Dagur - 06.01.1983, Blaðsíða 2
Fuglatalning á Akureyri
Almennur fuglatalningardagur
var að þessu sinni 26. desember
1982. Veður var ágætt, logn all-
an daginn, frost 2 stig, léttskýj-
að og skyggni ágætt. Pollurinn
var ófrosinn og íslaus, svo og
fjörur. Færi um bæinn var
ágætt, háir snjóruðningar með-
fram götum, því mikið snjóaði í
desember.
Þeir sem töldu fugla voru hinir
sömu og undanfarin ár: Árni
Björn Árnason, Gunnlaugur Pét-
ursson, Jón Sigurjónsson og Por-
steinn Þorsteinssön.
Athugunarsvæðiö var ströndin
frá flugvelli og út í Skjaldarvík
ásamt görðum bæjarins.
Þessar fuglategundir sáust:
Auðnutittlingur 1, gráþrestir 8,
skógarþrestir 7, svartþrestir 3,
glóbrystingur 1, snjótittlingar
1624, bjartmáfar 93, silfurmáfar
124, svartbakar 319, hvítmáfar
164, hettumáfar 224, stormmáfur
1, sendlingar 25, hrafnar 71, gul-
endur 10, stokkendur 280, topp-
endur 11, rauðhöfðaönd 1, há-
vellur72, teistur 18, æðarfugl711,
ógreindir máfar 610. Alls voru
fuglategundir21.
Þótt einungis sæjust 7 skógar-
þrestir á fuglatalningardaginn
munu a.m.k. 20 skógarþrestir
vera í bænum um áramótin 1982-
1983. Auk þeirra fugla sem sáust í
fuglatálningunni var eftirtaldra
fugia vart á árinu 1982 á Akur-
eyri:
Gráþrestir, sem verptu tvisvar
og komu upp ungum í bæði
skiptin. Sáust ungar í byrjun júlí
og aftur í ágústmánuði. Um miðj-
an nóvember kom til Akureyrar
mikið af gráþröstum og fór þeim
síðan fækkandi. Gráþröstur
verpti á Akureyri 1980. Stari sást
hér í október. Tveir hettusöngv-
arar sáust í byrjun nóvember. í
byrjun nóvember sást einnig lítill
söngvari, laufsöngvari eða grá-
söngvari en þeir eru fremur tor-
greindir hvor frá öðrum.
Byggið im
yóar eigió
ÖRYGCIS
HÓLF
ogþaóheima
istofu
Hver þekkir ekki vandamál viö
geymslu pappira og muna
heima?????
Nú er komin ódýr og örugg lausn
t.d. tyrir:
♦Verðbrét, afsöl og samninga
* Bankabækurnar
* Peninga, innlenda og erlenda
* Frlmerkja- og myntsötn
* Heimilisbókhaldið
* Skartgripi
* Ættar- og verðlaunagripi
* Skattapappira
* Meðul og annað sem getur
verið hættulegt börnum
* Leyndarmálin
★ Eldtraust og þjófheld
★ 4mismunandistæröiroggeröir
öseyri 6, Akureyri . Póslhólf 432 . Sfml 24223
. .
Leikklúbburinn Saga:
Lísa í Undralandi
Vetrarstarf Leikklúbbsins
Sögu er nú hafíð af fullum
krafti. í september hófst starf-
semin með leiklistarnámskeiði
fyrir nýja félaga og nú eru hafn-
ar æfíngar á næsta verkefni
klúbbsins, sem er Lísa i Undra-
landi eftir Klaus Hagerup.
Þetta er nútímaútfærsla hins
gamla ævintýris Lewis Carrolls og
sniðið handá unglingum jafnt sem
fullorðnum. Þýðinguna gerði
Sigurður Snævarr, en söngtexta
þýddi Þorsteinn Eggertsson.
Fjöldi söngva og dansa eru í leik-
ritinu og við flutning söngvanna
nýtur klúbburinn aðstoðar rokk-
hljómsveitar.
Leikstjóri sýningarinnar er
Viðar Eggertsson leikari hjá L. A-
Stefnt er að frumsýningu í mars-
byrjun og líklegt að verkið verði
sýnt víðar en á Akureyri.
Félagar í Leikklúbbnum Sögu
eru nú nálega 40 talsins og hafa
aldrei verið fleiri. Þeir eru á
aldrinum 13-23 ára, en formað-
ur klúbbsins er Helgi Már Barða-
son.
230 á stofnfundi
Stofnfundur minningarsjóðs
um Jón Júlíus Þorsteinsson,
kennara, var haldinn að Hótel
Varðborg sunnudaginn 28.
nóvember sl. Skráðir stofnfé-
lagar eru 230.
Tilgangur sjóðsins er að gefa út
kennslugögn fyrir hljóðlestrar-,
tal- og söngkennslu. Stofnfé
sjóðsins er 25 þúsund krónur.
Sjóðurinn veitir viðtöku minning-
argjöfum og öðrum gjöfum.
Stjórn sjóðsins vill beina því til
þeirra sem enn eiga eftir að skila
heimsendum gíróseðlum að gera
það vinsamlegast sem fyrst, en
frestur til að skila þeim er til 15.
janúar 1983 (gíróreikningsnúmar
18973-1).
