Dagur - 03.12.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 03.12.1982, Blaðsíða 6
„Þetta var eilíf bar- átta við snjó og ófærðu csZtszgz-r ^ssssifisss-sssí ^jSSwsa?-- lega upp 1 hefjuui sauita Myndir og texti: Alli Geira og fyrsti Benzinn sem hann notaði í Reykjavíkurferðunum. Tíu systkini „Ég er fæddur árið 1920 að Bangastöðum á Tjörnesi í Keldu- neshreppi. Foreldrar mínir voru Sigurgeir Pétursson og Björg Jónsdóttir. Við vorum tíu systkin- in en nú eru aðeins fimm á lífi, tveir bræður og þrjár systur. Peg- ar ég var fjögurra ára fluttum við í Voladal á Tjörnesi. Þar vorum við bara eitt ár, þá flutti fjölskyldan til Húsavíkur. Fljótlega upp úr því fór ég svo í sveit í Fagranes í Aðaldal. Það var einungis gert ráð fyrir því að ég yrði þar í einn mánuð, en það urðu nú heil tíu ár sem ég dvaldi í sveitinni. Til Húsavíkur kom ég svo átján ára gamall og hér hef ég búið upp frá því. „Frúnum fannst gaman að láta þéra sig“ Húsavík var ekki stór bær þegar ég man fyrst eftir honum. Bærinn fer ekki að vaxa verulega fyrr en í og upp úr stríðinu. Ekki urðum við mikið vör við styrjöldina. Bretar voru að vísu með fámennt lið hér, um 90 menn þegar mest var. Þeir voru ekki í neinum fram- kvæmdum hérna, voru bara til eftirlits. Þeir voru ákaflega þægi- legir í sambúð, og gerðu enga til- raun til að trufla bæjarlífið. Þú spurðir mig áðan hvort ekki hafi ríkt stéttaskipting í bænum á þess- um árum. Jú, ekki er nú hægt að neita því að stéttaskipting var töluvert áberandi. Gömlu kaup- mannafjölskyldurnar voru at- kvæðamiklar í bæjarlífinu, og það var litið töluvert upp til þeirra. Þéringarnar voru allmikið notað- ar, einkum voru það konurnar sem höfðu gaman af að láta þéra sig. Þær voru líka með titilinn frú þetta og frú hitt. En þetta var allt saman hið mesta sóma- og ágætis- fólk. Húsvíkingar hafa löngum verið frægir fyrir að uppnefna fólk og er hægt að nefna mýmörg dæmi um það, nöfn eins og Gvendur Ralli, Gvendur Grímsbí, Laui Spígó, o.fl. o.fl. Mikið var hér um kynlega kvisti í mannfélaginu, sem eru alveg hættir að sjást núna. Kannski er maður bara orð- inn svona skrýtinn sjálfur að maður er hættur að taka eftir þeim? „Náði í góða eiginkonu“ Fyrstu árin mín á Húsavík stund- aði ég almenna verkamannavinnu og sjómennsku, bæði á opnum vélbátum og dekkbátum. Einu sinni fór ég á vetrarvertíð suður í Sandgerði. Nei, ég lenti nú ekki í miklum háska á sjónum, var að vísu einu sinni rétt ekki dauður. Það er víst svo algengt til sjós að það er ekki í frásögur færandi. Ég var svo heppinn að ná í góða konu, hún heitir Bergþóra Bjarnadóttir frá Norðfirði. Við stofnuðum okkar heimili árið 1942 og giftum okkur á jóladag það ár. Við eigum sjö börn á Iífi, misstum eitt í fæðingu. Ég stund- aði sjóinn til ársins 1946, en þá urðu kaflaskipti í lífi mínu. Ég varð fyrir því áfalli að fá mænu- himnubólgu, átti í því stríði í tvö ár. Lá alveg í rúminu í eitt ár. Eftir þessi veikindi mín var mér algerlega bannað að stunda sjó- mennsku. „Fyrsti bfllinn minn var Ford árgerð 1942.