Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON . OG ÞORKELL BJÓRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kynskipt stjórnmálastarf Nýlega var sagt frá því í útvarpsfréttum að af 30 frambjóðendum í prófkjörum flokkanna eina helgi hafi aðeins einn frambjóðandinn verið kona. Þegar þetta er borið saman við þær fullyrðingar að konur hafi ekki sömu mögu- leika til þátttöku í stjórnmálum og karlar kem- ur berlega í ljós að einhversstaðar skýtur skökku við — þessi fullyrðing fær vart staðist. Allir ættu að hafa sömu möguleika á að gefa kost á sér í prófkjörum til alþingiskosninga. Vera má að lítill hlutur kvenna á þingi til þessa og allt talið um að þær ættu svo erfitt upp- dráttar hafi dregið svo kjarkinn úr þeim að þær hafi af þeim sökum ekki gefið kost á sér í áð- urnefndum prófkjörum. Það getur hins vegar vart verið einhlít skýring. Af hálfu stjórnmálaflokkanna hefur því gjarnan verið haldið fram að erfitt væri að fá konur til starfa í áhrifastöðum. Á þetta hefur ekki hvað síst reynt upp á síðkastið þegar a.m.k. sumir stjórnmálaflokkar hafa lagt sig í líma við að auka hlut kvenna. Hafa umræður um þessi mál með tilheyrandi kvennafram- boðum vafalaust haft þar sín áhrif. En þrátt fyrir þessa miklu umræðu hefur lítið sem ekk- ert áunnist. Það hefur verið haft á orði að stjórnmála- flokkarnir væru að einhverju leyti óaðgengi- legir fyrir konur. Hins vegar geta konur vart ætlast til þess af stjórnmálaflokkunum að þeir taki einhverjum stökkbreytingum til móts við þær, ef þær vilja sjálfar ekki taka þátt í starfinu og að móta þær breytingar sem þær telja nauðsynlegar. Það kann að vera að konur þurfi að sýna af sér meiri dug en karlar til að ná jafn langt og þeir, til að bæta upp kynjafordómana sem einhverjir eru sjálfsagt við lýði. Það gerist ekki nema þær sanni sig á sama vettvangi. Kynskipt stjórnmálastarf kann ekki góðri lukku að stýra þegar til lengdar lætur. Gildi samvinnu og samhjálpar Enn hafa náttúruöflin krafist fórna af lands- mönnum, að þessu sinni í litlu sjávarplássi á Vestfjörðum. Um sama leyti og snjóflóð á Pat- reksfirði verða fjórum manneskjum að bana og eyðileggja yfir tug íbúðarhúsa minnast menn þess að áratugur er liðinn frá Vestmannaeyja- gosinu. Enn skemmra er síðan mikið mann- og eignatjón varð í Neskaupstað af völdum snjó- flóða. Sjaldan eða aldrei verður gildi samvinnu og samhjálpar augljósara en þegar slíkar nátt- úruhamfarir verða. 4 - DAGUR - 25. janúar 1983 Ostjórn raforkumála Stjórn raforkumála á íslandi hef- ur verið meira eða minna vafasöm undanfarin ár, en nú allra síðustu ár keyrir um þverbak í óstjórn og stjórnleysi og þar af leiðandi óarðbærum framkvæmdum. Hrein afleiðing af því er síhækk- andi raforkuverð, langt umfram verðbólgu. Við höfum ekki séð fyrir enda- lok þessara hækkana í bráð þó svo að stjórnarskipti séu á næsta leyti, vegna þess að mikill hluti afleið- inga rangra framkvæmda á síð- ustu árum og þeirra sem nú er unnið að, eiga eftir að koma fram í enn hærra raforkuverði í næstu framtíð. Jafnvel þó svo að samningar tækjust um þreföldun á orkuverði til stóriðjunnar allrar, yrði tiltölu- lega lítil lækkun á verði til al- mennings í prósentum talið svo hátt er raforkuverðið orðið. Nú má spyrja hverjar séu ástæður fyrir þessari óðaverð- bólgu á raforkuverði, þá er því til að svara, að mínu mati liggja ástæðurnar fyrst og fremst á Þjórsársvæði Landsvirkjunar. Þær helstu aðrar óarðbæru fram- kvæmdir sem eru utan (ennþá) svæðis Landsvirkjunar svo sem Byggðalínur og Krafla, eru ekki inni í orkuverðinu, afborgunum af þeim er