Dagur - 23.11.1982, Side 5
Þlýjar bækur
Þriggja
orða nafn
Þessi ljóðabók er ein þeirra
þriggja bóka sem verðlaun hlutu í
bókmenntasamkeppni þeirri sem
Almenna bókafélagið efndi til á
25 ára afmæli sínu. Bókin skiptist
í þrjá hluta, sem heita Villigötur,
Afvegir og Vegurinn til Sunnu-
hlíðar. Ljóðin eru alls 33.
Höfundurinn ísak Harðarson
er 26 ára að aldri og er Þriggja
orða nafn hans fyrsta bók. Hann
er kynntur þannig á bókarkáp-
unni:
„ísak Harðarson fæddist í
Reykjavík hinn 11. ágúst 1956, kl.
12.52 e.h. Hann er að heiman.“
Og um bókina segir á sama
stað: „Þriggja orða nafn. Fyrsta
bók hins unga höfundar. Sérstæð
ljóð, djúp og þróttmikil. Alvöru-
þrungin leit ungs manns að til-
gangi. Glæsilegt byrjandaverk
upprennandi skálds.“
Þriggja orða nafn er 102 bls. að
stærð og unnin í Prentsmiðjunni
Hólum. Útgefandi er Almenna
bókafélagið.
Dón
Kíkóti
Almenna bókafélagið hefur sent
frá sér þriðja bindi Don Kíkóti
eftir Cervantes í þýðingu Guð-
bergs Bergssonar. Don Kíkóti er
eins og kunnugt er einn af risum
heimsbókmenntanna, og hefur
fyrri bindum verksins um hann
verið mjög vel tekið, enda allir á
einu máli um hve mikill fengur er
að eignast það á íslensku í snilld-
arþýðingu Guðbergs. Don Kíkóti
er eins og vera ber í bókaflokki
AB Úrvalsrit heimsbókmennt-
annna.
Petta þriðja bindi er 212 bls. að
stærð og verkið er unnið í Vík-
ingsprenti.
Neyðaróp hjá
stálsmiðjunni
Þetta er 10 bók Ragnars. Af fyrri
bókum hans má nefna Skjótráður
skipstjóri og Upp á líf og dauða -
um sjómennskuævintýri Silju og
Sindra.
-Neyðarópið berst frá Sveini,
13 ára gömlum, sem þrír stálpaðir
strákar þjarma að. Og Þorlákur
Vilmundarson bregður skjótt
við. . . En má hjafnarverka-
maður um sextugt sín einhvers
gegn flokki pörupilta sem leiðst
hafa út í notkun allskyns vímu-
efna?
í bókinni kemur margt á óvart.
Hún er fjörleg og spennandi frá-
sögn af samskiptum Þorláks og
drengjanna. Kjarnakonur á ýms-
um aldri koma og við þessa sögu
sem gerist að hluta á sjó. Útgef-
andi er Æskan.
BJÓÖum lullkomna vlðgeröarþjónustu á sjón-
varpstœkjum, útvarpstœkjum.'steríomögnur-
um, plötuspllurum, segulbandstaekjum, bfl-
tækjum, talstöðvum, fiskileltartækjum og sigl-
ingartœkjum.
ísetnlng á bíltækjum.
Slmt (96) ?3676 V/ GlmArgOtu 37 • Akuttyn
Ævintýri
æskunnar
í þýðingu Rúnu Gísladóttur. -
Endurprentun.
í bókinni, sem hefur verið ófá-
anleg í nokkur ár, eru 29 ævintýri
frá 17 löndum. Hún er ríkulega
myndskreytt. Útgefandi er Bóka-
útgáfan Æskunnar.
Óhæft
til birtingar
eftir Arnaud de Borchgrave og
Robert Moss. Skáldsaga á for-
lagi Bókaklúbbs Almenna
bókafélagsins.
Út er komin hjá Bókaklúbbi Al-
menna bókafélagsins skáldsagan
Óhæft til birtingar eftir banda-
rfska ritstjórann Amaud de
Borchgrave og enska blaðamann-
inn Robert Moss. Þýðandi er Her-
steinn Pálsson.
Þessi bók heitir á frummálinu
The Spike, kom fyrst út árið 1980
og hefur síðan verið mikil met-
sölubók á Vesturlöndum. Hún er
byggð upp sem spennandi skáld-
saga, en viðfangsefnið er vanda-
mál dagsins í dag í samskiptum
austurs og vesturs. Er þannig á
málum haldið að bókin vekur til
ásækinnar íhugunar um það hvar
við vesturlandabúar séum í raun-
inni staddir að því er þessi sam-
skipti snertir. „. . . bók þessi er
bráðnauðsynleg til þess að við
megum betur skilja þá atburði,
sem nú eiga sér stað,“ skrifaði
franska stórblaðið Le Figaro um
bókina, - „Frábær hryllingssaga,
sem þeysir á milli ævintýa víðs-
vegar í heiminum,“ skrifaði
bandarísk höfundurinn Theeo-
dore H. White um hana.
