Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 2
Húsaklæðningar • Blikksmíði Tökum aö okkur alla blikksmíði, s.s. loftræstingar, kantamíði og rennusmíði. Einnig smíðum við úr ryðfríu stáli, t.d. sílsalista. Erum með utanhússklæðningar. Gerum föst verðtilboð. Blikkvirki sf. Kaldbaksgötu 2, sími 24017. Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri: Fundarboð Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri heldur félagsfund á Hótel KEA mánudaginn 31.þ.m.kl. 20.30. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Fjármál. 3. Lagabreytingar. 4. Önnur mál. Stjórnin. FIMMTUDAGUR: Allt það nýjasta í rokkinu. Diskótek til kl. 01.00. FÖSTUDAGUR: Kabarett kl. 22. Kabarettmaturframreiddurfrá kl. 20-22. Hljómsveitin Gautar frá Siglufirði mæta á svæðið. Diskótekið í fullum gangi. „Danssýning“ Sibba og Maggi rokka. LAUGARDAGUR: Húsið opnað |kl. 20.00. Edward Frederiksen leikur dinnermúsik fyrir matargesti. Hinir síungu Gautar frá Siglufirði með gömlu og nýju dansana. Borðapantanirfyrir matargesti í síma 22970. „Danssýning" Sibba og Maggi rokka eins og þeim einum er lagið. Gestir kvöldsins: Hljómsveit Helga magra og Munkur slá á létta strengi um miðnættið. SUNNUDAGUR: Endum helgina á hörku dansleik. Diskótek til kl. 01.00. Sendum heita og kalda veislurétti út um allan bæ. Hafðu samband við veislueldhúsið í Sjallanum (það kostar ekkert). 2 - DAGUR - 27. janúar 1983 Guðmundur Svafarsson, umdæmisverkfræðingur: Lokaorð til Sigtryggs Símonarsonar Sigtryggur skrifar í Dag 20. janú- ar sl.: „að veikum mönnum sé oft ókunnugt um sjúkdóma sína.“ Heldur Sigtryggur að ég sé þjáður af þeirri ónáttúru að fá út- rás við að skrifa níð um náung- ann? í svargrein minni kom ég á framfæri gögnum varðandi þá vegagerð, sem Sigtryggur hafði skrifað um, en þessum gögnum var safnað saman af hópi vega- gerðarmanna. Svar Sigtryggs við þessum gögnum er „skrök“ og „frekleg fölsun". Petta eru ágæt orð að grípa til ef ekkert betra býðst. Þessi grein Sigtryggs er annars ekki svaraverð, en þó vil ég aðeins minnast á eftirfarandi: Sigtryggur skrifar að Guðmundur Bene- Norðurljósa- myndir Um aldamótin síðustu, eða vetur- inn 1899-1900, getði danska veðurstofan (Meteorologisk Insti- tut) út leiðangur til Akureyrar til norðurljósarannsókna. Leiðang- ursstjóri var Adam Poulsen, sem var meðal þekktustu vísinda- manna á þessu sviði í þann tíð, og setti m.a.-fram kenningu um upp- runa norðurljósa, sem í meginat- riðum má heita viðurkennd. Höf- uðstöðvar leiðangursins voru á Naustahöfða, þar sem nú er kirkjugarður Akureyringa, en auk þess munu þeir hafa haft sj álf- virkar mælistöðvar á Súlumýrum og Vaðlaheiði. Meginhlutverk leiðangursins var að mæla litróf norðurljósanna og hæð þeirra og mun hið fyrrnefnda hafa tekist með ágætum og veitti marghátt- aða nýja þekkingu sem byggt var á lengi síðan. Þá var með í förinni málari að nafni Harald Moltke og málaði hann allmargar myndir af norður- ljósunum þennan vetur. Sex af þessum myndum voru svo settar á plötu og prentaðar eftir þeim myndir í réttum litum, (folio- stærð). Var þeim síðan dreift til vísindastofnana um víða veröld þar sem þær skreyta enn veggi. Fyrir skömmu komst Valgarð- ur Stefánsson (yngri) á snoðir um tilveru þessara mynda og fékk sent sýnishorn af þeim en í fram- haldi af því hefur Meteorologisk Institut nú