Dagur - 06.01.1983, Blaðsíða 8
„Nei, það er nú frekar lítið að gera hjá okkur rökurunum svona fyrst eftir hát-
íðirnar“, gæti rakarinn I Hafnarstræti verið að segja í símann. Raunar var
myndin tekin á Þorláksmcssu. Mynd: H.Sv.
Áskell og Helgi
sæmdir riddarakrossi
Enn óvíst
hvort
Nýja bíó
hættir
störfum
Á sunnudagskvöldið hófust
sýningar á kvikmyndinni
„Dýragarðsbörnin“ í Nýja
bíói, en hún lýsir fíkni- og eitur-
efnaneyslu unglinga. Hefur
kvikmyndin hvarvetna hlotið
mikla aðsókn og umtal.
Minnstu munaði að Nýja bíó
yrði af myndinni, því klausa birt-
ist um það fyrir jól í DV að bíóið
væri hætt störfum og varð það til
þess að umboðsaðili myndarinnar
hér á landi var búin að ráðstafa
myndinni til Hafnarfjarðar, án
þess að kanna hvað hæft væri í
fréttinni í DV. Tókst að koma í
veg fyrir þetta og var myndin
frumsýnd á Akureyri annan ný-
ársdag fyrir fullu húsi og munu
færri hafa komist að en vildu. Sá
lögreglan m.a. ástæðu til að
kanna hvort aukastólum hefði
verið bætt við til að koma fleirum
inn, sem reyndist ekki vera.
Ástæða er til að taka fram að
myndin er bönnuð innan 12 ára og
reglur segja fyrir um að það breyti
þar engu hvort börn eru í fylgd
foreldra eða ekki.
Eins og fram hefur komið í
Degi var starfsfólki Nýja bíós sagt
upp störfum um mánaðamótin
október-nóvember sl. með það í
huga að hægt yrði að ioka bíóinu
1. febrúar ef ekki rætist úr
rekstrinum. Eftir því sem best er
vitað hefur enn ekki verið ákveð-
ið hvort af lokuninni verður.
Þrettánda-
gleði frestað
Þrettándagleði íþróttafélagsins
Þórs sem fram átti að fara á svæði
félagsins í Glerárhverfi í kvöld
hefur verið frestað af óviðráðan-
legum ástæðum.
Ekki verður þó hætt við gleðina
með öllu og er stefnt að því að hún
fari fram sunnudaginn 16. janúar.
Verður nánar getið um þrettánda-
gleðina síðar.
Um áramótin voru nokkrir ís-
lendingar sæmdir heiðursmcrki
hinnar íslensku fálkaorðu.
Meðal þeirra voru tveir Norð-
lendingar að þessu sinni, þeir
Áskell Jónsson á Akureyri og
Helgi Símonarson í Svarfað-
ardal.
Áskell Jónsson.
Áskell Jónsson, tónskáld á Ak-
ureyri, var sæmdur riddarakrossi
fyrir störf að tónlistarmálum, en
Helgi Símonarson, fyrrverandi
bóndi á Þverá í Svarfaðardal,
riddarakrossi fyrir störf að félags-
málum.
* m
Helgi Símonarson.
Talsímaverðir
eru óánægðir
Starfshópur talsímavarða sem
skipaður er talsímavörðum
víðsvegar af landinu hefur sent
sveitarstjórnum, alþingis-
mönnum og fjölmiðlum frétta-
tilkynningu, þar sem vakin er
athygli á því að nú sé verið að
skerða mjög þjónustu hinna
ýmsu símstöðva víða um
landið.
Margrét Björnsdóttir sem starf-
að hefur í 27 ár á símstöðinni á
Siglufirði er einn þeirra talsíma-
varða sem hefur fengið uppsagn-
arbréf vegna nýrrar skipunar
mála varðandi þjónustu sím-
stöðvanna. Hún sagði í spjalli við
Dag að fækkun starfsfólks væri
afleiðing af aukinni sjálfvirkni
sem tekin hefur verið í notkun.
„Það er hinsvegar svo að þessi
nýja skipan mála er beinlínis
skerðing á þjónustu við hinn al-
menna landsmann. Þannig er sím-
stöðinni á Siglufirði nú lokað kl.
17 á daginn í stað kl. 20 áður og
eftir það verður fólk að snúa sér til
símstöðvarinnar á Akureyri. Það
má heldur ekki gleyma því að
símstöðin í mörgum hinum
smærri bæjarfélögum víðsvegar
um landið hefur verið meira en
símstöð, hún hefur miklu fremur
verið miðstöð þangað sem fólk
hefur leitað með margvísleg er-
indi“, sagði Margrét.
Með hinni nýju skipan mála er
stefnt að því að símstöðvar verði
opnar á sömu tímum og banka-
stofnanir. Það þýðir að á kvöldin
og um helgar er enga þjónustu að
fá víða um land nema með auk-
inni fyrirhöfn ef það er þá hægt.
Bréfi talsímavarðanna lýkur með
þessum orðum: „Okkur er ekki
kunnugt um að Póst- og síma-
málastofnunin hafi byggt lokanir
þessar á undangenginni rannsókn
írá sjónarhorni neytenda. Tekju-
skerðing vegna samdráttar í þjón-
ustu og kostnaðarauki vegna nýs
símabúnaðar (sjálfsalar) og þjón-
ustukostnaður honum tengdur,
gæti orðið stofnunni meiri fjár-
hagsbaggi en það sem sparast
vegna uppsagnar starfsfólks".
