Dagur - 01.02.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 01.02.1983, Blaðsíða 6
Haraldur Sigurftsson aðstoðar ein nemanda sinn vift stökk yfir „hest“. Mikið og glæsi- legt mannvirki Árið 1973 skipaði bæjarstjórn Akureyrar byggingarncfnd sem skyldi vinna aft því að byggja íþróttahús sem nýttist fyrir skóla, íþróttafélög og almenn- ing svo og fyrir hverskonar aðra starfsemi, sem slíkt hús gæti rúmaft, eins og liljómleika, vörusýningar, leiklist, íþróttamót o.fl. Byggingai'nefndin tók til starfa 3. ágúst 1973 og var þú þannig skipuft: Hermaun Sigtryggsson, form., ísak J. Guðmann, ritari, Tryggvi Gíslason, Ilaraldur M. Sigurðsson og Gísli Bragi Hjartarson. Árift 1978 tók Óðinn Árnason sæti Gísla Braga sem þá var orftinn framkvæmdastjóri fyrir verk- taka, sem annaðist byggingu íþróttahallarinnar. Framkvæmdir vift íþróttahöllina hófust í júní 1977. Áfangar: Árift 1977 var unnið aft útgreftri og jarðvegsskiptum i lóft og grunni. 1978 var lokift vift aft steypa kjallara. 1980 var lokift við aft steypa upp fyrstu og aftra hæð og stafna. 1981 var íþróttahöllin gerð fokheld. Inn- réttingasmíði og múrverk hafift. 1982 gengið aft mestu frá sal og hluta af búníngskiefum. Eftir er aft ganga frá kjallara, aðalinngangi að sunnan, kaffiteriu, norður og suðurálmum aft sunnan og norftan á efri hæð. Ilúslýsing: Stærð: Grunnflötur hallarinnar er 2919 fm, grunnflötur gólfa 5909 fm, íþróttahöllin er alls 32179 fm. Rými: Aðalsalur hallarinnar er 27x45 m., scm hægt vcrftur aft skipta í þrennt. Til hliftar vift salinn eru annars vegar áhaldageymsiur og sena. Á cfri hæft þeim megin er rými til ýmissa afnota, m.a. gistiaðstaða fyrir aft- komuhópa en hinsvegar eru búningsklefar, böð, kennarahcrbergi, dóm- araherbergi, sjúkraherbergi og þvottahús. Einnig verftur þeim megin salur fyrir heilsurækt. Vift enda aftalsalar að sunnan og norðan eru minni æfingasalir, sem hægt cr aft opna inn í aðalsal og fæst vift það 65 m. hlaupabraut. Vift austurhlið salar, yfir búningsklcfum, er áhorfendasvæfti fyrir 800 manns, en síftar er gert ráft fyrir bekkjum þar fyrir framan fyrir 600 manns, sem dragast fram á salargólfið. Á efri hæð austan aftalsalur er kullislofa fyrir 180 manns, fata- geymsla og snyrtingar. í suðurenda á sömu hæft er aftalinngangur ásanit forstofu og litlum sal og i norðurenda eru tvö fundarherbergi. í kjallara verftur salur fyrir lyftingar og 25 m. skotbukki. Tveir búningsklefar og böft cru I kjallara. Þá er í kjalluru hita-, rafmagns- og loftræstiútbúnaður ásamt geymsluin. Á jarðhæð í norðausturálmu er inngangur fyrir iðkcndur íþrótta, þar er einnig daglcg afgreiðslu og aðstafta starfsfólks. Aðulinn- gangur inn á áhorfendasvæftift og kafTistofuna er aft sunnan. Lóft er alls 18000 fm. Bflastæði verfta austun og sunnan vift Iþróttahöll- ina fyrir um 200 bíla. Eftir því sem íþróttahöllin kemst í notkun tekur íþróttaráð við rekstri hcnnur. I íþróttaráði eru: Knútur Ottcrstcdt, form., PálJ Stefánsson, Hreíðar Jónsson, Gísli Lórenzson og Einar Pálmi Árnason. Byrjunarerfiðleikar sem þarf að yfirstíga - segir Hermann Sigtryggsson, formaður bygginganefndar hallarinnar búningsklefum og anddyrinu. Eins og þetta er núna er hætt við að fólk komi þarna inn einungis til þess að fylgjast með hvað er um að vera og því eru okkar kennarar ekki vanir. Það er ýmislegt svona í hinum daglega rekstri sem hægt er að laga á einfaldan hátt. Ég get ekki séð en að þetta lofi góðu allt saman.“ - Nú kvarta íþróttakennararn- ir í húsinu undan því hvernig er að íþróttakennslunni búið í húsinu hvað varðar tækjakost. „Það var vitað mál strax í haust þegar opnað var og fundur var haldinn með kennurunum. Þeim var sagt að tækin myndu koma smátt og smátt í allan vetur. Við fengum leyfi til að kaupa tæki sem nú eru komin í húsið, en við vitum ekki hvað má kaupa næst fyrr en fjárhagsáætlun hefur verið af- greidd. Fólkið verður að sætta sig við það í vetur sem til er og það sem nú er í húsinu af tækjum er t.d. mun meira en í Skemmunni þar sem öll íþróttakennsla tynr Oddeyrarskóla fer fram.