Dagur - 09.11.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 09.11.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 9. nóvember 1982 124. tölublað Þelameriomleilaii: Skólastjóri og kennari í leyfi Undanfarnar vikur og mánuði hafa verið nokkrar væríngar í Þelamerkurskóla í Hörgárdal milli skólastjórans annarsvegar og hluta kennaraliðsins hins vegar. Samkvæmt upplýsing- um blaðsins er búið að gefa ein- um kennaranum leyfi um óákveðinn tíma og skólastjór- inn er einnig í leyfi að eigin ósk. Málið er í höndum Ingvars Gíslasonar menntamálaráð- herra. Samkvæmt upplýsingum Dags kom fulltrúi menntamálaráðu- neytisins norður og í framhaldi af skýrslu hans sagði skólastjórinn, Sturla Kristjánsson, upp starfi en lagði fram skömmu síðar bréf þar sem hann afturkallaði uppsögn- ina. Þegar skólanefnd fjallaði um málið samþykkti hún með fjórum atkvæðum gegn þremur að taka uppsögnina til greina, en hafnaði þar með að taka afturköllunar- bréfið til greina. Ráðherra hefur staðfest þessa samþykkt skóla- nefndarinnar, en hann hefur einn- ig veitt einum kennaranna, Kjart- ani Heiðberg, leyfi frá störfum á meðan málið er í athugun. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun Sturla Kristjánsson láta af skólastjórn um áramótin. Með öllu er óvíst hver tekur við starfinu, en ekki mun nauðsynlegt að auglýsa stöðuna lausa til um- sóknar í vetur a.m.k. Búið er að fá forfallakennara í stað Kjartans og Pétur Þórarinsson, prestur á Möðruvöllum, gegnir nú starfi skólastjóra. Það er með öllu ómögulegt að rekja þær deilur sem hafa risið á Þelamörk, enda sýnist sitt hverj- um í þeim efnum. „Þrátt fyrir deilurnar virðist skólastarfið ganga vel. Krakkarnir leiða þær hjá sér og það skiptir e.t.v. mestu máli,“ sagði einn viðmælenda blaðsins í gær. Mjög hált í morgun Klukkan rúmlega átta í morgun hafði enginn árekstur verið til- kynntur til lögreglunnar á Akur- eyri þrátt fyrir mikla hálku á göt- um bæjarins. Páll Rist lögreglu- maður sagði að ökumenn hefðu ekið mjög gætilega, en Ijóst væri af bílum sem hefðu stöðvast vegna hálkunnar að fjöldi bfla værí enn vanbúinn til vetrar- aksturs. Páll þakkaði það litlum hraða að ekki var búið að tilkynna árekstur til lögreglunnar, en hann sagði jafnframt að búast mætti við slíkum tilynningum með betri færð og auknum hraða. Skátastarf á Akureyri hefúr löngum verið blómlegt og hundruð unglinga hafa sótt í það þrek og þor. Þessir ungu menn voru á ferðalagi um Vaðlaskóg er Ijósmyndari Dags hitti þá. Þeir sögðu honum jafnframt að þeir hefðu verið að klifra í klettum og að það hefði gengið ágætlega. Mynd: áþ. Fisksteikur framleidd- ar á Dalvík og í Hrísey? Svo sem kunnugt er af fréttum er hafin framleiðsla á fiskborgurum, öðru nafni fisksteikum, hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur í samvinnu við Sjávarafurðadeild SÍS og Iceland seafood Corp. í Bandaríkjun- um. Þessi tilraunaframleiðsla gæti verið byrjunin á frekari fram- leiðslu á vegum frystihúsa sem selja í gegnum sjávarafurðadeild- ina. Framleiðslan á Húsavík lofar góðu og að undanförnu hefur það verið í athugun að hefja framleiðslu á fisksteikum á Dalvík og Hrísey. Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri, sagði að ef ákvörðun yrði tekin um að hefja framleiðsluna væri nauðsynlegt að kaupa laus- frystiklefa og mótunarvélar. Hann sagði jafnframt að flest benti til þess að ákveðið yrði ein- hvern næstu daga að festa kaup á vélunum og koma framleiðslunni af stað. „Mikill hluti þess fisks sem hefur farið í blokk mun fara í þessar fisksteikur, en auk þess geta lausfrystiklefarnir nýst fyrir ýmislegt annað an fisksteikurnar. í því sambandi má nefna kola- og karfaflök, en með lausfrystingu á þessum afurðum má fá hærra verð fyrir þær en séu þær frystar á hefð- bundinn hátt.