Dagur - 06.01.1983, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIH
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
66.árgangur
Akureyri, fímmtudagur 6. janúar 1983
2. tölublað
Sólbakur til
sverðfiskveiða?
„Ég get lítið um þetta mál sagt
á þessu stigi nema að það hefur
ekki verið frá því gengið eða
endanlega ákveðið hvort ég
kaupi togarann,“ sagði Sigurð-
ur Þorsteinsson, sem búsettur
er í Bandaríkjunum, er Dagur
ræddi við hann. Sigurður, sem
hefur áður keypt notuð skip hér
á landi, hefur verið staddur á
Akureyri undanfarna daga og
rætt við forráðamenn Útgerð-
arfélags Akureyringa hf. um
kaup á togaranum Sólbak sem
lagt hafði verið.
„Pað kom fyrst til tals í desem-
ber að ég myndi kaupa Sólbak en
eins og ég sagði áðan er málið
ófrágengið en það mun sennilega
skýrast á næstu dögum hvort af
kaupunum verður," sagði Sigurð-
ur.
Samkvæmt heimildum Dags,
sem telja má áreiðanlegar, hyggst
Sigurður staðsetja Sólbak við Ba-
hamaeyjar - ef af kaupunum
verður - og verður skipið þar sem
einhverskonar bækistöð fyrir
sverðfiskveiðimenn sem stunda
þar veiðar sínar. Þá segj a heimild-
ir Dags að Bergþór Arngrímsson,
vélstjóri frá Akureyri, muni fara
með skipinu utan og starfa á því í
þrjá mánuði.
„Það er ekki búið að selja Sól-
bak og það hefur ekkert verið að
gerast í því máli,“ sagði Vilhelm
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Útgerðarfélags Akureyringa hf.,
er Dagur spurði hann um þetta
mál. „Það er hins vegar til athug-
unar að selja skipið og hefur verið
lengi,“ sagði Vilhelm.
Eins og menn hafa séð hefur
Sólbakur legið við bryggju í Ak-
ureyrarhöfn undanfarið. Sl.
mánudag var togarinn færður
þaðan og í slipp hjá Slippstöðinni
á Akureyrik þar sem hann hefur
verið botnhreinsaður og botn
skipsins málaður.
Sólbakur EA 5.
Hegranes frá Sauðárkróki er nú í gagngerri endurbyggingu hjá Slippstöðinni á Akureyri. Meðal annars verður skipið
lengt og hefur það verið tekið í sundur í þeim tilgangi. Sólbakur á efri myndinni og Hegranes munu vera fyrstu skuttog-
ararnir sem ganga úr sér. Annað hvort er að leggja þeim og setja í brotajárn eða endurbyggja. Mynd: H.Sv.
Innheimta opinberra gjalda á Akureyri:
„Sæmilega ánægður“
- segir Valgarður Baldvinsson bæjarritari
Ekiðá
stúlku á
gang-
braut
við Þing-
valla-
stræti
Umferðarslys varð á Akureyri I
gær en þá var ekið á stúlku sem
var að fara yfír gangbraut á
Þingvallastræti á móts við
spennistöðina sem þar er.
Stúlkan var flutt á sjúkrahús til
rannsóknar. Hún reyndist óbrotin
og fékk að fara heim að rannsókn
lokinni.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni í morgun liggur ekki fyrir
hver afstaða ljósanna við gang-
brautina var er slysið átti sér stað
og ber þeim sem yfirheyrðir hafa
verið ekki saman um hvort grænt
eða rautt Ijós hafi logað er óhapp-
ið varð.
Gangbrautarslys eru sem betur
fer ekki algeng hér í bænum en þó
full ástæða til að að vara bæði
ökumenn og gangandi vegfarend-
ur um að sýna aðgát við gang-
brautirnar.
Alls voru 46 á atvinnuleysisskrá
á Dalvík um áramótin, en þeim
hafði fjölgað og voru um 100
talsins s.l. þriðjudag er við
ræddum við Snorra Finnlaugs-
son bæjarritara.
