Dagur - 14.12.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 14.12.1982, Blaðsíða 3
2000 jólatré úr Suður-Þingeyjarsýslu í stofur landsmanna Bændaskógar eru í siónmáli Ný hljómplata með tveim lögum eftir Karl Jónatansson Ný hljómplata er væntanleg á jólamarkaðinn einhvern næstu daga. Þar er á ferð 2ja laga plata, bæði lögin eftir Karl Jónatansson. Karlakór Akur- eyrar syngur bæði lögin og undirleik annast tíu manna hljómsveit undir stjórn Karls. Annað lagið er Bóndavalsinn með ljóði Jónasar Friðriks Guðnasonar. Höfundum þótti tími til kominn að bændurnir eignuðust sinn vals og þó fyrr hefði verið. Hitt lagið tileinkar höfundur æskustöðvum sínum, Akureyri og nágrenni með róm- antísku ljóði eftir Einar Kristjáns- son frá Hermundarfelli. Þessi lög litu dagsins ljós fyrir nokkrum árum en vegna framtaksleysis hef- ur dregist að koma þeim til al- mennings segir höfundur. Trú- lega hefðu bæði hafnað í rusla- körfunni ef sonur Karls, Jónatan, hefði ekki sýnt sig í að vera föður- betrungur með framtakssemi. Það sem mælir með plötunni, sem heppilegri tækifærisgjöf er auk gæða efnis og flytjenda, hressileg- ur söngur bændastéttarinnar, því flest eigum við rætur að rekja til sveitarinnar. Hvað Akureyrar- marsinum viðkemur höfðar hann óneitanlega meira til Eyfirðinga búsettra og burtfluttra. Platan er unnin í Stúdíó Bimbó og er- lendis. Um 2000 jóiatré úr Suður- Þingeyjarsýslu verða Ijósum prýdd í stofum landsmanna um þessi jól. Trén verða seld í Þingeyjarsýslu, Eyjafírði og í Reykjavík. Skógrækt ríkisins selur um 1200 tré sem að mestu eru fengin úr Þórðarstaða- skógi, Vaglaskógi og Ystafells- skógi. Þá selur Skógræktarfé- lag Þingeyinga um 400 tré, sem fengin eru úr Fessselsskógi. Einnig selja tveir bændur í Kinn jólatré, þeir Sigurður Marteinsson og Friðgeir Jóns- son í Ystafelli. Þau tré eru feng- in úr Ystafellsskógi. Þessar upplýsingar fengum við hjá Friðgeiri bónda í Ystafelli sl. sunnudag. Hann sagði að langmestur hluti þessara jólatrjáa væri rauðgreni. Hinsvegar sagði hann að stefnt. væri að því að koma upp trjáteg- undum sem væru barrheldnari en rauðgrenið, s.s. blágreni, stafa- furu og þin (eðalgreni). Friðgeir var spurður hvort hann teldi að skógrækt gæti orðið atvinnugrein á íslandi. „Hún er það þegar og á eftir að vaxa stórlega. Starfsemi Skóg- ræktarfélags Þingeyinga hefur aukist mikið síðustu árin. Hún byggist mest á sölu jólatrjáa sem hægt er að auka verulega. Enn sem komið er eru flest trén flutt inn, en það á eftir að breytast. Bændaskógar eru í sjónmáli. Eftir þá reynslu sem fengin er af heimil- isreitum er sýnilegt að þeir eiga fullan rétt á sér. Auk þess getur rétt nýting birkiskóganna gefið umtalsverða atvinnu. Ég vil. í því sambandi benda á að til landsins er nú flutt mikið af svokölluðum grillkolum, sem hægt er að framleiða hér heima. Þá er hægt að nýta birkið í staura og allskyns smíðavið." - Það hafa margir kvartað undan því að jólatrén hafa misst barrið löngu áður en jólin eru liðin. Hvað vilt þú segja um það? „Já, það er rétt þetta hefur stundum verið vandamál. Þetta fer mikið eftir því hvernig sumar- ið er. Si. sumar var mjög gott og útlit er fyrir að trén verði með betra móti í ár. Nú er það orðinn fastur liður í starfsemi skógrækt- armanna að bera köfnunarefnis- áburð á trén, en áburðurinn eykur barrheldni trjánna verulega. Hinsvegar vil ég benda á að það er hægt að eyðileggja öll tré með rangri meðferð. Það má t.d. ekki taka trén úr kulda og frosti og setja þau beint inn í hlýja stofuna. Það verður að þíða þau upp áður. Best er að geyma trén í kulda, jafnvel frosti, en varast að það næði um þau kaldir vindar. Þegar þau eru svo tekin inn er best að þíða þau upp í vatni, t. d. setj a þau í baðkar og sprauta yfir þau köldu vatni. Aður en þau eru sett niður þarf að skera neðan af stofninum með beittum hníf, til að opna sog- æðar trésins. Ekki má saga neðan af stofninum með sög, því þá merjast æðar og lokast, og tréð getur ekki drukkið. Best er að láta þau standa í vatni eðan í fötu með sandi í og vökva þau reglulega.“ Kynnist grænmetistorginu Þar veljið þið ávextina og grænmetið við ykkar hæfi. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð |H Nú borgar sig að líta inn! Aldrei meira, glæsilegra né fjölbreyttara úrval ★ FOT ★ JAKKAR ★ FRAKKAR ★ BUXUR ★ SKYRTUR ★ PEYSUR ★ HANSKAR KREDITKORT VELKOMIN Herradeild sími23599 ★ SLOPPAR ★ NÁTTFÖT ★ STAKKAR ★ BINDI ★ KVEN- SKÍÐAGALLAR KVEN-SKÍÐA- SAMFESTINGAR LEÐURJAKKAR 14. desember 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.