Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 4
„Gladdi mig mjög að vera heiðraður af Liverpool" - segir Rafn Hjaltalín, sem nú hefur lagt flautuna á hilluna Þór átti þcim heiðri að fagna á síðasta sumri að ciga þrjá dómara i 1. dcildinni. Rafn Hjaltalín, Þórodd Hjaltalín og Kjartan Tómasson dæmdu þar fyrir félagið og er þetta í fyrsta skipti sem Þór á svo marga háttskrifaða knattspyrnudómara. Einn þessara manna stendur nú á miklum tímamótum þar sem hann nú leggur flautuna á hilluna sökum aldurs. Það er að sjálfsögðu Rafn Hjaltalín, sem staðið hefur í eldlín- unni fyrir félagið í mörg herrans ár. Rafn hefur víða farið í sambandi við dómgæsluna og hefur frá mörgu að segja. Hann var tekinn tali á dögunum og fyrst spurður að því hvenær hann hefði byrjað að dæma. - Ja, í fyrsta skipti sem ég skipti mér af dómgæslu var ég sjöára. Þór og KA voru að leika í meistara- flokki og dæmt var horn á Þór. Mér líkaði ekki dómurinn og tók mig til og sparkaði boltanum í burtu. Þórsurunum austan við völlinn líkaði þetta ekki og ráku mig heim, segir Rafn. - Segja má að þetta hafi verið minn fyrsti dómur. „Átti stóra skíðaskó . Varsl þú eitthvað íknatlspyrnunni sjálfur? - Já, ég var svolítið með í yngri flokkunum hjá Þór. Eg þótti liðtæk- ur bakvörður af því að ég átti svo stóra skíðaskó. Það þótti gott í þá daga. Svo var ég einu sinni næstum orðinn Akureyrarmeistari. Oli Fossberg, sem átti að vera í mark- inu, mætti ekki á réttum tíma þannig að ég var settur í markið - á vaðstígvélum. Nú, Oli kemur nokkrum mínútum síðar og vill fara inn á. En í þá daga var ekki leyft að skipta um leikmenn nema ef menn meiddust og ég var eitthvað tregur til að koma út af. - En það kom ekki til að ég næði í Akureyrarmeistaratitil. Haukur Jakobsson var fyrirliði KA í leikn- um og einhverju sinni var dæmt á KA. Honum líkaði ekki dómurinn og gekk þá bara útaf með allt liðið. Hvenœr byrjaðirðu svo að dœma fyrir alvöru? Eg fékkst dálítið við þjálfun yngri flokka hjá Þór árið 1945 og byrjaði þá að flauta svolítið. En 1953 tók ég próf og varð þar með alvörudómari þrátt fyrir að hafa dæmt nokkuð áður. - Eg lærði fyrst reglurnar fyrir alvöru er Hannes Þ. Sigurðsson gaf mér sænskar myndskreyttar reglur. Ég fór með Þór til Siglufjarðar til að sjá þá leika og þar kynntist ég Hannesi. En ég skynjaði fyrst hvað það er að dæma knattspyrnu er ég hafði kynnst Höskuldi Markússyni, þýskum manni sem flutti hingað,og hafði dæmt á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928. Hann byggði mig upp sem dómara eftir það og gaf mér mest allra í sambandi við þetta. „Rak takkana í lærið á Tryggva Gorra . .“ - Fyrsti stórleikurinn sem ég dæmdi var leikur ÍBA við Spora, lið frá Luxembourg sem kom hér í heimsókn. Þá gerðist nú margt í einu. T.d. það að allir leikmenn Spora mættu til leiks á ólöglegum skóm. Takkarnir voru oddhvassir plasttakkar, stórhættulegir, en þá var nú ekki venjan að skoða skóna fyrir leik þannig að ég komst ekki að þessu fyrr en einn þeirra rak takkana í lærið á Tryggva Gorra. En ég varð að stöðva leikinn og láta menn skipta um skó. Flutti tillöguna um tvöfalda umferð í 1. deild. - Síðan fór ég að fara suður til að dæma og ég mann að í einum fyrsta leiknum mínum þar, sem var í 1. flokki, var Magnús V. Pétursson á línunni hjá mér. Það var nú oft vont að vera eini maðurinn utan af landi í þessu, og fékk