Dagur - 09.11.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 09.11.1982, Blaðsíða 10
Smáauglýsjngfir Húsnæói íbúð í raðhúsi. Til sölu er ca. 120 fm íbúð í raðhúsi við Stapasíðu í Glerárhverfi. íbúðin er á tveimur hæðum. Teppi og dúkur á gólfum, ný eldhúsinnrétting úr eik. Björt og skemmtileg ibúð. Geymsla í kjall- ara. Lysthafendur eru vinsaml. beðnir um að senda bréf með nafni, heimilisfangi og símanúmeri á afgreiðslu Dags merkt: „Stapa- síða". Til greina kemur að skipta á þessari íbúð og annarri álika í Reykjavík. Óska eftir að taka á leigu 1-2ja herb. íbúð. Helst sem næst Búnað- arbankanum í Sunnuhlíð. Uppl. gefur Ólafur í síma 21877 á skrif- stofutíma. íbúð óskast. 3-4ra herb. íbúð óskast til leigu í 6-7 mánuði. Fyrir- framgreiðsla. Æskileg staðsetning í Lundahverfi. Uppl. í síma 25932 eftirkl. 18.00. íbúð til leigu. 3ja herb. íbúð til leigu í Dalsgerði. Uppl. í síma 21628 eftirkl. 19.00. íbúð óskast. 2-3ja herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 24362 eftirkl. 19.00. Skemmtanir Hjóna- og paradansleikur verður haldinn að Árskógi laugardaginn 13. nóvember og hefst kl. 22.00. Hljómsveitin Jamaica. Kaffiveiting- ar. Burtfluttir sveitungar velkomnir. Nefndin. Ýmisleöt Við erum tveir, sem óskum eftir bréfaskiptum við stúlkur 20 til 30 ára sem vini. Nánari kynni geta komið til greina. Algjörri þag- mælsku heitið. Æskilegt er að mynd fylgi bréfi. Þær sem vilja sinna þessu leggi bréf inn á af- greiðslu Dags merkt: „Einmana". Tek að mér að hreinsa teppi á íbúðum, skrifstofum og stigagöng- um. Einnig sæti og teppi í bílum. Uppl. í síma 24271 kl. 12-13 og 19-20. Vantar húspláss fyrir einn hest í vetur. Uppl. í síma 21792 eftir kl. 20.00. Atvinna Óska eftir vinnu í sveit. 20 ára piltur óskar eftir vinnu í sveit. Vanur sveitastörfum. Uppl. í síma 96- 71759. Félagslíf Skákmenn Eyjafirði. Fimmtán minútna mót verður haldið að Bergþórshvoli, Dalvík sunnudag- inn 14. nóv. og hefst kl. 13.30. Sætaferðir verða frá Iðnskólanum kl. 12.30. Takið með ykkur töfl og klukkur. Stjórnin. Austfirðingar - Þingeyingar. Þingeysk kvöldvaka með kaffiveit- ingum verður að Hótel Varðborg fimmtudaginn 11. nóv. kl. 20.30. Félög Austfirðinga og Þingeyinga Akureyri. Fundið Óskilahross í Glæsibæjar- hreppi. Rauð hryssa, Ijósari átagl og fax ca. 3 vetra. Ómörkuð. Uppl. gefur fjallskilastjóri Ytri-Bægisá, simi 23100. Kauo Svart/hvítt sjónvarp. Óskum að kaupa svart/hvítt sjónvarp, ekki mjög gamalt. Uppl. í síma33183. Eru gömlu húsgögnin ykkur til ama? Hvernig væri þá að selja mér þau fyrir slikk? Ég er með tóma íbúð og því kemur flest til greina. Þið sem kynnuð að hafa áhuga vin- samlega leggið nafn og símanúm- er inn á afgreiðslu Dags fyrir 15. nóv. nk. Bifreidir Til sölu Taunus 20m árg. '65 til niðurrifs, góð vél. Uppl. í síma 22532 á kvöldin. Saab árg. '68 til sölu. Verð kr. 10.000.-sími 22334. Bronco árg. ’74 í mjög góðu ásig- komulagi til sölu. Ekinn 68 þús. km. Uppl. ísima 23214 eftirkl. 19.00. iSala u 5 stk. 16“ felgur með lausum hring sterkar 6 gata. Einnig 4 stk. 16“ slöngur með löngum ventli. Uppl. í sfma 24603 á dag- inn og sima 22321 á kvöldln. Sala Eruð þið þreytt? Til sölu er gullfal- legt rimlahjónarúm úr messing (brass) sem nýtt. Stærð 2,0x1,5 m. Verð ca. 12-13 þús. Uppl. í síma 25535 (25605). Vélsleði til sölu. Evenrude Skimmer 440 árg. '71. Uppl. í síma 23092 eftir kl. 12.00. Trilla til sölu 31/2 tonn smíðuð 1978. Lister vél 44 hestöfl. Uppl. gefur Árni Sigurðsson í síma 41526 Húsavík á kvöldin. Til sölu: Emco-rex B-20 þykktar- hefill og afréttari. Drengjareiðhjól 16“ Winther. 