Dagur - 23.11.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 23.11.1982, Blaðsíða 4
Annað bréf frá þingi Sameinuðu þjóðanna til lesenda Dags ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ASKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJANSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Án tillits til búsetu „Á 65 ára starfsferli Framsóknarflokksins hef- ur flokkurinn átt mikinn þátt í að móta íslenskt þjóðfélag. Hann hefur barist fyrir þjóðfélags- réttlæti handa öllum landsmönnum án tillits til búsetu. Oft hefur þar verið á brattann að sækja. Þótt margt megi finna að þjóðfélags- gerðinni á íslandi mun það þó mála sannast að hér ríkir meira jafnræði ásamt frelsi en í flest- um ef ekki öllum þjóðfélögum sem við þekkjum. Byltingarnar í íslensku þjóðfélagi seinustu áratugi hafa valdið vissri upplausn sem kemur einnig glöggt fram í skorti á sjálf- saga og mikilli kröfugerð á hendur öðrum en sjálfum sér. Þjóðin verður að læra að stilla kröf- um á hendur öðrum í hóf þannig að grundvöll- ur sé fyrir bættum kjörum fólks“. Þannig komst Tómas Árnason, ráðherra og ritari Framsóknarflokksins, að orði í ræðu sem hann flutti á 18. flokksþingi Framsóknar- flokksins. Barátta framsóknarmanna fyrir þjóðfélags- legu réttlæti öllum til handa án tillits til búsetu er ekki á einn veginn, eins og hjá þeim sem nú berjast hvað harðast fyrir jöfnun kosninga- réttar en gleyma jafnframt öðrum réttinda- málum. Ekki er eins auðvelt að henda reiður á þessum réttindamálum, sem hér í Degi hafa verið nefnd neytendaréttur og e.t.v. af þeim sökum hefur minna verið um þau rætt opin- berlega en kosningaréttinn. Mismunandi vægi atkvæða hefur m.a verið rökstutt með því að það dragi úr miðsóknar- aflinu á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir þyngra vægi atkvæða í landsbyggðakjördæm- unum hafa þau átt undir högg að sækja í fjöl- mörgum efnum og kemur það ekki síst fram í skiptingu fjármagns til ýmissa framkvæmda og til að reka opinbera þjónustu. Sífellt hallar á landsbyggðina í þessum efnum, þrátt fyrir misvægi atkvæða. Hvað verður þegar algjör jöfnuður verður kominn á hvað varðar kosn- ingaréttinn og þingmönnum þéttbýlisins við Faxaflóa fjölgar miðað við þingmenn lands- byggðarinnar? Hætt er við að sóknin reynist erfiðari eftir en áður. Það skal fullyrt hér að það er ekki í samræmi við meirihlutavilja landsmanna að fólk í strjábýlinu búi við allt önnur og miklu lakari kjör en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Langflestir höfuðborgarbúar eiga rætur að rekja til landsbyggðarinnar. Fjölmargir hafa beinlínis þurft að flytja til höfuðborgarsvæðis- ins vegna lakari þjónustu á ýmsum sviðum úti á landi, t.d. í menntunarmálum og heilbrigð- ismálum. Það er þessi réttur til þjónustu, þessi neytendaréttur, sem gleymist gjarnan í um- ræðunni um jöfnun og þjóðfélagslegt réttlæti. Enn sem komið er hafa framsóknarmenn verið einir um að benda á að jafnframt jöfnun kosningaréttar skuli jafna annað óréttlæti í þjóðfélaginu. Fleiri þurfa að taka undir þessa kröfu. Deilumál Argentínu og Bretlands Eins og ég skýröi frá í fyrsta bréfi mínu, héðan af 37. alisherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, samþykkti þingið í síðustu viku ályktunartil- lögu um Falklandseyjamálið. Reyndar ætti ég að nota hitt nafn- ið Malvinaseyjar jafnhliða ef gæta skal fyllsta hlutleysis, því Argen- tínumönnum er mjög annt um að þetta franska nafn sé notað, frek- ar en hið breska. Þetta deilumál Argentínu og Bretlands, um full- veldi yfir eyjunum, er öllum kunnugt eftir að fyrrnefnda ríkið reyndi í vor að beita vopnavaldi til að tryggja úrslit sér í hag. f>að þótti því nokkrum tíðindum sæta, þegar þingið samþykkti tillöguna með miklum meirihluta atkvæða vegna þess að innihald hennar og orðalag var Argentínumönnum í vil, þrátt fyrir að sumir telja brot þeirra vera á einni af grundvall- arreglum stofnskrár samtakanna um friðsamlega lausn deilumála og bann við notkun vopnavalds í alþjóðlegum samskiptum. Tillag- an fékk 90 atkvæði, 12 ríki voru á móti henni og 52 sátu hjá. Tillag- an naut stuðnings flestra Amer- íkuríkja þ.