“ Þegar ég hafði náð mér almenni- lega eftir veikindabaslið, gerðist ég vörubifreiðastjóri hjá Bifreiða- stöð Þingeyinga á Húsavík. Það var vorið 1948. Bifreiðastöðin átti bílinn, sem var Ford árgerð 1942. Við vorum í allskyns vinnu. Fluttum t.d. vikur frá öræfunum fram af Möðrudal. Hann var not- aður í byggingarefni og sumt var sett í báta sem flutti hann til Siglu- fjarðar. Þá var mikið um hey- flutninga fyrir bændur, enda nán- ast engir bílar til í sveitunum. Hafnarframkvæmdir stóðu hér yfir og mikil vinna í grjótflutning- um. Það var þrælavinna, steinarn- ir stórir og engin hjálpartæki til í þá daga. Einnig var ég talsvert mikið í mjólkurflutningum fyrir KÞ til Raufarhafnar. Laxárvirkjun var í byggingu og mikil vinna við þær framkvæmdir. Það var lítið að gera yfir vetrarmánuðina. Oftast lagði ég bílnum í kringum áramót og byrjaði ekki að keyra fyrr en voraði. Nú, ég held að ég hafi nú farið flesta vetrarmánuðina eitt- hvað á sjóinn. 1950 er Bifreiða- stöðin lögð niður og stofnað bíl- stjórafélag. Þá keypti ég gamla Fordinn af stöðinni, og síðan hef ég ekið sem sjálfseignarbílstjóri. „Eftir það hef ég einungis átt Mercedes Benz“ Árið 1954 seldi ég gamla Fordinn og keypti nýjan díselbíl af Mer- cedes Benz gerð, sem jafnframt var fyrsti bíllinn af þeirri gerð sem kom hér á Norðausturlandið. Eftir það hef ég einungis átt bíla af þeirri gerð. Þeir eru orðnir átta vöruflutningabílarnir, þann ní- unda, sem er fólksbíll, á konan. Hann er að sjálfsögðu líka Mer- cedes Benz. Fljótlega eftir að ég fékk fyrsta Benzinn fór ég að stunda akstur milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Ekki stöðugt til að byrja með, en vorið 1956 byggði ég yfir bílinn og hef stundað fastar áætlunarferðir til Reykjavíkur upp frá því. Akstri hérna heima hætti ég þá. Fyrstu tvö árin hafði ég enga aðstöðu í Reykjavík, en fékk inni á afgreiðslu KÞ. Vorið 1958 fékk ég aðstöðu í Sendibílastöðinni hf. ásamt ýmsum fleiri bílstjórum af landsbyggðinni. Þar var ég leigu- liði til ársins 1960, að við mynduð- um félagsskap og stofnuðum Vöruflutningamiðstöðina hf. í leiguhúsnæði Sendibílastöðvar- innar. Byggðum síðan okkar eigið húsnæði 1963 í Borgartúni, þar sem Vöruflutningamiðstöðin stendur nú. Flutningarnir vaxa jafnt og þétt og brátt er bíllinn orðinn of lítill. Ég seldi hann og keypti mér annan, sem bar 6 tonn. Þann bíl seldi ég svo 1964 og keypti 8 tonna bíl. 1966 var svo komið að ég réð ekki við þetta á einum bíl. Annar er keyptur og maður ráðinn til þess að aka honum. Þá hefst hin eiginlega bílaútgerð mín. Bílakostinn hef ég svo endurnýjað reglulega og í dag á ég tvo tólf tonna bíla og tvo aftanívagna með 7 og 10 tonna burðarmagni og gamla bílinn.sem ég keypti 1964. Eilíf barátta við snjó og ófærð Á fyrstu árum mínum sem bíl- stjóri var lítið um snjómokstur frá því opinbera. Þetta var eilíf bar- átta við snjó og ófærð. KÞ hætti sínum flutningum á haustin þegar fór að snjóa. Þá var ég aleinn að brölta þetta á milli. Engin talstöð var þá í bílnum og dögum saman vissi enginn hvar ég var. Þetta bitnaði auðvitað mest á konunni og börnunum. Uppeldi þeirra hvíldi algerlega á henni, því dög- 6 - DAGUR - 3. desember 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.