„Það liggur ekki fyrir endan-
lega hvernig innheimta opin-
berra gjalda gekk á síðasta ári,
en þó er Ijóst að hún er eitthvað
lakari en á árinu 1981,“ sagði
Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á
Akureyri og Dalvík og sýslu-
maður í Eyjafjarðarsýslu, í
samtali við Dag í gær.
Meira gat Elías ekki sagt um
Snorri sagði að um 60 manns af
þessu fólki væri starfandi hjá
frystihúsi KEA á staðnum, en þvi
hefði verið sagt upp kauptrygg-
ingu um hátíðarnar. Hann sagðist
reikna með að þetta fólk hæfi
vinnu mjög fljótlega, og reyndar
málið á þessu stigi og hafði ekki
handbærar tölur um það hvort
það væru fremur fyrirtæki en ein-
staklingar sem skulduðu enn op-
inber gjöld frá síðasta ári.
„Miðað við hvernig verið hefur
undanfarin ár getum við verið
sæmilega ánægðir með innheimt-
una,“ sagði Valgarður Baldvins-
son, áskrifstofu Akureyrarbæjar.
hinir sem væru á atvinnuleysis-
skrá.
„Þetta er nær allt fólk sem
hefur unnið í fiskverkunarhúsun-
um, og ég vonast til að um miðjan
mánuðinn verði hjólin farin að
snúast af eðlilegum hraða og ekk-
„Við innheimtum um 91% af
álögðum gjöldum og eldri gjöld-
um sem voru hér til innheimtu
sem er ágætt hlutfall. Að vísu er
þetta lakara en 1981 en það ár var
óvenjulega gott og þá innheimtust
um 93%. Þar sem oft er talað um
90% sem meðal innheimtuflutfall
hlýtur þetta að teljast ágætt,“
sagði Valgarður.
ert atvinnuleysi verði þá hér“,
sagði Snorri.
Þess má að lokum geta að inn-
heimta opinberra gjalda á Dalvík
á s.l. ári nam um 86% af álögðum
gjöldum ársins.
Ping-
menn
sitja
fyrir
svörum
Næstkomandí sunnudag klukk-
an þrjú e.h. verður abnennur
fundur haldinn með þingmönn-
um Norðurlandskjördæmis
eystra í gildaskálanum á Hótel
KEA. Fundurinn verður með
nokkuð óvenjulegu sniði en þar
gefst mönnum kostur á að leggja
fram skriflegar spurningar fyrir
þingmennina auk þess sem tveir
spyrjendur munu stjóma fundin-
um og sjá til þess að ekki verði
óþarfa málalengingar.
„Það hefur komið í ljós hjá okk-
ur í Framsóknarfélagi Akureyrar,
eins og vafalaust í öðrum félögum,
að þetta venjulega fundarform
virðist ekki eiga við lengur þar sem
haldnar eru langar framsöguræður
og síðan koma mismunandi vel
undirbúnar fyrirspurnir. Því
ákváðum við að breyta forminu,
reyna að ná upp meiri hraða ef svo
má segja og jafnframt reyna að
laða fram fyrirspumir, gjaman
svolítið hvassar. Margir hafa vafal-
aust löngun til að spyrja þingmenn-
ina um eitt og annað varðandi bæði
það sem liðið er og einnig og, ekki
síður, hvað framundan sé. Ef
menn vilja ekki láta nafn síns getið
þá er frjálst að leggja spurningam-
ar fram án þess,“ sagði Jóhann Sig-
urðsson, formaður Framsóknarfé-
lags Akureyrar. Hann gat þess að
allir framsóknarmenn og aðrir
áhugamenn um stefnu Framsókn-
arflokksins væm velkomnir á fund-
inn kl. 15 á sunnudag. Kvaðst hann
ætla að fundurinn gæti orðið mjög
skemmtilegur og líflegur. Spurn-
ingum geta menn komið til fund-
arstjóra annað hvort fyrir eða á
sjálfum fundinum. Fundarstjórar
verða Hermann Sveinbjörnsson
og Valur Arnþórsson.
DALVIK:
Um 100 eru án atvinnu