ég oft strangari dóma en sunnanmennirnir. Það þótti dýrt að fá menn að norðan á leikina, en nú er það mél búið og leyst. - Ég byrjaði sem landsdómari 1956 og fékk þar með leyfi til að dæma Islandsmótsleiki í meist- araflokki, en hann var sambæri- legur við 1. deildina núna. - Meðan ég var í skóla í Reykja- vík sat ég oft KSÍ þing fyrir Þór. Ég mann að við vorum tveir Þórsarar, ég og Halldór Bóas Jónsson, sem fluttum tillöguna um að leikin yrði tvöföld umferð í 1. deildinni og þá átti ég tillöguna um stofnun 2. deildar. Það gekk nú ekki átakalaus fyrir sig en hafðist samt. Hvenœr fórstu svo fyrsl út fyrir landsteinana að dæma? - Ég fékk milliríkjadómararétt- indi 1963 og fór fyrst út sama ár. Fyrsti leikurinn sent ég starfaði að erlendis var leikur Manchester City og Linfield frá Irlandi.semframfór í Mancester. Ég var línuvörður, en með mér í ferðinni voru Hannes Þ. og Guðmundur Haraldsson. Þú hefur vœntanlega komið víða? - Ég hef farið geysimargar ferðir sem línuvörður og einnig sem dómari, og hef ég komið til sjö landa: Skotlands, Englands, Danmerkur, Þýskalands, Póllands, Noregs og Svíðþjóðar. - Stærsta ferðin var til Póllands 1978 er ég fór á Evrópumót unglingalandsliða. Þar var ég í hálfan mánuð í Krakow og Katowich. Þarna voru 20 dómarar til að byrja með og svo var ég einn þeirra sex sem valdir voru í sjálfa úrslitakeppnina og tel ég það tvímælalaust þann mesta heiður sem ég hef hlotið á mínum dómara- ferli og jafnvel mesta heiður sem íslenskum dómara hefur hlotnast. - Þetta var allt valið af erlendum mönnum og þarna voru margir frægir knattspyrnufrömuðir meðal áhorfenda, t.d. sir Stanley Rouse fyrrverandi forseti FIFA. Hvernig er tekið á móti dómurum er þeir eru við slörf erlendis? - Það er tekið alveg sérstaklega vel á móti dómurum og mat á starfi þeirra er allt annað en oft er hér heima. - Þessar ferðir sem við höfum verið að fara eru að vísu allar í sambandi við milliríkjaleiki eða í Evrópukeppni og alls staðar hefur verið tekið mjög virðulega á móti manni. Boðið er upp allt það besta en án nokkurs íburðar. Heiðraður af Liverpool í síðasta leiknum - Ég hef tvisvar verið á Anfield Road í Liverpool og fyrri leikurinn var nokkuð sögulegur og línuvarsl- an í honum var mjög erfið. Souness og Dalglish og þessir karlar voru alls 13 sinnum rangstæðir í leiknum - þeir voru alltaf svo fljótir fram. Þeir voru að leika við finnskt lið og unnu 10-1. - Minn síðasti leikur erlendis var svo í Liverpool er þeir léku gegn írsku meisturnum Dundalk nú 1 haust og þeir vissu víst að ég var að hætta og því heiðruðu þeir mig sérstaklega. Mér vargefinn knöttur- inn sem leikið var með, áritaður af öllum leikmönnum Liverpool, og þetta þótti mér ákaflega vænt um. Hefur gagnrýni á dómara ekki breyst I gegnum tíðina? - Jú, hún hefur mikið breyst. Hér áður fyrr fylgdi það alltaf að dómarinn var tekinn í gegn af áhorfendum eftir leikinn, og þar var alltaf svona hálftíma törn hjá honum. Og hann fór náttúrulega alltaf halloka. En með árunum hafa orðið mun meiri skrif um dóm- gæsluna og þetta verður alltaf alvarlegra og alvarlegra. „Vísindagrein“ Hvað um gagnrýni í blöðum? - Hún byggist því miður oft meira á tilfinningu en þekkingu. Svo hefur mér einnig fundist að þegar menn koma inn í þetta ungir og fá góða dóma þá haldi þeir sínum góðu dómum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.