frestað með lántökum. Til að varpa enn skýrari mynd af Þjórsársvæöi Landsvirkjunar, má hér líta á þróun heildsölu- gjaldskrár Landsvirkjunar á 130 kv spennu og 5000 stunda nýting- artíma, sett upp í línurit í eining- arverði (aur/kwh) á hverjum tíma, nokkur ár til baka. Og í sama línuriti kaupgetu skipta- verðs þorsks í hæsta gæðaflokki pr. kg. umreiknað í kílóvatt- stundir á heildsöluverði Lands- virkjunar. En skiptaverð þorsks er hreinn mælikvarði á kaupgetu sjómanna, laun þeirra hafa verið 29% af skiptaverði allt tímabilið sem tek- ið er (var 34% fyrir 16. febr. 1976). Ætlunin var að nota tíma- kaup viðmiðunarmanns í landi en ókleyft reyndist að fá hreinan taxta sem mælikvarða, vegna sí- felldra breytinga á heitum taxta og viðmiðunum starfslýsinga, svo og láglaunabreytingum. En hér má fljóta með að fisk- verð hefur 7,67 faldast frá 1. jan. 1977 til 15. nóv. 1982. Laun lægsta Dagsbrúnartaxta hafa 10,25 faidast, laun 10. taxta BSRB hafa 9,79 faldast, en verð Landsvirkj- unar 17,47 faldast á sama tíma- bili. Svo vikið sé aftur að línuritinu sést að það orkumagn sem fékkst fyrir einn þorsk á miðju ári 1978, þá þarf í dag, 15. nóv. 1982, rétt tæplega 3 stykki þorska fyrir sama orkumagn. Þyrfti að athugast hvort hér sé ekki um heimsmet að ræða. En réttara er að skoða meðal kaupmátt hvers árs fyrir sig í stað- inn fyrir verstu tilvikin. Þá kemur í ljós að kaupgeta skiptaverðs pr.kg. var 27,9 kwh árið 1977, 29,6 kwh 1978, 25,2 kwh 1979, 21,2 kwh 1980, 17,8 kwh 1981 og 15,4 kwh það sem af er ári 1982 eða til 15. nóv. Þannig að lítið er orðið eftir af þorski nr. 2 annað en sporðurinn þegar borin eru saman árin 1978 og það sem af er ári 1982. Ég get ekki ímyndað mér ann- að en að þorskur nr. 3 hverfi á næstu tveimur árum, því að til af- borgunar koma ýmsar vitleysis framkvæmdir á Þjórsársvæði, svo sem Sultartangastífla, Kvíslar- veita og rest af Hrauneyjarfoss- virkjun, en okkur var talin trú um að hluti síðustu hækkunar (á síð- ustu stundu lækkuð úr 35% í 29%) væri vegna afborgunar af Hrauneyjarfossvirkjun. Einnig kemur sá hluti kostnaðar við Byggðalínur sem Landsvirkjun á að yfirtaka um næstkomandi ára- mót, sá kostnaður hlýtur að leiða til hækkunarorkuverðs. (Orðtæki stjórnmálamanna er jöfnun orku- verðs), afganginn á sjálfsagt að greiða í sköttum til ríkissjóðs. Svo að síðustu kostnaður við afborg- anir af Suðurlínu og skuldabagg- anum sem eftir á að koma út í verðlagið (neikvæð greiðslustaða Landsvirkjunar á þessu ári um ca. 145 Mkr.). Hin raunverulega Krafla kem- ur hér hvergi við sögu en hún hef- ur tíðast verið notuð í ljótabarns- hlutverkið af stjórnmálamönn- um, fjölmiðlamönnum og ýmsum steinblindum fræðimönnum, þeg- ar rætt er um óarðbærar framkvæmdir, í þeim tilgangi ein- um, að villa um fyrir almenningi, eða upplýsa eigin fávisku. En þessir sömu aðilar horfa framhjá öllum Kröflunum sem englabarnið Lansvirkjun er að burðast með (fyrirtæki sem for- sjálir Reykvíkingar komu á fót), en Kröflurnar þar eru hreint ekici svo fáar og stöðugt unnið að fleiri. Til að skoða dæmið nánar skul- um við sjá áhrifin, sem þetta okur Landsvirkjunar hefur á smásölu- gjaldskrá Rarik, núgildandi gjaldskrá frá 5. nóv. 1982 og reikna á ársgrundvelli. Jón Jónsson sem notar á heimil- istaxta A1 4000 kwh/ári og hitat- axta C1 36000 kwh/ári. Meðal- verð á A1 miðað við þessa notkun er 2.243 kr/kwh, á C1 0,701 kr/ kwh óniðurgreitt af ríkissjóði, en 0,561 kr/kwh niðurgreitt. Reikn- að saman A1 + C1 miðað við 40000 kwh/ári er óniðurgreitt verð 0,855 kr/kwh en niðurgreitt 0,729 kr/kwh. Jón Jónsson þarf