Dagur - 30.11.1982, Síða 6
Karlakórinn
Geysir 60 ára
Karlakórinn Geysir, Akureyri, heldur upp á sextíu ára afmæli
sitt með samsöng í Akureyrarkirkju dagana 2. og 3. desember
nk.
Samkvæmt gjörðarbókum kórsins var formlegur stofnfund-
ur haldinn 20. október 1922. Á fundi tveimur dögum síðar voru
lög kórsins samþykkt og rita 25 menn nöfn sín þar undir. Fyrstu
stjórn skipuðu EinarJ. Reynis, formaður, Porsteinn Þorsteins-
son frá Lóni og Porsteinn Thoriacius.
Kórinn kom fyrst fram opinberlega 1. desember 1922, og
hefur sá dagur alla tíð síðan verið skoðaður sem afmælisdagur
kórsins. Sína fyrstu söngskemmtun hélt kórinn 16. desember
1922, og um vorið 1923 varfarið ífyrstu söngför kórsins, en þá
var farið með skipi til Húsavíkur. Það sama vorfóru kórfélagar
ríðandi til Möðruvalla í Hörgárdal og héldu þar söngskemmt-
un.
Kórinn hefur einnig farið ísöngferðir til útlanda. Til Noregs
var farið 1952, til Englands 1971 og til Ítalíu 1974. Auk þess
sem hér hér hefur verið getið, hefur kórinn haldið söng
skemmtanir víðs vegar um landið.
Fyrsti söngstjóri Geysis og ein aðaldriffjöðrin í starfi kórsins
var Ingimundur Árnason, en hann stjórnaði kórnum frá stofn-
un og allt til ársins 1955, að einu ári 1925 undanskyldu, en þá
stjórnaði Benedikt Elfar. Ingimundur á því mjög stóran þátt í
störfum kórsins, en hann varauk þess að vera söngstjóri mjög
virkur og leiðandi í öllu starfi kórsins. Sonur Ingimundar,
Árni, tók við stjórn kórsins af föður sínum, og stjórnaði hann
frá 1956-1966. Árin 1967-1969 stjórnaði kórnum tékkneskur
maður, Jan Kisa. Þá tók við stjórn Geysis Philip Jenkins og
stjórnaði til 1972. Áskell Jónsson stjórnaði veturinn 1972-
1973, en þá tók við stjórn Sigurður Demetz Franzson, sem
stjórnaði til 1978. Næsta vetur stjórnaði Árni Ingimundarson
kórnum, en síðustu tvö árin hefur Ragnar Björnsson verið
stjórnandi. Nú í vetur hefur Sigurður Sigurjónsson aðstoðað
við stjórn kórsins.
I tilefni 60 ára afmælisins verða haldnir tónleikar í Akureyr-
arkirkju dagana 2. og 3. desember nk. Auk þeirra sem nú
syngja í Geysi munu gamlir Geysisfélagar syngja á þessum
tónleikum undir stjórn Árna Ingimundarsonar, og einnig mun
Geysiskvartettinn koma þar fram, en hann vann nýlega til 3.
verðlauna í kvartettasöngkeppni, sem haldin varí Danmörku.
Núverandi formaður kórsins erReynir Valtýsson.
Stjórnendur
Geysis
l yrrvcrandi söngstjórar, feðgamir Ingimundur Árnason og
Ámi Ingimundarson.
Áskell Jónsson
Sigurður Demetz
Ragnar Bjömsson
Reynir Valtýsson:
Alltaf til ungir menn
sem hafa áhuga á söng
„Já, vissulega eru þetta mikil
tímamót í sögu kórsins,“ sagði
Reynir Valtýsson, formaður
Geysis,“ „sextíu ár eru langur
tími. Auk þess sem við munum
halda tónleika í tilefni afmælis-
ins mun kórinn gefa út hljóm-
plötu. Á henni eru lög með öll-
um stjórnendum kórsins. Ég
held að platan sé gott sýnishorn
af starfi kórsins undanfarin ár
og áratugi.“
Karlakórinn Geysir hefur ætíð
skipað sérstakan sess í hugum
Akureyringa, sem eflaust munu
fylla húsið þegar Geysir syngur
um mánaðamótin. En mig langaði
til að forvitnast um hvernig gengi
að fá unga menn til liðs við kórinn
á tímum sjónvarps og ýmis konar
afþreyingar sem var ekki til staðar
þegar kórinn leit dagsins ljós.