Jólaverslunin:
Greinilega
minni
peningar í
pyngjunni
„Ég get ekki annað sagt en að
ég er frekar ánægður með
hvernig jólaverslunin kom út
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga“,
sagði Bjöm Baldursson versl-
unarfulltrúi fyrirtækisins í
spjalli við Dag eftir áramótin.
„Það var ýmislegt og þó sér-
staklega gott veður sem hjálpaði
til við það að úr verslun í desem-
|ber rættist. Við höfðum ágætt
Iveður ef undan er skilin ein helgi
og verslunin fór vel af stað í des-
embermánuði. Síðan kom nokk-
ur lægð en síðustu dagarnir fyrir
jól voru mjög góðir þannig að
þegar upp er staðið erum við ekki
óánægðir. Hinsvegar eru pening-
arnir miklu verðminni en áður og
versiunin þarf því að vera meiri.
Hvort við höfum náð því er alveg
á mörkunum".
- Urðuð þið varir við annan
verslunarmáta hjá fólki en verið
hefur?
„Já, við urðum varir við það í
matvörunum að fólk hagaði inn-
kaupum sínum á annan hátt.
Kjörbúðastjórarnir sögðu mér að
þeim hafi fundist fólkið haga sér
öðruvísi við innkaupin, eins og
það væri minna í pyngjunni, því
er ekki að neita.
Sumsstaðar í verslunum okkar
út með firðinum var verslunin
slakari en hér inn á Akureyri. Það
getur verið vegna þess hversu
samgöngurnar voru góðar. Það er
ýmislegt sem bendir til þess að
fólk hafi komið inn á Akureyri til
að versla“.
„Það má segja að jólaverslunin
hjá okkur hafi verið eins og við
bjuggumst við, við reiknuðum
með samdrætti og höguðum okk-
ur samkvæmt því“, sagði Birkir
Skarphéðinsson hjá Amaró á Ak-
ureyri.
„Það var áberandi að fólk
keypti ódýrari vörur en áður og
það skoðaði verð miklu meira en
áður. Þá var algjör deyfð um
miðjan mánuðinn og verslunin
kom ekki upp fyrr en allra síðustu
dagana fyrir jól. Ég held að það sé
ekkert glæsilegt framundan hjá
versluninni fremur en annars
staðar“, sagði Birkir.
# Var það lélegt
eða gott?
Búast má við því að hinar ár-
legu deilur á lesendasíðum
blaðanna um það hvort Ára-
mótaskaup sjónvarpsins hafi
verið gott eða slæmt, fari að
hefjast. Einn lesenda Dags
hafði samband og fannst lítið
til koma. Fannst honum tal-
andi dæmi um gæðí skaups-
ins að 3 ára stúlka sem var í
hópi fullorðins fólks sem
horfði á dýrðína þar sem hann
var staddur, var sú eina sem
virtist skemmta sér. Hinirfull-
orðnu höfðu af þessari kátínu
krakkans nokkra skemmtun
og hún bjargaði því sem
bjargað var þetta kvöld.
# Þá fengu þelr
snjóinn
Það hefur ekki margt annað
komist að í fréttum Ríkis-
útvarpsins að undanförnu en
frásagnir af ófærð og ofsa-
veðri á Suðvesturlandi. Nú í
nokkurn tíma hafa t.d. höfuð-
borgarbúar fengið að kynnast
vetri konungi og finnst víst
mörgum Norðlendingum tími
til kominn. Og þeir höfuð-
borgarbúar sem eru brott-
fluttir á „snjólöndin" á
Norðurlandi hafa lúmskt gam-
an af. Þannfg var hún t.d.
bráðfyndin fréttin um jólin aö
20 cm snjór hefði fallið í höfð-
uðborginni eina nóttina og
allt væri kolófært. Jafn mikið
snjóaði á Akureyri sömu nótt,
og var ekki að sjá að það hefti
för þeirra sem þar áttu leið
um, og lítið var um „grát“.
# Jóla-
sveinarnir
farnir
Það mun víst vera í dag sem
sfðasti jólasveinninn heldur
til fjalla að aflokinni jólaver-
tíðinni. Þeir munu hafa verið
duglegir við að setja í skóna
hjá krökkunum fyrir jólin að
venju, en þó voru sumir ekki
ánægðir með það sem þeir
fengu í skó sinn. Þannig tók
einn fimm ára kunningi S&S
sig til og skipti yf ir í stóra stíg-
vélið sitt þegar honum fannst
ekki nægilega mikið komast í
skóinn litla.
• Skyldi
Vilhelm vita
af þessu?
Eins og fram kemur f frétt á
forsíðu hafa staðið yfir við-
ræður milli kunns íslensks at-
hafnamanns í Bandaríkjun-
um og Útgerðarfélags Akur-
eyringa um sölu á skuttogar-
anum Sólbak, sem ÚA hefur
nú lagt. Mun ætlunin að nota
skipið sem eins konar veiði-
hús fyrir þá sem hafa það að
íþrótt sinni að veiða sverðfisk
við Bahamaeyjar. Kannski
verður þá gamli Sólbakur
purpura og pelli skrýddur til
að auka á lystisemdir rfkra
Amerfkana - hver veit? En
skyldi hann Viihelm vita af
þessu? Ekki samkvæmt þvf
sem hann svaraði Degi.