2 svefnbekkir m/rúm- fatageymslu. 2 barnakerrur litlar. Barnagöngugrind. Uppl. í síma 21265. Til sölu er Kawasaki KL 250 árg. '82. Uppl. ísíma61736. Loðnunætur. Til sölu loðnunætur 5 og 10 faðma djúpar, einnig efni, hnútalaust. Uppl. í síma 32109 eftirkl. 19.00. Ölgerðarefni í úrvali. Plastbrúsar 30 lítra, hitamælar, alkoholmælar, sykurmælar, ölsykur, maltkorn, viðarkolssiur, þrýstikútar, allskon- ar bragðefni, vatnslásar á slöngur. Hafnarbúðin. Nýlegt hjónarúm úr eik með áföstum náttborðum kr. 4.500,- AEG eldavélasett (eldri gerð) kr. 2.000,- Notuð útihurð (teak) utan- mál á karmi 145x206 cm verð kr. 4.200.- Uppl. í sima 21017 e.h. næstu daga. Hjúkrunardeildin í Systraseli senn fullbúin Enn vantar nokkurt fjármagn til Systrasels svo endar nái saman, en framkvæmdir eru nú á lokastigi, og ætlunin er að hjúkrunardeildin verði afhent Fjórðungssjúkrahúsinu til rekstrar um nk. mánaðamót. Því treystir framkvæmdanefnd- in enn á velvilja samborgar- anna og allra annarra nær og fjær að rétta nú hjálparhönd, svo hægt sé að greiða þann búnað, sem nú er óðum að berast. Hjúkrunardeildin í Systraseli er framlag okkar í þjónustu ellinnar og minn- isvarði á ári aldraðra. Systraselssöfnunin: Áður birt kr. 2.694.418,85, Jóhanna Sigurðardótt- ir kr.2.000, Sigurður Stefánsson kr. 2.000, ÁsgeirKristjánsson kr. 1.000, NN kr. 1.000, SPJ og HS kr. 1.000, Jóhann Gunnarsson og Bogi Péturs- son kr 340, SP o.fl. kr. 175, Jóna kr. 1.270, IngibjörgH. kr. 200, til minn- ingar um Jórunni Pálsdóttur frá eig- inmanni Einari Guttormssyni kr. 500, Jón Þórðarsonkr. 1.000, Sk.kr. 50, Kvenfélagið Gleym mér ei kr. 3.190, til minningar um Sigrúnu Stef- ánsdóttur frá systkinum og öðrum aðstandendum kr. 10.000, til minn- ingar um Jóhann Jónsson frá Ólafi Eyland og börnum kr. 1.000, PM kr. 1.775, til minningar um Ólaf Sigur- geirsson frá Birnu og Helga kr. 200, til minningar um Ólaf Sigurgeirsson frá Sólveigu Indriðadóttur kr. 200, til minningar um Guðmund Hólm Sigurbjörnsson frá Hirti Arnórssyni kr. 400, LH kr. 200, Jón S. kr. 2.100, Lárus Björnsson kr. 742, P. Magnús- son kr. 1.130, EH kr. 437, NN kr. 500, Sigurlaug kr. 400, Búnaðar- banki Islands kr. 100.000, Guð- mundur Jónatansson kr. 1.700. Sam- tals kr. 2.830.389,85. MESSUR Akureyrarprestakall: Sunnu- dagaskóli Akureyrarkirkju verð- ur nk. sunnudag 14. nóv. kl. 11. Börn undir skólaaldri verða í kapellunni. Allir velkomnir. Sóknarprestar. Akureyrarkirkja: Messað verður nk. sunnudag 14. nóv. kl. 14.00. Kristniboðsdagurinn. Séra Ólaf- ur Jóhannsson skólaprestur pré- dikar. Sálmar 305, 299, 205, 206, 241,42. Þ.H. F.S.A. Mcssað vcrður nk. sunnu- dagkl. 