„Það er erfiðara en það var.
Tímarnir hafa breyst og fólk getur
varið tómstundum sínum á mun
fjölbreytilegri hátt en áður. En til
allrar hamingju eru tilungir menn
sem hafa áhuga á söng og raunar
má segja að þegar áhuginn er fyrir
hendi er alltaf hægt að finna sér
tíma.“
Konur kórfélaga hafa stutt dug-
lega við bakið á þeim. Ekki aðeins
sem eiginkonur heldur líka við að
afla fjár - það má enginn halda að
það sé ódýrt að reka „fyrirtæki" á
borð við Karlakórinn Geysi. Þær
stofnuðu sérstakt félag árið 1968
og Reynir sagði að starf kvenn-
anna væri blómlegt að stuðningur
þeirra hefði verið ómetanlegur.
Æfingar Geysis fara fram á 3ju
hæð í húsi BTB við Glerárgötu.
Kórfélagarnir festu kaup á sal í
því húsi fyrir nokkrum árum, en
lengi vel æfðu þeir í Lóni sem nú
heitir Dynheimar. Nýi salurinn
ber einnig nafnið Lón. Þegar ég
leit þar inn fyrir helgina voru
Geysismenn, (núverandi og fyrr-
verandi félagar) að æfa og vegg-
irnir titruðu þegai kraítur var
lagður í raddirnar. Árni Ingi-
mundarson stóð fyrir framan hóp-
inn og stjórnaði, en eins og fram
kemur í inngangi á opnunni er
núverandi kórstjóri Ragnar
Björnsson. Ragnar býr í Reykja-
vík en kemur af og til norður og
æfir karlana. „Vissulega má segja
að sé á ýmsan hátt erfitt að söng-
stjórinn sé í Reykjavík en kórinn
á Akureyri. Ragnar getur ekki
alltaf verið með okkur en þá njót-
um við góðrar aðstoðar manna
innan kórsins.“
Getur það verið satt að í þrett-
án þúsund manna samfélagi sé
ekki hægt að finna söngstjóra?
Reynir sagði að það væri stað-
reynd. „En þetta hefur allt gengið
og ég vona og veit að Geysir á
langt líf fyrir höndum.“
Geysir hefur fætt ýmislegt af sér
- m.a. Geysiskvartettinn sem
fyrst kom fram árið 1968. í Geys-
iskvartettinum eru þeir Aðal-
steinn Jónsson, Birgir Snæbjörns-
son, Guðmundur Porsteinsson og
Sigurður Svanbergsson. Nýlega
tók kvartettinn þátt í móti kvart-
etta í Danmörku og þar stóðu þeir
félagar sig bærilega - höfnuðu í
3ja sæti. Utþráin er mikil í Geysis-
félögunum og sagði Reynir að
utanferð væri alltaf á óskalistan-
um, en hann sagði jafnframt að
slík ferðalög kostuðu mikinn
undirbúning, sem ekki er hristur
fram úr erminni.
En stærta spurningin er e.t.v.
sú hvort karlakórar eiga framtíð-
ina fyrir sér, getur verið að þeir
heyri fortíðinni til? „Ég vona að
þeir eigi framtíðina fyrir sér, en
það verður tíminn að leiða í ljós.
Það má e.t.v. segja að það hafi
gætt nokkurrar stöðnunar hvað
karlakóra varðar en ég trúi því að
það verði alltaf til fólk sem hefur
anægju af að heyra fallegan karla-
kórasöng."
Reynir Valtýsson
1 m
y f
Elstu félagamir. Þeir vora að æfa í Lóni
fyrir helgi og var ekki annað hægt að sjá en
þeim líkaði lífið vel. Frá vinstri: Ólafur
Magnússon (gekk í Geysi 1923), Hermann
Stefánsson (er einn af stofnfélögunum),
Stefán Halldórsson (1928) og Kári Johans-
en (1930). Mynd: - áþ.
Á æfingu í Lóni.
Þama höfum við gömlu félagana sem munu
syngja á konsertum Geysis um
mánaðamótin. Mynd: PAP
Hápunkturinn
var Noregs-
ferðin
—segir Kári Johansen
Kári Johansen, deildarstjóri, var
aðeins 18 ára gamall þegar hann
gekk í kórinn. Þetta var um
haustið 1930 og Kári söng með
kórnum þar til um vorið 1981.
