Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 13

Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 13
„Svolítið þvingaður fyrst“ Er eitthvað frábrugðið að leika sem fyrirliði? - Eg hafði nú leikið sem fyrirliði í yngri flokkunum þannig að þetta var ekki alveg nýtt fyrir mér, en samt var þetta dálítið erfitt fyrst. Eg var svolítið þvingaður í fyrstu leikj- unum, en svo var þetta ekki neitt. - Mér finnst ég helst hafa fengið aukið sjálfstraust út úr því að leika sem fyrirliði. Það hefur aukist til muna. Aður hafði maður verið inni í liðinu í dag og úti á morgun, en núna í sumar fannst mér ég vera með öruggara sæti í liðinu en áður. Ekki að ég hafi slakað á og haldið að sætið byði alltaf eftir mér, alls ekki, heldur var maður bara einhvern veginn öruggari. Hvernig lýst þár á framhaldið? - Mér lýst mjög vel á það og er ákaflega bjartsýnn á næsta sumar. Við höfum tvisvar áður komist í 1. deild og ég verð að segja að þá vorum við ekki nógu sókndjarfir . En ég held að ef við spilum eins og síðastliðið sumar - með það í huga að alveg sama hvað andstæðingur- inn skorar mörg mörk þá skorum við bara fleiri, þá ætti okkur að geta gengið vel. Douglas vildi þetta, hann lagði allt kapp á sóknina og lang mest var rætt um sóknarleikinn hjá okkur. Enda skoruðum við 35 mörk i sumar eða fleiri en nokkurt annað lið bæði í 1. og 2. deild. Við fengum að vísu á okkur fleiri mörk en margir aðrir en það gerir ekkert til ef við skorum fleiri mörk í hverjum leik en andstæðingurinn. - Við megum ekki alltaf hugsa mest um hvað andstæðingurinn getur gert okkur heldur verðum við að hugsa um hvernig best sé fyrir okkur að klekkja á honum. „Ættum að stefna að Evrópusæti“ - Ég hef nú reyndar aldrei verið hrifinn að því að fá mikið af aðkomumönnum til liðs við okkur, en það er auðvitað nauðsynlegt stundum. Það hefur alltaf verið svo- leiðis hjá Þór að það er ekki gengið mikið á eftir mönnum og reynt að smala þeim I félagið, en hingað eru að sjálfsögðu allir velkomnir. - Ef við höldum sama mannskap, og eitthvað bætist jafnvel við, er ég bjartsýnn á góðan árangur okkar í 1. deild, og nú ættum við eindregið að fara að stefna að Evrópusæti. Allir Þórsarar hljóta að geta sæst á þessi lokaorð fyrirliðans okkar og hér segjum við því amen eftir efninu. -SH. Á meðfylgjandi myndum sést Halldór á æfingu hjá West Ham, en þar æfði hann meö aðalliðinu - ekki ófærgari köppum en Trevor Brooking, Alan Devonshire, Paul Goddard og fleirum. Það eru Devonshire og David Cross (sem nú er farinn til Man. City) sem eru með Halldóri á myndunum. Halldór og Þröstur hjá West Ham Halldór Askelsson (Egilssonar) og Þröstur Guðjónsson héldu í vor til Englands og dvöldu þar í 10 daga hjá knattspyrnuféiaginu fræga, West Ham. Halldór æfði þar með aðalliði félagsins - leikmönnum eins og Trevor Brookings, Alan Devonshire o.fl. - og Þröstur fylgdist ineð æfingunum og kynnti sér þjálfun. Þótti þeim félögum ferðin hcppnast nijög vel í alla staði, en auk æfinganna fylgdust þeir með nokkrum leikjum West Ham. Meðal þeirra var leikurinn gegn Arsenal á Ilighbury, og voru þeir með leikmönnum WH allan tímann. Fóru með þeim á völlinn í rútu og hittu þá síðan aftur eftir leikinn. Halldór er sem kunnugt er einn allra efnilegasti knattspyrnumað- ur sem fram hefur komið hér á Akureyri hin síðari ár, hann er nú 17 ára gamall og var því á fyrsta ári í öðrum aldursflokki í sumar. Þrátt fyrir það var hann fastur mað- ur í byrjunarliði meistaraflokks framan af sumri en þá settu meiðsli strik í reikninginn hjá honum. Er hann var orðinn góður af þeim tók hann upp þráðinn að nýju og hóf að leika með meistaraflokknum. Hann hefur bæði leikið í drengja og unglingalandsliði Islands í knattspyrnu og nú síðast var hann með gegn írum í Evrópukeppn- inni. Þröstur hefur um árabil þjálfað yngri flokka hjá Þór og er óþarl'i að kynna hann fvrir bæjarbúum, þar sem hann er vel þekktur t'yrir störf sín að félagsmálum. Þröstur tók myndirnar sem fylgja þessum greinarstúf. -SH. í t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.