á.m. Bandaríkjanna, Sovéthópsins ásamt fjölmargra ríkja hins svokallaða þriðja heims. Mótatkvæðin komu frá Bretlandi og sumum samveldis- löndum þeirra, en vestræn rfki og hluti þriðja heimsins sátu hjá. ís- land slóst í för með síðastnefnda hópnum, þótt ekki væru allir í sendinefndinni sammála þeirri niðurstöðu. A.m.k. einn fulltrúa okkar mælti með því að við styddum Argentínu bæði vegna þess að Iögfræðilegur málstaður þeirra varðandi fullveldið væri betri og vegna þess að ekki væri ástæða fyrir okkur að verðlauna Breta fyrir hegðun þeirra í fjarlægum höfum. í okkar fjölmiðlum fáum við oft fréttir af vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Oftast eru þessar frétt- ir matreiddar handa okkur af er- lendum fréttastofum og sjaldnast fáum við heillegan texta ályktun- artillagna allsherjarþingsins. Tel ég því rétt að birta samþykkt þingsins um Falklandseyjamálið í heilu lagi. Hún er dæmigerð fyrir slíkar ályktanir t.d. að formi til. Hún veitir mér tækifæri til að út- skýra einstök efnisatriði og svo má bera hana saman við þings- ályktanir frá Alþingi okkar. í fyrsta lagi vekur það athygli nýliða, hve löng ályktunin er. Pað á þó sérstaklega við um inngangs- málsgreinar með tilvísunum til grundvallarreglna og fyrri ákvarðana þingsins í sama máli. Að þessu leyti fer tillagan bil beggja, því að Bretar njóta góðs af tilvitnun í grundvallarreglur samtakanna sem Argentínumenn hafa þverbrotið, en fyrri ályktanir þingsins í Falklandseyjamálinu eru á hinn bóginn hliðhollar síðar- nefnda aðilanum. í öðru lagi koma efnisatriðin til skoðunar. I fljótu bragði er það ekki ljóst af hverju Bretar voru tillögunni svona mótfallnir. Hvað er rangt að hvetja aðila til samn- ingaviðræðna? Ekki er þó allt sem Stefán Valgeirsson. sýnist. Með því að meðhöndla málið sem deilumál þessara tveggja aðila, var þingið í raun að viðurkenna þó með óbeinum hætti væri að Argentínumenn ættu eitthvert tilkall til eyjanna sem þyrfti að semja um. Orð ályktunarinnar um hagsmuni íbúa Falklandseyja ber og að sama brunni því í þeim felst ekki viður- kenning á sjálfsákvörðunarrétti eyjaskeggja sem nýlenduþjóðar en það er einmitt meginreglan í málum af þessu tagi. Helsta rök- semd Breta í umræðum um tillög- una var að eyjaskeggjar ættu rétt á að ráða málum sínum sjálfir, en þeir og þeirra rök biðu lægri hlut fyrir því sjónarmiði að Argentínu- menn ættu veigameiri hagsmuna að gæta, þar sem eyjarnar höfðu verið teknar frá þeim með valdi eftir að landið varð sjálfstætt. Pessa sögu mætti rekja í lengra máli, en ég læt meginþætti málsins nægja. I þriðja og síðasta lagi er svo full ástæða til að velta því fyrir sér, hvaða gagn er að þessari ályktun. Ég gat þes áður að alls- herjarþingið hefði á árum áður samþykkt áætlanir sama efnis og nú. Þegar ófriður braust út í vor ályktaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að deiluaðilar skyldu draga hersveitir sínar til baka. Ekki virðast þessar samþykktir hafa haft mikil áhrif á gang mála. Tíminn verður að skera úr um það hvort árangurinn verður meiri í þetta skipti. Því má samt ekki gleyma að Sameinuðu þjóð- irnar eiga sterkan þátt í afnámi nýlendustefnunnar um heim allan. Um 100 ný ríki hafa öðlast sjálfstæði síðustu árin, svo ekki er sanngjarnt að dæma þær ein- göngu af óleystum vandamálum. Það er líka mikilvægt að á alls- herjarþinginu eiga hinar mörgu þjóðir veraldar kost á að kynna baráttumál sín og afla þeim fylgis án valdbeitingar. í hvert skipti sem slík friðsamleg lausn deilu- máls á sér stað, má með réttu segja að samtökin hafi sannað til- verurétt sinn. Hitt er annað mál að þessi stofnun þyrfti að vera valdameiri en hún í raun er eins og nú er umhorfs í veröldinni. 10. nóvember 1982 Með bestu kveðju Stefán Valgeirsson. Ályktunartillagan Allsherjarþingið. Eftir að hafa athugað Falklands- eyja- (Malvinaseyja-) málið. Gerir sér ljóst að framhald ný- lendustefnu er ósamræmanlegt hugmyndum Sameinuðu þjóð- anna um alþjóðafrið. Minnugt ályktana sinna 1514(XV) frá 16. desember 1965 3160(XXVIII) frá 14. desember 1973 og 3149 frá 1. desember 1976. Minnugt ályktana öryggisráðs- ins 502(1982) frá 3. apríl 1982 og 505(1982) frá 26. maí 1982. Tekur tillit til raunverulegrar stöðvunar vopnaátaka í Suður- Atlantshafi og yfirlýsinga aðila um að hefja þau ekki að nýju. ítrekar nauðsyn þess að aðilar taki réttmætt tillit til hagsmuna íbúa Falklandseyja (Malvinas- eyja) í samræmi við ákvæði álykt- ana allsherjarþingsins 2065(XX) og 3160(XXVIII). ítrekar á sama hátt grundvall- arreglu stofnskrár Sameinuðu þjóðanna um að beita ekki valdi eða hóta ekki valdbeitingu í al- þjóðasamskiptum og um friðsam- lega lausn deilumála. 1. Fer þess á leit við ríkisstjórnir Argentínu og Stóra-Bretlands að hefja á ný samningavið- ræður til að finna eins fljótt og mögulegt er friðsamlega lausn á fullveldisdeilunni varðandi Falklandseyjar (Malvinaseyj- ar). 2. Fer þess á leit við aðalfram- kvæmdastjórann, á grundvelli þessarar ályktunar, að hann veiti aðilum aftur aðstoð sína við að fara eftir 1. málsgrein og taki skref í þá átt. 3. Fer þess á leit við aðalfram- kvæmdastjórann að hann skili skýrslu á 38. allsherjarþinginu um árangur af þessari ályktun. 4. Ákveður að fjalla um Falk- landseyjamálið (Malvinaseyj- amálið) á 38. allsherjarþing- inu. 4 -r DAGUR - 23. nóvember 19.82; v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.