í aðalstjórn félagsins eru Erla
Kristjánsdóttir, formaður,
Guðmundur Víðir Gunnlaugs-
son, varaformaður, Sigurður
Flosason, gjaldkeri, Vilberg
Alexandersson og Atli Guðlaugs-
son, meðstjórnendur. f vara-
stjórn eru Gunnar Jóhannsson,
Margrét Albertsdóttir og Rósa
Árnadóttir.
(Fréttatilkynning)
AKUREYRARBÆR H
Félagsstarfi
aldraðra
á vegum Félagsmálastofnunar Akureyrar verður
hagað sem hér segir síðari hluta vetrar 1982/83.
Skemmtanir í Sjallanum verða með sama hætti og
verið hefur sunnudagana 16. jan., 20. febr.,
13. mars, 17. apríl, 15. maí.
Þeir sem óska eftir akstri heiman og heim hringi í
síma 22770 kl. 13-14 samdægurs.
Handíðahóparnir munu fyrst koma saman laugar-
daginn 8. janúar og miðvikudaginn 12. janúar.
Óskum um þátttöku og akstur skal koma á fram-
færi við Félagsmálastofnun í síma 25880 næstu
daga.
Starfsemi leikf imihopsins, sem verið hefur í Laxa-
götu 5, verður auglýst síðar.
2 - DAGUR -6. janúar 1983
/N /N /N ✓N /N
m m m m m m
/N
^N .XTn /N xN /N
/N
m
/N
m
✓N
EIGNAMIÐSTOÐIN
SKIPAGOTU 1 - SIMI 24606
Opið allan daginn
SELJAHLÍÐ:
4ra herb. raðhúsaíbúð, ca. 105 fm. Búið að steypa
plötu undir bílskúr. Laus eftir samkomulagi.
RÁNARGATA:
4ra herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi, töluvert
endurnýjuð. Laus eftir samkomulagi.
HAFNARSTRÆTI:
^ 4ra herb. íbúð á efstu hæð í þríbýlishúsi, mikið
m endurnýjuð. Laus strax.
BREKKUGATA:
3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi, mikið endurnýjuð.
^j. Laus eftir samkomulagi.
GRUNDARGATA:
4ra herb. íbúð, ca. 80 fm í tvíbýlishúsi. Laus eftir
samkomulagi.
KEILUSÍÐA:
2ja herb. íbúð, ca. 60 fm í fjölbýlishúsi. Skipti á
rti 4ra herb. raðhúsaíbúð í byggingu æskileg. Laus
eftir samkomulagi.
m
KRINGLUMÝRI:
140 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt
bilskúr. Ýmis skipti koma til greina. Laust eftir
rn samkomulagi.
m TJARNARLUNDUR:
pn 2ja herb. íbúð á 4. hæð í fjölbýlishusi, ca. 50 fm.
✓ts
Laus eftir samkomulagi.
”frT AKURGERÐI:
5-6 herb. endaraðhúsaíbúð. Stærð ca. 150 fm.
'rn Mjög vel gerð eign. Saunabað á neðri hæð. Laus
eftir samkomulagi.
LANGHOLT:
5 herb. einbýlishús a tveim hæðum, á góðum
stað. Lítij íbúð í kjallara. Möguleiki að gera þar
bílskúr. Ýmis skipti koma til greina. Laust eftir
samkomulagi.
fpr STAPASÍÐA:
168 fm endaraöhúsaíbúð á tveim hæðum með
^ bílskúr. Skipti á minni raðhúsaíbúð æskileg.
^ TJARNARLUNDUR:
m 2ja herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi, ca. 50 fm.
Laus strax.
fn BYGGÐAVEGUR:
3ja herb. íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi, ca. 80 fm.
Laus fljótlega.
AÐALSTRÆTI:
m Lítið einbýlishús. Hæð, kjallari og ris. Mikið
fn endurnýjuð. Laust eftir samkomulagi.
m TJARNARLUNDUR:
2ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi, ca. 40 fm.
Laus strax.
STAPASIÐA:
1,1 125 fm raðhúsaíbúð á tveim hæðum. Rúmgóð og
fft snyrtileg eign. Skipti á íbúð í Reykjavík koma til
-pTv, greina. Laus eftir samkomulagi.
fFT EINHOLT:
140 fm raðhúsaíbúð á tveim hæðum. Snyrtileg
eign. Laus eftir samkomulagi.
HJARÐARHOLT:
3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Mikið
endurnýjuð eign. Laus eftir samkomulagi.
SÓLVELLIR:
ffþ 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Laus eftir
samkomulagi.
EIKARLUNDUR:
5-6 herb. einbýlishús á einni hæð, ca. 140 fm.
TtT Stór bílskúr. Úrvals eign á góðum stað í bænum.
m Vantar á skrá 3ja og 4ra herb. blokkaríbúðir.
Sklpagötu 1 - sími 24606
Sölustjóri: Björn Kristjánsson.
Heimasími: 21776.
Lögmaður: Ólafur Birgir Árnason.
/N /N /^N /Ns /N /"N /Ns /N /N /N xN I
/N
m
✓N
3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3; 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3)