Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 8
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Sauðárkrókur:, Fjármagn verði útvegað til íþrótta- hússins Á sameiginlegum fundi skóla- nefndar, bygginganefndar íþróttahúss og skólastjóra á Sauðárkróki 12. janúar s.l. var samþykkt að beina þeim til- mælum til menntamálaráð- herra, fjármálaráðherra og stjórnenda Sauðárkróksbæjar að útvega það fjármagn sem þarf til að hægt sé á þessu ári að standa við þann verksamning sem gerður var á síðasta ári um byggingu íþróttahúss. Stefnt hefur verið að því að húsið yrði fokhelt á þessu ári. í samþykktinni segir á þessa leið: „Bent er á að á Sauðárkróki eru nú í Grunnskóla og Fjöl- brautaskóla um 640 nemendur og er reiknað með að á næstu árum verði í þessum tveim skólum um 900 nemendur. Sá íþróttasalur sem byggður var við Barnaskólann 1949, í stærðum 8x16 m, getur engan veg- inn annað þeirri félagslegu þörf sem skólahaldið og hinn ört vax- andi bær kallar á. Við viljum einn- ig benda á að ekkert íþróttahús er í Skagafirði og verða því þau ung- menni sem leggja stund á flestar inniíþróttir að fara í aðrar sýslur til æfinga og keppni.“ Dalvíkingar hafa engan tannlækni „Það hefur engin tannlækna- þjónusta verið hér í bænum í tæpt ár, en sá tannlæknir sem hér var flutti sl. vor til Selfoss,“ sagði Snorri Finnlaugsson bæjarritari á Dalvík í samtali við Dag fyrir helgina. Snorri sagði að Dalvíkurbær hefði reynt að vinna að þessu máli, m.a. með því að auglýsa í tímariti Tannlæknafélagsins. Tveir hefðu sýnt áhuga á starfinu og skoðað aðstöðu á Dalvík Annar hefði síðan ráðið sig annað en hinn væri enn í námi. Að sögn Snorra keypti bærinn tæki þau af tannlækninum sem hann átti er hann yfirgaf Dalvík s.l. vor og eru það fullkomin tæki. Þá væri húsakostur mjög góður sem ætlaður væri fyrir þessa þjón- ustu. Það má því segja að allt sé fyrir hendi, en aðstaðan og tækin koma auðvitað að litlu gagni nema tannlæknir fáist til staðar- ins. Tannlæknastólarnir á Dalvík standa auðir. Mynd: R.S.F. 140 skráðir atvinnulausir Alls voru 140 skráðir atvinnu- lausir á Akureyri þann 31. des- ember sl., 120 karlar og 20 konur. í desember voru skráðir 1434 heilir atvinnuleysisdagar, sem svarar til þess að 105 hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Gefin voru út í desember 220 atvinnuleysisbótavottorð með samtals 1918 heilum bótadögum. Bændaklúbbs- fundur Bændaklúbbsfundur verður haldinn að Hótel K.E.A. mánudagskvöldið 31. jan. n.k. og hefst kl. 21.00. Frummælandi verður Þorsteinn Ólafsson dýralæknir og ræðir hann um frjósemi mjólkurkúa og samstillingu gangmála hjá þeim. Kynningafundur Bandalags jafnaðarmanna Bandalag jafnaðarmanna gengst fyrir almennum opnum kynning- arfundi á Hótel KEA á fimmtu- dagskvöld klukkan 20.30. Framsögumenn verða Loftur Þorsteinsson, verkfræðingur, og Vilmundur Gylfason, alþingis- maður. Skip verði leigt í stað Hegraness Sem kunnugt er er nú unnið að endurbótum og stækkun á Hegranesi, skuttogara Útgerð- arfélags Skagfirðinga, í Slipp- stöðinni á Akureyri. Þetta hef- ur m.a. haft áhrif á ástand atvinnumála í fiskvinnslu á Sauðárkróki og málið verið tekið til umræðu í bæjarstjórn. í framhaldi af umræðum bæjar- stjórnar var atvinnumálanefnd falið að kanna málið og 20. janúar gerði nefndin samþykkt, þar sem lýst er áhyggjum vegna atvinnu- ástandsins í fiskvinnslu á Sauð- árkróki sem er tilkomið vegna endurbóta á einu skipa útgerðar- félagsins. „Nefndin leggur þunga áherslu á að stjórn ÚS og forráðamenn frystihúsanna bregðist við þeim vanda sem hér hefur skapast með því að taka á leigu skip fram á vor- ið eða fái skip til landana hér, þannig að nægur afli berist á land til að stöðug vinna haldist í frysti- húsunum.