“ - Hver verða næstu verkefni sem ráðist verður í innanhúss í höllinni? „Það er ekki ákveðið, en það verður fundur nú í vikunni þar sem tæknimenn koma með kostn- aðaráætlanir um ýmislegt sem til greina kemur að fara í næst. Það sem við höfum áhuga á að gera núna er að ljúka við að einangra húsið, ljúka við búningsklefana þannig að þeir verði 6 í stað 4 og að ganga frá aðkomunni að áhorf- endapöllunum bæði innanhúss og utan. Þá má nefna að Ijúka við að- stöðu fyrir lyftingamenn sem verður í kjallaranum. Þá er eftir að ljúka við að setja loftræst- ingu, það er ekki nema hluti hússins sem er kominn í samband hvað það varðar. Það er svo ó- talmargt sem hangir á spýtunni og við höfum áhuga á að fara út í ef fjármagn leyfir.“ - Finnst þér nokkuð að það Myndir: - gk hafi verið ráðist í of mikið, húsið sé of stórt og of dýrt? „Ekki finnst mér það hvað varðar stærð salarins því það sýnir sig að hann er alveg fullnýttur, hver stund notuð. En það má allt- af spyrja þeirrar spurningar hvort það sé of mikið í kring um þetta allt saman eins og kaffiterían, hliðarsalir og annað slíkt. Annars er reynslan sú að hliðarsalurinn sem er kominn í gagnið og hýsir þrektækin er fullnýttur. Hinn hliðarsalurinn við enda aðalsalar- ins er einnig tilbúinn og þar er fyrirhugað að hafa létta leikfimi fyrir litla hópa, júdó, borðtennis og ýmislegt annað. Niðri í kjallara er svo fyrirhug- að að útbúa sal fyrir lyftinga- menn, sal fyrir Skotfélag Akur- eyrar, þar verða búningsklefar böð og snyrtingar, geymslur og fleira. Þá eru salir sem nýta má fyrir félagsaðstöðu, ráðstefnur og fleira í þeim dúr. Svo er það svæð- ið á móti áhorfendum. Þar kemur leiksvið og áhaldageymslur og þar uppi verður gistiaðstaða sem er nýjung í íþróttahúsum hér á landi. Þar eru tveir 70 fermetra salir. Við erum raunverulega að byggja þarna fyrir aðkomufólk, en þessa aðstöðu er þó skilyrðis- laust hægt að nota sem fundarað- stöðu, borðtennis og aðra félags- lega aðstöðu fyrir bæjarmenn.“ - Núsagðirþúaðsalurinnværi fullnýttur alla daga fyrir íþrótta- kennslu. Hvenær þarf að fara að huga að byggingu nýs íþróttahúss þó ekki væri nema til þess að sinna íþróttakennslunni í bænum? „Það fer eftir því hvort við missum Skemmuna, en við teljum okkur alls ekki geta misst hana fyrr en búið er að byggja íþrótta- hús fyrir Oddeyrarskólann sem ég teldi æskilegt að yrði næsta skrefið. Leikfimikennsla í Barna- skóla Akureyrar og Lundaskóla er í gamla íþróttahúsinu við Laug- argötu og einnig í mjög litlum sal í kjallara Lundaskóla. En það er fyrirhugað að byggja íþróttahús við Lundaskóla eins og er við Glerár- skólann.“ Það er ekki hægt að segja annaft en hann fari fallega yfir „hestinn“ þessi. Hermann Sigtryggsson var, og er reyndar enn, formaður bygg- inganefndar íþróttahallarinn- ar. Hann er einnig íþróttafull- trúi Akureyrarbæjar og hefur yfirumsjón með rekstri hallar- innar sem framkvæmdastjóri íþróttaráðs sem sér um rekstur allra íþróttahúsa bæjarins. Við spurðum Hermann fyrst að því hvernig reynslan af nýju höll- inni hafi verið þá mánuði sem hún hefur verið starfrækt. „Það hafa auðvitað komið upp smá byrjunarerfiðleikar sem þarf einungis tíma til að yfirstíga. Ég fæ ekki betur séð en að húsið sinni sínu hlutverki vel, bakinngangur- inn er rúmur, fólkið fer í sína bún- ingsklefa sem eru góðir og að því að mér virðist gengur gegnum- streymið í húsinu vel. Hitt er ann- að mál hvort að kennararnir eru ánægðir með að hafa þetta allt svona opið eins og það er en því má breyta með einföldum