því að greiða fyrir raforku á ársgrundvelli 40000 x 0,729 = 29160 kr/ári, Ra- rik fær 40000 x 0,855 = 34200 kr/ ári, Landsvirkjun fær 40000 x 0,53 = 21200 kr/ári plús 0,53 x dreifi- töpin í kerfi Rarik eða frá afhend- ingarstað Landsvirkjunar að not- anda, en við getum sleppt þeim hér, dæmið er nógu slæmt fyrir. Samantekið: Heildarkostnaður: 34200 kr/ári eða 100%, Lands- virkjun fær 21200 kr/ári eða 62%, Rarik fær 13000 kr/ári eða 38%. Samtals 34200 kr/ári eða 100%. Jón Jónsson greiðir 29160 kr/ári eða 85,3%, Ríkissjóður greiðir 5040 kr/árieða 14,7%. Af hluta Rarik eða 13000 kr fara 2690 kr í verðjöfnunargjald og söluskatt til baka til ríkissjóðs. Hvað verður um niðurgreiðsl- urnar eftir áramót 82/83 veit enginn, en þær eru ekki á fjárlög- um næsta árs. Sama dæmi og að ofan tekið í nóvember 1978 eða fyrir 4 árum síðan. Heildarkostnaður: 40000 x 0,104 = 4160 kr/ári - 100%, Landsvirkjun fær 40000 x 0,04562 = 1824,8 kr/ári 43,9%, Rarik fær 2335,2 kr/ári - 56,1%. Samtals 4160 kr/ári - 100%. Þá voru engar niðurgreiðslur og Jón Jónsson greiddi alla súpuna. Að lokum skulum við sjá hvað þarf mörg kíló þorsks til að greiða essa orku. nóvember 1978 var skiptaverð 1,26 kr/kg sem þýðir að 4160/1,26 = 3301 kg/ári þarf þá til greiðslu á raforku á ársgrundvelli, en nú þarf 34200/6,37 = 5368 kg/ári til greiðslu á sama orkumagni eða 62,6% aukning. Núverandi verð raforku til allra almennra nota er óviðunandi fyrir alla raforkunotendur, hreint okur. Ef spáin um 3ja þorskinn hér að framan til Landsvirkjunar á 2 næstu árum rætist, getum við al- veg eins lagt niður alla búsetu úti á landi ef landsbyggðinni er ætlað að búa við gjaldskrá Landsvirkj- unar í stað þess að fá að virkja sjálfir fyrir kostnað sem er innan við helmingar af núverandi gjaldskrá Landsvirkjunar, hvað þá verður er þriðji þorskurinn hefur bæst við. Er ekki kominn tími til: a) að stjórn Landsvirkjunar segi af sér og efstu yfirmenn líka. Endurskoðendafyrirtæki verði gert að rannsaka starf- semina alla og grundvöll ákvarðanatöku hinna ýmsu framkvæmda á Þjórsársvæði. Hér gæti verið um fram- haldsverkefni að ræða hjá hin- um breska endurskoðendafyr- irtæki, sem iðnaðarráðuneytið fékk í álmálið. b) að Alþingi íslendinga endur- skoði afstöðu sína með út- þenslu Landsvirkjunar yfir landsbyggðina. c) að stjórn Laxárvirkjunar endurskoði afstöðu sína til sameiningar Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar 1. júlí 1983, og þar með fríi Akureyringa og seinna aðra Norðlendinga við ævarandi okri á raforku. d) að rannsaka þátt verkfræði- stofa í ákvarðanatöku um ýmsar raforkuframkvæmdir, en æði oft eru stofurnar bæði með frumhönnun og síðan lokahönnun verksins, þannig að ákvarðanataka er þeirra hagur, en ábyrðin engin. e) að rannsaka þátt orkustofnun- ar í ákvarðanatöku valkosta orkumála, en ég get ekki betur séð, en að sú stofnun sé verri en engin í þeim efnum. f) að skipta um yfirmann orku- mála á íslandi, iðnaðar og orkuráðherra Hjöríeifur Gutt- ormsson og gert að skilyrði að arftaki hafi smá innsýn í orku- mál og láti ekki eiginhags- munaseggi og steinblinda reyk- víska fræðimenn stjórna sínum ákvörðunum. Að síðustu þá hefur gengi doll- ars gagnvart íslenskri krónu 18,28 faldast frá 1. jan 1972 til 5. nóv. 1982, en gjaldskrá Lansvirkjunar hefur 61,37 faldast á sama tíma, eða 3,35 faldast gagnvart dollar. Fiskverð er hins vegar mjög svipað í dollurum talið 1. jan 1977 og 15. sept 1982 eða 7,67 faldast, en dollar7,62faldastásama tíma. Heimir Sveinsson tæknifræðingur Egilsstöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.