Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 12
Var hálfgert peð
á milli hinna“
segir Nói Björnsson fyrirliði Þórsliðsins
knattspyrnuáhugamenn kannast
eflaust allir við Nóa Björnsson,fyrir-
liða Þórsliðsins í sumar, og þarf því
ekki að eyða mörgum orðum í að
kynna kappann. Hann lék fyrst í
ineistaraflokki er Þór var í 1. deild
1977, þá 17 ára að aldri, og síðan
hefur hann ætið verið viðloðandi
liðið.
- Ég var nú eiginlega hálfgert peð
á milli hinna leikmannanna er
ég kom fyrst inn í liðið - var bara til
þess að fylla upp í töluna; saði Nói
er hann var tekin tali. - Ég var
yngstur í liðinu, og reyndar sá eini
út mínum árgangi sem þá æfði með.
Þess má geta að Guðmundur
Skarphéðinsson og Arni Stefánsson
komu báðir inn í liðið seinni hluta
sumarsins, og sést á því að mikil
ynging átti sér stað í liðinu, en þeir
eru báðir einu ári eldri en Nói.
„Síðasta sumar það besta
fótboltalega séð“
Fyrsti heili leikurinn sem Nói tók
þátt í með meistaraflokki var gegn
Víkingi í Reykjavík, og tapaðist
hann 2 - 3. - Það var nú nokkuð
sögulegur leikur, segir Nói. - Ég
man eftir því að Gunni Aust
gargaði á dómarann: ,,Dómari, þú
er fullur", eða eitthvað álíka. Og
það varð ægilegt vesen út af þessu.
Hefur Þórsliðið breyst mikið síðan
þú varst að byrja í meistara-
flokknum?
- Já, það hefur breyst mikið. Það
var miklu meiri harka í liðinu þá -
rneira af sterkum og leikreyndum
mönnum. Nú er komið meira spil og
léttleiki, með ntönnum eins og
Bjarna Sveinbjörns og Halldóri
Áskels. Mér fannst síðasta sumar
einna best fótboltalega séð síðan ég
kom í meistaraflokkinn.
Hverju er það að þakka?
- Það er alveg gefið mál að í
sumar var lagt meira upp úr sóknar-
leiknum en nokkurn tima áður og
breidd vallarins notuð mjög vel.
Douglas lagði sem betur fer allt
kapp á sóknarleikinn.
Finnst þér knattspyrnan betri eða
lakari en áður?
- Ég er sannfærður um að 1.
deildarliðin eru lakari en þegar við
lékunr þar 1977. Nú eru epgin lið
eins sterk og t.d. Valur og IA voru
þá. 2. deildin er aftur á móti jafnari
að mínu mati og meiri fótbolti í
mönnum þar en áður.
- Þrátt fyrir að Þróttarar fengju
sex stigum meira en við fannst mér
við með besta liðið í deildinni í
sumar. Dæmið gekk bara ekki upp
eins og það hefði getað gert. Við
vorum t.d. hræðilega óheppnir í
nokkrum leikjum, og þá vil ég
sérstaklega nefna leikinn við Þrótt-
arana í Reykjavík. Við töpuðum
þeim leik 1 - 2 og verð ég að segja að
það er ósanngjarnasta tap sem ég
hef tekið þátt í um ævina. Við
klúðruðum nokkrum dauðafærum,
og þó ég segi sjálfur frá held að 3 - 4
slík hafi farið í vaskinn á síðustu 5
mínútunum. Hafþór átti skot í
stöng, Guðjón komst einn í gegn en
skaut í andlit markvarðarins, Hall-
dór skaut í þverslá og svona væri
hægt að halda áfram.
„Óheppnir“
- Og markið sem við skoruðum
kom svo úr þrítekinni vítaspyrnu -
það er kannski besta dæmið um það
hvernig leikurinn var. Guðjón tók
tvö fyrstu vítin - skaut framhjá í því
fyrra en síðan varði markmaðurinn,
en hann hafði hreyft sig í bæði
skiptin. Árni Stefánsson skoraði
svo örugglega úr þriðju spyrnunni.
- Þá langar mig ac nefna
heimaleikinn við Einherja. Við
vorum komnir 2-0 undir í hálfleik
þrátt fyrir að vera mun betra liðið, og
bæði mörk þeirra voru mjög klaufa-
leg. Við náðum síðan að vinna upp
forskotið og vorum komnir yfir er
35 mín. voru liðnar af síðari hálf-
leiknum. Við tókum okkursaman í
andlitinu og sýndum hvers við
vorum megnugir þegar staðan var
orðin slæm. Það var gott hjá okkur.
Þá var einnig mjög gaman að spila
leikinn við Þrótt frá Neskaupstað
sem við unnum 7-0 hér heima. Það
skyggði að vísu á að ég var rekinn út
af fyrir vægast sagt mjög gróft brot
- og ég átti það alveg skilið. Það
greip mig stundarbrjálæði, en það er
auðvitað aldrei afsakanlegt þegar
svona kemur fyrir.
Hvernig er það þegar fyrirliðinn er
rekinn af velli. Skapar það engin
leiðindi?
- Nei, það held ég ekki. Ég hafði
vit á að skella mér í sturtu og fara
strax heim og hugsa um hvað ég
hafði gert. Ég skammaðist mín
alveg gífurlega fyrir þetta, og þetta
var alger óþarfi. Ég var búinn að
skora tvö mörk í leiknum er þetta
gerðist.