„Þetta er búinn að vera mjög
skemmtilegur tími. Við þessir
gömlu eigum margar góðar minn-
ingar,“ sagði Kári. „Yfirleitt
fannst mér æfingarnar skemmti-
legastar, en þá hitti ég góða félaga
og við áttum saman ánægjulegar
stundir. Ég lagði ekki eins mikið
upp úr því að fara upp á senu og
syngja. Þá voru ferðalögin mörg
alveg ágæt. Noregsferðin var lang
skemmtilegust enda er ég hálfur
Norðmaður svo það er e.t.v. ekk-
ert skrítið þó ég sé á þeirri
skoðun. En í alvöru - ég held að
við séum allir sammála um að
Noregsferðin sé hápunkturinn í
starfi Geysis.“
Þegar Kári byrjaði að æfa með
kórnum var hann með aðstöðu í
Skjaldborg. „Frá fyrstu tíð hefur
Geysir verið mjög heppinn með
húsnæði. Meira að segja var bragg-
inn í Gilinu (var beint á móti
Sjöfn) hreint ágætur." Kári sagði
að nú ættu karlakórar svolítið erf-
itt uppdráttar og þyrfti að leiða til
að endurvekja áhuga almennings
á þeim. Þar fyrir utan væri það
slæmt fyrir kór ef söngstjórinn
væri ekki búsettur á sama stað.
„Ég held að framtíð karlakóra
hér á Akureyri sé erfið - erfiðari
en í Reykjavík - en ég vona að
karlakórssöngur muni halda
áfram hér og að söngstjóri finnist
hér. Hann verður að vera á staðn-
Kári sagði að það hefði svo
sannarlega verið ánægjulegt að
sjá gömlu félagana aftur þegar
þeir fóru að æfa saman fyrir 60 ára
afmælið. Þarna mætti sjá menn
sem hættu að syngja fyrir 10 eða
20 árum, en nú þendu þeir radd-
böndin af miklum móð. „Þeir
yngjast um ein 10 ár þegar þeir
syngja,“ sagði Kári og brosti.
Karlakórinn Geysir eins og hann var skipaður í vor.
Mynd: PAP
CyQfSy
tveimur lögur
Saga Karlakórsins Geysis
er löng, miklu lengri en
svo að hægt sé að gera
henni nokkur skil hér og
nú. Hinsvegar er hægt að
tæpa á einstökum at-
riðum, en Dagur hefur
ætíð fylgst vel með kórn-
um eins og sjá má þegar
gömlum blöðum er flett.
Dagur -
23. mars 1932:
Geysir söng í Samkomu-
húsi bæjarins fyrir full-
skipuðum bekkjum.
LOKSINS, varð manni á
að hugsa, því Geysir hef-
ur mátt þreifa á því í
vetur, að völt er veraldar-
hyllin. Hvað eftir annað
hafa þeir boðið og laðað,
en lýðurinn daufheyrst og
látið þá um hversu þeim
tækist að tjá list sína tóm-
um veggjunum, að segja
má. Þangað til á sunnu-
daginn, að maður fékk
von um að bæjarbúar
væru aftur að glöggva sig
á sínum vitjunartíma.
Því Geysir á það skilið
að vera af oss vel metinn.
Vér eigum erfitt aðstöðu
á ýmsa lund, en því síður
megum vér vanrækja
nokkuð það, er eflt getur
menningu vora á einn og
annan hátt . . . Vafalaust
er hér allmikið af söng-
hæfileikum og góðum
röddum. Sérstaklega hafa
norðlenskir tenórar feng-
ið orð á sig og maklega.
En fremd félagsins er
ekki eingöngu né endi-
lega fyrst og fremst að
þakka góðum röddum,
heldur söngstjóranum,
hr. Ingimundi Árnasyni.
Félagið hefur verið að
öllu leyti heppið, að fá að
njóta hans. Hann er músí-
kalskur í besta lagi, og að
eðlisfari listrænn, smekk-
vís og ákveðinn stjórnari.
Dagur -
14. aprfl 1932:
Geysir kvaddi íslensku
vikuna með söng í Nýja-
Bíó á sunnudaginn. Á
söngskránni voru ein-
göngu íslensk lög við ís-
lenska texta, 15 alls . . .
