Dagur - 14.12.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 14.12.1982, Blaðsíða 8
Frá kjörbúðum KEA' Við seljum kjúklingana enn á gamla verðinu. Komið og gerið góð kaup til jólanna. Orðsending frá Sjúkrasamlagi Akureyrar Samkvæmt samningum viö lækna mega lækna- skipti fara fram í desember ár hvert og gilda frá áramótum. Skrá yfir lækna liggur frammi í af- greiðslu samlagsins. Samiagsmenn, sem kynnu aö óska aö skipta um heimilislækni, skulu snúa sér þangað og hafa með sér samlagsskírteini sín. Sjúkrasamlag Akureyrar. Breytingar á aðalskipulagi Meö tilvísun til 17. og 18. gr. laga nr. 19 frá 8. maí 1964 auglýsast hér með breytingar á aöalskipu- lagi á eftirtöldum svæöum: 1. Sunnan Skógarlundar, á milli Mýrarvegar og væntanlegrar tengibrautar vestan hans. 2. Vestan Þórunnarstrætis, sunnan Suður- byggðar og Dvalarheimilisins Hlíðar. 3. Reit, sem markast af Langholti, Miðholti, Undirhlíð og Krossanesbrautar. 4. Svæði frá Glerárskóla norður að Skarðshlíð svo og svæði á Neðri Ási, vestan skólans. Uppdrættir, sem sýna breytingar þessar og voru ásamt greinargeröum samþykktir í bæjarstjórn 7. september 1982 liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu skipulagsdeildar aö Ráðhústorgi 3, 4. hæö næstu 6 vikurfrá birtingu þessarar auglýsing- ar. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsdeild innan átta vikna frá birtingu auglýs- ingar þessarar, þ.e. í síðasta lagi hinn 3. febrúar 1983. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan þessa frests teljast samþykkir breytingunni. Skipulagsdeild Akureyrarbæjar. 25% afsláttur Svalbarðskirkja: Aðventukvöld Á miðvikudagskvöld verður efnt til aðventukvölds í Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd. Þar verður fjölbreytt dagskrá. Fannst látinn Um miðjan dag sl. laugardag fannst maður látinn í Öxnadal skammt frá Engimýri. Hér var um Akureyring að ræða, mann á fimmtugsaldri og hafði hann verið á rjúpnaveiðum. Mun maðurinn hafa orðið bráð- kvaddur því ekkert benti til þess að neitt óhapp hafi átt sér stað sem leitt hafði til þess að hann lést. Meðal þess sem verður á dag- skránni er að Haukur Halldórs- son, bóndi í Sveinbjarnargerði, flytur hugvekju, kirkjukórinn syngur jólalög undir stjórn Gígju Kjartansdóttur, organleikara, Skúli Torfason, tannlæknir, segir frá Jórsalaför og sýnir litskugga- myndir, Hlín Bolladóttir og Gígja Kjartansdóttir leika saman á þverflautu og orgel og sóknar- presturinn, séra Bolli Gústavs- son, annast helgistund. Um þessar mundir er verið að ganga frá vandaðri lýsingu um- hverfis kirkjuna og fyrir jól verð- ur komin þar flóðalýsing. Sval- barðskirkja er 25 ár um þessar mundir og eru ráðgerðar nokkrar framkvæmdir nú í vetur til bættrar félagsaðstöðu í útbyggingu kirkj- unnar. Verður jafmælisins minnst að þessum framkvæmdum lokn- um á næstkomandi vori. Kostaboð í dýrtíðinni Sparið krónuna og verslið ódýrt Dúnvesti 3 litir, st. S - M - L, verð aðeins kr. 550. Vélsleðagallar tilvalin jólagjöf Kappklæðin vinsælu Allar stærðir. | Úteatencrí i|i Eyfjörð T fullum gangi Iwr *£*£»*.**** Egils jólaöl Okkar vinsæla jólaöl verður tíl afgreiðslu frá og með 18. desember. Ölumboðið hf. Hafnarstræti 86 b-Sími 22941 ® aef^r Spur WAPPBLSW Cola MAlTEXTRAKT % Barnagæsla í Zíon Nú, eins og undanfarin ár, verða unglingadeildir KFUM og K með barnagæslu í Kristniboðshúsinu Zíon, Hólabraut 13. Opiðverður sem hér segir: Föstudagur 17. des. kl. 14-19. Laugardagur 18. des. kl. 13-19. Mánudagur 20., mið- vikudagur22. kl. 13-19. Fimmtu- dagur23. kl. 13-21. Margtverður til skemmtunar og börn eru beðin að hafa með sér nesti. Gjald fyrir eitt barn á klukkustund er kr. 15. Ágóðinn rennur til kristniboðs og húsbyggingarsjóðs félaganna. Barnagæsla í Oddeyrar- skóla Dagana 18. des. (laugardag) og 23. (Þorláksmessu) bjóða nem- endur 9. bekkjar Oddeyrarskól- ans upp á barnapössun í skólan- um. Opið verður frá kl. 1 báða dagana en til kl. 22.00 þann 18. og til 23.00 þann 23. Föndur, leikur og annað verður til skemmtunar. Notfærið ykkur þessa þjónustu og verslið í róleg- heitunum. Verðf yrri barnið á tímann er 10 krónur. Leiðrétting Af einhverjum ástæðum féllu á brott nöfn tveggja eignaraðila að Alþýðuhúsinu þegar fjallað var um þá í S&S. Þeir aðilar sem hér um ræðir eru Sjómannafélag Eyjafjarðar, sem á 4,93% og Bíl- stjórafélagið Valur, sem á 1,53%. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Bjóðum fullkomna vlðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum.-steríomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bfl- taBkjum, talstöðvum, (isklleitartækjum og sigl- ingartækjum. Isetning á bfltækjum. wuómvm Simi (96) ?3676 Gimá>goiu 3? - Akuityn Allar tryggingar! umboðið hf. Radhústorgi 1 (2. hæð), simi 21844, Akureyri. ar 8 v-DAGUR -14. desember 1982 — frá K Jónsson & Co. hf. ‘ •^gsSSSSb-^^SSSS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.