Dagur - 06.01.1983, Blaðsíða 3
Aukin tryggingavernd bænda
Samvinnutyggingar hafa nú um
nokkurra ára skeið annast Hey-
og búfjárbrunatryggingar fyrir
fjölmarga bændur. Miðast
framkvæmd þessara trygginga
við forðagæsiuskýrslur og verð-
mætamat Búnaðarfélags
íslands, á því tryggða, þ.e. hey-
birgðum, sauðfé og nautgrip-
um.
Vegna góðrar reynslu af þessu
tryggingaformi og því öryggi sem
það veitir, hafa komið fram hug-
myndir um að auka gildi þessara
trygginga, með því að láta þær
einnig ná til heyvinnuvéla, áhalda
og tækja tilheyrandi búrekstri.
Að höfðu samráði við Búnað-
arfélag íslands og Stéttarsamband
bænda, hafa Samvinnutryggingar
nú ákveðið að endurnýja Hey- og
búfjárbrunatryggingar, þannig að
heyvinnuvélar (ökutæki) undan-
skilin), tækjabúnaður í útihúsum
og önnur áhöld og tæki tilheyr-
andi hefðbundnum búgreinum,
þ.e. nautgripum og sauðfé, verði
brunatryggð með sömu skilmál-
um ög hey og búfé hefur verið
tryggt, en meginefni þeirra skil-
mála er að félagið ber raungildis-
ábyrgð á hinum tryggðu eignum,
vegna brunatjóna sem á þeim
verða.
Um leið og tryggingin er látin
bera ábyrgð á brunatjónum á vél-
um og áhöldum, er útreiknuð
vátryggingarupphæð, vegna fóð-
urs og búfjár, samkvæmt forða-
gæsluskýrslum, hækkuð um áætl-
að meðalverðgildi véla og áhalda,
en iðgjaldstaxtinn sem hefur verið
20/00 lækkar og verður 1,50/00.
Breytingin leiðir því ekki til ið-
gjaldahækkunar, þrátt fyrir veru-
lega aukin réttindi til handa þeim
tryggðu. Sérstakar brunatrygg-
ingar á vélum og áhöldum, sem nú
falla undir umræddar breytingar,
verða felldar niður og endur-
greiddar frá og með 15. október
1982, þar sem þeirra er ekki leng-
ur þörf.
Unnt er með þessum hætti að
auka gildi tryggingarinnar á gjald-
hækkunar vegna góðrar afkomu
hey- og búfjárbrunatrygginga,
sem rekja má til almennrar þátt-
töku bænda í þeim tryggingum og
góðrar umhirðu þeirra á hinu
tryggða, einkum heyjum, en
brunatjón á heyjum hafa farið
minnkandi á s.l. árum. Hin aukna
og nauðsynlega vátryggingar-
vernd, sem nú er innifalin í trygg-
ingunni, þ.e. brunatrygging á vél-
um og áhöldum, er árangur og
uppskera góðrar samvinnu bænda
við Samvinnutryggingar.
(Fréttatilkynning.)
Akureyringar og nærsveitamenn
Ljósin (samlokur), gufuböðin
og nuddpotturinn
komin í notkun.
Opið fyrir karla og konur alla virka daga.
Vinnuvettlingar
gulir, mjúkir, hlýir.
Aðeins kr. 30 parið.
(ísso) nestin
Líkamsræktin opin
á kvöldin virka daga.
Nánari upplýsingar í síma 21506.
Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar,
Bugðusíðu 1.
áður
Herrapeysa ..................... 439:00
Herraúlpur .................... 1589:00
Dömuvattkápa ................... U39^)0
Dömupils ...................... „379^30
Dömusloppur ................... _259:00
Dömupeysa ...................... 499:00
Herraskór .................... _-299;00
Herraskór .................... 459:00
Dömukuldaskór ................. _729Æ)0
Barnaúlpur ................... 599.00
Herrabuxur ..................... J399O0
Herrabuxur ..................... „34900
Dömubuxur, galla ............... „49900
Handklæði ....................... J135O0
Sýnishorn
af vörum:
nú
339.00
989.00
889.00
199.00
159.00
299.00
199.00
359.00
589.00
399.00
299.00
249.00
349.00
89.95
Coke 1,5 Itr 35,85 29.90
Maling tómatar, niðurs 16.50 14.90
Pillsbury heilhveiti 5 Ibs 35,25 29.90
Beech nut barnadjús 7.05 5.40
Efnisbútar í miklu úrvali.
hefst föstudaginn 7. janúar
j
HAGKAUP
Norðurgötu 62 Sími 23999
Málverkauppboð
verður haldið í Sjallanum laugardaginn 5. febrúar
nk. kl. 14.00.
Þeir sem áhuga hafa á að koma myndum á upp-
boðið vinsamlegast hafið samband við undirritaða
fyrir 23. janúar nk.
Bárður Halldórsson/Jón G. Sólnes.
Kabarettinn
„Lausar skrúfur“
sem allir tala um var frumsýndiáur
í Sjallanum á nýársdag
Sýning á föstudag og
sunnudag kl. 22.00.
Miðasala báða dagana frá kl. 5.00-7.00 e.h.
Miðaverð kr. 150 fyrir Kabarett og dans.
Kabarettmatur aðeins kr. 180,
framreiddur frá kl. 20.00-22.00.
Al/i ircxv/ri oírr»i 00770-0007^
Akureyri, sími 22770-22970
6: janúar 1983 - DAGUR -3