“ Á fundi nefndarinnar kom fram hjá Bjarka Tryggvasyni, forstjóra útgerðarfélagsins, að reynt hefði verið að fá togskip til löndunar, en lítill möguleiki væri á að það tækist. Hugsanlegt væri hinsvegar að leigja skip frá Reykjavík, til að brúa þetta tímabil, en gert er ráð fyrir að Hegranesið verði í slipp til maí- júnf. 63 hlutu verðlaun í umferðargetrauninni Eins og undanfarin ár stóð um- ferðarráð og lögregla fyrir um- ferðargetraun skólabarna á aldrinum 6-12 ára. Tóku allir skólarnir á Akureyri þátt í þess- ari getraun. Veitt voru alls 63 verðlaun sem skiptust milli skólanna eftir nemendafjölda. Verðlaunin voru í formi bóka og penna, gefin af tryggingafélög- unum á Akureyri. Fjöldi réttra úrlausna barst og var dregið úr þeim á lögreglustöð- inni á Akureyri skömmu fyrir jól. Vinningshafar fengu síðan verð- laun sín afhent á aðfangadag jóla og var verðlaununum ekið heim til hvers og eins af lögreglunni. Erlingur Pálmason, yfirlögregluþjónn, dregur úr réttum svörum að viðstödd- um skólastjórum skólanna á Akureyri og Bimi Mikaelssyni, lögreglumanni. Ljósm: Dan. Sn. # Er hann hún eða hann? Dvöl rostungsins í Rifshöfn að undanförnu hefur valdið mörgum manninum heila- brotum. Koma hans þangað var sunnlenskum blaða- mönnum kærkomin í „gúrku- tíðinni" og þeir hafa verið iðn- ir við að segja frá því hvar í höfninni hann sé hverju sinni o.s.frv. Og skyndilega vakn- aði spurning: Er rostungurinn karl- eða kvendýr? Ruku menn nú upp til handa og fóta, leitað var til færustu sér- fræðinga og einn þeirra sagði að allt benti til þess að hér væri um karldýr að ræða því kvendýr færu ekki i svona ferðalög ein á báti. En það hvernig rostungurinn brást við er mynda átti hann i fjör- unni við Rifshöfn styður ekki þá skoðun. Hann hélt nefni- lega hreyfunum sem fastast fyrir þann hluta skrokksins sem sjá þurfti til að hægt væri að skera úr þessu mikla máli. Minntu tilburðir hans óneitan- lega á konu sem skýlir brjóst- um sínum, og þvi verður að álykta að rostungurinn sé ekki hinn frægi Valli víðförli heldur Valgerður víðförla. • Svört strik á gólfinu Vandamál hefur komið upp i nýju íþróttahöllinni á Akur- eyri. Einhverjir sem þar hafa mætt til æfinga hafa sloppið inn á skóm með svörtum botni og auk þess örsmáum gúmmítökkum. Skildu þessir skór eftir sig svartar rákir á gólfinu og þvottavélin mikla, sem kostaði 250 þúsund krónur og ekið er um gólfið eins og bifreið þegar verið er að nota hana, nær þessum strikum ekki. Nú er þannig að flestum þykir nóg um strikin á gólfinu sem afmarka hina ýmsu keppnisvelli. Vonandi tekst að finna lausn sem leiðir til þess að hægt verði að afmá aukastrikin svörtu. • Alltfulltí kvenna- athvarfi Svo virðist af fréttum að ekki hafi verið vanþörf á að setja á laggirnar svokailað kvennaat- hvarf í höfuðborginni, athvarf fyrir konur sem m.a. sæta misþyrmingum heimafyrirog þurfa húsaskjól. Virðist meira um það en menn héldu að höf- uðborgarbúar leggi hendur á konur sínar. Hinsvegar hefur enn ekki heyrt neitt um það hvort konur annarsstaðar á landinu, t.d. á Akureyri, hafi þörf fyrir athvarf af þessu tagi. Vonandi er ástæðan sú að Akureyringar séu svona góðir við konurnar sínar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.