Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 15

Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 15
Mikið verk framundan fá svæði félagsins: „Ætlum að koma upp mini-golfi af bestu gerð strax og snjóa leysir og frost fer úr jörðu“ - segir Sigurður Oddsson formaður Þórs „Það er búið að gera frum- rannsóknir vegna félagsheimils- ins svo sem jarðvegsrannsóknir, og þá erum við farnir að ræða fjármálin í sambandi við bygg- inguna. Við héldum nýlegafund um þetta mál og strax að honum loknum var hafist handa við teikningu hússins,“ sagði Sig- urður Oddson, formaður Þórs, er hann var inntur eftir því sem næst væri á dagskrá af fram- kvæmdum á íþróttasvæði félags- ins. Eins og menn muna var hinn glæsilegi grasvöllur félagsins tekinn í notkun sumarið 1980 - og síðan hefur verið unnið að undirbúningi frekari fram- kvæmda á svæðinu. Að sögn Sigurðar er nú einnig verið að undirbúa tvo tennisvelli austan við malarvöllinn. Mestum undirbúningi er nú þegar lokið - aðeins á eftir að keyra jöfnunar- lagið og síðan að malbika. Sagði Sigurður að vellirnir yrðu komn- ir í gagnið sem fyrst í vor, helst í maí. En er ekki brýnt verkefni að girða svæðið og loka því þannig fyrir óþarfa umferð? „Jú, það er vissulega mjög aðkallandi mál að girða, en það er einnig mjög dýrt. Ég veit ekki hvenær við drífum okkur í það verkefni. Það verður nú senni- lega ekki næsta sumar, þar sem nokkuð margtannaðliggurfyrir að gera þá. Ég hef þegar nefnt tennisvellina, og þá get ég nefnt að við erum ákveðnir í að koma upp mini-golfi á svæðinu í vor. Við ætlum að hafa það austan við malarvöllinn undir klöpp- inni - fyrir norðan tennisvellina. Við ætlum að koma þessu upp eins fljótt og hægt er með vorinu - strax og snjóa leysir og frost fer úr jörðu. Við erum búnir að ganga lengi með þessa hugmynd í maganum, en hér er um að ræða mini-golf af fullkomnustu gerð. Geturðu ekki sagt mér eitthvað um fyrirhugaða byggingu félags- heimilis? „Húsið er áætlað um 700m2 að stærð og í því verður búnings- aðstaða, þrekæfingarherbergi, gufubað og hvíldarherbergi, tveir litlir fundarsalir, sem hægt verður að breyta í einn stóran, stjórnarherbergi, jafnvel smá kaffitería. Þetta eru svona þau atriði sem mönnum hefur dottið í hug, draumur okkar er sá að um L- eða T- laga byggingu geti orðið að ræða þar sem búnings- aðstaðan yrði að fyrstu á einni hæð, og kaffistofa og fundar- salirnir yrðu í álmu sem yrði tveggja hæða. Ef húsið yrði skemmtilega staðsett væri hugsanlegt að koma upp útiveit- ingahúsi á þaki minni byggingar- innar þar sem sitja mætti í skjóli og fylgjast með leikjum.“ Hvað með svæðið norðan grasvallarins, er ákveðið hvað um þann blett verður? „I svæðið fyrir norðan gras- og malarvellina, alveg á milli þeirra og Skarðshlíðar er mein- ingin að koma upp gras æfinga- svæði, sem verður u.þ.b. tveir og hálfur til þrír hektarar. Framkvæmdum viðþettahef- ur það staðið fyrir þrifum að svæð- ið þarf að slétta, plægja og síðan að sá í það, en það er ekki hægt fyrr en búið er að ganga frá dren- lögnum frá hinum völlunum. Við ætluðum að ráðast í það verkefni í haust, en þetta er mjög fjárfrekt fyrirtæki þannig að við hættum við það. Megin ástæðan fyrir því var sú að næsta sumar á að hefjast handa við byggingu sundlaugar við Glerár- skóla og mun drenið úr henni verða lagt á milli vallanna okkar og út í Skarðshlíð, þannig að við munum verða með í þeirri lögn. Þetta verður sem sagt gert næsta sumar, þannig að ekki ætti að líða svo langur tími þar til sáð verður í þetta æfinga- svæði“, sagði Sigurður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.