Dagur - 03.12.1982, Blaðsíða 9
STÆLTOGSTOLW
í STUTTU MALI
Patrick O’Brien er leigubíl-
stjóri í Belfast. Eitt sinn var
óvenju þykk þoka í borginni en
hann samþykkti þó að aka
manni einum á hótel sem var í
kílómeters fjarlægð frá leigu-
bílastöðinni. Stöðugt varð
þokan þykkari og farþeginn,
sem var allur af vilja gerður að
hjálpa hjálpsama leigubílstjór-
anum, bauðst til að ganga á
undan leigubílnum og veifa
vasaklút svo bíllinn kæmist
klakklaust leiðar sinnar. Svona
gekk það þar til þeir félagar
komu að hótelinu, en þá
greiddi „farþeginn gangandi"
fargjaldið og þakkaði fyrir sig.
☆ -fo ☆
Auðkýfingur í Bretlandi bjó á
þriðju hæð. Hann lét setja
feikistóra lyftu í húsið svo hann
gæti farið a bak hesti sínum á
hæðinni og farið síðan niður.
☆ -fo ☆
Hvað er það sem menn gera
ekki? Ég bara spyr. Plötusnúð-
urinn Chris O’Brien setti
heimsmet þegar hann sat í bað-
kari í glugga búðar í New
York. Baðkarið var fullt af
spaghetti. Chris sat í karinu í
rösklega 53 klukkustundir,
sem mun víst vera heimsmet.
Hann var með útvarpsþætti á
meðan á þessu tóð og lét hlust-
endurna vita hvernig það væri
að sitja í spaghettinu. Heimild
okkar segir að næst ætli hann
að sitja í bökuðum baunum.
* ☆ *
Hrafn Gunnlaugsson að taka
kvikmynd? Nei - þessir menn eru
bara að létta á sér í heimsfrægu
Maraþonhlaupi sem fer fram ár-
lega í New York. Síðast þegar
hlaupið för fram tóku sextán þús-
und manns þátt í því. Karlmaður,
að nafni Salazar, setti met í hlaup-
inu, hann hljóp vegalengdina á 2
klst 8 mín og 13 sek og kona, Alli-
son Roe, frá Nýja Sjálandi setti
nýtt kvennamet. Hún hljóp vega-
lengdina á 2 klst 25 mín og 29 sek.
Heimild þáttarins getur ekki hve
vegalengdin var í kflómetrum taiin.
Ekki stríða
tollþi ónum
Gamanleikarinn frægi, Groucho
Marx, veifaði til tollþjónanna um
leið og hann fór í gegnum græna
hliðið á flugvellinum í New York.
Groucho var að koma frá London.
Gamanleikarinn var í góðu skapi
og um leið og hann hitti konu sína
sagði hann: Þeir fundu ekki ópíum-
ið elskan min.
En Groucho sá eftir að hafa sagt
þetta við sína heittelskuðu því toll-
þjónarnir báðu hann um að koma
til baka og fóru vandlega í gegnum
farangurinn. Gamanleikarinn tafð-
ist um 30 mínútur og þótti það ekk-
ert gaman.
Margir ferðalangar hafa komist
að þessu sama - það borgar sig ekki
að gera grín að tollþjónum. Að vísu
geta tollþjónar tekið við bröndur-
um rétt eins og við hin, en eftir
langan og strangan dag er ekkert
víst að þeir hlæi mikið. Að þessu
komst amerískur túristi sem kom til
Tókíó. í farangri hans voru ósköp
saklaust blómaútsæði og japönsku
tollþjónarnir bönnuðu túristanum
að taka þetta með sér inn í landið,
Kaninn hló og opnaði pakkann og
hvolfdi innihaldinu upp í sig.
„Núna getið þið ekki komið í veg
fyrir það,“ sagði hann sigri hrós-
andi. En þá sannaðist hið fom-
kveðna: Oft verður hönd skamma
stund höggi fegin. Tollþjónarnir
sögðu honum ofur kurteislega að
hann yrði að bíða þar til fræin
hefðu fundið sér leið út úr líkaman-
um og sá ameríski beið í rúman sól-
arhring.
