Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 5
- Það er ekki nægur almennur
skilningur á því að dómgæslan er
sérstakt fag, sérstök ,,vísindagrein“.
Það er margt sem þarf að kunna,
skilja og átta sig á. Það tekur mörg
ár að átta sig á hlutunum ef vel á að
vera. Þá er það einnig algengt að
knattspyrnumenn kunni ekki regl-
urnar og skapar það oft misskilning,
og þá falla stundum orð sem ekki
hefðu fallið ella.
Hvernig finnst þér að vera nú að
hœtta dómgœslu?
- Ég skil við þetta með söknuði
þar sem ég hef haft af þessu mikla
ánægju og ég er viss um að næsta vor
verð ég sem vængbrotinn fugl er
hinir byrja að fljúga. En ég sætti mig
við það sem orðinn hlut að mínum
leik sé lokið. Ég vonast til að geta
unnið að þessum málum áfram og er
fús til að miðla minni reynslu með
námskeiðahaldi og ef til vill störfum
innan knattspymudómarasambands-
ins.
- Ég hef verið með ýmsar
ráðstefnur fyrir dómara og í vor var
maður frá UEFA á einni slíkri sem
sagði að hún hefði verið eins vel
skipulögð og annars staðar í Evrópu
þar sem hann hefði komið.
„Rós í hnappagatið fyrir Þór“
Hvernig stendur dómgæslan hér í
dag?
- Elún stendur vel að mínu mati.
Við eigum nokkra góða dómara og
einnig mörg góð efni, og það er eins
með knattspyrnudómara og leik-
menn að þeir þurfa þjálfu, kunnáttu
og auðmýkt.
- Dómgæslan á Akureyri er í
mjög góðu lagi. Þór á nú 5 lands-
dómara og þar af 2 í 1. deild. Ég tel
það rós í hnappagatið fyrir Þór að
hafa átt þrjá dómara í 1. deild í
sumar. Við vorum eitt sumar tveir,
unga menn í þetta og hefur það sýnt
sig að mikil afföll eru af námskeið-
unum. Kannski eru 4 af hverjum 10
sem halda áfram. En þetta er mikið
að breytast og er ofar kemur í
dómgæsluna verður að leita að
mönnum með bæði kunnáttu og
persónuleika. Það verður að gera í
því að velja menn í þetta alveg eins
og valið er í liðin.
Er einltver leikur þér minnisstœð-
ari en annar?
- Þetta eru nú orðnir um 1850
leikir í allt, þannig að margir eru
mér auðvitað minnisstæðir. En
minnisstæðastur held ég sé leikur
Rússlands og Júgóslavíu, úrslita-
leikurinn á Evrópumótinu í Pól-
landi, sem ég sagði frá áðan.
ég og Arnar Einarsson, og þá var Nú virðist dómarastarfið oftfrem-
Páll Magnússon eitt sumar í 1. ur óvinsœlt. Er ekki erfit að fá unga
deild. En lengstaf hefégdólaðeinn í menn til að taka þetta að sér?
þessu. -Það er rétt. Það er erfitt að fá
„Besti dómari á íslandi“
- Annars eru ótal margir leikir
mér minnisstæðir. T.d. leikur Hafn-
firðinga og Akureyringa er okkur
Albert Guðmundssyni lenti saman.
Hann ætlaði út af með liðið vegna
dómgæslunnar er það þóttu tíðindi
að þessi litli polli á Akureyri skyldi
bera hærri hlut. Annars hefur
Albert alltaf reynst mér mjþg vel og
er hann var formaður KSI fékk ég
réttindi sem milliríkjadómari. Þó að
slettst hafi upp á vinskapinn i einum
leik.
- Hann var í rauninni sá fyrsti
sem vakti á mér athygli sem
dómara, og í Degi 1956 sagði hann
að ég væri besti dómari á íslandi,
svo að ég grobbi nú svolítið, segir
Rafn. - Þetta lyfti manni auðvitað
mikið.
Þór á Rafni mikið að þakka fyrir
störf hans í þágu knattspyrnunnar
og leyfi ég mér að koma örlitlu
þakklæti til hans hér í lokin fyrir
hönd félagsins
-SH.
VÖRS
BÁTASMIÐJA
Bátasmíði
Bátaviðgerðir