hætti með því að loka salnum betur frá Stúlkurnar úr Gagnfræftaskólanum létu ekki sitt eftir liggja og hömuðust við æflngar á dýnu undir stjóm Ásdísar Karelsdóttur. Piltar úr Iðnskólanum vora á fullri ferð við æfingar í þrektækjum í hliðarsal, en þar er aðstaða mjög góft, Um 100 nemendur eru í leikfimikennslu í einu Þegar við lögðum leið okkar í hina nýju glæsilegu íþróttahöll á Akureyri einn morgun í síð- ustu viku var líf og fjör í húsinu, eins og mun vera þar alla daga. í aðalsal hússins voru þau Asdis Karelsdóttir og Haraldur Sig- urðsson, fímleikakennarar, með tugi nemenda úr Gagn- fræðaskóla Akureyrar og í hlið- arsal var Hinrik Þórhallsson með nemendur úr Iðnskólan- um við æfíngar í þrektækjum. Húsverðir í íþróttahöllinni eru fjórir, þau Ingunn Kristjánsdóttir og Gunnar Níelsson sem vinna saman á vöktum og þau Gíslína Óskarsdóttir og Aðalsteinn Sig- urgeirsson sem eru saman á vöktum. Um helgar sjá svo þeir Gunnar og Aðalsteinn um að allt gangi fyrir sig eins og vera ber. En við hittum Gunnar Níelsson og spurðum hann um daglegan rekst- ur hússins. „Það má segja að húsið sé þegar orðið fullnýtt. Frá því klukkan fimmtán mínútur yfir átta á morgnana til fimmtán mínútur yfir fjögur á daginn er leikfimi- kennsla í salnum og eftir það fram til fimmtán mínútur yfir ellefu á kvöldin eru hér æfingar íþrótta- félaga og annarra aðila. Þá er hliðarsalurinn þar sem þrektækin eru mikið notaður, bæði í sam- bandi við þá kennslu sem hér fer fram og einnig af bæjarbúum á kvöldin. Þeir skólar sem eru hér með leikfimi eru Gagnfræðaskóli Ak- ureyrar, Menntaskólinn, Iðnskól- inn, Tækniskólinn og Vélskólinn og það er oft þröngt á þingi hér þegar allt er í fullum gangi. Það má segja að þegar mest er hér í salnum séu hér um 100 nemendur í einu. Ég held að það sé ljóst að húsið er fullnýtt og getur ekki annað meiru.“ - Starf húsvarðanna felst í því að sjá um að allt gangi snurðu- laust fyrir sig í húsinu, þeir sjá einnig um viðhald að einhverju leyti og þá kemur það x þeirra hlut að þrífa húsið á hverju kvöldi. Til þess að þrífa alla helstu gólffleti' hafa þeir vél eina mikla sem einn maður ekur, og er sú vél sem kost- aði 220 þúsund krónur mjög full- komin og afkastamikil. Með henni er kleyft að þrífa öll gólf á um klukkustund. - Haraldur Sigurðsson, íþróttakennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar, er enginn ný- græðingur í faginu. Hann hóf kennslu við GA árið 1946 og kenndi samfleytt í íþróttahúsinu við Laugagötu allt þar til hann flutti sig í nýju höllina í haust. Haraldur var á fullri ferð með nemendum sínum inn í sal, en gaf sér þó tíma til að líta aðeins upp. Við spurðum hann fyrst hvort að- staðan í nýju höllinni væri ekki frábrugðin því sem er í íþrótta húsinu við Laugagötu. „Því er ekki að leyna að þetta húsnæði er gjörólíkt eins og gefur að skilja. Gamla húsið er aðeins 16x8 metrar að stærð svo það hljóta allir að sjá muninn. En þetta gamla hús var prýðilegt og gott að vera þar. Þar voru þó til tæki til leikfimiskennslu sem er ekki í þessu húsi ennþá þótt það standi vonandi til bóta fljótlega. Annars var oft þröngt á þingi í gamla húsinu, t.d. þegar spilaður var handbolti. Menn fóru unn- vörpum úr axlarliðnum í þröng- inni og ég var orðinn sérfræðingur í að kippa þeim í liðinn.“ - Ásdís Kárelsdóttir, íþrótta- kennari, tókísamastrengogHar- aldur, og sérstaklega var hún ó- ánægð með það hversu illa er búið að kennslunni í nýju höllinni hvað varðar tækjakost. „En þetta verð- ur stórkostlegt þegar við höfum fengið þau tæki í salinn sem nauð- synleg eru,“ sagði hún. Gunnar Níelsson á þvottavélinni góðu en með henni þrífa húsverðir alla gólffleti hússins á klukkustund á hverju kvöldi. 6 - DAGUR -1. febrúar 1983 1. febrúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.