Aðalpersóna bókarinnar er
ungur Bandaríkjamaður, sem
starfar við vinstri sinnað banda-
rískt blað. Hann er harður and-
stæðingur Nixonstjórnarinnar og
CIA og aðhyllist ný viðhorf varð-
andi líferni fólks og alla hegðun.
Hann skrifar mjög harkalega um
stríðið í Vietnam, og er greinum
hans afar vel tekið. En svo kemst
hann í blaðamennsku sinni að
heldur óþægilegum staðreyndum
varðandi starfsemi Rússa í
Bandaríkjunum. Blaðamaðurinn
ákveður að taka sér ársfrí til þess
að kanna þessi mál nánar og upp-
götvar þá margt ófagurt. Hann
skrifar greinar um rannsóknir
sínar og vill fá þær birtar í blað-
inu, en er neitað um það, hann er
ásakaður fyrir svik við málstaðinn
og ritsmíðin afgreidd sem óhæf til
birtingar.
En margt á enn eftir að gerast í
bókinni, og allt er þetta svo gegn-
umsmogið af alls kyns svikum og
óheilindum að örðugt er að kom-
ast til botns í ófögnuðinum.
Hinn ófagri leikur fer fram víð-
svegar í heiminum og inn í hann
fléttast viðfelldin ástarsaga sem
gerir persónurnar manlegar og
manneskjulegar.
„Geta Sovétmenn sigrað Vest-
urveldin án þess að hleypa af
skoti?“ spurði Richard Helms,
fyrrum yfirmaður CIA eftir að
hafa lesið þessa bók.
Óhæft til birtingar er 315 bls. í
Skírnisbroti. Hún er unnin í
Prentsmiðjunni Odda.
Tilvalin tækifæris- og
jólagjöf.
Afiy Jfaöirbor,
'}¥ þúann ertáfjimnum,
7 fjeláifit þitt imfn, til tomi þitt \)
1 tibi Uerröi þnui Uilii.stio á jörDu sem \
a fjnramm; srf oas i bag Uort baslrgt
brauti 02 fjrirgtf ofifi Uorar sktilbir.
fiUo smi uir og forimtfum Uomm
shufbunautiim, ngi íéib þii oss i ,
k frcistni.fjrlbur frclsa oss ftá illu, /
A þUi ab pitt er riftib, mátturinn JJ.
ogbnrbmaB eilifu, Zo)
amen
Veggplatti með „Faðir vorinu“
til styrktar byggingasjóði
KFUM og K.
Verð kr. 250.00.
Fæst í Hljómveri og
Véla- og raftækjasölunni.
Nýkomið:
Fínrifflað flauel margir litir
Vatteruð efni í kuldafatnað
loðfóðruð - grisjufóðruð
og vendiefni.
Rósótt og einlit efni
í kjóla og blússur
Jóladúkar og dúkaefni
samstæð efni í jólagardínur.
Dagatölin 1983 komin
Opið á iaugardögum.
a!lt til sauma
emman
SKIPAGATA 14 B - SÍMI 96-23504
PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI
AKUREYRARBÆR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Miðvikudaginn 24. nóvember nk. kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir til viðtals í fundastofu bæjarráðs,
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarstjóri.
ítölsku hátalararnir
komnir aftur
á ótrúlega
hagstæðu verði.
MnBUÐ/N ar 22111
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á
fasteigninni Sunnuhlíð 2, Akureyri, þingl. eign Fjölnis Sigur-
jónssonar, ferfram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands á
eigninni sjálfri föstudaginn 26. nóvember 1982 kl. 14.30.
Bæjarfóetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 93., 95. og 99. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á
fasteigninni Tjarnarlundi 13h, Akureyri, þingl. eign Árna Ing-
ólfssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Jóns Ingólfs-
sonar hdl., Jóns Kr. Sólnes hdl., Ólafs B. Árnasonar hdl.,
bæjarsjóðs Akureyrar og Hreins Pálssonar hdl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 26. nóvember 1982 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 4147. og 52. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á
fasteigninni Óseyri 4, Akureyri, þingl. eign Haga hf., fer fram
eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Arnmundar Backman
hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 26. nóvember kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 36., 39. og 43. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á
fasteigninni Seljahlíð 3a, Akureyri, þingl. eign Jóns G. Grétars-
sonar, fer fram eftir kröfu Sigurðar Sigurjónssonar hdl. og Jóns
Kr. Sólnes hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 26. nóvember 1982
kl. 14.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 17., 23. og26. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á
fasteigninni Norðurgötu 28 e.h., Akureyri, þingl. eign Vilhjálms
Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Arasonar lögmanns,
Gunnars Sólnes hrl., Benedikts Ólafssonar hdl. og bæjarsjóðs
Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 26. nóvember 1982 kl.
13.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
23. hóvéirtbtti' 1*982- DAGURÚ5