Dagur - 09.11.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 09.11.1982, Blaðsíða 6
Jú, það var sungið, spilað og drukkið kaffi á samkomu sem Félag aldraðra á Akureyri stóð fyrir sl. fímmtudag. Þegar blaðam. gekk í salinn hljómuðu gömul og góð ættjarðarlög um Hótel Varðborg, en skömmu síðar gripu menn í spil. Kaffi var borið fram ásamt meðlæti og gerðu menn sér gott af hvoru tveggja. Það voru um 70 manns í salnum á hótelinu og var ekki annað hægt að sjá en fólkinu liði vel og það skemmti sér ágætlega. Þarna hitti það kunn- ingjana og hver veit nema nýir hafí bæst í hópinn. Jón Sigur- geirsson frá Helluvaði kallaði og bað menn um að beina at- hyglinni að sýningartjaldi er stóð við norðurvegg - það átti nefnilega að sýna myndir úr ferðalagi aldraðra Akureyringa sl. sumar. Innan skamms birtist mynd af Ragnari Ásgrímssyni, frægum Innbæingi og ég heyrði að einn nærstaddra sagði: „Blessaður karlinn, slæmt að hann skuli ekki vera hér í dag, en ég skal segja honum frá myndinni. Hún er hreint ágæt.“ Það er ekki ástæða til að rekja öllu frekar dagskrá samkomunnar sk fimmtudag, en að sögn Helgu Frímannsdóttur, sem hefur um- sjón með starfi aldraðra á Akur- eyri fyrir hönd Félagsmálastofn- unar, verða samkomur af þessu tagi hvern fimmtudag kl. 15 til 18 á Varðborg. Þessar samkomur eru á vegum Félags aldraðra, en á vegum Félagsmálastofnunar er m.a. boðið upp á föndur í félags- heimili Slysavarnarfélagsins við Laxagötu og handavinnu í Hús- mæðraskólanum. Nýr kraftur Helga Frímannsdóttir sagði að það væri athyglisvert hve mörg ný andlit hefðu bæst við í hóp þeirra sem sæktu samkomur fyrir aldr- aða frá því sem áður var. Raunar má segja að það hafi færst nýr kraftur og fjör í starfið því í fyrra var algengt að 20 manns eða svo kæmi á auglýstar samkomur fyrir aldraða. Nú komu rúmlega þrisv- ar sinnum fleiri. Helga sagði að það léki enginn vafi á því að ný- stofnað Félag aldraðra á Akureyri ætti mikinn þátt í auknum áhuga, auk þess sem umræðan um mál- efni aldraðra væri mun meiri en nokkru sinni áður. „Á þessum samkomum í Varð- borg er drukkið kaffi og spilað, en líka er boðið upp á skemmtiatriði sem framkvæmdanefnd sér um,“ sagði Helga. Hún bætti því við að það yrði án efa vel þegið ef ein- hverjir klúbbar, einstaklingar eða söngmenn, svo dæmi séu tekin, vildu koma og skemmta viðstödd- um. „Við erum ekki að biðja um löng og ströng atriði," sagði karl sem ekki vildi láta nafns síns getið, „en við höfum gaman af öllu milli himins og jarðar.“ Ef einhver vill sinna þessum tilmæl- um er sá hinn sami beðinn um að snúa sér til Helgu sem er í síma 22468. Besta auglýsingin sem félags- starf aldraðra getur fengið er já- kvæð umsögn þeirra sem taka þátt í starfinu. Helga sagði að nýtt fólk kæmi ef kunningjarnir mæltu með því sem gert væri, en það kæmi síður af sjálfsdáðum - eftir aug- lýsingum og þ.h. Þá ætti verðið á veitingunum í Varðborg ekki að fæla menn frá að koma. Kaffið og kökurnar kosta 2Ö krónur. Líf og fjör „Ég held að þetta starf sé eitthvert það skemmtilegasta sem ég hef nokkurn tíma gegnt,“ sagði Helga. „Fólkið er svo þakklátt og hjálpsamt og