“ Að sjálfsögðu mun markaður- inn stjórna því hve framleiðslan verður mikil, en þeir lausfrysti- klefar sem talað er um að kaupa geta fryst 500 kg á klst. Fisksteik- urnar verða mótaðar og lausfryst- ar hér á landi en verður ekki dýft í eggjaídýfu eða brauðmylsnu. Valur sagði að til greina kæmi að fisksteikurnar hlytu endanlega meðferð hjá dótturfyrirtæki SÍS í Bandaríkjunum eða að þær yrðu seldar beint til stórra kaupenda sem önnuðust sjálfir endanlega meðferð. Búnaðarbankinn: Gaf 100 þúsund til Systra- sels í tilefni opnunar útibús Búnað- arbankans í nýju verslunarmið- stöðinni í Sunnuhlíð á fimmtu- dag í síðustu viku afhenti Magnús Jónsson, aðalbanka- stjórí Búnaðarbankans, Jóni Kristinssyni fyrir hönd Systra- sels sparisjóðsbók með 100 þúsund krónum. Kom fram í ræðu sem Magnús flutti við opnun útibúsins að Bún- aðarbankinn hefði ávallt látið eitthvert fé af hendi rakna til mannúðar- eða menningarmála þegar nýtt húsnæði hefur verið tekið í notkun. í útibúi Búnaðarbankans í Sunnuhlíð verða öll innlend bankaviðskipti. Starfsaðstaða í nýja útibúinu er mjög góð, en þar verða þrír starfsmenn til að byrja með. Utibússtjóri er Ólafur Héð- insson. Þess má geta að viðskiptavinir bankans geta fengið leigð geymsluhólf undir verðmæti, s.s. skuldabréf, skartgripi eða annað sem fólk vill ógjarnan geyma heima við. Hólfin eru af tveimur stærðum og er ársleigan 60 og 90 krónur. Vegagerð fyrir 400 þús. 8. nóvember. í sumar vann Vegagerð ríkisins að vegabótum í Hrísey. Unnið var fyrir það fé sem skipulagsnefnd vegamála hafði áætlað fyrir Hrís- eyjarhrepp tvo samfalíandi ár, samtals um 400 þúsund krónur. Vissulega ber að þakka þetta framtak nýju hreppsnefndarinnar sem sýnt hefur eldmóð og áhuga í samgöngumálum Hríseyinga. S.A, Réttast að byggja nýja sundlaug hjá þeirri gömlu? Innan skamms mun Haukur Berg, sundlaugarstjórí, leggja fram tillögu þess efnis í íþrótta- ráði að byggð verði ný sundlaug sunnan við þá sem fyrir er hjá Sundlaug Akureyrar. Ef byggð yrði laug á þessum stað gæti almenningur komist í sund á hvaða tíma sem er á veturna, en eins og málum er háttað í dag eru skólabörn nær allan daginn í sundlauginni. Nú er aðstaða til að taka á móti u.þ.b. 400 manns í búningsklefa S.A. svo ekki þyrfti að koma til breyting á þeim ef önnur laug yrði byggð. Síðar í vetur verður e.t.v. komið upp Ijósalömpum í kjallara hússins. Haukur sagði að í dag mætti segja að unglingar kæmu oft í veg fyrir að fullorðið fólk gæti synt. „Krakkarnir eru að leika sér og það er erfitt eða ómögulegt að banna þeim það,“ sagði Haukur, „en hitt er jafn ljóst að fullorðna fólkið vill oft synda en getur það tæpast. Með tveimur laugum yrði þetta vandamál yfirstigið." Um þessar mundir er verið að endurskoða kostnaðaráætlun, en í fyrra var gert ráð fyrir að ný laug eins og lagt er til að verði byggð kostaði um 900 þúsund. „Ég er að tala um laug sem er 25x11 m. Fyrstu 15 metrana yrði hún 90 cm djúp, en þá hef ég látið mér til hugar koma að kæmi 25 cm dýpi. Það væri tilvalið að hafa grind- verk á upphækkuninni til þess að litlu börnin geti svamlað á grynn- inu án þess að hætta væri á að þau færu sér að voða. Ég hef líka látið mér detta í hug að setja þar tvær rennibrautir svo krakkarnir geti rennt sér út í laugina. Ef við fáum þessa laug ætti að skapast mun meiri friður fyrir fullorðna í stóru lauginni.“ „Já, aðstaðan innan dyra nægir vel fyrir tvær útilaugar. Það er búið að gera hér breytingar sem gera það að verkum,“ sagði Haukur, „en svo erum við líka að athuga þann möguleika að setja upp ljósalampa, sem eru mjög vinsælir í dag. Sömuleiðis erum við að athuga þann möguleika að útbúa „mini-golf“ vestan við húsið. Svona „mini-golf“ nýtur mikilla vinsælda erlendis og ég vona að við getum komið því upp næsta sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.