17.00. B.S. Bægisárkirkja. Kveð söfnuð Bægisársóknar við guðsþjónustu nk. sunnudag 14. nóv. kl. 16.00. Þórhallur Höskuldsson. Nýr sóknarprestur. Sunnudaginn 31. okt. var guðsþjónusta í Hrís- eyjarkirkju. Prófasturséra Stefán Sævarr setti sóknarprestinn séra Sigurð Arngrímsson inn í em- bætti. Prófastur þjónaði fyrir alt- ari. Fráfarandi sóknarprestur séra Kári Valsson fór með bæn i upphafi og enda messu og nýi presturinn prédikaði. Að lokinni athöfn í kirkjunni bauð safnað- arstjórn öllum kirkjugestum til samsætis í félagshcimilinu Sæborg. Meðal gesta var safnað- arstjórn Stærri-Árskógskirkju ásamt mökum, en þeirri sókn er einnig þjónað af Hríseyjarpresti. Fjölmenni var við guðsþjónust- una og samsætið. SAMKOMUR - « Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. Fimmtud. kl. 17.00 „opið hús“ og föndurfundur fyrir börn. Kl. 20.30 biblíulestur: „Líf stjórnað af Jesú“. Allir velkomn- ir. □ HULD 598211107 IV/V 2 I.O.O.F. Rb. 2 B 13211108V2 E Atkv. Frá Sálarrannsóknarfélagi Akur- eyrar: Félagsfundur verður hald- inn næstkomandi laugardag kl. 16.00 að Hótel Varðborg litla sal. Úlfur Ragnarsson læknir talar. Stjórnin. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur Akureyri. Fundur verður fimmtudaginn 11. nóvember í fé- lagsheimili Kaldbaks, Gránufé- lagsgötu 49. Styrktarfélag vangeflnna. Fundur verður í verndaða vinnustaðnum í Hrísalundi miðvikudag 10. nóv. kl. 20.30. Takið föndrið með ykkur. Stjórnin. I.O.G.T.-stúkan Akurliljan no. 275. Fundur fimmtudaginn 11. þessa mánaðar kl. 8.30 e.h. í fé- lagsheimili templara Varðborg. Fundarefni: Vígsla nýliða, venju- leg fundarstörf. Æ.t. ^IHUOID Spilakvöld. Spiluð verður félags- vist að Bjargi Bugðusíðu 1, fimmtudaginn 11. nóv. kl. 20.30. Mætum vel, allir velkomnir. Sjálfsbjörg Akureyri. Framtak fyrir aldraða. Kvenfélag Hríseyjar efndi til bingós og kökusölu í félagsheimilinu Sæ- borg laugardaginn 23. okt. sl. Vegna fámennis ákváðu konurn- ar að hafa þennan hátt á í stað vinnuvöku annarra kvenfélaga, sem Kvenfélagasamband íslands efndi til í þágu aldraðra. Virki- lega góður árangur náðist og söfnuðust kr. 6.300.-, sem þakka má einhug hríseyskra kvenna til þessa mikilvæga málefnis í þágu aldraðra. Hundaeigendur Akureyri Hundahreinsun fer fram á Akureyri föstudaginn 12, nóvember kl. 13.00-16.00 og laugardaginn 13. nóvember kl. 10.00-12.00 í áhaldahúsi Gróör- arstöövarinnar. Hundaeigendum ber að færa hunda sína til hreinsunar annan hvorn þessara daga og greiða jafnframt leyfisgjald fyrir 1982, kr. 600,00 og sýna kvittun fyrir greiðslu iðgjalds af ábyrgðartryggingu. Athugið að hafa hundana fastandi svo lyfið virki betur. Heilbrigðisfulltrúinn Akureyri. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum, skeytum og viðtölum á 80 ára afmæli mínu 4. nóv. sl. Sérstakar þakkir til barna minna og tengdabarna, sem á allan hátt sáu um móttöku gesta og geröu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. RUNÓLFUR JÓNSSON Langholti 17, Akureyri. Læknum og hjúkrunarliði Sjúkrahússins á Sauðár- króki færi ég mínar bestu þakkir fyrir hjúkrun og aðhlynningu alla á konunni minni sálugu, Sigur- laugu Jónasdóttur. Megi gifta ætíð fylgja störfum ykkar. Ennfremur þakka ég innilega öllum þeim fjölmörgu vinum og kunningjum, sem fylgdu konu minni til grafar og heiðruðu minningu hennar með blómum og skeytum, eða á annan hátt og auðsýndu mér samúð. BJARNI HALLDÓRSSON Uppsölum. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi GUNNLAUGUR EINARSSON, húsgagnabólstrari Fögruvöllum, Akureyri verðurjarðsunginnfráAkureyrarkirkju miðvikudaginn 10. nóv- emberkl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ester Marteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Áskrift og auglýsingar 8 96-24222. 10- DAGUR - 9. nóvember 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.