til að forvitnast betur um störf lögreglunnar var Þröstur beðinn að gefa okkur upp ein- hverjar tölur og samanburð við stöðuna, eins og hún var í byrjun nóvember í fyrra. Það var auð- sótt mál en þess ber að geta að allar tölur sem eiga við um þetta ár eru „grófar“, þar sem yfirlits- skýrslur eru aðeins gerðar tvisv- ar á ári, þ.e. um mitt ár og við áramót. Samkvæmt því lítur dæmið þannig út: Skráð umferðaróhöpp í fyrra 116 á móti 128 í ár. Ekkert dauðaslys varð í um- ferðinni í fyrra, í ár eru þau orð- in tvö. Um þetta leyti í fyrra var búið að taka 27 ökumenn grunaða um ölvun við akstur en í ár eru þeir orðnir 35, þar af tveir unglingar á vélhjólum. Það sem ef til vill er merkileg- ast við þá ökumenn sem hafa verið teknir grunaðir um ölvun i ár er ekki fjöldinn sem slíkur, þótt vissulega sé hann ærið um- hugsunarefni. Nei, það er hinn lági meðalaldur ökummann- anna, sem reynist vera aðeins 24,8 ár! Hvað ofbeldi í heimahúsum viðkemur sagði Þröstur að það virtist fara vaxandi og líkams- árásum hefið fjölgað til muna. Eftir alla þessa upptalningu, sem varla getur talist jákvæð, var Þröstur spurður hvort ekki örlaði á glætu einhversstaðar. Jú, svartnættið réði ekki alls- staðar ríkjum, því alvarlegum af- brotum, s.s. auðgunarbrotum hefur fækkað í Þingeyjarsýslum á þessu ári. p.B. - Húsavík. Frá Húsavík. Þroskahjálp á Norðurlandi vestra Félagið Þroskahjálp á Norður- landi vestra var stofnað 4. sept- ember sl. en stofnfundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu á Sauðárkróki. Tilgangur félagsins er að berj- ast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra og tryggja þeim fulla jafnréttisað- stöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Að vinna að því að komið verði upp í sem flestum þéttbýlisstöð- um á svæðinu þeirri þjónustu fyrir þroskahefta sem ráð er fyrir gert í lögum hverju sinni og að þroska- heftum verði þannig veitt sem best skilyrði til að ná þeim þroska sem hæfileikar þeirra leyfa og að starfsorka þeirra verði nýtt. Og einnig að annast kynningu á málefnum þroskaheftra með út- gáfustarfsemi eða á annan hátt. Félagar geta allir orðið sem áhuga hafa á málefnum þroska- heftra og þeir sem gerast félagar fyrir áramót gerast stofnfélagar. Á stofnfundinum var kosin fyrsta stjórn félagsins og skipa hana Jón Dýrfjörð formaður, Halldóra Ragnarsdóttir ritari, Kristján ísfeld gjaldkeri og annast hann einnig tengsl við fjölmiðla, Eymundur Þórarinsson varafor- maður og Sigríður Höskuldsdótt- ir meðstjórnandi. Félaginu er skipt í fjórar deild- ir. Halldóra Ragnarsdóttir er aðalmaður Siglufjarðardeildar, Eymundur Þórarinsson aðal- maður Skagafjarðardeildar, Sig- ríður Höskuldsdóttir aðalmaður A.-Húnavatnsdeildar og Kristján ísfeld aðalmaður V.-Húnavatns- deildar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.