það vill gera sér dagamun. Ef við ræðum frekar um samkomurnar á Varðborg þá er þess að geta að forráðamenn félagsins ætluðu að sjá hve margir kæmu á þær og taka í framhaldi af því ákvörðun um frekara starf á vegum félagsins." Á vegum Félagsmálastofnunar er handavinna í Húsmæðraskól- anum á laugardögum. Helga sagði að hún hæfist kl. 15 og stæði til 18. Öllu öldruðu fólki er heim- ilt að koma þangað með prjónana Helga Frímannsdóttir. sína eða aðra handavinnu og hafi einhver gleymt garni eða öðru þess háttar ætti það vart að koma að sök því slíkt er hægt að kaupa á staðnum. Þar er víst oft líf og fjör og kaffi er á boðstólum. Akureyr- arbær gefur kaffidropann en þátt- takendur hafa sjálfir skipst á um að koma með kökur. Að sögn Helgu hefur það heppnast prýði- lega. í vetur hafa verið þrjár „handavinnustundir" ef svo mætti að orði komast og hefur fjöldi þátttakenda verið hátt í 40 í hvert skipti. Á miðvikudögum milli 15 og 18 koma aldraðir saman í félags- heimili Slysavarnarfélagsins í Laxagötu. Sumir eru þar í bók- bandi, aðrir búa til gripi úr tágum og þeirsem vilja geta málað. Þessi starfsemi er ný af nálinni. Skortur er á tækjum til bókbandsvinnunn- ar og sagði Helga að ef fólk vildi lána eða gefa slík tæki væri það vel þegið. Að lokum má geta þess að aldrað fólk á Akureyri á þess kost að fara á dansleiki sem eru sérstaklega ætlaðir því, en einn slíkur var einmitt haldinn sl. sunnudag. Helga gat þess að dansleikir fyrir aldraða væru haldnir einu sinni í mánuði á veg- um Félagsmálastofnunarinnar í Sjallanum. Lífið er síður en svo búið þó Tryggingastofnun ríkisins fari að senda fólki ellilífeyrisgreiðslu. Þetta virðist vera að renna upp fyrir æði mörgum sem eru nú ákveðnir í að njóta ævikvöldsins til hins ýtrasta. Gestur Ólafsson, fyrrv. kennari, var einn þeirra sem var á samkomunni á Varðborg. „Starfið hjá félaginu okkar hef- ur tekist vel,“ sagði Gestur. „Allt hefur þetta verið eftir áætlun, en gengið frekar hægt. Það er ýmislegt sem kemur ekki alveg í hvellinum.“ Gestur sagðist vera ánægður með mætinguna á Varðborg og hann bjóst við að þar væru ýmsir sem ekki hefðu tekið mikinn þátt í félagslífi undanfarin ár. Það er alltaf eitthvað að gerast í Félagi aldraðra á Akureyri, en það kom fram hjá Gesti að nú væri félagið búið að fá skrifstofu- pláss í húsnæði Rauða krossins við Lundargötu. Þar er ætlunin að hafa opið tíma úr degi og veita öldruðu fólki upplýsingar um ýmis mál sem skipta það miklu. En hver er ástæðan fyrir aukn- um áhuga aldraða á sínum hags- munamálum? Við lögðum þessa spurningu fyrir Gest. Hann sagð- ist telja að stofnun félagsins hefði haft mikil áhrif eða öllu heldur sú jákvæða umfjöllun sem félags- stofnunun fékk í fjölmiðlum. „Sumt fólk áttaði sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en félagið var stofnað hvað var og er hægt að gera,“ sagði Gestur. Eflaust býr aldrað fólk á Akur- eyri sem á erfitt með að fara út á meðal fólks af ýmsum ástæðum - m.a. vegna þess að það skortir áræði. Gestur sagði að Félag aldr- aðra vildi brjóta þennan ís og auð- velda öldruðu fólki að komast út á meðal jafnaldra og njóta