Tókst söngur Geysis
mjög vel eins og venja er
til og var hinn ánægjuleg-
asti. Sérstaklega þótti
mikið koma til Land-
námssöngsins og varð
flokkurinn að endurtaka
það lag og fleiri.
Dagur -
20. aprfl 1933:
Karlakórinn Geysir söng
í Nýja-Bíó á annan í
páskum. Söng flokkurinn
12 lög og varð að endur-
taka mörgþeirra. Gunnar
Pálsson söng einsöng í
lögum og enn-
fremur sungu þeir Gunn-
ar Pálsson og Hermann
Stefánsson tvísöng í einu
laginu. Vigfús Sigurgeirs-
son aðstoðaði með flygel-
undirspili. Þessi söng-
skemmtun Geysis tókst
prýðilega, enda fékk kór-
inn hinar bestu viðtökur
hjá áheyrendum. Að-
sóknin bar þess vott, að
almenningur í bænum
hefur nú áttað sig á því,
að það er mesta unun að
heyra Geysi syngja. Það
var ekki einungis að hvert
sæti væri skipað, heldur
og hvert stæði í húsinu.
Geysir endurtekur söng-
skemmtun sína á morgun
(sumardaginn fyrsta) í
Nýja-Bíó kl. 5 e.h.
Dagur -
21. maí 1952
Geysi var forkunnarvel
fagnað í Þrándheimi.
Blaðadómar um fyrstu
hljómleikana voru mjög
lofsamlegir. Húsfyllir á
hljómleikunum í Þránd-
heimi. Kórnum fagnað
hjartanlega í gær. Molde,
þriðjudag. Einkaskcyti til
Dags. „Hekla" kom til
Þrándheims klukkan sjö á
mánudagsmorguninn
eftir þægilega sjóferð.
Veður var gott alla leið-
ina en sjóveiki gerði lítil-
lega vart við sig á laugar-
daginn. Var hátíðarhöld-
unum um borð í tilefni af
þjóðhátíðardegi Norð-
manna frestað til sunnu-
dagsins. Þá flutti Sigurður
Magnússon, fararstjóri,
erindi um Noreg, séra
Ingólfur Þorvaldsson, frá
Ólafsfirði, flutti stutta
guðsþjónustu, Geysir
söng norsk lög. Get-
raunakeppni farþega um
fyrstu landssýn vann
Tómas Steingrímsson og
hlaut hann 500 krónur í
verðlaun.
Brottförin frá Akur-
eyri. Með Heklu fóru 185
farþegar, frá Akureyri
128, þar af Geysismenn
og skyldulið 70, frá
Suðurlandi 21, frá Aust-
urlandi 22 og frá ýmsurn
stöðum á Norðurlandi 14.
Skipið fór héðan frá
Torfunefsbryggju klukk-
an 8 síðastliðinn föstu-
dag. Hafði áður farið
fram virðuleg kveðjuat-
höfn á bryggjunni . . .
Laust fyrir klukkan 8
gekk Karlakór Akureyrar
fram á bryggjuna og söng
kveðjuljóð, er ort hafði
formaður kórsins, Daníel
Kristinsson, við lag
Björgvins: Syng frjálsa
land. Því næst ávarpaði
Jónas Jónsson, kennari,
kórinn fyrir hönd Karla-
kórsins og Kantötukórs-
ins, en því næst söng
Kantötukórinn undir
stjórn Björgvins Guð-
mundssonar Þú ert fögur
Akureyri, ljóð Jóns
Norland, lag Björgvins.
Hermann Stefánsson,
formaður Geysis, ávarp-
aði mannfjöldann úr lyft-
ingu, þakkaði vinarhug,
kveðjur og góða aðstoð
og kvaddi bæinn með
hlýjum orðum.
Dagur -
28. maí 1952
Blaðinu hafa borist fyrstu
blaðaummæli frá Noregi
um söng Geysis. Adresse-
avisen í Trondhjem segir
svo 20. maí: Hljómleik-
arnir í gærkvöldi reyndust
sannarlega viðburður.