V opnakapphlaupið
• t •
Það eru fleiri en ríkisstjórnir austan
hafs og vestan sem taka þátt í vopna-
kapphlaupinu. René Probst, sem
býr í Sviss, er módelsmiður í tóm-
stundum og hann smíðaði þennan
skriðdreka. Það tók vin vorn René
4.200 klukkustundir að smíða
gripinn, en hann kostaði ekki nema
brot af því sem venjulegur skrið-
dreki kostar - og þarna er e.t.v.
komin leið fyrir ríkisstjórnir. Þvi
ekki að fá René til að smíða nokkur
stykki? Það er hægt að stjórna
skriðdrekanum með fjarstýringu og
einnig er hægt að skjóta úr byssunni
- hún dregur rúmar þrjár mílur.
Akureyri, nærsveitir
Höfum opnað glæsilega
tískuverslun í Kaupangi.
Opið til kl. 4 laugardag.
Gatsby
Kaupangi, sími 25692
^ —
Skóvinnustofa Akureyrar
Nú er svarta og bláa skósprayið komið
aftur. Einnig mikið úrval af skóáburði
fyrirliggjandi.
Mannbroddar og tréklossar.
Verið velkomin.
Skóvinnustofa Akureyrar
Hafnarstræti 88, sími 23450.
Ökuskóli Matthíasar
Tilboð í desember:
Fræðilegur tími á krónur 134.50
Því ekki að spara peninga þegar hægt er að koma því við
Æfingatímar á bíl krónur 263.00
Tímafjöldi i ökukennslu fer eftir hæfni hvers og eins
Kenni á Subaru árgerð 1982, kjörbíl hinna
vandlátu í vetrarakstrinum
MATTHÍAS GESTSS0N, sími (96)21205, Akureyri
Nauðungaruppboð
Laugardaginn 11.desember1982 kl. 14.00verður
að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, gjaldheimt-
unnar í Reykjavík, ýmissa lögmanna selt á nauð-
ungaruppboði við lögreglustöðina á Akureyri eftir-
talið lausafé: A-440, A-4678, A-8352, A-6598, A-
8281, K-1136, A-7069, A-4712, A-2109, A-2765,
A-553, A-2598, R-34445, A-5806, A-780,
A-3527, A-6906, A-4950, A-6109, R-27157, A-
2864, A-6801, A-6951, A-4802, A-4120, A-6610,
A-2512, A-1139, A-4096, A-5988, A-5042, A-
3001, A-2969, A-7917, A-4801, A-7145, A-5877,
A-3383, A-2572, A-7010, A-8038, létt bifhjól A-
365, Sharp litasjónvarp, Finlux litasjónvarp,
Ferguson, Kenwood og Grundig hljómflutnings-
samstæður, Camaro trésmíðavél, 40 stk. Pfaff
saumavélar, 5 stk. Oster snittvélar, Teglerfræsari,
dílaborvél, verslunarinnréttingar, Case 850 jarð-
ýta árg. 1978, Skoda 110 árg. 1974, Ford 4600
dráttarvél árg. 1979, Lava Lux þvottavéi, málverk,
3 sófasett, Rösler píanó, 2 hestar 6 og 13 vetra,
víraþrykkivél, Rafha ísskápur.
Einnig verður seldur ýmis ótollafgreiddur
varningur svo sem:
Bifreiðar, útgerðar- og byggingavörur, vefnaðar-
vara, sjónvarpstæki, myndsegulbandstæki,
hljómflutningstæki, bílaútvörp, húsgögn, hljóð-
færi, heimilistæki o.fl.
Akureyri, 2. desember 1982.
F.h. bæjarfógetans á Akureyri
Ásgeir Pétur Ásgeirsson.
Áskrift og auglýsingar
0 96-24222.
0*
(f-. -
DAGUR
DAGUR _
3. desember 1982 - DAGUR - 9