lífsins. „Ég held að félaginu geti tekist þetta,“ sagði Gestur. Ég er ekkert hrifin af því að fá nafnið mitt í blöðunum“, sagði karlmaður sem rætt var við, „en því máttu koma á framfæri að ég er ánægður með það sem gert er fyrir aldraða á Akur- eyri, en því meira sem við ger- Hljóðbókasafn blindrafélagsins og Borgarbókasafns Reykjavíkur hefur verið starfandi um nokkurra ára skeið. Margir aldraðir eru sjónskertirogeiga þvíerf- itt með að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar. Áríð 1975 tókst samvinna með Borgarbókasafni Reykja- víkur og Blindrafélaginu um hljóðritun og dreifingu hljóðbóka. Útlánsbækur eru nú allar á snældum og hafa margir aldraðir þegar lært að nýta sér þessa þjónustu. Allar nánari upplýsingar um starfsemi þessa er unnt að fá hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, Reykjavík. Þessi mynd og aðrar f opnunni voru teknar ó Varðborg sl. fimmtndag og skýra sig sjólfar. Myadir. óþ. um fyrir okkúr sjálf því betra“. Aðspurður sagðist viðmælandi okkar hafa gaman af að umgang- ast fólk og hann bætti því við að samkomurnar í Varðborg væru ágætar. „Ég hitti þarna vini og vandamenn sem ég hefði ekki séð annars, en ég veit að úti í bæ eru margir aldraðir sem vilja koma en hafa sig ekki í það. Þessum ein- staklingum leiðist oft heima og það þarf ekki nema smávegis bank til að þeir komi. Ég vil hvetja þá til að hafa sam- band við kunningjana og fara ásamt þeim á samkomurnar. Þær skemma ekki nokkurn mann - þvert á móti“. SUNGIÐOG DRUKKIÐ Þrátt fyrir þá staðreynd að elli- lífeyrismörk hérlendis eru hærri en víðast hvar annars staðar á nágrannalöndunum er atvinnuþátttnka meiri hérlend- is en þar. í könnun sem Jón Bjömsson, félagsmálastjóri á Akureyri, gerði fyrir Félags- málaráð Reykjavíkur á árunum 1974-1975 um atvinnumál aldr- aðra kom m.a. í Ijós að það heyrir fremur til undantekn- inga ef fólk hættir alveg vinnu um 67 ára aldur, þrátt fyrir þá staðreynd að heilsa margra er brostin miklu fyrr. Jón skrifaði grein um þessi mál í tímarit um sveitarstjórnarmál en þar segir m.a.: „Þá kom það fram í áð- urnefndri könnun að flestir virðast hætta að stunda launa- vinnu af „illri nauðsyn“ en ekki samkvæmt eigin ósk. Eldra fólk heldur í vinnuna dauða- haldi af ýmsum ástæðum. Bætur almannatrygginga duga ekki til lífsframfæris nema við bestu aðstæður, svo að margt eldra fólk er beinlínis nauðbeygt til þess að halda í nokkrar vinnu- tekjur. Tekjuskattur knýr marga til þess að halda áfram vinnu. Ýmsar félagslegar og sálrænar ástæður eru þó síst léttvægari heldur en hinar fjárhagslegu. Eldra fólki, sem vissulega er af mjög vinnusamri kynslóð, sem lít- ið hefur þekkt til tómstunda, finnst að drjúgur hluti manngild- isins felist í því að geta séð fyrir sér sjálfur og vera ekki upp á aðra kominn. Margiróttast einangrun- ina, þegar látið er af vinnu o.s.frv., sakna vinnufélaganna, tilbreytingarinnar og þeirrar lífs- fyllingar, sem vinnan gefur.