Hér bar alls ekkert vott
um minnstu hnignun eða
afturför á þesum vett-
vangi, því að svo hress-
andi hreinan, þrótt-
mikinn og heilbrigðan
söng er sjalfgæft að
heyra. Geysir er mjög vel
skipulagður, og hin af-
burða mikla hljómfylling
þegar í upphafi í „Ja, vi
elsker“ spáði óðar
góðu . . . Árni Ingi-
mundarson er duglegur
og nákvæmur undirleik-
ari.
Dagur -
9. fcbrúar1955
(Úr afmælisgrein um
Ingimund Árnason sex-
tugan, eftir Hermann
Stefánsson). Þegar yfir
álinn kom, til Þránd-
heims, var allt hik og kák
á burt, 800 manna salur,
þéttsetinn. Ingimundur
laust kórinn töfrasprota
sínum og snart tilheyr-
endur svo, að heyra hefði
mátt flugu anda, þegar
því var að skipta og á hinn
bóginn ætlaði fögnuður
Norðmanna allt að
sprengja. Meðal annars
stökk symfóníuhljóm-
fóru frá Lóni heim til
Ingimundar. Gengu þeir
með 40 logandi kyndla
um götur bæjarins, en
heima við hús Ingimund-
ar voru flutt ávörp.
Dagur -
5. maí 1971
(Úr grein eftir Soffíu
Guðmundsdóttur): Hvað
söng Geysis áhrærir er
þar skemmst frá að segja,
að hann hefur tekið stór-
um stakkaskiptum og
ótrúlegum framförum.
Söngstjórinn, Philip
Jenkins, hefur náð ágæt-
um arangri, sem birtist í
öguðum heildarsvip,
vönduðum flutningi og
ævinlega smekkvísum.
Hraðaval ,er létt og
óþvingað, hann leyfir
engar yfirdrifnar hraða-
eða styrkbreytingar auk
heldur tilfinningasemi af
neinu tagi.
Dagur -
8.júní1974
Karlakórinn Geysir held-
ur samsöngva um næstu
helgi í Borgarbíói á Ak-
ureyri undir stjórn Sig-
urðar Demetz Franz-
sonar . . . Einsöngvarar
eru Aðalsteinn Jónsson,
Guðrún Kristjánsdóttir
og Kristján Jóhannsson.
Undirleikari Hörður
Kristinsson . . . Kórinn
hefur æft af kappi í vetur
undir stjórn Sigurðar
Demetz og hyggur á
skemmti- og söngferð til
Norður-Ítalíu í septem-
ber. Verða þá heimaslóð-
ir söngstjóans heimsótt-
ar.
Dagur -
14. desember 1974
(Úr grein eftir Guðmund
Gunnarsson): Um kvöld-
ið var samsöngur í félags-
heimili Ortiseibæjar. Var
þar troðfullt hús, ágætar
undirtektir og góður
hljómburður . . . einu
sinni var sungið opinber-
lega í Lignano. Var það
laugardagskvöldið 14.
september utanhúss á
torgi einu í bænum.
Hlýddi allmargt manna á
sönginn. Áeftirvarboðið
upp á bjór í veitingastað
Kvæðið sem fylgt
hefur kórnum um árabil
Þú komst í hlaðið a hvitum hesti;
þú komst með vor í augum þér.
Hg söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Eg heyri álengdar hófadyninn.
Eg horfi langt á eftir þér,
og bjart er alltaf um bezta vininn,
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó líði dagar og liði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þá dreymir allar um sól og vor.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
sveitarstjórinn Cecil Coll-
in-Hansen upp á stól og
hrópaði: Slik skal mann-
sang være“. Um nóttina
bárust 6 blaðadómar, allir
á einn veg. Tel ég þetta
stærsta söngsigur Ingi-
mundar.
(Úr frétt á forsíðu).
Ingimundi . . . var marg-
víslegur sómi sýndur.
Mesta athygli vakti blys-
för Geysismanna, er þeir
við torgið og var þar góð-
ur fagnaður . . . Skulu
hér að lokum færðar
þakkir þeim mönnum
sent báru hitann og þung-
ann af undirbúningi
ferðarinnar, formanni
kórsins, Frey Ófeigssyni
og söngstjóranum, Sig-
urði Demetz Franzsyni,
en án hans tilverknaðar
hefði aldrei úr þessu
ferðalagi orðið.
6 - DAGUR - 30. nóvember 1982
30. nóvember 1982 - DAGUR - 7