gefið Náttúrugripa- safninu eitt sett af myndunum (6 myndir), ásamt 5 norðurljósa- myndum eftir Moltke frá Finn- landi. Er þetta dýrmæt gjöf því að myndir þessar eru orðnar mjög sjaldgæfar og því að sama skapi eftirsóttar af söfnurum. Vonandi fær Safnið innan tíðar tækifæri til að sýna þessar gullfal- legu myndir og eitthvað fleira varðandi það merkilega fyrirbæri, norðurljósin, sem menn eru reyndar hættir að taka eftir síðan rafmagnsöldin hélt innreið sína í hús og götur. (Frétt frá Safninu). Próíkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram laugardaginn 29. og sunnudag- inn 30. janúar nk. Kosið verður í Alþýðuhúsinu frá kl. 11 til kl. 18 á laugardag og frá kl. 11 til kl. 19 á sunnu- dag. Kosning utan kjörfundar er í Strandgötu 9, milli kl. 18 og 19 til kjördags. Sími 24399. Bílasími á kjördag er 24399. í þrjú efstu sætin, sem kosið er um, hafa 4 framboð borist: í 1. til 3. sæti: Árni Gunnarsson, Akureyri. Arnljótur Sigurjónsson, Húsavík. Jósef Snæland Guðbjartsson, Akureyri. í 2. til 3. sæti: Hreinn Pálsson, Akureyri. diktsson hafi verið forveri minn í starfi og svo skömmu síðar: „Allt- af er vonast eftir, þegar skipt er um forystumenn í ábyrgðarmikl- um störfum, að einn komi öðrum meiri og ef svo reynist er það auð- vitað ágætt en stundum snýst þetta við þannig að einn maður kemur öðrum minni - en það er afleitt og ætti vart að geta gerst vegna stóraukinnar þekkingar og tækni vinnuvísinda vorra tíma, svo sém á fleiri sviðum." Mjög auðvelt er, fyrir hvern sem er, að afla sér upplýsinga um það, að ég tók við embætti um- dæmisverkfræðings á Norður- landi árið 1969 af Guðmundi Ara- syni, og að ég hef aldrei gegnt sama embætti og Guðmundur Benediktsson. Forveri Guð- mundar Benediktssonar var Karl Friðriksson og eftirmaður hans Jón Haukur Sigurbjörnsson. Sigtryggur getur ekki einu sinni haft þetta rétt og ef þetta á að vera sönnun þess að umræddur vegur er vondur, þá eigum við Sigtrygg- ur víst aldrei eftir að skilja hvorn annan. Guðmundur Svafarsson, umdæmisverkfræðingur. Hvammshlfö: Glæsílogt ðinbýlishús á tvelmur hæöum meötvöföldum bílskúr, sam- tals ca. 300 fm. Eígnin er ekki alveg fullgerö. Þetta er einstakt tœkifæri fyrir þann sem vill elgnast fallega eign á góðum stað. Möguleiki á að taka minnl elgn í sklptum. Tungusíða: Elnbýlishús, ekki alveg fullgert. Á hæöinni er 5 herb. íbúð en 2 herb. og geymslur í kjallara. Bllskúr. Samtals ca. 230 fm. Hrísalundur: 2ja herb. Ibúð f tjölbýlishúsi, rúml. 50 fm. Laus eftir samkomulagi. Grænamýri: Elnbýllshús, 5-6 herb., hæð og ris. Stór, falleg lóð. Grenivík: Jarðnæði I nágrenni kauptúnsins, ca. 2 hektarar. l'búðarhús í þokkalegu standi, ca. 70 fm að grunnfleti. KJall- ari undlr hluta hússins. Tilvallnn staður til loðdýraræktar. Afhendlst strax. Furulundur: 3Ja herb. íbúð tæpl. 60 fm á annarri hæð (raðhúsi. Mjög falleg elgn. Laus eftirsamkomulagi. Stórholt: Glæslleg 5 herb. efri hæð f tvfbýlis- húsi, ca. 136 fm. Tvöfaldur bílskúr. Allt sér. Laus eftir samkomulagi. Okkur vantar 3ja og 4ra herb. íbúðlr á skrá. Enn- fremur raðhús með bílskúr. Amaro-húsinu II. hæð. Sfminn er 25566. Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjórl Pétur Josefsson. Er við á skrifstofunni alia virka daga kl. 16,30-18,30. Kvöld- og helgarsimi: 24485.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.