“ Á ári aldraðra hefur komið í ljós að mörg verkefni eru eftir óunnin - ekki síst hvað snertir þau atriði sem Jón minnist á í tilvitn- uninni. Hitt er svo aftur annað mál að félag á borð við Félag aldr- aðra á Akureyri er vísast til að leggja þyngstu lóðin á vogarskál- ina þegar kemur að réttlætismál- um á borð við atvinnumál, hús- næðismál og frístundamál aldr- aðra. Það er einmitt hagur hinna öldruðu að styðja við bakið á sínu eigin félagi - og það geta þeir hinir sömu gert með því að koma á samkomur sem haldnar eru fyrir aldraða af öldruðum. „Líkamsrækt getur haft mjög mikil áhrif til þess að koma í veg fyrir hrörnun/‘ segir Ársæll Jónsson, læknir. „Líkaminn hefur þörf fyrir notkun. Þeir líkams- hlutar, sem ekki eru notaðir, hrörna. Líkamsrækt dregur líka úr stirðnun, bætir almenna líðan, blóð- þrýstingurinn lækkar og menn sofa betur sem er mjög mikilvægt og tápið eykst. Margirhafa líka bent á, að hugrækt geti að sama skapi verið holl fyrir hugann. “ Maður nokkur á níræðisaldri var að því spurðurhvað hefði haft mest áhrifá hann á efri árum. Hann svaraði: „Mesta áfallið sem ég heforðið fyrir á ævinni var þegar ég varð að hætta að vinna og hafði bókstaflega ekkert að gera. “ Margir geta sjálfsagt tekið í sama streng og þessi aldni maður, en þó fer það gjarna eftir efnum og aðstæðum hverju sinnihversu erfittþaðer fyrir fólkað„hætta að vinna“. Sumum er sagt upp með litlum fyrirvara og eru þá lítt undir það búnir, aðrir fá smám saman að minnka við sig vinnu eftir löngun og þreki, og enn aðrir hafa aðstöðu tl þess að dunda sér heima við eftir að launavinnu lýkur og þá jafnvei við verkefni sem þeir hafa lengi þráð að geta helgað sig. Þannig verður þessi breyting misjöfn eftir aðstæðum, ein- staklingum og atvinnurekendum. Árið 1920 voru íbúar á íslandi, 70 ára og eldri 4.100, árið 1960 voru þeir orðnir 8.700, árið 197012.100 og árið 1980 um 15.600. Árið 1990 ergert ráð fyrir að íbúar 70 ára og eldri verði um 18.400 og árið 2000 hafi þessi fjöldi vaxið upp í21.700. Margir aldraðir og aðstandendur þeirra hafa þurftað líða mikið á undanförnum árum vegna rúmliggjandi sjúklinga í heimahúsum. Fáir eða engir hafa betur fundið hvar skórinn kreppir en hinir öldruðu sjálfir, aðstandendur þeirra svo og starfsfólk heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu sem vinnur að og sinnir þessum málaflokki. Úr bóldnni Þegar ég eldist eftir Þóri Guðbergsson. Úr bókinni Þegar ég eldist eftir Þóri Guðbergsson. Úti á landsbyggðinni hafa víða risið upp byggingar með þarfir aldinna sérstaklega íhuga. Hafa sérhann- aðar íbúðir afsvipuðu tagi og í Reykjavíkýmist ver- ið til leigu eða svokallaðar endursöluíbúðir þar sem sveitarfélagið á rétt til að kaupa íbúðina aftur á mats- verði og selja hana öðrum öldruðum. Sums staðar eru íbúðir og rými á vistheimili undir sama þaki. Veturinn 1981 voru samþykkt sérstök lög frá AI- þingi um framkvæmdasjóð aldraðra og er honum ætlað það hlutverk að stuðla að byggingu húsnæðis og dvalarstofnana fyrir aldraða og ber hann heitið Framkvæmdasjóður aldraðra. Úr bóldnni Þegar ég eldist eftir Þóri Guðbergsson. Úr bóldnni Þegar ég eldist eflir Þóri Guðbergsson. Úr bóldnni Þegar ég eldist eftír Þóri Guðbergsson. 6 - DAGUR - 9. nóvember 1982 9. nóvember 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.